Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 34, 1952 - HEIMILIÐ - Til húsmóðurinnar \h\'e ' ' .PJSS :"";::.'¦!"'- ; T YRIR framan mig á borðinu liggur smekkleg auglýsing. Hún kom innan úr umslagi, sem á stóð: Til húsmóðurinnar. Og hún á sannar- lega erindi til húsmæðranna. öðru megin á blaðinu er ávarp frá OFNASMIDJUNNI H.P. Þeir bjóða uppá gólfþvottatæki fyrir einar 95 kr. ÞVEGILLINN, en svo nefnist hið nýja tæki er úr riðfríu stáli og skaptið lakkað ljós- gult. Þvegilsvampurinn er undinn með þeim hætti, að „vindaranum" er sveiflað í hálfhring og klemmdur að svampinum yfir vatnsfötunni, eins og sést á neðri myndinni. Þvegillinn er aðallega ætlaður til gólfþvotta. Líka má nota hann til að þvo flísar, gler og málaða veggi. Og sé honum strokið rökum yfir gólf- teppin, þarf sjaldan að fara með þau til teppahreinsunar. Þær konur, sem vilja hlýfa hönd- unum við' sápuskólpi, ættu að fá þetta tæki. Stjórn HúsmæSrafélags Reykjavík- ur hefur skoðað þvegilinn og óskað eftir því að húsmæðrum gefist kost- ur á að kaupa hann á verksmiðju- verði. Verksmiðjuverðið er ákveðið 95 kr., 50 kr. við pöntun og 45 kr. eftir tvo mánuði, þegar tækið er af- hent. Þvegillinn er til sýnis í Ofna- smiðjunni h.f., Einholti 10 í Reykja- vík milli 3 og 6 alla virka daga nema laugardaga og þar er líka hægt að panta hann. Þetta verður líka ein af nýjung- unum, sem almenningi gefst kostur á að sjá á Iðnsýningunni 1952. Gjafabúð hinna vandlátu ÍSLENZK SMÍÐI: Trúlofunarhringar Steinhringar Víravirki Arnibönd Nælur ÍNNFLUTT: Armbandsúr Vasaúr Vekjaraklukkur Eldhúsklukkur Borðklukkur Skákklukkur Hilluklukkur Veggklukkur Skrifstofuklukkur Verksmiðjuklukkur Stimpilklukkur '*5aTÍO» Laugaveg 39 Sími 3462 • FVl er oft haldið fram að sport- klæðnaður fari norrænum stúlkum sérstaklega velog það er mikið til í því. Háar og leggjalangar norður- landastúlkur líta mikið betur út í síðbuxum en t. d. litlar og nettar franskar stúlkur. Auk þess höfum við líklega meiri veikleika fyrir hentugum fötum, sem við getum hreyft okkur í. Orðrómurinn sem er talsvert útbreiddur á meginlandi Evrópu, um að skandinaviskar kon- ur hafi ekki smekk til að vera glæsi- lega klæddar, byggist ekki á því að við göngum sportklæddar, heldur þvi að við vöndum ekki nægilega val- ið á sportklæðnaðinum. Sportklæðnaður verður að vera ein- faldur og fara vel, en má undir eng- um kringumstæðum vera skrautleg- ur. Efnið og litarvalið hefur mest að segja. Veðráttan hér á landi gerir það að verkum að hentugast er að ferð- ast í síðbuxum og ganga jafnvel í þeim allan daginn. Við sjáum á netunum, sem hanga yfir höfðinu á stúlkunni á myndinni að hún er að eyða sumarfríinu í sjávarplássi. 1 þessari ferð er hún í síðbuxum úr köflóttu ullarefni og svartri peysu. Svartur þykkur jakki liggur við hlið hennar og niðri í töskunni hennar er breiður köflóttur trefill með svörtu kögri, sem hún getur sveipað um axlirnar á kvöldin, og um hálsinn eða höfuðið, þegar hún fer á sjó. Hún þarf ekki fleiri föt í ferðalagið. HVAÐ FÆST HVAR? Bakkar og snagar. Þegar maður er búinn að koma sér þægilega fyrir í hægindastól með bók í annarri hendi og sígarettu í hinni, hvað á maður þá að gera við kaffibollann ? 1 verzluninni Málning og járnvörur, Laugarveg 23 fást litl- ir plastik-bakkar, sem hægt er að klemma utan um arminn á hæginda- stólnum eða á hnéð á sér. Þeir kosta 64 krónur. 1 sömu verzlun fást litlir snagar (3 saman) fyrir 10 krónur. Það þarf ekki nagla til að hengja þá upp, því aftan á þeim er lim, svo aðeins þarf að bleyta þá og þrýsta þeim á vegg- inn. Þeir festast mjög vel á gler og málaða veggi og eru þyí hentugir í eldhúsið og baðherbergið. Við bíðum með eftirvæntingu A Iðnsýningunni 1952 fáum við að sjá hvort íslenzkur tízkuklæðnað- ur stendur innfluttum fötum að baki eða ekki. Margir halda að svo sé og þeim viljum við ráðleggja að leggja leið sína upp í nýju iðnskólabygg- inguna á Skólavörðuholti og sjá með eigin augum hvers íslenzkir iðnaðar- menn eru megnugir. Nokktar tízkuverzlanir bæjarins munu, hafa þar sýningarbása. Þar gefst almenningi kostur á að sjá þær vörur, sem verða á boðstólum á næst- unni. 1 sýningarbás FELDS h.f. verður t. d. talsverð fjölbreytni. Þar verða loðskinnavörur, kápur, alls konar dragtir og kjólar. Feldur getur líka boðið uppá skó í mörgum litum, sem framleiddir eru í Þór h.f. og hanska og töskur úr skinni, plastik, leðri og taui. Þarna fáum við að sjá frá einu firma alklæðnað framleiddan hér á landi: kápuna, kjólinn, skóna, tösk- una og hanskana. Níunda konan hans segir frá Framháld af bls. 7. á því, einn góðan veðurdag, hvort við gætum ekki skilið, svo hann gæti giftst systur minni. Nokkrum dögum eftir að við flutt- umst í Waldorf-hótelið rifumst við aftur. Það var svosem ekki út' af neinu. En Tommy fór heim í fússi. Daginn eftir vaknaði ég við vondan draum, þegar mér varð litið í dag- blað og sá þar heilsíðu-auglýsingu frá Tommy, þar sem hann lýsti yfir því, að hann bæri í framtíðinni enga ábyrgð á reikningum mínum. Þetta var kindugt uppátæki, þvi að ég haf ði ekki einu sinni keypt mér eina nælon- sokka síðan ég giftist honum. En af orðalagi auglýsingarinnar — og það má skjðta því inn hérna, að hún kost- aði um 160,000 krónur — hefði mátt láða, að ég væri búin að sóa milljón- um í föt. Átján dagar. NOKKRUM dögum seinna skrif- aði ég Tommy bréf og lagði til, að við tækjum hjónaband okkar al- varlega. Hann sneri aftur til hótels- ins, og ég hélt, að nú væri öllu rifr- ildi lokið. Tveimur dögum slðar bað hann mig að veita sér skilnað. Þegar ég minnti hann á, að við hefðum aðeins verið gift í átján daga, sagði hann: „En elskan min góða, eitt hjónabandið mitt stóð í aðeins fimm daga og annað í ellefu klukku- tíma". Rétt eins og þetta væri nægileg ástæða til að skilja. Hann hringdi til mín nokkru síð- ar. Hann var að spyrjast fyrir um, hvort ég vildi ekki gefa honum mynd af mér, til þess að hengja við hlið- ina á hinum konunum. Hann sagðist vilja hafa myndina stærri en allar hinar. Þar sem Tommy átti hlut að máli var þetta vafalaust mikill heiður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.