Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 35, 1952 9 MAÐUR í FRÉTTUNUM! Fangabúðir á Koje, yfirhershöfðingi S. Þ. og blóðgjöf í Bandaríkjunum ANTONY EDEN SVO má heita, að An- tony Eden, utanríkisráð- herra Breta, hafi verið dag- legur gestur í fréttunum frá því nokitru fyrir stríð. Þessi 54 ára gamli íhalds- maður hefur á umræddu tímabili verið atkvæða- mikill þátttakandi í opin- beru lífi í Bretlandi, ýmist sem utanrikisráðherra í íhaldsstjórnum og sam- steypustjórnum eða einn af foringjum stjórnarand- stöðunnar. Hann varð raun- ar heimskunnur 19S8, þeg- ar hann sagði friðþæging- arstefnu Chamberlains stríð á hendur með því að fara úr stjórn hans. ChurchUl telur í æfisögu sinni, að sú opinbera ádeila á Chamber- lain-stefnuna, sem í þessu fólst, hafi verlð upphaf hinnar brezku baráttu gegn hitlerismanum. Frænka Churchills En nú fyrir skemmstu varð Antony Eden maður- inn í fréttunum á talsvert óvenjulegan hátt. Brezka kirkjan reiddist honum, eða að minnsta kosti „Church Ximes“, hið hálf-opinbera málgagn hennar. Ástæða: Eden, sem er fráskUinn, gekk að eiga Clarissu Spencer-Churchill, frænku Winstons ChurchiUs forsæt- isráðherra. E<len fékk skilnað frá fyrri konu sbtni 1950, en þá höfðu þau verið gift í 27 ár. Skilnaðarorsökin var „brotthlaup" konunnar, nokkuð algeng skUnaðar- sök i löndum, sem heimta góðar og gUdar skUnaðar- ástæður — sem þó í raun og veru þýða ekki neitt. SennUegast er, að skilnað- urinn hafi verið fram- kvæmdur með fullu sam- þykki beggja aðila, „brott- hlaupið" notað sem tyUiá- stæða handa dómstólunum. Breytt viðhorf Ádrepan, sem „Church Times“ veitti Eden, fékk daufar undirtektir í Bret- landi. 1 fyrsta lagi var tíminn óheppilega valinn; flestum fannst það víst heldur lúalegt uppátæki að fara að veitast opinberlega að brúðhjónum daginn eft- ir giftinguna. 1 öðru lagi (og það er kannski merg- urinn málsins) liafa, brezlc viðhorf til hjónaskiinaðar gjörbreyttst á einum mannsaldri; afstaða al- mennings — og liirðar- innar — virðist nú vera sú, að bezta fólk geti orð- ið fyrir þeirri ógæfu að lenda í vitlausu hjónabandi, og slíkum hjónaböndum megi vel slíta, án þess að það kasti rýrð á viðkomandi aðila. Svo mikið er vist, að Eden hefur sennUegast engu tapað á viðbrögðum hins hálf-opinbera kirkjublaðs, enda komu stærri og merk- ari blöð honum skjótlega tU hjálpar, þar á meðal málgögn pólitískra and- stæðinga hans, alþýðuflokks manna. „Bezt klæddi maðurinn" Eden, „krónprinsinn" í íhaldsflokknum, er annars vinsæll maður í Bretlandi. Hann er mikUl starfsmaður (vinnur iðulega 16 til 17 stundir á dag), drenglund- aður og heiðarlegur bar- áttumaður. Hann er auk þess þanlvanur stjórnmála- maður — og heimsfrægt snyrtimenni. Hann hefur margoft verið úrskurðaður „bezt klæddi maðurinn í heiminum" af allra handa samtökum, enda gleymdist það ekki nú, þegar gifting hans varð að blaðamáli. Fleiri en ein fréttakona ruddist fram á ritvölUnn utanríkisráðherranum til aðstoðar og aðhlynningar, og flteiri en ein virtist líta á það sem eitt sterkasta trompið í sínu varnarspili, að „bezt klæddi maður heimsins" þyrfti að eiga góða konu til þess að falla ekki í óhirðu. ........*.... ; -—~ :_________________________________________________ : Hér eru þrjár stríðsmyndir — og þó er engin þeirra tekin á vígstöðvum. En þetta eru engu að síður myndir úr sögu Koreustríðsins, ,,litla“, blóðuga stríðsins í Asíu, sem kostað hefur tugþúsundir mannslifa og óskaplega eyðileggingu. JÞetta er „nýtízku" stríð — 20. aldar stríð — sem marka má meðal annars af því, að það eru hinir óbreyttu borg- arar, sem verst verða úti. 1 Koreu hafa þeir komist á vergang svo hundruðum þús- unda skiptir, og í heimsblöð- unum er sagt frá því eins og skiljanlegu og allt að þvi þolanlegu ástandi, að þúsundu mxinaðarlausra Koreubarna hljóti að farast í kuldunum í vetur! Myndin efst til hægri er af Mark Clark hershöfð- ingja, yfirmanni herafla Sam- einuðu þjóðanna. Hann var kunnur hershöfðingi í heims- styrjöldinni síðari. Myndin til vinstri er tekin i fangabúðun- um á Koje-eyju, og loks er svo mynd tekin í Bandaríkj- unum af ungri stúlku að gefa blóð. Blóð hennar verður kannski til þess að bjarga lífi einhvers hermanns. Koje-eyjan er löngu orðin fræg í frétt- unum; það var vegna atburðanna á henni sem tveir hershöfðingjar, yfirmenn fangabúð- anna, vonx lækkaðir í tign. Og enn berast fregnir af ókyrrð á þessum stað. Samninga- menn Norðanmanna í Panmunjon saka Sameinuðu þjóðirnar um hryðjuverk; þeir virðast einhvernveginn fá skjótar fregnir af öllu, sem gerist á fangabúðaeynni. Sameinuðu þjóð- irnar svara þvi til, að aðbúnaðurinn í fangabúðum þeirra sé mun betri en í fangabúðum Norðanmanna. — Og vopnahlésviðræðurnar dragast á langinn og striðsmyndunum fjölgar. MYNDIR í FRÉTTUNUM Fegnir foreldrar Nú er það komið upp úr kafinu, að foreldrar Elizabeth Taylor (myndin til vinstri) eru lifandis ósköp fegnir því, að hún skyldi giftast Michael Wilding. Þau eru svona fegin (að sögn þeirra sjálfra), vegna þess að Wilding er tuttugu ár- um eldri en Elizabeth; hann er 39 ára, hún 19. Eins og gefur að skilja, hafa þau Elizabeth og Michael bæði verið gift áð- ur, en um það bil sem þau gengu í þetta hjónaband, gáfu þau út sæg af fréttatilkynn- ingum um, að nú væri enginn vafi á því að þau hefðu valið rétt. — Eins og gefur að skilja. — Þegar Truman flytur — Það er í Bandaríkjunum á lífi einn fyriverandi forseti (Hoover). 1 haust tvöfaldast þessi tala þó væntanlega, þeg- ar - Truman flytur úr Hvíta húsinu. Hann hefur ekkert látið uppi um það, hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur eftir flutninginn, þótt þar um hafi auðvitað komist feiknmargar sögur á kreik. Ein sagan seg- ir, að Truman ætli sér að ger- ast ritstjóri, önnur að hann vilji verða öldungadeildarþing- maður aftur. En gera má ráð fyrir, að hann þurfi ekki að kvíða atvinnuleysi, enda standa fyrrverandi íorsetum flestar dyr opnar. Kannski fetar hann meir að segjá í fótspor híns pólitiska andstæðings sins MacArthurs og gerist forstjóri. MacArthur er nú einskonar forstjóri hjá Remington Rand (ritvélar o. fl.) og kvað hafa rösklega eina og hálfa milljón króna I árslaun.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.