Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 34, 1952 Gestur kom til dómarans og sagði: IJIIIIIMMIIIMIIIIMimiIIIIMimiIIIIIIIItmilllllllHIIIlllllllllHIIIIIIIIMIIMmuilllllliri VEIZTU -? 99 Ég ætla að drepa þig 46 OVEÐRIÐ var gengið yfir og Pantin dómari sat í garðinum fyrir framan húsið sitt. Hann var eins hamingjusamur og hægt er að ætlast til af gigtveikum manni. Hann var elzti dómari landsins, og þeir, sem þekktu hann, sögðu, að hann mundi aldrei setjast í helgan stein. Síðan konan hans dó, hafði hann búið einn í íbúð sinni í London, en um helgar og í öllum frístundum sínum dvaldist hann með Mary ráðskonu sinni í sumarbústaðnum. Dómarinn var orSinn 84 ára gamall, en þó að líkaminn væri hrörlegur og dálítið krepptur af gigtinni, þá voru heili og heyrn í taezta lagi. Þegar þessi saga hefst, sat hann í hæglndastól i garðinum sínum með bók í aimarri hendi og hitabrúsa og brauðsneiðar á borðinu við hliðina á sér. Það fór vel um hann og hann hafði í hyggju að nota daginn til lesturs og hugleiðinga. Honum féll einveran vel. Mary var farin í heimsókn til London, en hún hafði séð svo um, að hann mundi ekkert skorta. Hann gladdist yfir því, að eiga fyrir höndum heilan dag með bók- unum sinum. Hann var að ljúka við grein í riti lögfræðinga- íélagsins, þegar ókunnur maður gekk inn í garð- inn. „Hvað er þér á höndum?" spurði dómarinn. „Eg þarf að tala við þig," sagði ókunni mað- urinn. „Ég kannast ekki við þig," sagði dómarinn. „Hver ertu?" „Þú kannast ekki við nafn mitt," sagði mað- urinn, „þvi þessa stundina heiti ég Smith." „Þá skaltu fara," sagði dómarinn. „Nei," sagði 'maðurinn. „Ég ætla að verða hérna þangað til ég hef lokið því, sem ég kom til að gera. Þetta er líklega eitt af þeim fáu skiptum — ef til vill einasta skiptið — sem ein- hver segir þér fyrir verkum." „Viltu gjöra svo vel og hypja þig," sagði dóm- arinn. „Ég skal taka beiðni þína til athugunar, ef þú segir mér fyrst, hvað þú ætlar aS gera, ef ég hlýði ekki. Pantin dómara var það Ijóst, að hann mundi ekkert geta gert. Ráðskonan var ekki heima, síminn bilaður. Ef enginn kæmi óvænt í heim- sókn, yrði hann nauðugur viljugur að þola ná- vist ókunna mannsins, þar til honum þóknaðist að fara. „Ég skipa þér að fara út úr þessum garði," sagði dómarinn. „Eg get því miður ekki neytt þig til að fara, og ef þú neitar . . ." Hann yppti öxlum. „Laukrétt," sagði maðurinn. „Og mér segir svo hugur um, að hingað komi enginn næstu klukkutimana. tTr því svo er, sting ég upp á þvi, að við spjöllum svolítið saman." „En ég hef ekkert við þig að tala," sagði dómarinn. „Hægan nú!" sagði maðurinn. „En afsakaðu augnablik, ég ætla að sækja mér stól." Hann fór inn í húsið, kom að vörmu spori aft- ur með stólinn og settist andspænis dómaranum. En hann var þá búinn að taka upp blað sitt og hélt áfram að lesa. „Þú getur- látið sem þú nennir ekki að hlusta á mig ef þér sýnist, en grunur minn er sá, að þú komist ekki hjá því. Svo ég vil ráðleggja þér að leggja við eyrun." Dómarinn anzaði ekki. „Fyrir nokkrum árum," sagði maðurinn, „dæmdirðu vin minn til dauða. Ef þú hefðir ekki verið dómari í máli hans, hefði hann líklega verið sýknaður. Að minnsta kosti bjuggust flestir við því. En þú varst svo sannfærður um sekt hans, að honum voru allar bjargir bannaðar. Ég er hingað kominn til þess að sanna, að þú hafðir rangt fyrir þér." ÞÓ dómarinn gæti ekki komizt hjá því að heyra þetta, þá leit hann enn ekki upp. „Þú ert svo handviss um, að þér geti ekki skjátlast," hélt maðurinn áfram, „að ég býst ekki við, að neitt hafi áhrif á þig. Nema þá kannski þetta: Það var ég, sem framdi morðið, sem Frank Gordon var hengdur fyrir." Dómarinn mundi eftir Gordon-málinu, þó að það yrði ekki séð á svip hans. Nú rif juðust ósjálf- rátt upp fyrir honum einstök atriði málsins. En játning þessa ókunna manns skaut honum samt ekki skelk í bringu. Prank Gordon hafði verið leiddur fyrir rétt og dæmdur sekur. Hann hafði beðið um sýknu, en verið neitað. Þó hann væri fimmtíu sinnum saklaus, þá skipti það engu máli nú. Lögin gátu svikið. Það yrði aldrei hægt að koma i veg fyrir það með öllu, að saklausir menn yrðu dæmdir sekir. „Þú ert liklega undrandi yfir því, að ég skuli vera að segja þér þetta, en ekki geturðu látiö hengja mig líka, er það?" Dómarinn þagði stundarkorn. Svo gat hann ekki á sér setið að svara þvi, að auðvitað væri hægt að hengja ókunna manninn líka. „Hvað segirðu — báða?" „Vissulega," svaraði dómarinn. „Áttu við, að hægt sé að hengja tvo menn fyrir glæp, sem f^aminn var af einum?" „Hálfa tylft, ef í það fer," svaraði dómarinn þurlega. „Nú jæja," sagði mað- urinn, '„það sklptir minnstu máJi. Því þér mun ekki gefast tækifæri til að hengja mig." „Mér skilst," sagði dómarinn, „að maðurinn, sem var hengdur, hafi verið mikill vinur þinn." „Já, það var hann." „Hversvegna gafstu þig þá ekki fyrr fram?" spurði dómarinn. „Ef þig langar eitthvað að vita það, þá get ég sagt þér eins og er, að ég treysti lögunum og hélt ekki, að hægt væri að sanna glæp á saklaus- an mann. Auk þess verð ég að viðurkenna, að ég hirti ekki um að fórna Hfi mínu, þegar fór sem fór." > Dómarinn rifjaði upp fyrir sér málsatvikin meðan ókunni maðurinn lét dæluna ganga. Það fór hálfgerður hrollur um hann, þegar hann minntist þess, að vörn fangans hafði aðallega byggzt á fjarverusönnun hans. „Hvers vegna komstu hingað?" sagði dómar- inn. „Það er gott, að áhugi þinn skuli vera að glæðast svolítið," sagði maðurinn. „1 fyrsta lagi ætlaði ég að fá þig til að setja svolítið ofan. Hefur mér tekist það?" „Þér hefur tekizt að vera ósvífinn," sagði dóm- arinn, „og þú veist, að væri ég ekki gamall og farlama, þá hefðirðu ekki fengið tækifæri til þess." „Og þó ætla ég nú einmitt að grípa það tæki- færi. Langar þig að vita, hversvegna, hvenær og hvar ég myrti frú Blazegrove, svo að þú sért i 1.1 hvaða þrem myndum hefur Ginger Rogers dansað bezt? I 2. Hvað heitir Stalin fullu nafni? I 3. Hvað er langt frá Reykjavík austur að Kirkjubæjarklaustri ? 4. Hvaða rússneskt tónskáld gerði óperu | um Jeanne d'Arc? | 5. Hvað sitja margir þingmenn á Alþingi I og hve margir þeirra eru kjördæma- | kosnir ? | 6. „Dóttir keisarans gat aðeins spilað eitt lag: Ach, du lieber Augustin, alles ist weg, weg weg! og það kunni hún að jj spila með einum fingri". Úr hvaða sögu er þetta? I 7. Hvað þýðir skytningur? | 8. Hvort er siglt frá austri til vesturs eða f I frá vestri til austurs þegar farið er | | frá Atlantshafinu gegnum Panama- \ I skurðinn og inn í Kyrrahaf? = I 9. Hver eru þrjú frægustu orð Cesars? I I 10. Hvað gerðist merkilegt 1912? I = Sjá svör á bls. 14. 1 ¦¦mnninmitmmnfiftHMifMmMinnffninMnntHinminiiniMniMttltltifiiMnftffí ekki lengur i neinum vafa um, að þú hafir látið drepa saklausan mann?" Þó að dómarann langaði óneitanlega að heyra svolítið meira, gat hann ekki varizt gremju yfir því, að hann skyldi, þrátt fyrir allt, vera farinn að tala við manninn. „Nei, mér er rétt sama. Ef þú vilt gefa ein- hverja skýrslu um þetta, þá skaltu snúa þér til lögreglunnar. Svo hef ég ekki meira við þig að tala." „Ágætt," sagði maðurinn. „Þú hefur tekið þessu alveg eins og ég bjóst við. Svo nú verð ég víst að gefa aðra ástæðu fyrir heimsókn minni. Ég ætla að drepa þig." Dómarinn svaraði ekki. „Ég held að þetta sé alveg einstakt. Ég geri ráð fyrir, að þú hafir fengið mörg hótunarbréf- in um dagana, en eftir því sem ég veit bezt, hefur dómari ekki verið drepinn á þessum slóð- um árum saman." Þegar dómarinn svaraði ekki enn, hélt hann áfram: „Það þýðir ekkert fyrir þig að skella skollaeyrunum við þessu. Bráðum verðurðu, sjáðu til, mjög virkur þátttakandi. En leyfðu mér fyrst að skýra þetta svolítið fyrir þér. Kannski get- urðu sagt mér, hvort þetta sé ekki alltsaman þaulhugsað hjá mér, hvort ég þurfi nokkru að kvíða. Ég ætla nefnilega að skjóta þig með byss- unni, sem þú átt þarna inni í húsinu." Hann þagnaði, eins og til að undirstrika orð sín, en dómarinn ansaða ekki enn. „Ef ég dræpi þig með þesari byssu á venju- legan hátt, kæmist kannski upp ,að ég hefði kom- ið hingað, og lögreglan hæfist handa og ég yrði . hengdur. Þá væri auðséð, að þú hefðir verið myrtur, spurningin væri bara sú, hver hefði gert það." „Ég ætla ekki að hætta á svo klaufalega að- ferð. Eg ætla að fá þér byssuna nauðugum vilj- ugum og sjá svo um að þú beinir henni sjálfur að höfðinu á þér og hleypir af. Þá lítur þetta allt öðruvísi og miklu betur út. Þá lítur þetta út, eins og við höfum lent í ryskingum, og þegar þú Framhald é bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.