Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 35, 1952 í FRÁSÖGLR FÆRANDI I»AÐ var í VIKUNNI 4. sept- ember grein eftir níundu konuna hans Xommy Manviile miiljóna- mœring-s, og í greininni var sagt frá þvi, að nú mundi Tommy vist fara að gifta sig aftur og i þetta skiptið ónafn- greindri stúlkukind, sem hann hefði orðið ó- skaplega hrif- inn af, þegar hún hringdi og bauðst til að selja honum bát. Nú er það í frásögur færandi, að VIKAN var varla fyrr kom- in út en stúlka hringdi til rit- stjórnarinnar og vildi fá að vita, hverslags bátur þetta hefði verið. Hún sagði ekki til nafns, en mér segir svo hugur, að þarna hafi verið hægt að fá billegan bát — ef ein skonnorta mætti fylgja. Þaí) má mikið vera, hvort þetta endar ekki með skelfingu, ef bærinn fer nú að festa kaup á Skeggjastöðum í Mosfellssveit. Það kom fram um það tillaga snemma í síðustu viku, að Skeggjastaðir yrðu keyptir undir drykkjumannahæli, og það virtist vera samróma álit nefndarinnar, sem um málið fjallaði, að þetta væri ein fyrirmyndar jörð í alla staði. Ég er ekki að segja, að nefnd- in fari með rangt mál. En stefn- ir ekki allt að því með sama áframhaldi, að þeir fáu íslending- ar, sem búa uppi i sveit, verði vankaðir Reykvíkingar á hress- ingarhæium ? I* A i) kemur að vísu ekki fyrrgreindu máli beinlínis við, en mér hefur skilist á blöðunum að undanförnu, að allt væri ekki i himnalagi í heimi iþróttanna. Ekki svo að skilja, að VIKAN ætli að fara að skipta sér eitt- hvað af þessu. En er samt ekki tími til þess kominn, að úrskurð- ur fáist um það frá æðstu stöð- um, hvaða greinarmunur sé á íþrótta-anda og vínanda? I*AÐ var drepið lauslega á það hérna fyrir skemmstu, að Eisenhower forsetaframbjóðandi þyrfti að púðra á sér skallann, til þess að hann gljáði ekki. eins og undirskál á hvolfi í sjón- varpi. Nú er mér það sér- stakt fagnað- arefni að geta sagt lesendum VTKUNNAR frá því, að Eisenhower er búinn að steypa sér út í forsetabaráttuna fyrir alvöru. Til dæmis skýrði Time nýlega svo frá, að hann hefði haldið mikla ræðu á úti- samkomu ameriskra indiána — nánar tiltekið 10,000 amerískra indíána. Eisenhower (sagði Time) gerði mikla Iukku, einkum og sér í lagi þegar hann romsaði upp reiðinnar ósköpum af indíána- nöfnum, sem hann sagðist hafa haft sérstakt dálæti á á sokka- bandsárum sínum. Æskuhetjur Eisenhowers: Rauða ský, Æðsti hundur, Regn í andlit, Geronimo, Ungur maður hestabanginn og Vitlausa hross. VlKUNNI barst fyrir nokkr- um dögum bók frá Akureyri: Septemberdagar eftir Einar Kristjánsson. Þetta eru tíu smá- sögur, myndskreyttar (Elísabet Geirmundsdóttir), prentaðar í Prentverki Odds Björnssonar h.f. Þetta er fyrsta bók Einars, en á undanförnum árum hafa birtst eftir hann allmargar smásögur í blöðum og tímaritum. Á hlífðarkápu Septembertlaga segir m. a.: „Söguefni sín sækir höfundurinn í daglega Iífið og söguhetjur hans virðast í fljótu bragði venjulegt fólk, sem við þekkjum ÖU. En Einar er fundvis á mannlega eiginleika. Söguper- sónur hans verða því óvenju sterkar og eftirminnilegar, þrátt fyrir það, að höfundurinn hafi tamið sér hófsemi í rithætti og frásögn.“ IsLENZKIR bíóeigendur hafa kvartað sáran yfir þvi undan- farna mánuði, að þeir fengju ekki að flytja inn nándarnærri nógu mikið af kvikmyndum. Þetta er leiðindamál, og VIKAN vildi óska að eitthvað rættist úr fyrir bíó- mönnunum. En ef sú von bregst, þá getur VIKAN sannast að segja ekki gefið þessum mönnum ann- að ráð hollara en að flytjast í hasti til Gullstrandarinnar í Vest- ur-Afríku. J*AÐ kemur nefnilega fram í fréttum þaðan, að Gullströndin í Vestur-Afríku má vera lireinasta paradís hvað bíóeigendur áhrærir. Það kemur sumsé á daginn, að ef svertingjunum á Gullströndinni líkar vel við mynd, þá likar þeim vel við þessa mynd árum saman. Til dæmis var sagt frá því ný- lega í bandarísku blaði, að eitt kvikmyndahúsanna þarna suður- frá ætti aðeins tvær myndir i fór- um sínum — og kærði sig ekki um fleiri. Þetta eru myndirnar Merki Zoros (sem Nýja bió í Reykjavík átti til skamms tima) ogKingKong. Tyrone Power leikur aðal- hlutverkið í Merki Zoros og stoppuð górilla leikur aðalhlutverk- ið í King Kong. Báðar myndirn- ar eru spennandi og King Kong er auk þess talsverð lirollvekja, þó að þeir innfæddu kváðu raunar líta á hana sem sprenghlægilega gamanmynd. En hvað um það, bíómaður- inn, sem er svo lánsamur að eiga þessar myndir, hefur ekki sýnt annað undanfarin ár! Hann sýn- ir Merki Zoros á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, og King Kong á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Pelkileg aðsókn alla dagana! En það er á sunnudögum sem líf færist í tuskumar fyrir alvöru. Þá sýnir þessi bráðsniðugi bíó- eigandi báðar myndirnar sínar i einu, og þá kvað nú vera aldeilis sjón að sjá svertingjana berjast um aðgöngumiða! Kœra Vika, Ég fœ svo oft MJcsta og þú getur trúað þvi að það er ekki skemmti- legt. I hvert skipti sem ég sé t. d. heita súpu borna á borð, byrja ég að skjálfa af ótta við að nú byrji hikstinn og ég nœ mér ekki fyrr en máltíðin er úti. Auðvitað kemur þetta ekki alltaf fyrir, en óttinn við hikst- ann gerir mér orðið ómögulegt að borða með öðru fólki. Svar: Stundum nægir að lyfta handleggjunum upp fyrir höfuð, en það er víst ekki kurteist á opinberum stöðum. Ef þú ert heima hjá þér get- urðu líka lagt kaldan bakstur á mag- ann. Þriðja ráðið er að taka inn syk- urmola vættann í ediki. Eitthvað af þessum ráðum ætti að duga og þú hlýtur að geta fundið afsökun til að fara fram og reyna þau þegar hikst- inn byrjar. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér hvort sé klór í Sundhöllinni. X-9. P. s. Svarið þarf að koma fljótt af þvi að þetta er veðrnál. Svar: Hefur sá ykkar, sem hélt þvi fram að ekkert klór sé í Sundhöllinni nokkum tíma synt þar ? 1 hvert skipti sem ég hætti mér í laugina kem ég upp úr með rauð og þrútin augun, því það er um 2% klór í vatninu. Þetta kennir ykkur að veðja ekki um það sem þið hafið enga hug- mynd um. ___________ Halló Vika! 1. Viltu segja mér livaða ártöl eru á frímerki Snorra Sturlusonar? 2. Hvaða litir fara mér bezt? Ég er skolhœrð með grœngrá augu. Með fyrirfram þökk. Birry. Svar til Birrýar: 1. Ártölin á frímerkjum Snorra Sturlusonar eru: 1241 og 1941. 2. Þú ættir að klæðast í: Grám- að grænt, blágrátt, blátt, fjólublátt, gulrautt, svart og hvítt. Kœra Vika! Við erum hér tvœr stelpur sem langar til að biðja þig að leysa úr nokkrum spumingum: Norge — fsland 1 Noregi, innan- ' lands eða öðrum löndum, getur hver í valið sér í gegnum Islandia, | bréfavin við sitt hæfi. Skrif- I ið eftir upplýsingum. BHffAKlOBBURlNN | ISLANDIA Reykjavík 1. Hvað kostar að lœra við Bréfa- skóla S.I.S. 2. Hvemig er utanáskrift til Sam- vinnunnar ? Ég er skolhœrð með blágrá augu með dökka húð, freknótt, há og grönn, hvaða litir fara mér bezt? Ég er 165 cm. á hœð og er 15 ára, hve þung á ég að vera? Þökk fyrir vœntanleg svör. K. K. Svar til K. K.: 1. Kostnaðurinn er frá 45 kr. (skipulag og starfshættir samvinnu- félaga) og upp í 220 kr. (mótor- fræði). Byrjendaflokkur í ensku kostar 120 kr., en framhaldsflokkur 200. Annars er bezt fyrir þig að skrifa til bréfaskóla S.I.S., Reykja- vík og fá nákvæmari upplýsingar. 2. Benedikt Gröndal er ritstjóri Samvinnunnar og hefur skrifstofu í Sambandshúsinu í Reykjavík. 3. Þú átt að vega 60,20 kg. Þú ættir að klæðast sömu litum og Birrý ,sem ég hefi svarað í þessu blaði. Kœra Vika! Viltu gera svo vel að svara eftir- farandi spumingu fljótt og vel því hún hefur valdið ólýsanlegum deil- um. Spumingin er þessi: I járnbraut- arlest eru tveir menn, lestarstjórinn og rœninginn. Lestarstjórinn er fremst t lestinni, en rœninginn aft- ast. Rœninginn hefur hugsað sér að drepa lestarstjórann og liefur til þess riffil, sem getur skotið kúlunni með 100 km. hraða á klst. En nú ekur lestin einnig með 100 km. liraða á klst. Svara þú svo, kœra Vika, hvort hœgt er að drepa lestarstjór- ann með kúlunni undir þessum kring- umstœðum. (Ýtarlegt svar óskastj. Brúarmenn. Svar til Brúarmanna: Ef þið ætlið sjálfir að reyna þetta á bílum sem aka ýýir brúna, þá megið þið ekki segja hvar þið feng- uð upplýsingarnar, en í trúnaði sagt, Framhald á bls. 13. MAÐUR OG KONA nefnist safn frægra ástarjátninga, sem birtist í SAMTlÐINNI. K) hefti (320 bls.) árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið áskriftarpöntun strax, og þér fáið tímaritið frá síðustu áramótum. Árgjald fylgi pöntun. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.