Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 35, 1952 - HEIMILIÐ - RITSTJÖRI: ELlN PALMADÓTTIR SILFURPLETT HúSMÆÐUR eru ekki hreyknari af neinu en fallegu silfurmununum sinum. En það er töluverður vandi að kaupa silfurmuni, ef maður ætlar ekki að gefa of hátt verð fyrir þá, og vill láta þá endast árum saman. Það hafa ekki allir efni á þvi að eiga muni úr hreinu silfri, heldur verða að láta sér nægja silfurplett. Það getur líka verið ljómandi fallegt, ef maður kann að velja það. Allt silfurplett er úr sömu efnum — innst er blanda af kopar, zinki og nikkel. Nú skulum við líta inn í silf- urverksmiðju og sjá hvernig munirn- ir "verða til. Fyrrgreindir málmar eru bræddir saman og þeim hellt í stór form. Fyrst verða þeir að stórum hellum, sem svo eru þynntar út og skornar í borða. Þarna kemur gæðamunurinn strax fram, því málmþynnurnar eru hafðar þykkari í dýrari tegundir silf- urpletts. Auðvitað er síður hætta á þvi að þykkir munir brotni, dalist eða bogni. Auk þess er gott plett ekki jafnþykkt alls staðar, heldur þykkara og sterkara, þar sem mest reynir á það. 1 næsta sal verksmiðjunnar er hávaðinn gífurlegur. Þar skera vélar lengjurnar niöur í hæfilegar stærðir og geysistórir hamrar gera úr þeim skeiðar, gaffla eða aðra vel þekkta hluti. Og enn eru þessir munir mótaðir, hamraðir, fægðir og rannsakaðir. Eft- ir því sem plettið á að vera dýrara, þeim mun nákvæmari meðferð fá þeir á hverjum stað. Nú er komið að silfurhúðuninni og í henni liggur verð silfurmunanna aðallega. Meðfram veggjunum í húð- unarsalnum stendur röð af stórum baðkerum, fullum af rafhlöðnum vökvum. Innan í þeim eru plötur úr hreinu silfri eða 999/1000. Það er hreinasta sílfur sem hægt er að fá. Nú er mununum, sem við sáum áður fægða svo vel að þeir virðast tilbúnir til að leggja þá á borðið, ekið að kerunum. Þeim er stungið ofan í og þeir fljóta frá einum enda kersins til annars. A leiðinni fá þeir ð sig húð úr hreina silfrinu. Hraði munanna gegnum kerið fer eftir því hve fínir munirnir eiga að vera. Ódýrasta plettið fer hratt, en dýrustu munirnir mjakast áfram, svo silfrið hafi góðan tíma til að hlaðast utan á þá. Þegar munirnir hafa flotið gegnum kerið, þeytast þeir upp úr því eins og brauð úr brauðrist. Nú eru þeir þaktir hvítri, mattri húð, eins og þeir séu frosnir. Þeir eru því enn fægðir og burstaðir þangað til þeir fá gljáann, sem allar húsmæður dást að í búðargluggunum og dreymir um að sjá á borðinu hjá sér. Auðvitað eru dýrustu tegundirnar betur fægð- ar en þær ódýrari. Áður en silfurmununum er pakkað, eru þeir þvegnir úr sápuvatni, eins cg gert er I heimahúsum og fægðir með mjúkum burstum. Flestar stórar silfurplettverksmiðj - ur framleiða fimm mismunandi vand- aðar tegundir silfurpletts og nú þeg- ar við vitum í hverju verðmunurinn er fólginn, er miklu auðveldara að ákveða hver þeirra hentar okkur, bæði með tilliti til buddunnar og gæðanna. HÚ 5 RÁÐ Nú eru bömln að koma úr sveit- inni með grasbietti í fötunum sínum. Ef blettum er veitt athygli áður en fötin eru þvegin, má leysa þá upp í blöndu af, salmíakspíritusi spritti og volgu vatni. Hlutföllin eru Ef barnið vill ekki matinn verður að beita kænsku. Eftir dr. B. SPOCK. Það eru engar reglur fyrir því hvenær eigi að byrja á því að gefa börnunum mat, en þau taka breyt- ingunni betur meðan þau eru mjög ung. Þegar börn eldast verða þau oft þrjóskari. Þau fá líka ýms efni í matnum, sem ekki finnast í mjólk- inni, á ég þá einkum við járn. Þegar skeiðinni er í fyrsta skipti stungið upp í barnið grettir það sig af viðbjóði. Allt er nýtt, bragðið og skeiðin. Þegar það sýgur brjóst- ið rennur mjólkin af sjálfu sér niður í maga. Barn- ið hefur því ekki nokkra hugmyndum ^ ' hvernig á að fara að því að taka matinn með tungubroddinum og velta honum aft- ur í munninn. Það ýtir tungunni í matinn og helmingurinn rennur nið- ur hökua á því. Það er alveg sama í hvaða máltíð börnin fá matinn. Reynið bara að komast hjá því að gefa þeim hann þann tíma dagsins, sem þau eru lystarminnst. Á að gefa baminu matinn á und- an eða eftir pelanum? Það fer eftir skaplyndi barnsins. Sum börn verða ofsareið, ef þeim er gefinn maturinn á undan en önnur, einkum þau sem eru lystarlítil hafa ekki lyst á hon- um þegar þau eru búin að drekka mjólkina sína. Eftir nokkrar tilraun- ír veit móðirin nákvæmlega hvernig barnið vill hafa það og getur farið eftir því. Ef barnið vill ekki matinn. Sum börn venjast matnum fljótt og gapa eins og ungar í hreiðri í hvert skipti sem þau sjá skeiðina. önnur láta það ótrírætt í ljós að þau kæra sig ekkert um mat. Reynið þá ekki að neyða matarskammtinum ofan í barnið, þvi þá getur það fengið ólyst á öllum mat. Svíkið það heldur um pelann nema einu sinni á dag og gef- ið þvi örlítinn mat í staðinn, þangað til það hefur vanizt honum. Það er líka reynandi að sykra matinn, sum- um börr.um þykir það betra. Eins gefst það oft vel að skipta um matar- tegund, gefa barninu t. d. ávexti í stað grautar til að byrja með. Ef barnið sýnir mótþróa i marga daga þrátt fyrir þetta, verður að hætta við matinn í bili og byrja aftur eftir 1-—2 vikur. Ef það fer á sömu leið er vissara að leyta læknis. Hvar fæst hvað? Gluggatjöld fyrir baðherbergi og eldhús. 1 glugganum á Diddabúð á Klappa- stíg 40 eru plastikpífur og organdi- pífur, nægilega breiðar til að hylja gluggakarma. Þær eru því mjög hentugar í eldhús og baðherbergis- gluggatjöld, annaðhvort einar eða með öðrum efnum. Pífurnar eru til í mörgum litum og kostar meterinn af plastikpífunum 15 krónur, en 4 metra bútur af organdipífum kostar 63 kr. Úr ýmsum áttum — Þegar sá orðrómur komst á kreik i Sýrlandi fyrir átta árum að nokkr- ar konur ætluðu að taka ofan blæj- una, olli það almennu uppþoti. Nú mega konur þar í landi kjósa, ef þær geta lagt fram gagnfræðapróf. ! ! ! 1 Lebanon, sem er að hálfu leyti kristið land, vinnur 100 kvenna klúbbur að kvenréttindamálum. For- maður klúbbsins er Ibtihaj Khadoura, sem tók fyrst allra kvenna þar í landi ofan blæjuna. i t i Tyrkneskar konur fengu kosning- arrétt og rétt til opinberra embætta 1930. Áður hafði fjölkvæni verið bannað í landinu og konum bannað að hylja andlitið. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu aðeins fjögur lönd veitt konum full réttindi (Ástralía, Finnland, Nýja- Sjáland og Noregur). Konur fengu full réttindi í Bandaríkjunum 1920, x Bretlandi 1928 og í Frakklandi og Italíu í lok síðari heimsstyrjaldar- innar. ! ! ! Forstjórinn var á eftirlitsferð í búðinni sinni, þegar hann kom auga á sendisvein, sem leit ekki út fyrir að geta drattast úr sporunum. Hann hallaði sér upp að búðarborðinu og horfði í kringum sig. „Hvað hefirðu mikil laun á viku?“ spurði forstjórinn. ,,200 krónur,“ svar- aði slæpinginn. „Farðu með þennan miða á skrifstofuna," sagði forstjór- inn. Strákurinn drattaðist af stað upp á skrifstofuna, þar sem honum voru fengnar 200 krónur. „En hvað þetta var góður karl,“ sagði hann. „En það er búið að reka þig,“ svar- aði gjaldkerinn. „Já,“ sagði strákurin nmeð ánægju- svip, ég vinn ekki hérna skilurðu. Ég er sendill í annarri búð.“ 1:2:3:. ý'i»«................................ I MERKIN A SILFURMUNUNUM. Algengast er að í silfurmunum sé 830—925 af þúsundi 1 1 hreint silfur. Hér fer á eftir skýring á því hvernig þær = | þjóðir, sem við fáum silfurmuni frá merkja þessa hluti, i 1 svo við getum betur áttað okkur á þeim í búðunum. I Þýzkalandi eru silfurmunir venjulega merktir með í | tölum, t. d. 830 S. og 925 S. A Norðurlöndum er silfur oft merkt með tölum. Þriggja i | turna merkið á danska silfrinu samsvarar 925 S. Aftur f 1 á móti er um silfurplett að ræða, ef tveir turnar eru á | Í því. Svíar merkja sína silfurmuni með þrem kórónum í i i sporöskjulöguðum skildi. Það samsvarar 830 S. — 925 S. I I Englandi eru silfurmunir oft merktir með tölum. Mynd f 1 af Ijóni og álettrunin Sterling hefur sömu merkingu og í I 830—925 S. Bandarískt silfur ber líka áletrunina Sterling. ''uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||||||,||,lllllllllmlll||||||||||||||||||||||||||||| iuiiiiiiiiiiii,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,.iiiiiiiiiiiiiiin^ Dýragaröurinn 1»»»/ f Almáttugur en sú mæða. Andstreymið eltir úlvaldann og þá sem honum líkjast. Slíkir menn gera enga konu hamingjusama.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.