Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 34, 1952 E. E. H. fór í frí fyrir skemmstu. 1 nœstu blööum segir hann frá f>ví, sem fyrir augu hans bar. Hann kallar þennan greinaflokk — Svipmyndir úr sumarleyfi • • rfe D jí ]| | pkl Að fara í sumarfríið virðist flestum ósköp B 1 ■_ mW ■%. v V ■ I • • venjulegur hlutur nú orðið. Samt þótti mér mikill vandi að velja hvert fara skyldi, líklega af því sveitamennskan er mér í blóð borin, en sveitamenn mega tóra sumarfríslausir ævilangt eins og allir vita og skortir þar af leiðandi sveigju þá í hugsunina sem borgarbúar hafa tamið sér við margra ára þjálfun. Eg valdi Flatey og héraðið norðan Breiða- fjarðar, vegna þess að byggðarlag þetta hefur hjúpazt fornsögulegum ljóma í huga mínum, ég átti nefnilega því láni að fagna í bernsku að umgangast fólk sem kunni reiðinnar ósköp af sögum þaðan, merkilegum spennandi sög- um af allskonar fólki, allt frá hálfvitum og sveitarómögum upp í siglingar- garpa sem léku sér að höfuðskepnunum líkt og þegar fingrum er smellt, — sumir voru líka svo höfðinglyndir, að þeir áttu það til að færa fátæklingum heila kú að gjöf, ef harðnaði í ári. Eða t. d. hann Eggert í Hergilsey: í Móðuharð- indunum reri hann fimm tugum manna út í Oddbjarnarsker og ól þá við hval og fiskifang, unz allir voru sloppnir við hungurdauðann. Og kellingarnar voru þann veg gerðar í þá tíð, að þeim stóð alveg nákvæmlega á sama, hvort þær héldu um nál og bródéruðu fínustu dúka, eða mn árahlumma og sæktu hákarl út á fjarlægustu mið. Og láir mér svo nokkur, þó ég hefði hug á að sjá það land, þar sem fólk þetta steig fæti sínum, þann himin sem það hafði fyrir augum, og fjöllin. Auk afkomendanna — nema ég fór. KARTIIMIM Leiðin lá með rútu til Stykkishólms. En eins og alltaf í rútu gerðist ekkert frásögulegt jafnvel þó við ækjum fram- hjá þyrpingu grænna tjalda uppi í Hval- firði og einhver hefði á orði, svona óvart, að þarna væri hernámsliðið víst að stunda innrásaræfingar að viðstaddri sjálfri varnarnefnd íslands. Þessi at- hugasemd lyfti ekki agnarögn þyngsla- hulunni af andlitum fólksins. Það sat áfram og hossaðist í rykmettuðu loft- inu og horfði sosum ekki neitt, varla einu sinni útum gluggann, nema svona óvart. Því í rútu gerist allt einhvern veginn svona óvart. Fólkið hefur varla rænu á að líta í andlit hvers annars, og það var ekki fyrr en í Stykkishólmi að ég veitti athygli ungum strák, 14, 15 ára, sem reykti eins og strompur og sagðist ætla í kaupavinnu yfir í Múla- sveit. Það var gaman að tala við strák því hann var svo kartinn. Hann var ráð- inn gegnum ráðningarstofu og sagðist ekkert kvíða hinni ókunnu vist. Svo spurði hann mig, hvort ekki væri bíó. Nei það var ábyggilega ekki bíó. „Iss,“ sagði hann og mér skildist að nú færi gamanið að kárna. Þá trúði hann mér fyrir leyndarmáli, hann átti nefnilega ekki fyrir farinu með Baldri út í Flat- ey. „Hvað á ég að gera, þegar kallinn fer að rukka mig?“ spurði hann. Ég tók eftir því, að hann var með nokkra sígarettupakka í vösunum, en þegar ég benti honum góðfúslega á, að ef til vill gæti hann borgað farið með sígarettum, brást hann hinn versti við, issaði og spurði hvort ég væri galinn. Þá fannst mér vissara að reyna annað umræðuefni. „Hvað ætlarðu að verða?“ spurði ég. STRAKUR „Ha veit ég ekki,“ sagði hann og leit á ská upp í loftið eins og hann vildi lesa framtíð sína úr skýjunum. „Nema ég vil ekki vera í skóla. Iss, hroðalegt að sitja mörg ár á rassinum og læra ein- hverja vitleysu. Verða svo vitlaus sjálfur.“ „Þú skalt verða bóndi,“ sagði ég. „Já það langar mig til,“ sagði hann. „Og það er nú líka peningur, skal ég segja þér. Veiztu hvað þeir fá fyrir dilk- skrokkinn?“ „Nei, það vissi ég ekki. „Ábyggilega yfir tvö hundruð krón- ur.“ Um borð í Baldri átti hann í útistöð- um við stýrimanninn, bæði út af farinu og svo bara af því hvað hann var kart- inn. Fólkið þjappaðist niður í káetuna af því það var dálítil alda, og strákur gerði sig heimakominn og skaut sér upp í koju, meira að segja upp í efrikoju. Stýrimaðurinn sá, að hann fór í skón- um upp í kojuna, og sagði hastur að hann mætti ekki vera í skónum, hann skiti út teppin. „Ég er ekkert í skónum, forfaninn," sagði strákur. Og þó sáu all- ir, að hann var í skónum. Seinna frétti ég, að það var allt í lagi með farið hans, því bóndinn, sem hann ætlaði að vera hjá um sumarið, mundi borga það. E. E. H. Gerald féll fram af. Og síðar í sambandi við stimpingarnar. Fyrst sagði hún að Gerald hefði gripið í axlirnar á sér en síðar að hann hefði gripið um úlnliðinn. „Og svo ýttuð þér honum óviljandi fram af klettunum ?“ spurði lögregluforinginn háðslega. „Hann var aðeins þumlungi lægri en ég og vó 180 pund,“ skaut Mikael inn i. „Hann missti jafnvægið," hrópaði Anna æst. „Ég veit ekki hvers vegna Mikael Killikk gefur þessa skýringu, en það er satt, sem ég . . .“ „Nei heyrið þér nú,“ sagði lögregluforinginn hvasst. „Farið þér heim og hugsið um þetta einu sinni enn. Ef það gerir yður léttara í skapi, get ég sagt yður, að við munum það sem þér hafið sagt og þér heyrið ef til vill frá okkur seinna. En á meðan ráðlegg ég yður að vera róleg og reyna að hafa stjórn á skapi yðar.“ „Eigið þér við, að þér trúið mér ekki?" spurði Anna. Hann svaraði ekki, en sagði aðeins: „Við köll- um á yður ef' við viljum spyrja yður frekar. Þakka yður fyrir, frú Fielding." Það þýddi ekkert þó hún mótmælti. Hún sá að lögregluforinginn var þreyttur á henni. Það var eins og hann ásakaði hana fyrir að hafa eytt tíma hans. Og um leið og herðabreiður lögregluþjónn fygldi henni til dyra mætti hún brosandi augnaráði Mikaels. Og meðan hún starði í augu hans breyttist augnatillitið og varð að- varandi. Það var næstum eins og hann væri að reyna að segja henni eitthvað. Þegar hún kom út á götuna reyndi hún að átta sig. En hún skildi ekkert af þessu. Hún hataði Mikael og hann hataði hana — en var hann að reyna að vernda hana, þó hún hefði drepið bróður hans? Það gat hún ekki skilið. Hvað hafði hann sagt, þegar þeir tóku hann fastann ? Hversvegna tóku þeir hann fastann ? Hún varð að komast að þessu. Ef Mikael hefði búið á sama hóteli og hann var vanur að gera, gæti einhver þar sagt henni þetta. Einhver hefði ef til vill heyrt eitthvað. Alla leiðina í strætisvagninum fannst henni þetta heimskulegt og tilgangslaust ferðalag. En hún varð að gera eitthvað. Hún gat ekki farið heim. Anna fór út úr vagninum við endann á göt- unni, sem hótelið stóð við og hélt áfram fót- gangandi. Hvað átti hún að segja þegar hún kæmi þang- að ? Henni yrði vísað á dyr, ef hún bæri ekki fram einhverja frambærilega skýringu. Það var lítið kaffihús á móti hótelinú og hún ákvað að fá sér kaffibolla þar og finna ein- hverja afsökun, áður en hún gengi inn á hótelið. Öll borð voru upptekin, en út við gluggann sat einn maður við borð. Anna gekk til hans og sagði: „Hafið þér nokkuð á móti þvi að ég setj- ist hér.“ Maðurinn muldraði eitthvað, sem hún heyrði ekki. Hann var að lesa í blaði og hélt því fyrir andlitinu. Anna hikaði dálítið, svo settist hún og bað um kaffi. Henni fannst eitthvað einkennilegt við blað mannsins og eftir dálitla stund hafði hún gert sér grein fyrir hvað það var. Fólk færði venju- lega blöðin til og fletti þeim um leið og það las, en það gerði þessi maður ekki. Hann var ekki að iesa í blaðinu, heldur notaði það fyrir hlíf milli sín og hennar. Þjónustustúlkan kom með reikning hans um léið og kaffi Önnu. Hún var að flýta sér og í flýtinum hellti hún úr kaffibollanum yfir hand- legg mannsins. Hann varð reiður og augnablik féll blaðið niður. Svo var það í flýti tekið upp aftur. Anna greip um borðbrúnina. Það ætlaði að líða yfir hana. Var hún orðin brjáluð? Þetta andlit hinu megin við borðið — það var andlit manns- ins, sem hún hafði drepið. Hún rétti fram skjálfandi hendina og þreif Framhald á bls. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.