Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 35, 1952 Svipmyndir úr sumarleyfi II, GAMALL MAÐUR í FLATEY Það gerðist ekkert merkilegra tíð- inda með Baldri annað en það, að hon- um miðaði vel áfram. Norðvestan strekkingur var á og útsýn svo slæm, að vart móaði fyrir hinum annálaða fjallahring Breiðafjarðar. Baldur valt mikið. Við keyrðum fram hjá Stagley, Bjarneyjum og fleirum með skemmti- legum nöfnum sem ég er búinn að gleyma. Loks reis Flatey úti í suddan- um. Ösköp virtist hún lítilsigld í öllum þessum mikla sjó. Ég stóð uppi á dekki, og einn skipverja vildi þá sýna mér, hvernig bryti á boðum þvert yfir flóann. „Það er eins og hvítt band,“ sagði hann, „en því miður er ekki nógu hvasst til þess þú getir séð það núna.“ Ég bað hann blessaðan að herða ekki á vind- inum, nóg væri nú samt. Og mér heyrð- ist á fólkinu niðri í lúkarnum, að það væri á sama máli. EFTIR ágæta gistingu í Vertshúsinu gamla, gekk ég að morgni út í góða veðrið til að skoða eyjuna. Þá sá ég gamlan mann standa niðri á bökkunum Hann var í stígvél- unum sínum, með derhúfu á höfði og kollótt prik í hendi, og var eitthvað að skyggnast niður í fjöru. Mér þótti bera vel í veiði, af því mér sýndist gamli maðurinn vera að slóra alveg eins og ég og datt því í hug að spyrja hann frétta úr plássinu. „Góðan dag,“ sagði ég, og gamli maðurinn tók hýrlega undir kveðju mína. „Það er nóg af þeim,“ sagði hann, hóf lítið eitt upp prikið sitt og benti niður í fjöru. Ég leit þangað. Þar var sælleg rotta að spóka sig. Hún tók ýmist stutta spretti inn á milli steinanna eða nam staðar og snusaði úpp í loftið eins og hún væri að nikka sólinni. Augsýnilega lá henni ekkert á, þessari rottu. Annað hvort var hún að leita að einhverju sem hún fann ekki, eða hún var bara að slóra og sleikja sólina, rétt eins og ég og gamli maðurinn. Vlð horfðum á hana hljóðir langa stund. Svo gekk hún sig makindaleg eins og skipsjómfrú inn undir bakkann þar sem við stóðum. „Við erum í vandræðum með garðana okk- ar,“ sagði gamli maðurinn. „Þeim þykja svo góðar kartöflur." Ég spurði af hverju þeim væri ekki útrýmt. „Ég veit ekki,“ svaraði gamli maðurinn. Hann tjáði mér, að langt væri síðan rott- an hefði numið land í Flatey, líklega hafði hún komið með dönskum, og síðan danskir fóru hefur hún gerzt uppivöðslusamari með hverju ári .Aumingja frúrnar hafa ekki einu sinni frið með hænsnin sín. Því að rottan er ekki hugdeig. Á næturnar gerir hún aðsúg að hænunum, og að morgni, þegar frúrnar koma að vitja um egg, þá liggur hænan, sem gaggaði svo eggjalega í gær, líkt og illa gerð hrúga á gólfinu. Það er átakanleg sjón. Og þó öllu frekast óþrifaleg sjón, þegar í ljós kemur, að hér hefur rottan verið að verki. En nóg um það. Fleira er fréttnæmt í Flatey en rottufárið og gamli maðurinn sagði mér margt sem gaman var að heyra. Flateyingar hafa reist sér stórt og vandað frystihús. Þeir eiga líka tvo báta, annan 50, hinn 60 tonn. En þvi miður hefur fiskurinn verið tregur á síðkastið. Áður fyrr gekk fiskur inn eftir öllum Breiðafirði. Og í Bjarneyjum til dæm- is (þær eru sunnar í firðinum en Flatey) mátti fá góða veiði rétt utan landsteina. Þá var fjörugt yfir vertíðina í Bjarneyjum. Þangað þyrptist fjöldi fólks. En nú híma þar tóm og skinin íbúðarhúsin og hrópa ásökun út yfir öldurnar, þegar sólin glampar á glugga. „Þetta er togveiðurunum að kenna,“ sagði gamli maðurinn, og við skulum vona, að það sé rétt ályktað og fiskurinn muni glæð- ast við friðun bugtarinnar. En ég hef það fyrir satt, að síðastliðinn vetur hafi vertíðin geng- ið svo báglega, að ekki var unnt að greiða starfsfólki í frystihúsinu nema 30% vinnu- launa. Og þó var talsverður hluti þess að- komufólk, sunnan úr Reykjavík og Nesjaþorp- unum. Líklega er alveg rétt, sem skáldið sagði: Það eru erfiðir tímar. ALLT þetta sagði mér gamli maðurinn með- an við stóðum frammi á bökkunum, og hann sagði mér ýmislegt fleira. Alllangt frá okkur reis turn einn mikill næstum upp í himininn. Flateyingar nefna hann minnisvarð- ann. Ég vissi aldrei til fullnustu af hverju. Það átti að reisa þarna vindrafstöð, og til þess var steyptur þessi myndarlegi turn. Svo skyldi rafstöðin gnæfa upp af toppinum. Eg veit ekki hve lengi rafstöðin gnæfði upp af toppinum, nema hún gnæfir þar ekki núna. Ætli hún hafi bara ekki bilað eftir svo sem eitt, tvö ár, kannski eftir fimm ár, eins og næstum allar vindrafstöðvar á landinu. Svo vantaði mann til að gera við hana. Og þá var hún tekin niður. Þetta voru örlög margra vindrafstöðva. 1 stríðslok spruttu þær upp á flestum bæjum líkt og gorkúlur. Þær komust í móð, og það var líkt og farsótt bærist um landið. En þegar farið er um sveitir núna, híma þær hnipnar og ryðgaðar á stöplum sín- um eða húsaþökum, og verða eflaust bráðum seldar í brotajárn handa stríðsþjóðunum. En sagan um vindrafstöðina í Flatey skal lengi í minnum höfð, af því henni var reistur svo myndarlegur turn, að ókunnugir halda hann sé minnisvarði um einhvern látinn merkis- mann. SVO fór gamli maðurinn að segja mér frá frá liðinni tíð. Hann benti priki sínu út á sundið fram undan okkur og sagðist muna þarna 11 kúttera við festar, það heldégnú! Raunar voru þeir ekki allir úr Flatey. Nokkra þeirra átti Pétur Thorsteinsson á Bíldudal. Hann lét bátana sina liggja hér milli vertiða, þvi hér er svo gott lægi. Það var falleg sjón, að sjá öll þessi skip saman komin, þau voru allt upp í 80 tonn. Svo frið sjón sést hér liklega aldrei framar nema fiskurinn fari þá að glæðast, hvað guð lofi. — Gamli mað- urinn er fús að tala um liðna tið, hann segir þá hafi verið líf og starf í Flatey, nú sé þar ekki lengur líf og starf. Hann vill helzt koma sér eitthvað burt, því enda þótt maður sé til einskis nýtur framar, þá er þó alltaf munur- inn að geta fylgzt með atorku annarra. Hitt er að drepast lifandi. Svo kveð ég þennan gamla góða mann, af því ég hef nauman tíma og ætla mér að ganga dálítið um þessa yndisey, finna gróður henn- ar við iljarnar, sjá húsin hennar og fólkið. Ég lít um öxl þegar ég er kominn nokkurn spöl í burtu, og þá stendur gamli maðurinn þarna ennþá í stígvélunum sinum og er eitt- hvað að skyggnast niður í fjöru sem fyrrum. Rétt eins og hann sé að vænta þess að önnur rotta bregði sér út í sólina til að leita að einhverju eða til að nikka. Þó held ég hann hafi ekki verið að bíða eftir því. Ég held hann hafi verið að rifja upp gamlar minningar. E. E. H. hefur bara hugsað um að sleppa, vesalings dreng- urinn.“ „Það var ég sem reyndi að sleppa,“ sagði hún æst. „Hamingjan má vita hvernig mér tókst það. Hann hindraði mig ekki i að hringja, af því hann kom of seint. En . . .“ „Þú hefur gert nógu illt af þér, þó þú bætir ekki þessum lygasögum við. Þó Gerald hafi verið svo heimskur að ógna þér, hefur hann aðeins verið að hræða þig, svo honum gæfist tími til að sleppa, því hann vissi að um leið og þú gætir, mundirðu koma honum á kaldan klaka. Gerald var eini maðurinn, sem mér þótti vænt um og nú á ég þér að þakka ef lögreglan nær í hann.“ Hann opnaði svefnherbergishurðina og bar töskuna sina þangað inn. Hurðin stóð opin. Anna starði á eftir honum, án þess að geta svarað þessu nokkru. Hann trúði ekki orði af því, sem húii sagði. Hversvegna fór hún ekki? Allt i einu sá hún að teppið yfir rúminu hreyfð- ist örlítið. Mikael var að láta frá sér töskuna og tók ekki eftir neinu. Hún gekk hægt inn í herbergið og kringum rúmið. Hún stanzaði þegar hún sá skósóla standa út undan teppinu hinu- megin. „Það —• það er einhver undir rúminu,“ sagði hún og benti á sólann. Sólinn hvarf, en teppinu var ýtt til hliðar hinu megin og Gerald skreið undan rúminu, úfinn og óhreinn. Bæði Anna og Mikael voru of undrandi til að segja nokkuð, en Gerald horfði frá einu til ann- ars. „Er þetta ekki skrýtið?" sagði hann hásum rómi. „Að þú skyldir einmitt finna mig. Ég þorði ekki að bíða þin fyrir utan, Mike. En ég bjóst við þvi að þú kæmir bráðum, svo mér tókst að læðast hér inn og fela mig. Ég hélt að mér væri óhætt að bíða þin hér uppi. En hún . . .“ Rödd hans varð að urri. „Hlustaðu á mig, Gerald," sagði Mikael lágt. „Þú verður að þegja, heimskinginn þinn. Þú hefðir ekki átt að koma hingað. Þetta er ein- mitt hættulegasti staðurinn fyrir þig. Lögreglan hefur áreiðanlega gætur á hótelinu." „Ég verð að fá peninga," greip Gerald fram í fyrir honum. „Mikla peninga. Og ég get ekki farið neitt annað. O—o, ég kemst út bakdyra- megin ef á þarf að halda. Þetta hefði allt verið í lagi, ef hún hefði ekki —- láttu hana ekki sleppa.“ Hann stökk fram að dyrunum, sneri lyklinum og stakk honum í vasann. „Hún skal ekki senda lögregluna á mig einu sinni enn.“ Gripin hræðslu við orð hans, vék Anna frá honum. Af tilviljun var það í áttina að náttborð- inu, þar sem síminn stóð. Gerald sá simann. „Nei takk, þér skal ekki takast það.“ Hann sló hana með knýttum hnefanum í andlitið, svo hún sá stjörnur. Hún reikaði aftur á bak, rak sig í vegginn og hneig niður. Henni fannst kjálk- arnir vera brotnir. Gerald ætlaði að ráðast aftur á hana, en sterk- ur handleggur hélt honum, svo hann varð að láta sér nægja að hvæsa: „Því í fjandanum losaði ég mig ekki við hana, meðan ég hafði tækifæri til þess í morgun. Hvers- vegna lét ég ekki verða af þvi að snúa hana úr hálsliðnum ? Hvers vegna lét ég hana sleppa . . .“ Hann fékk ekki tíma til að segja meira, því hnefahögg á kjálkann stöðvaði hann. Gerald féll eins og rotuð rotta og lá hreyfingarlaus á gólf- inu. Önnu hafði heppnast að setjast upp og gat hallað sér upp að veggnum. „Svo það var þá satt?“ sagði Mikael hörku- lega. „Hann gerði þá tilraun til að myrða þig.“ Hún gat ekki svarað. Þó hún hefði getað tal- að, hefði hún ekki vitað hvað hún átti að segja, meðan hann horfði svona á hana. Mikael greip símann. Rödd hans var róleg, þó hún titraði öðru hvoru, þegar hann bað um lög- reglustöðina. „Það er Mikael Killikk sem talar. Bróðir minn, Gerald, er í herberginu mtnu á Dawson-hóteli.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.