Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 34, 1952 13 „Ég ætla að drepa þig" Framhald af bls. 13. ert dauður, flýti ég mér eftir hjálp og segi, hver ég er og — hálfan sannleikann. Það er að segja, ég dreg enga dul á það, að Frank Gord- on hafi verið vinur minn, að ég trúi á sakleysi hans og að ég hafi gert mér ferð hingað til þess að lesa þér pistilinn. Og svo segi ég, að þú hafir skipað mér að snauta og þegar ég hafi ekki gengt á stundinni, þá haf- irðu tekið upp byssuna." „En taktu nú vel eftir, því að nú kemur rúsínan. Ég segi lögreglunni, að þú hafir miðað byssunni á mig. Og ég segi, að ég hafi orðið hrædd- ur um líf mitt. Og svo segi ég, að ég hafi hlaupið til og reynt að ná byss- unni af þér og að i átökunum hafi skotið hlaupið úr henni og — í höf- uðið á þér. Heldurðu annars, að nokk- ur hætta sé á, að ég verði sekur íundinn um morð?" Þegar dómaranum varð ljóst, að ókunna manninum var alvara, fanst honum tími tilkominn að sýna meiri áhuga á málinu. „Ef skýrsla læknanna yrði sam- hljóða sögu þinni, efast ég um, að þú yrðir sakaður um morð. Annað mál er það, að ef tekið væri tillit til stærðar þinnar og aldurs míns og magnleysis, gæti svo farið, að þú yrðir dreginn fyrir lög og dóm. Samt yrðir þú sennilegast sýknaður, og auk þess efast ég semsé um, að höfð- að yrði sakamál á hendur þér." „Ég er þér ákaflega þakklátur fyrir upplýsingarnar. Það er ekki oft að morðingi, getur fengið álit svo mikilsmetins dómara, áður en hann fremur glæpinn. En ef þú vilt af- saka mig andartak, þá ætla ég að byrja að undirbúa aftökuna." ÓKUNNI maðurinn stóð upp, hneigði sig hæðnislega og gekK inn í húsið. Dómarinn húkti a stól sínum, hrukkaði ennið og hugsaði málið. Svo var eins og hann tæki ákvörðun, hann dæsti og reisti sig svolítið I sæti sinu. Málið lá svona fyrir, hugsaði hann: Annaðhvort gerir maðurinn alvörti úr þessu eða ekki. Það er ógerlegt að sjá fyrir, hvora leiðina hann vel- ur — fyrr en kanski um seinan. Þess- vegna var honum nauðugur einn kost- ur: hann varð að gera ráð fyrir, að manninum væri alvara. Og hann varð, hugsaði hann, um leið og þreytusvipurinn færðist yfir andliti hans, að haga sér samkvæmt því. Hann lét ekki standa við orðin tóm. Hann sá, eins og í móðu, hvar maðurinn kom út úr húsinu. Hann sá byssuna, sem hann hélt á, sá hann nálgast sig og nema staðar fyrir framan sig. Svo fann hann, þegar maðurinn þrýsti byssuskeftinu í lófa hans — og þá tók hann allt í einu á öllu, sem hann átti til, kippti byssu- hlaupinu að manninum og hleypti af. Þetta heppnaðist. Það kom mannin- um á óvart. Það hafði ekki hvarfl- að að honum, að dómari — gamall dómari þar á ofan — dræpi svona hiklaust og vægðarlaust. En hann fékk ekki tóm til að hugleiða þetta. Hann var dauður, steindauður. Framhald á bls. 14 BASIL ZAHAROFF 100,000 dollarar VDRU LAGÐIR TIL HDFUÐS HDNUM HANN HÉT BASIL ZAHAROFF. Hann var einn af auðugustu mönnum heimsins. En svo hataður var hann, að það mun nærri því einsdæmi í veraldarsögunni, og svo litla ánægju virðist hann hafa haft af milljónunum sínum, að maður á bágt með að skilja, hvað hafi kom- ið honum til að safna þeim. Hann var eitt af furðulegustu fyrirbrigð- um 20. aldarinnar, tilfinningalaus, uggvekjandi skuggi. Þúsundir manna fullyrtu, að þetta væri ekki mennsk- ur maður. Þúsundir hötuðu hann. Eitt sinn voru 100,000 dollarar lagðir til höfuðs honum. Sá skyldi hreppa verðlaunin, sem yrði til að drepa hann. En hann dó á sóttarsæng há- aldraður — og enginn syrgði hann. Hann var fæddur af blásnauðum foreldrum. En hann var orðinn for- ríkur um þrítugt. Og þegar hann d<5, mun hann hafa átt um 300 milljónir dollara — „300 milljónir blóði drif- inna dollara", eins og ségir í einni æfisögu hans. Því hann eignaðist þessar milljónir með því að selja vopn. Fyrrnefnd æfisaga — ein af mörgum — hófst á þessum orðum: „Grafsteinar milljóna verða minnis- varðinn hans — eftirmælin dauða- hryglur þeirra." Zaharoff var 28 ára, þegar hann fékk vinnu sem vopnasali. Hann var ráðinn upp á 25 dollara vikukaup — plús sölulaun. Han var þá búsett- ur í Grikklandi og hann vissi sem var, að vopn voru léleg verzlunar- vara —¦ nema þörf væri fyrir þau. Svo hann hófst handa um að skapa þessa þörf. Hann gerðist einfaldlega stríðsæsingamaður. Hann ýtti af stað öflugri áróðursvél, hrópaði, að Grikkir væru umsetnir blóðþyrstum óvinum og yrðu að kaupa byssur til varnar föðurlandinu. Meir en hálf öld er nú liðin síðan þetta gerðist. Múg- æsingar mögnuðust í Grikklandi. Fánunum var veifað, lúðrarnir þeytt- ir, ræðumennirnir urðu mælskari en nokkru sinni fyrr. Og Grikkir stækk- uðu herinn sinn og keyptu byssur af Zaharoff — og að auki einn kafbát, einn af þeim fyrstu í heiminum. Svo til Tyrklands. ÞEGAR Zaharoff var búinn að raka saman milljónum í Grikk- landi, hljóp hann inn í Tyrkland og sagði: „Lítið bara á Grikkina. Þeir eru ráðnir í að drepa ykkur alla." Og Tyrkir keyptu tvo kafbáta og vígbúnaðarkapphlaupið var hafið og Zaharoff búinn að ná fastri fótfestu í þeirri atvinnugrein, sem átti eftir að gera hann að margföldum millj- ónamæringi. Zaharoff rækti þessa iðju sína í yfir 50 ár. Hann lifði á þvi, aS aðrir menn létu lífið, seldi hverjum vopn, sem hafa vildi, hellti olíu á eldinn, hvar sem færi gafst. 1 stríðinu milli Rússa og Japana seldi hann báðum aðilum vopn. 1 spænsk-ameríska stríðinu lék hann sama leikinn. 1 fyrri heimsstyrjöldinni átti hann hluti. í vopnaverksmiðjum í Þýzkalandi, Englandi, Frakklandi og Italíu. Og milljónunum hans fjölgaði enn. Hann gætti þess vandlega að komast sem minnst fyrir almennings- sjónir. Mikil leynd hvíldi yfir öllu hans háttarlagi. Sagt er, að hann hafi haft í þjónustu sinni tvo menn, sem báðir voru nauðalíkir honum. Það var þeirra starf að láta sjá sig og taka eftir sér, svo að blöðin segðu frá honum i Berlín eða Monte Carlo, þegar hann var réttu lagi í ein- hverjum leynilegum erindagerðum í einhverri annarri borg. Hann leyfði „Þaö gerist eitthvaö nýtt íhverri VIKL" Lesið næst á þessari síðu um Florenz Ziegfeld „manninn, sem gerði milljón dansmeyjar frægar!" aldrei að taka af sér myndir, þótt framtakssömum blaðamönnum tæk- ist að „stela" nokkrum af honum. Hann talaði aldrei við blaðamenn, reyndi aldrei að bera í bætifláka fyr- ir sjálfan sig, svaraði aldrei bölbæn- unum, sem ausið var yfir hann hvað- anæfa að. Felldi hug til stúlku. ÞEGAR hann var 26 ára, varð hann ástfanginn af 17 ára gamalli stúlku. Hann kynntist henni á járnbrautarferð frá Aþenu til Par- ísar og bað hennar þá þegar. En það kom upp úr kafinu, að hún var gift spænskum hertoga, hálfbrjáluð- um manni, sem var helmingi eldri en hún. Af trúarástæðum, kom skilnaður, ekki til greina. Svo að Zaharoff beið hennar — beið og tilbað hana í hjarta sínu í næstum þvi hálfa öld. Hann fékk hennar 1924, ári eftir að her- toginn andaðist I geðveikrahæli. Þá var hún 65 ára, hann 74. Tveimur árum siðar lézt hún. Hún hafði verið ástmey hans í 48 ár og konan hans í rúmlega 20 mánuði. Zaharoff bjó á sumrum í mikilli höll í nágrenni Parísar. En hann var fæddur í jarðhúsi suður í Tyrklandi. Hann svaf á gólfinu sem barn, vafði fatadruslum um fætur sér á vetr- um og var oft hungraður. Hann gekk aðeins í skóla í fimm ár, en hann talaði fjórtan tungumál og Oxford háskóli gerði hann að heiðursdoktor í lögum. Hann var fangelsaður f.yrir þjófn- að í fyrsta skipti, sem hann kom til London. Þrjátíu árum síðar aðlaði brezki konungurinn hann. Aparnir og Ijónið. ÞAÐ var einn sumardag 1909, þegar þessi dularfulli maður var á gangi í dýragarðinum í París, að hann varð þess áskynja, að ap- arnir í garðinum voru illa aldnir og kunnasta Ijónið á staðnum orðið gigtveikt. Garðurinn virtist allur vera í hinni mestu óhirðu. Nema hvað Zaharoff leitaði uppi garðstjórann og ávítti hann harðlega. Maðurinn vissi ekki, að Kann stóð fiammi fyrir einum af auðkýfingum Evrópu, svo hann svaraði ólundar- lega, að ekki ætti hann þá hálfu milljón franka, sem vantaði til þess að dýrunum gæti liðið sæmilega. Zaharoff sagði: „Nú jæja, ef það er allt og sumt, þá er hægur vandi að bæta úr því" — og svo skrifaði þessi maður, sem hafði morðtólasölu að at- vinnu, 100,000 dollara ávísun handa dýrunum. Garðstjórinn, sem ekki gat stafað sig fram úr klóri Zaharoffs, hugsaði sem svo, að maðurinn væri að skensa sig, fleygíft ávísunni í skranhirslu í skrifborðinu sínu og gíeymdi svo öllu saman. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar, þegar hann sýndi kunningjum sín- 'im ávísunina í gamni, að hann komst að því, að hún var ósvikin. Að leikslokum. ZAHAROFF andaðist 85 ára gamall, einmana, lífsleiður og heilsulaus. Einn þjóna hans ók hon- um í hjólastól, og hann virtist hafa áhuga fyrir fáu öðru en rósunum I hinum undurfagra garði sínum. Hann hafði haldið dagbók í hálfa öld, en fullyrt er, að hann hafi á banasænginni lagt svo fyrir, að dag- bókinni og leyndarmálum hennar yrði brennt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.