Vikan


Vikan - 04.09.1952, Page 7

Vikan - 04.09.1952, Page 7
VIKAN, nr. 34, 1952 7 Tommy Manville: Makalausi milljónamæringurinn lr Irá Lois Xommy, Anita og Juanita. ANXTA HODDY-EDEN heitir breskur rithöfundur, sem í ár hlotnaðist sá heiður að verða niunda kona bandarlska milljónamærings- ins Tommy Manville. Manville er nú 58 ára gamall og löngu orðinn fræg- ur um öll Bandaríkin (og raunar viðar) fyrir að hafa gert giftingar að æfistarfi sínu. Það er ekki vitað, að hann hafi gert ærlegt handtak um dagana (nema það teljist til ær- legra handtaka að smeygja giftingar- hringnum á fingur hugdjarfra æfin- týrakvenna), en hann erfði fleiri milljónir en hann hefur getað sóað — þrátt fyrir góðan vilja. Hann leysti fyrrnefnda Anitu út með 50,000 dollurum (rösklega 800, 000 krónum), þegar þau skildu fyrir skemmstu, og þegar þetta er skrifað, er tiann nýbúinn að biðja þeirrar tíundu: ame- rískrar stúlku, sem vann sér það til ágæt- is (i augum biðilsins) að hringja upp og biðja hann að kaupa af sér bát. En það getur allt eins verið, að hann verði búinn að giftast henni — og búinn að skilja við hana — þegar þessi VIKA kemur út. Þetta eru snör handtök hjá Tommy Manville. En Anita hefur skrifað stutta grein um reynslu sína sem ní- unda konan hans, og hér fer hún á eftir: Elskulegur maður. ÞRlR mánuðir eru liðnir síðan ég kynntist Tommy Manville. Kunn- ingi minn sagði mér, að Manville hefði hug á að fá einhvern til að skrifa æfisögu sína. Ég skrifaði hon- um snemma í maí, skýrði honum frá, hvaða bækur ég hefði skrifað, og spurði um leið, hvort hann kærði sig um, að ég skrifaði æfisöguna hans. Hann hringdi og við mæltum okkur mót. Við hittumst á hinu fagra heimili hans, og hann virtist' mjög áfram um það, að ég skrifaði bók- ina. Ég byrjaði þá strax að hlýða honum yfir, einkum um barnæsku hans og unglingsárin. Ég held hann hafi verið mikið íiamingjusamari þá en nú. Tommy byrjaði að biðja min einni eða tveimur vikum eftir fyrsta fund okkar. En einhvernveginn leist mér ekki gæfulega á þetta. Þó var hann mjög elskulegur. En þegar maður hefur búið að miklum auði í nærri því þrjátiu ár, fer ekki hjá því, að hjá honum bóli á drambsemi og hann eigi bágt með að taka mótlæti. Fyrsti alvarlegi ágreiningur okkar átti rætur sínar að rekja til enska bolabitsins míns, hans Captain Bligh. Eg tilbið þennan hund, en hann er gæddur hugrekki og þoli hins fræga nafna síns. Tommy varð afbrýðisamur og heimtaði, að ég losaði mig við hund- inn. Þessu neitaði ég og sleit trúlof- uninni, þó að mér þætti ákaflega vænt um Tommy. Hann hringdi oft til mín eftir að ég fór og þrábað mig að koma. Þegar hann hét því að leyfa mér að halda Captain Bligh, lét ég til leiðast. Við gengum í hjónabandið 10. júlí. Merkilegt myndasafn. Er G komst að raun um, að Tommy hafði mikið yndi af að tala um fyrri konurnar sínar átta, alveg eins og hann væri ennþá giftur þeim. Þetta reyndi ég að láta liggja milli framtiðina, í stað þess að lifa svona í fortíðinni. „Allar konurnar minar eru prýðis- stúlkur," sagði hann mér hvað eftir annað. Ég var að lesa dagblöðin þremur dögum eftir giftinguna, þegar Tommy byrjaði að grafa upp myndir af konunum sínum og hengja þær á stofuveggina. Ég lét sem ekkert væri, þar til hann rogaðist inn með geysistóra mynd af listdansara, sem verið hafði elskan hans milli giftinga. Stúlkan var nakin og þetta var fallegasta mynd og Tommy var ákaflega hreykinn af henni. „Hvar á ég að hengja þessa?“ spurði hann mig. Ég hreyfði þvi, að kannski væri gáfulegast að hengja strípalinginn Avonne Bonita Sunny Georgiana hluta. Ég var hreint ekkert afbrýði- söm. Þó fékk ég ekki varist þeirri hugsun, að Tommy mundi hafa mikið betra af því að hugsa um OG HINAR ÁTTA 1. FLORENCE HUBER Listdansari. Hann kvæntist henni 17 ára og þau voru gift í ellefu ár. 2. LOIS McMOIN Skrifstofustúlka hjá föður hans. Skildu eftir fimm ár. 3. AVONNE TAYLOR Þau giftust og skildu 1931. 4. MARCELLE EDWARDS Hjónaband þeirra entist í f jög- ur ár, en upp á það siðasta bar Tommy marghleypur — „til þess að verja henni inn- göngu“. 5. BONITA EDWARDS Hún fékk skilnað 17 dögum eftir giftinguna. 6. WILHELMINA BOZE Skilnaður eftir fjögurra mán- aða sambúð. 7. SUNNY AINSWORTH Þau slitu samvistmn eftir sjö klukkustuíidir og 47 mínútur, slitu hjónabandinu tveim mán- uðum síðar. 8. GEORGIANA CAMPBELL Hún var blaðamaður og gekk að eiga Tommy i desember 1945. Hún fórst í bílslysi síð- astliðið vor. I einhversstaðar, þar sem hann blasti ekki við gestum. Þá fauk í Tommy. „Hvað áttu við?“ heimtaði hann. „Ég á þetta hús, og ætli ég megi hengja konurnar mínar þar sem mér sýnist!" Vill giftast Juanitu. ANNARS gerðist svosem ekkert markvert fyrstu vikuna. Tommy var að lóna um húsið á nærbrókun- um og tala um fyrri konurnar sinar fram á nótt. Svo fluttumst við inn til borgarinnar og leigðum nokkur herbergi i Waldorf Astoria. Mér er sagt, að Tommy hafi lát- ið næturklúbbana eiga sig að mestu á meðan hann var giftur áttundu lconunni sinni. En nú brá svo við, að hann fór að fá áhuga á næturklúbb- unum aftur, og við urðum tíðir gest- ir í E1 Morocco, ásamt Juanitu, tví- burasystur minni. Við vöktum alltaf feiknmikla at- hygli. Venjulegast, höfðum við syst- umar Tommy á milli okkar við borð- ið, og svo reyndi fólk að geta sér til, hver væri eiginkonan og hver mág- konan. Þegar Tommy var spurður, hló hann oft og sagði, að hann hefði ekki hugmynd um það. Og sannast að segja held ég, að hann hafi iðulega sagt þetta alveg dagsatt. Hann var si og æ að biðja Juanitu. Ég gat ekki brugðið mér frá andar- tak, að hann væri ekki farinn að strjúka á henni hendurnar og hvísla: „Þú ætlar að giftast mér, er það ekki ?“ Við héldum hann væri að gera að gamni sínu, þar til hann vakti máls Framhald á bls. 10 IÐNSÍNINGIN: Dómstóll almennings TILGANGURINN með iðnsýn- ingunni 1952 er margþættur. Iðnsýning hefur ekki verið hald- in hér síðan 1932 og þvi tími til kominn að kynna alþjóð með hve miklum risaskrefum iðnaður okk- ar hefur þróazt á liðnum 20 árum. Frá sjónarhóli iðnaðarmannsins eru iðnsýningar llka nauðsyn. Þar gefst honum tækifæri til að sýna kunnáttu sína, getu, hagleik og smekkvísi. Hann er þess meðvit- andi, að hann stendur þar frammi fyrir dómstóli almennings, — þeim dómstóli, sem öllu ræður um framtíð hans, og hvers dómi ekki verður áfrýjað. F YRIR almenning eru iðnsýn- ingar líka jafnrík nauðsyn og iðnaðarmanninn. Hér kemst hann í nána snertingu við einn megin- þáttinn í athafnalifi þjóðarinnar og fær yfirsýn yfir flest það, sem framleitt er hér á landi af ís- lenzkum iðnaðarmönnum. Og það mun sýna sig á Iðnsýningunni 1952, eins og svo oft áður, að al- menningur verður undrandi yfir þvi, hversu fjölþættur iðnaður okkar er orðinn, og jafnframt hissa á því, að hann stendur, þrátt fyrir ójafna aðstöðu, í fæstu að baki flestum þeim iðnaðarvör- um, sem inn eru fluttar. Hér kynnist almenningur þvi bezt framleiðslunni, getur borið sam- an vörur hinna ýmsu framleiðenda og kveðið upp sinn dóm yfir þeim. Iðnsýningin er því að þessu leyti einskonar dómþing. En iðnsýning- in hefur einnig víðtækari tilgang. Islenzkur iðnaður hefur jafnan átt við margskonar örðugleika að etja, en stærstur þeirra er þó ef til vill vantrú og skilningsleysi þjóðarinnar sjálfrar á þörf hans og gildi. Þeirri vantrú og van- mati verður bezt útrýmt með því að sanna á áþreifanlegan hátt hve iðnaður okkar er orðinn fjöl- breyttur og sterkur þáttur í at- vinnulifi þjóðarinnar, en slíkt verður ekki á neinn hátt betur gert en með almennri iðnsýn- ingu. Sa er og einnig tilgangur Iðn- sýningarinnar 1952, að minnast þess, að á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að Skúli Magnússon fógeti stofnsetti fyrstu iðnfyrir- tækin hér á landi, sem voru „Inn- réttingarnar“ í Reykjavík, en sú framkvæmd varð þess valdandi að Reykjavík varð þorp, síðan bær og loks höfuðborg Islands. Loks er svo þess að geta, að iðnsýningar eru stórbrotnustu auglýsingar sem þekkjast fyrir þær vörur, sem sýndar eru, og því er þess að vænta, að Iðnsýningin 1952 verði ný lyftistöng fyrir ís- lenzkan iðnað, til hagsbóta fyrir alla þá, sem að iðnaði starfa og þjóðina í heild. Guðbjörn Guðmundsson.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.