Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 34, 1952 9 MAÐUR í FRÉTTUNUM! Daniel l\lalan Damiíl FRANCOÍS MAL.AN, forsætisráðherra Suður-Afríku, er 78 ára og sá maðurinn, sem kunnast- ur er í veröldinni í dag fyrir hatur á negrum, Ind- verjum og kynblendingum allskonar. Hann virðist hata — eða að minnsta kosti hafa megnustu óbeit á — bróðurpartinn af öllu mann- kyni; hann er yfirlýstur fjandmaður þeirra karla, kvenna og barna, sem elíki hafa „hvítan“ hörundslit. Þrepi neðar Kynþáttaofsóknir hans í Suður-Afríku hafa nú leitt til handtöku þúsunda blökkúmanna og Indverja. Þessir menn hafa — vilj- andi — brotið kynþáttalög- gjöfina illræmdu, en sam- kvæmt henni virðast „lit- aðir“ menn m. a. ekki mega ganga um sömu dyr og hvítir á opinberum bygg- ingum, ekki nota sömu al- menningsvagnana og hvítir, ekki setjast á sömu bekk- ina og herraþjóðin. „Lit- aðir“ menn standa þrepi neðar en hvítir, segir Mal- an, og hvítir menn verða að beita öllum ráðum, til þess að þessar „óæðri“ mannverur taki ekki völdin í sínar hendur. Bókstafstrúarmenn Malan er foringi þjóð- flokksins, sem hefur meiri- hluta á þingi. Það eru Bú- arnir (afkomendur hol- lenskra, franskra og þýskra innflytjenda), sem veita honum öflugastan stuðn- ing, en þeir liafa löng- um þótt harðir í horn að taka, fastheldnir á gamla siði, miklir bókstafstrúar- menn, sem margir hverjir aðhyllast þá kenningu af fullri einlægni, að hvítir menn eigi að drottna yfir hörundsdökkum. Búarnir — og Malan —■ hafa raunar löngum verið sakaðir um nasistiskar til- hneigingar, en nasistasýk- illinn í flokki þeirra á sennilegast rætur sínar að rekja til rótgróinnar andúð- ar á Bretum. Sú andúð á aftur upphaf sitt i Búa- stríðinu (1899—1902), sem var blóðugt stríð, sem lauk með breskum sigri og bresk- um yfirráðum. Hitlers-maður IMalan (hann er giftur og á eina fósturdóttur) varð ekki áhrifamaður í landi sínu fyrr en í síðari heims- styrjöldinni. I>á var hann yfirlýstur Hitlers-maður og óskaði eindregið eftir sigri Þjóðverja. Þó honum yrði ekki að þeirri frómu ósk, efldist flokkur hans, og hann bar sigur úr býtum í þingkosningunum 1948. Smuts marskálkur, vinsæll maður, lét af stjórn og við tók Daniel Malan. Botnlangaskurður á sjó Myndirnar til vinstri eru teknar úti á rúmsjó. Þegar Carol Arthur (átta ára) fékk heiftarlega botnlangabólgu, kom meðfarþegi hennar, brezk- ur læknir, til skjalanna. Carol litla var skorin upp á tveimur borðum, sem reyrð höfðu verið saman. Skipsþernan aðstoðaði. Efri myndin sýnir iæknirinn að verki, en á þeirri neðri heimsækir hann sjúklinginn. Uppskurðurinn tókst ágætlega. Sæmdur æðsta heiðurs- merki Bandaríkjamanna Jerry K. Crump er 19 ára. Honum var veitt æðsta heið- ursmerki Bandaríkjamanna, þegar hann bjargaði félögum sínum í Koreu með því að fleygja sér ofan á óvinahand- sprengju. Það furðulegasta \ ar, að Jerry lifði sprenging- una af. Maðurinn, sem krýpur frammi fyrir prestinum, heitir Eric Von Dem Bach-Zelewski. Hann var eitt sinn hershöfðingi í SS-deildum nasista. Um líkt leyti og hann gerðist kaþóliki, Ijóstraði hann því upp, að það hefði verið hann, sem gaf Göring eitur. Hann segist hafa smyglað eitrinu til nasistaforingjans í sápustykki. Back-Zelewski kom mikið við sögu í Núrn- bergréttarhöldunum, en eins og kunnugt er lyktaði þeim með dauðadómi yfir Göring og ýmsum félögum hans, en fangelsisdómum yfir öðrum. Þeir dauðadæmdu voru hengdir. . .................................■■■■■■■■■ MYNDIR í FRÉTTUNUM Fjórburar í New York Tígrisdýr, sem fætt er í Bengal, en nú búsett í dýra- garðinum í New York, hefur þrisvar sinnum átt fjórbura síðustu fimm árin. Á mynd inni til vinstri er nýjasta serían: Sira, Gingi, Wadi og Sauja. Með unglingunum sr starfsmaður dýragarðsins og konan hans, sem tók að sér að sjá um uppeldishlið málsins. Tilraunir með atomið Atomsprengingar í tilrauna- skyni gerast nú tíðar í Banda- ríkjunum. Á myndinni er af- gangurinn af radartæki og dráttarvagni, en hvorutveggja var komið fyrir í námunda við atomsprengju, sem reynd var í Nevada-eyðimörkinni. Yfir 2,000 menn úr bandaríska strandvarnaliðinu voru við- staddir þessa sprengingu, og síðar gafst. þeim tækifæi-i til að athuga gereyöilegginguna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.