Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 34, 1952 Mórallinn í þessari sögu er svona: TAKTU ALDREI DAUÐAN REF inn á heimili þitt ÞeGAR Henry ók yfir refinn, var það listamaðurinn í honum, sem kom honum til til að hirða hræið. Hann sá á augabragöi, að fallega, litla dýrið, sem lá á miðjum skóg- arstignum, mundi verða ágætis fyrirmynd. Svo hann kom því fyrir á baksætinu í bíln- um sínum, og nokkrum stundum síðar var hann kominn heim og tekinn til við að mála. Kn þar sem hann gat ómögulega malað daga og nætur, kom fljótlega að því, að óþefur færi að finnast í húsinu, og svo kom það, að konan hans fór að ygla sig yfir þessu og heimta hræið samstundis út fyrir sínar dyr. Og Henry málaði eins og óður maður — og svo fór fyrirmyndin að rotna fyrir alvöru. Þá tók Henry hræið sitt og lagði það í brúnan pappir og labbaði sig með það út i nærliggjandi skemmtigarð. Kn rétt í þann mund sem hann ætlaði að fleygja pakkanum bak við blómstrandi rósarunna, kom eftirlits- maðurínn æðandi, og augu hans skutu neist- um. Hann sagði, að þessi hérna garður væri enginn sorphaugur, og Henry baðst auðmjúk- ur afsökunar og tók pakkann. Og hann hélt beina leið inn i járnvörubúð og keypti sér skóflu og vopnaður skóflunni skundaði hann inn í annan skemmtigarð og byrjaði að grafa á afviknum stað. En- þarna var líka ef tirlitsmaður, þó ekki væri hann upp á kaup: gamall fastagestur, sem slóst upp á Henry með skömmum og spurði, hvort hann væri genginn af göflun- um og ætlaði að eyðileggja garðinn. Og Henry hélt dapur í bragði heimleiðis. Kn hann var ekki öfundsverður af mót- tökunum. Það var farið að slá í rebba fyrir alvöru, og konan hans Henrys rak hann út harðri hendi og sagði, að inn á sitt heimili kæmi hann ekM, fyrr en hann væri búinn að losa sig við þann bannsetta, fúla boggul. Og enn hélt Henry af stað og í þetta skipti staðnæmdist hann í hópi forvitinna manna, sem voru að horfa á verkamenn grafa grunn að híisi. Hann leit laumulega í kringurn sig, sleppti svo pakkanum niður í forina í grunn- imim. Læddist svo af stað. Kn þá var kallað á hann og þar var kom- inn verkstjörinn fyrir verkamönnunum og hann kallaði, hvort maðurlnn vissi, að hann hefði misst pakkann sinn. Og Henry sneri við og hengdi höfuð, og hann stóð þarna í áhorfendahópnum, merkilegur maður, á meö- an verkamaður hálfskemmdi fötin sín og allt að því hætti lífi sínu við að fiska pakk- ann upp úr forinni. Oö svo var hann enn kominn af stað með þennan pakka. Nalyktin var að verða óbæri- leg; þó hætti hann á að taka strætisvagninn heim. Hann húkti úti í horni, og á allri heim- leiðinni var hann að velta því fyrir sér, hvern- ig hann gæti útskýrt það fyrir konunni sinni, að svona pakka væri bara lifsins ómögulegt að losna við. Auðvitað yrði hún alveg ær. Kn liaiiu gæti þá lofað að reyna á morgun. Og hann steig út úr strælisvagnimim, þung- búinn á svip, og opnaði forstofudyrnar og smeygði sér innfyrir . . . — Krtu þá kominn! Þetta var rödd kon- mnnar hans. Það var ágætt, kallaði hún, því að maturinn er kominn á borðið. Svo birtist hún í dyrunum og lék við hvern sinn fingur og Henrý horfði undrandi á liu.ua. — Hvernig gekk þér með pakkann? spurði hún. — Ja, væna mín, ég ... það er að segja . . . Hann var lengi að átta sig á þessari spurn ingu. Kn svo sló hann út höndunum og dæsti af eintómri ánægju og sagði: — Pakkinn! Ég hlýt að hafa gleymt hon- um í strættsvagninum. var alveg réttmæt ! . ." Hann hóstaði og hélt síðan áfram: „Þú hefur sagt mér mjög lítið frá athöfnum Konkvests þarna í Surrey fyrir þrem vikum, en nú verðum við að athuga málið nánar. Við vitum, að von Haupt barón og Konkvest eru einn og sami maðurinn. Stórglæpur hefur verið framinn — mjög alvarleg fjársvik — og við neyðumst til að hef jast handa." „Já, herra minn, en hvað á að gera?" spurði WiHiams. „Ég efast um að við getum fengið handtökuskírteini á Konkvest. Hvar eru sannan- irnar? Þegar ég sýndi þér ljósmyndina, fyrir nokkrum vikum, þá fmmst mér von Haupt barón svipa til Konkvests. En ef við handtökum hann og hann þrætir fyrir allt, — hvar stöndum við þá?" „Hvern fjandan meinarðu, maður, þú sást hann í höllinni og hann gekkst við nafni sínu fyrir þér," andæfði ofurstinn. „Við getum ekki látið þetta afskiptalaust. Konkvest hefur haft á burt með sér allt að milljón punda virði af eignum Everdons. Mig furðar, að hann skyldi ekki stinga einkennisspjaldi sínu með ,,Nr. 1066" að lávarð- inum ..." „Augnablik, herra minn — aðeins augnablik," tók Williams fram í hæglátlega. „Ég held ekki að Konkvest hafi dregið sér slíka upphæð. Það er frétt hérna í blaðinu, sem þú virðist ekki hafa veitt eftirtekt." Hann tók fram sitt eigið ein- tak. „Hérna er það, herra minn. Svo er að sjá, sem öllum meiriháttar sjúkrahúsum í London hafi borizt óvenjuháar fjárgjafir I þessari viku. Líttu á fyrirsögnina. „Furðulegar fjárfúlgur handa sjúkrahúsunum". Einhver ókunnur mannvinur hefur ausið út hundruðum þúsunda." „Lofaðu mér að líta á blaðið," sagði Santling hvasslega. „Jæja! jæja! Mér þætti fróðlegt að vita, hvaða samband er þarna á milli. Mér virð- ist það greinilegt, Williams . . ." Hann þagnaði, hugsandi. „Viðvíkjandi því, sem þú varst að segja rétt áðan," sagði hann svo og leit framan í Williams. „Heldurðu að sannanirnar séu svo lélegar, að ekki þýði að sækja um handtökuvott- orð?" „Eg er sannfærður um það, herra minn," sagði Williams ákveðinn. „Jafnvel þótt við handtækj- um þrjótinn og settum hann I steininn, hvað heldurðu að dómararnir myndu segja, þegar þeir heyrðu ákæruna? Pórnarlambið er Everdon lá- varður, alræmdur svallari og lauslætisseggur og hinn ákærði getur auðveldlega sánnað, að allt féð hafi farið til sjúkrahúsa og líknarstarfsemi . . ." Yfirforinginn hristi höfuðið. „Nei, herra, okkur myndi aldrei takast að fá hann dóm- felldan." Santling brosti ánægjulega. „Eg held þú hafir alveg rétt fyrir þér, Willi- ams," sagði hann og augu hans glömpuðu. „En sú forsmán! Við neyðumst víst til að láta þennan Konkvest sleppa við allt saman. Það er leiðin- legt, en við því er ekkert að gera." „Ég er alveg á sama máli, herra minn. Það er til einskis að koma fram með ákæru, nema hægt sé að sanna hana. Hvað Everdon snertir . . ." Williams yppti öxlum, „þá lítur helzt út fyrir að hann verði að vinna fyrir sér í framtíðinni John D. Bockefeller átti fleiri milljónir en flestir menn; þó hefur því oft verið haldið fram, að hann hafi verið heldur nískur. Sannleikur er það að minnsta kosti, að hann var viðkunnur fyrir að gefa nálúsarlega drykkjupeninga, og ekki virtist hann eyða miklu í fatnað. Sagan segir, að ein íöf in hans hafi verið stagbætt og botninn á buxunum svo rækilega slitinn, að hann hafi verið likastur nýfægðum spegli. „Hvað er að þessum fötum?" spurði hann ólundarlega, þegar einn af vinum hans skoraði & hann að fara aldrei oftar í þau. „Það er allt að þeim," svaraði vinurinn. „Faðir þinn mundi skammast sín fyrir þína hönd. I>ú veist, hvað hann gekk alltaf vel til fara," „Nú jæja," svaraði Rockefeller sigri hrós* andi, „en það vill nú bara svo til, að þetta eru einmitt föt af honum." Önnur saga segir, að Rockefeller hafi eitt sinn orðið að leita til tannlæknis, og þegar hann var sostur í stólinn, spurði hann, hve. mikið hann mundi þurfa að borga fyrir að fá eina tönn dregna úr sér. „Þrjá dollara," svaraði tannlæknirinn. Rockefeller hugsaði sig um andartak. „Þrjá dollara fyrir eina tönn," tautaði hann, „Hér er dollar. Þér skulið bara losa hana svolítið". — nema þessi dularfulli von Haupt hafi skilið nægilegt eftir handa honum fyrir brýnustu nauðsynjum. O—jæja, vinnan spillir engum, og ef til vill rekur hún hrokann úr honum og gerir hann að löghlýðnum borgara. Hann var sannar- lega þorpari meðan hann átti peninga." Williams gekk aftur til skrifstofu sinnar og brosti með sjálfum sér. Hann kom einmitt mátu- lega til að svara í símann, sem var að hringja þegar hann kom inn. „Oft kemur illur þá um er rætt," varð honum að orði, þegar hann heyrði glaðlega rödd, sem hann kannaðist vel við í símanum. „Ég hef ein- mitt verið að tala um þig við yfirmann minn, Konkvest." „Það hljómar dálítið alvarlega." „Þú þarft engu að kvíða." Yfirforinginn hag- aði orðum sínum gætilega. „Við erum báðir önn- um kafnir við störf okkar." „Ágætt!" sagði Konkvest glaðlega. „Ég vissi að ég gat treyst þér, Williams, en ég var^ ekki eins öruggur um yfirmann þinn. Ég var í vafa um hvort þið hefðuð tekið eftir öðrum fréttum í morgunblaðinu?" „Þeirri um sjúkrahúsin?" „Já." „Við sáum fréttina. Ef sú frétt hefði ekki verið, hefðum við ef til vill verið forvitnari." „Tíu af hundraði, Bill — það er allt og sumt," sagði Konkvest. „Ég hef unnið eins og þræll allan tímann síðan Bobby Olífant slapp úr saur- ugum höndum Everdons, um nóttina fyrir meira en mánuði. Eitthvað varð ég að reikna mér fyrir vinnu mína, vissulega. Þú getur ekki sagt, að tíu af hundraði sé ósanngjarnt." „Konkvest," sagði Williams með áherzlu, „ég veit ekki um hvern f jandann þú ert að blaðra." Hann lagði frá sér simann — og um leið heyrði hann sama glaðlega hláturinn í símanum. Hann sneri sér að Davidson undirforingja, sem hafði hlustað á samtalið, og sagði honum frá mála- vöxtum. „íhlutun Konkvests," sagði hann að endingu hlæjandi. „Þú átt við þessa tíu af hundraði?" sagði Davidson. „Það kalla ég íhlutun að gagni." J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.