Vikan


Vikan - 04.09.1952, Page 5

Vikan - 04.09.1952, Page 5
VIKAN, nr. 34, 1952 5 Kjálkavöðvi Mikaels titraði. Svo þeir höfðu talað við Önnu. Setjum svo að þeir yfirheyrðu hana nánar og fengju hana til að viðurkenna það að hún hefði ýtt Gerald fram af klettunum og drepið hanri. Viðurkenning á morði, sem ekki var neitt morð og Mikael var sá eini sem vissi það. Mikael varð einkennilega órólegur við þetta ■— við hugsunina um að Anna yrði ef til vill tekin föst fyrir glæp, sem hún hafði ekki framið. Ef málið tæki þá stefnu vissi Mikael að hann yrði að segja sannleikann, jafnvel þó það gengi út yfir Gerald. „Já, ég flutti hana þangað með valdi,“ sagði hann hvasst. „Nánari skýring á því kemur i ljós, ef hún ákveður að höfða mál gegn mér. Én þar sem þetta er ekki í sambandi við málið, sem við erum nú að tala um, getur lögreglan ekki haft neitt gagn af því.“ „Svo hún var hvergi nærri, þegar — slysið varð?“ „Hvergi nærri.“ „Það virðist vera í samræmi við yfirlýsingu hennar,“ sagði maðurinn. „Og það þýðir að þér hafið engan, sem getur sannað að um slys var að ræða.“ Mikael svaraði ekki. Hvaða máli skipti það? Aðalatriðið var að Anna kæmi ekki upp um sig. Sjálfur gæti hann séð um hitt. Anna hefði ekki vitað neitt, ef Lárus hefði ekki sagt henni það. Hún hefði ekki veitt þess- um fáu línum í Morgunblaðinu athygli, ef Lárus hefði ekki af tilviljun tekið eftir þeim við morg- unverðarborðið. Þau þögðu eins og venjulega. Þessi þögn kvaldi Önnu — og hún vissi að hún gæti ekki þolað hana mikið lengur. Hversvegna gat hann ekki trúað því þegar hún sagði honum að Mikael hefði aldrei snert hana ? Hvers vegna hélt hann áfram HoRACE BROWN, bandariskur tann- læknir, lét setja eftirfarandi á legsteininn sinn: Þessa holu kveið ég alltaf fyrir að fylla. Og leikkonan Fontaine Fox vill láta setja á steininn sinn: Ég hafði alltaf óljósan grun um, að þetta ætti eftir að koma fyrir mig. að vera svona þungbúinn? Hún hafði reynt að skilja hvernig honum liði, en nú var hún farin að finna til sömu reiði gegn honum og Mikael. Hvernig dirfist hann að dæma hana, úr því hann tók ekkert tillit til hennar? Lárus rauf nú þessa erfiðu þögn. „Killikk hefur verið tekinn fastur. Hann er grunaður um að hafa drepið bróður sinn.“ Anna varð náföl. „Nú segir hann auðvitað að þú hafir gert það,“ hélt Lárus áfram. „Hamingjan góða, hví- líkt hneyksli ef blöðin ná í þá frétt." En svo datt honum nokkuð í hug. „Ef Mikael ætlaði að segja það hefði hann þegar gert það.“ Anna svaraði ekki. Henni var ómögulegt að hugsa núna. Mikael hafði verið tekinn fastur fyrir afbrot hennar — ef hægt var að kalla það afbrot. Hversvegna sagði hann lögreglunni ekki sannleikann? Ef til vill hafði hann reynt það, en þeir ekki trúað honum. Allt í einu vissi hún, hvað hún yrði að gera. Hún varð að fara til lögreglunnar og segja sann- leikann. Þannig vildi það til að hún hitti Mikael Killikk aftur — í þetta skipti á skrifstofu lögreglufor- ingjans, sem hafði málið á hendi. Strönd eyjunnar hafði verið vandlega slædd og Mikael verið þráspurður, hvar Gerald hefði dott- ið og einnig um straumana og aðfallið. En þegar það var tilkynnt að frú Fielding vildi tala við lögregluforingjann, var Mikael sendur inn í annað herbergi undir eftirliti. Síðan var önnu vísað inn og hún gaf skýrslu sína dauðskelkuð. Lögregluforinginn hallaði sér lengi aftur á bak í sætinu og virti hana vantrúað- ur fyrir sér. Mundi hann láta taka hana fasta strax? Mundi hún ekki einu sinni hafa tíma til að láta Lárus vita hvað hefði komið fyrir? Þetta yrði þungt áfall fyrir hann. Aðeins hugsunin um það hafði strax gert hann dauðhræddan. „Áður en ég reyni að rannsaka þetta nánar, held ég að rétt væri að láta Killikk koma inn,“ sagði lögregluforinginn skyndilega. Hann þrýsti á bjöllu og þegar lögregluþjónn kom inn, gaf hann honum skipanir sínar. Anna sat teinrétt og óbifanleg. Hana hafði ekki grunað að Mikael væri hér. Augnabliki síðar opnuðust dyrnar og Mikael birtist. Það var einkennilegt að sjá hans gætt af lögregluþjóni. Hún vildi að honum yrði hengt fyrir það sem hann hafði gert henni — hún hefði auðveldlega getað látið málið hafa sinn gang, en í stað þess kom hún sér í vandræði með þvi að hjálpa honum. Hvers vegna gerði hún það fyrst hún hataði hann svona mikið? Þó hún væri hissa að sjá hann hér, var það ekkert í samanburði við undrun hans við að sjá hana. Hann starði undrandi á hana. ,Þér hafið haldið því fram að frú Fielding hafi ekki verið nálægt, þegar bróðir yðar steyptist fram af klettunum," hóf lögregluforinginn mál sitt. „Frú Fielding hefur líka áður sagt það sama. En nú lýsir hún því yfir að hún eigi sök á dauða Geralds Killikks." Mikael svaraði ekki; hann starði enn á Önnu. En allt í einu áttaði hann sig. Það eina, sem máli skipti nú, var að koma í veg fyrir að lög- reglan kæmist að því að Gerald væri á lífi. Hann fór að skellihlæja. „Þér þurfið ekki að taka nokkurt mark á henni eða því sem hún segir. Mig grunar að hún ímyndi sér, að ég sé ásakaður um morð og svo hefur liún búið þessa sögu til. Sannleikur- inn er sá, að hún er ástfangin af mér.“ Anna sá striðnisglampann í augum hans og hún titraði af reiði. „Þér hljótið að sjá það sjálfur, lögregluforingi, að hann býr þetta til,“ sagði hún æst. „Þér vitið að ég hata það að hafa hann fyrir augunum. Hann flutti mig með valdi út á eyna . . .“ „Já, auðvitað lætur hún eins og hvert augna- blik hafi verið kvalræði fyrir hana,“ greip Mikael kæruleysislega fram í. „Það liti ekki vel út, ef hún hegðaði sér öðruvísi, eða er það? En það er aðeins ein ástæða fyrir þvi að hún er reið við mig og hún er sú, að ég varð ekki eins ástfangin af henni og hún af mér. Það er Guð gaf okkur matinn, en Satan sendi okkur kokkana. Thomas Deloney. Kokkurinn var góður kokkur, eins og kokk- ar ganga og gerast; og eins og kokkar ganga og gerast, stakk liún af. ,,Saki“ i bók sinni „Reginald". ekkert annað að henni. Horfið á hana núna, þarna sem hún situr með augun logandi af reiði. Hún er svei mér' ekki af bliðara taginu. Það get ég fullvissað yður um.“ „Þrjót . . .“ byrjaði Anna utan við sig, en hann lét hana ekki stöðva sig. „Hún er ein af þeim, sem er hx-ifin af stein- aldarmanninum, þér vitið hvernig sú tegund er. Eftir nokkra klukkutíma hafði ég gert hana mér svo leiðitama að hún hefði borðað úr lófa mínum — það gekk svo langt að hún varð mér til ama. Ég varð fljótt leiður á henni. Hún héklc alltaf utan í mér. Og nú finnst henni að með því að taka á sig sökina af morði og frelsa mig sanni hún sina ódauðlegu ást. En henni verður ekki kápan úr þvi klæðinu." „Þetta er óþolandi . . .“ hvæsti Anna. Ég . . .“ „Hlustið nú á mig,“ sagði Mikael. „Hún er mér einskis virði. Ég hefði ekld komið fram við hana eins og ég gerði ef svo væri, eða haldið þér það ? Og ef hún hefði drepið bróður minn, væri ég ekki hér og þrætti fyrir það, eða er það? En ég veit að það þýðir ekkert þó ég þegi yfir þessu og láti hana segja það sem hún vill, því það er ekki rétt og sannleikurinn á eftir að koma i ljós. Hún var hvergi nálæg þegar Gerald steyptist fram af klettunum." 1 reiði sinni, hellti Anna yfir hann flóði af óskipulegum orðum, en í þetta sinn stöðvaði lög- regluforinginn hana. „Hér hefi ég orðið," sagði hann. „Gjörið svq vel og svarið þeim spurningum, sem ég legg fyrir yður." Hann virti hana aftur vel fyrir sér, áður en hann tók til máls. Hún mundi ekki gei’a sér slíkt ómak fyrir mann, sem hún hatar, hugsaði hann. Enginn grunur hafði fallið á hana fyiT en nú. Yfirlýsing hennar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann lét spurningunum rigna yfir hana. Spurði hana um ýmislegt í sambandi við dauða Geralds, tímann, staðinn og nákvæmlega hvernig hann hefði dottið. Mikael horfði stöðugt á hana og Anna fann það. Hún gat ekki hugsað skýrt með- an hann starði svona á hana. Hún reyndi að skýra frá einstökum atvikum þessarar umræddu nætur, en ekkert af því stóð henni skýrt fyrir sjónurn. Tvisvar komst hún S mótsögn við sjálfa sig um staðinn, þar sem

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.