Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 34, 1952 STÆRSTA SYIMING ISLANDS IÐNSYNINCIN 1952 ÞAÐ verður ekki hægt að skoða Iðnsýninguna 1952 á einum degi og segja með nokkrum rétti að mað- ur hafi skoðað hana niður í kjölinn. Sýningin, eins og hún' er nú nálægt því fullsköpuð í nýbyggingu Iðnskól- ans, er allt of stór til þess að hún verði grandskoðuð á einni dagferð; forstöðumenn hennar ímynda sér, að vart dugi minna en tvær til þrjár yfirferðir, og vari þó hver þeirra tvo til þrjá tíma. Iðnsýningin 1952, sem forseti Is- lands opnar á laugardag, verður stærsta sýningin, sem haldin hefur verið á Islandi, eitthvað um það bil þrefalt stærri en Reykjavikursýning- in, og þótti hún þó mikið fyrirtæki. Gólfpláss Iðnsýningarinnar nemur 5,600 fermetrum; nærri því allt skólahúsið er notað, sýningarsvæðið fimm hæðir: þungaiðnaður á þeirri neðstu, matvara á annarri hæð, vefn- aður á þeirri þriðju og svo fram- vegis. VIKAN svipaðist um á sýningarsvæðinu fyrir síðustu helgi. Þar voru þá tugir manna við vinnu, verkamenn að slétta húslóðina og reisa umhverfis hana volduga girðingu, starfslið undirbúningsnefndar á þönum um húsið og fjöldi „prívatmanna" að vinna að sínum sýningardeildum með sínum aðstoðarmönnum. Það var verið að smiða, mála og hreinsa, og síðustu sólarhring- ana hefur verið unnið þarna dag og nótt að því að setja sýn- inguna niður. Hér verður til sýnis undir einu þaki nærþví öll íslenzk iðn- framleiðsla. Á þriðja hundrað fyrirtæki af öllu landinu eru þátttakendur. Sum sýna aðeins á einum gólffermetra, önnur ráða yfir þrjú til fjögur hundruð fermetrum. Verðmæti sýningargripa nemur mörgum milljónum króna. Gesturinn — þó hann fari að ráðum kunnáttumanna og komi oftar en einu sinni — mun haf a ærið nóg að starf a. Helzt þarf hann að ganga nokkra kílómetra. Honum verður boðið að sjá kvikmyndir og hann verður hvað eftir annað tekinn beint að rennibekknum að sjá hvernig iðnaðarmaður- inn vinnur. Honum verður leiðbeint af 30—40 vörðum og gæzlumönnum og miklum fulltrúahópi margra stórfyrirtækja. Honum verður ekið í verk- smiðjur að kynnast framleiðsluaðferðum þar og fólkinu í verksmiðjunum. Og honum verður gefinn kostur á að kaupa sér kaffi á staðnum og kökur, sem Bakarameistarafélag Reykjavíkur ætlar að búa til í sinni sýningar- deild — fyrir opnum tjöldum. Iblenzkur iðnaður — Myndin cr tekin í Kassagerð Reykjavíkur. Vélin á mynd- inni framleiðir bylgju-pappakassa nndir hraðfrystan fisk til útlanda. I>etta er niesta galdravél. Hfin tekur cfni af þremur rúllum og límir það saman, svo atS út kemur þrefalt pappaborð með sléttum borðum ytra og bylgjuborði í miðju. Vclin býr sjálf til bylgjurnar, mótar gufubleyttan pappírinn á sérstökum rifflavölsum. Hún skilar líka liminu á sinn stað og þurrkar það í lokin. Hún er nærri þvi 35 metrar á lengd og stærsti mótor hennar. skilar 25 hestöflum, en auk þess eru hjálparmótorar. Afköst: 2,000—2,500 kassar a klukkustund, 16—20,000 kassar á dag. Kassagerð Keykja- víkur var stofnsett 1932. Hún framleiðir ýmsar tegundir af kössum úr pappa og tré. Hjá henni vinna að staðaldri 50—60 mamis. ........»• Það verður dekrað við hann á alla lund. Þarna verður allt til alls, myndarleg borg í miðri höfuðborginni. ÞAÐ er ennþá óráðið, hve margar vikur Iðnsýningin stendur opin. En daglega getur almenningur heimsótt hana frá kl. 14 til 22, og þá er reiknað með að siðustu gestirnir kveðji skömmu fyrir miðnætti. Þetta er feikiumfangsmikið fyrirtæki, sem hefur útheimt féiknmikla elju. Ákvörðun um sýninguna var ekki tekin endanlega fyrr en í apríllok, þótt nokkrar umræður hefðu spunnist um hana snemma síðastliðinn vetur. Þá fundu raunar margir allt því til foráttu, að hægt yrði að efna til veg- legrar iðnsýningar i ár. En seint í apríl er sýningin ákveðin, ríki og bær veita fé til nýrra átaka við Iðnskólahúsið og undirbúningsstarfið hefst af krafti þegar kemur fram í maí. Þá var húsið naumast fokhelt. En þegar VIKAN var þarna á ferðinni fyrir skemmstu, þá var húsið orðið vel fokhelt, þótt ekki sæjust þess ýkjamörg merki, að þama ætti að halda stærstu sýningu Islands innan fárra daga. En forsetinn opnar Iðnsýninguna 1952 á laug- ardag að viðstöddu f jölmenni. Islenzkúr iðnaður — Myndin hér fyrir ofan sýnir fyrsta frambyggða bllinn, sem smíðaður er á íslandi. Grindin er útlend og vélin, en allt annað vinna Bílasmiðjunnar h.f., þar með taldar vinnu- og útlitstelkn- ingar. I'ctta er Mosfcllssveitarvagninn, glæsilegur bíll, sem tckur 44 far- þega I sæti og nú hefur verið £ notkun í citt ár. Dómur eigcnda: Ágætasta ökutæki. Myndirnar til vinstri eru af bíl, sem fckk illa lítrcið og hæpi!5 þótti að hægt yrði að bjarga. Neðri myndin er tekin af bilnum eftir að starfsmcnn réttingaverkstæðis Bílasmiðjunnar, undir stjórn Árna Páls- sonar, höfðu farið höndum um hann. Bílasmiðjan var stofnsctt 1942. Átta manna nefnd hefur undirbúið Iðnsýning- una. 1 henni eiga sœti: Sveinn Guðmundsson forstj. (form.), Guðbjöm Guðmundsson prent- ari, Helgi Hallgrimsson húsgagnaarkitekt, Sveinn Valfells forstj., Axel Kristjánsson forstj., Ölafur Þórðarson framkvœmdastj., Harry Frederiksen framkvœmdastj. og Óskar Hallgrímsson rafvirki. Helgi Bergs verkfrœðingur er framkvœmdastjóri sýningarinnar. Á bls. 7 skrifar Guðbjörn Guð- mundsson nokkur orð í tilefni hennar. Forsíðumynd: Hjálmar Bárðarson. Þaö byrjar í næstu viku óvenju- leg, ný framhaldssaga. Hún var kvik- mynduð á sínum tíma. Missið ekki af þessari sögu! Hún heitir mdna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.