Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 35, 1952 11 NÝR; SPENNANDI RÓMAN. 1UÓÍ4 Eftir JAY DRATLER. Ég á erfitt með að muna dagsetningar, en aldrei mun ég gleyma sextánda febrúar síðast liðnum. Sérhverjum manni eru útdeildir eitthvað um tuttugu þúsund dagar til að lifa, en á þessum föstudegi heyrði ég glamur í risastórum skærum einhversstaðar aftan í hnakkanum, og þá vissi ég, að ég átti ekki langt eftir ólifað. Eða ef til vill skildist mér það fyrst eftir á. Hvað skeði þennan dag? Ekkert merkilegt. Himintunglin þutu áfram sína braut. Blettirnir á sólinni voru fyllilega eðlilegir. Jarðbresturinn undir Los Angeles hrærðist ekki hið minnsta. En síminn hringdi. Og þar með upphófst sú atburðakeðja, sem steypti mér í ógæfuna. I>egar Móna var kvikmynduð í Hollywood, fóru þau Lizabeth Scott og Dick Powell með aðalhlutverkin. Powell lék Jon Forbes, Lizabetli Mónu. SEXTÁNDÁ febrúar hafði ég fengið góða vinnu hjá Twentieth-Century Fox; ég samdi kvik- myndahandrit. Ég átti yndislega ljóshærða eigin- konu og litla ljóshærða dóttur, enn ekki 4 ára;‘ ég átti peninga í banka, og húsið var mín eigin eign. Og framtíðin blasti við mér. Ég vil samt ekki meina, að við höfum verið eitthvað sér- stakt en bakhjarl höfðum við. Og ennþá get ég ekki skilið, hvernig ein símahringing gat lagt það allt í rúst. Ég veit hvað gerðist — en ég veit ekki hvers- vegna og hvernig. Eg get einungis sagt ykkur mína hlið af málinu. Ég er ekki einu sinni viss um, að ég muni það allt Ijóslega, því að allt til þess síðasta óraði mig ekki fyrir því, hversu digran dilk þetta drægi á eftir sér. Mér var eiginlega aldrei ljóst, að það myndi bitna á sjálfum mér. Daginn, sem það byrjaði, var ég að Ijúka við að segja Kötu, einkaritaranum mínum fyrir nokkrar handritasíður. Við vorum heima. Mér tókst ekki vel upp, en það gerði ekkert — af því ég vissi ég mundi sitja uppi við alla nótt- ina og endurrita það. Ég vinn ævinlega bezt á næturnar, þegar hljótt er og ekkert í útvarpinu, sem mig langar til að hlusta á, og þegar ég get ekki fundið neinar afsakanir fyrir að slóra. E>etta hef ég gert um margra ára skeið. Venjulega fer ég að hátta í býtið og dreg svefngrímu yfir augun til þess að ljósið angri mig ekki, og sting í hlustirnar töppum úr vaxi og bómull. Sannar- lega virðist þetta hæfa taugasjúklingi einum, en það er rithöfundurinn náttúrlega ekki? Jæja, klukkan var eitthvað um þrjú, þegar síminn hringdi. Kata svaraði og snerist síðan að mér með lófann á talpípunni. „Viltu tala við MakkDonald?" Ég kom ekki nafninu fyrir mig. Þá mundi ég eftir leynilögreglumanni, sem Fred Svift rithöf- undur, vinur minn, hafði kynnt fyrir mér. Nokkr- um mánuðum síðar frétti ég, að hann hafði geng- ið í Beverly Hills lögregluna. Þá sá ég hann nokkrum sinnum í lögregluvagni, og öðru hvoru hafði ég tal af honum. Ég tók við símtólinu. „Sæll, Makk.“ „Halló, Jon.“ Rödd hans var dimm og glað- leg. „Er óhætt að tala?“ Mig rak í stanz. „Auðvitað, því spyrðu?" „Manstu hvað við töluðum um fyrir nokkrum vikurn?" Ég mundi náttúrlega eitt og annað, en ég vissi ekki, hvað hann meinti. „Stúlkan í sumarkofanum," sagði Makk. Hann hafði sagt mér af einstæðings stúlku, sem ekki hafði tekizt að komast í kvikmyndirn- ar. Fjárþrota og örvilnuð reyndi hún að svipta sig lífi. Makk kom þar að í bílnum sinum og gat bjargað henni. Hann skrifaði hjá sér það hefði verið slys, stúlkunnar vegna. Ég botnaði ekkert í þessu, en samt sagðist ég muna. „Ertu upptekinn í kvöld?“ sagði hann. Ég gat ekki svarað í svip. Mér var svo sem Ijóst, að eitthvert samband var milli spurning- arinnar og stúlkunnar í sumarkofanum. ,,Nei,“ sagði ég, „ekki mjög.“ „Hvað segirðu um að koma og hitta mig? Ég hef fréttir að segja.“ „Allt í lagi,“ sagði ég. „Hvenær?" „Klukkan hálffjögur.“ „Fínt er,“ sagði ég. „Hvar?“ ★ ★★★★★★★★★★★ UM HÖFUNDINN. JAY DBATLEB, höfundur þessarar fram- haldssögu, hefur unnið ármn saman í Holly- wood. Hann þekkir þessvegna kvikmyndabæ- inn vel, en einmitt þar gerist sagan um Jon Forbes og jMónu. Dratler hefur samið fjölda kvikmyndahandrita; það var til dæmis hann, sem skrifaði myndina „Laura“, sem liér vakti feiknmikla athygli. Lesendurnir muna kannski eftir þessari mynd. Gene Tierney, Dana Andrews og Clifton Webb léku aðal- hlutverkin, og merkileg klukka kom þar talsvert við sögu. Þetta var óvenjuleg af- brotasaga, sem í var ofið rómantisku ástar- ævintýri. MÖNA er líka um afbrot og ást — eða kannski öllu heldur um ástina og þau afbrot, sem hún stundum leiðir af sér. ★ ★★★★★★★★★★★ „Hjá Doheny og Wilshire. Þú getur lagt bíln- um hjá Horaee Heidt. Ég tek þig upp í minn bíl." „Einmitt. Vertu bless.“ Ég lagði á. Svona var það; svona einfalt. En hvar lá hund- urinn grafinn? Sem rithöfundur hafði ég gaman að Makk; hann kunni mikið af sögum. Um glæpi og hórur og efnilegt kvikmyndafólk, sem fór í skítinn. Ég naut þess að sitja í lögreglubílnum við Wilshire-búlivarðann, og fólkið á götunni góndi á mig í framhjáleið eins og ég væri ný- hrepptur bófi, að minnsta kosti með eitt morð á samvizkunni. Ég veitti því eftirtekt, að flestar konurnar, sem sáu mig, litu einlægt á mig aft- ur — ekki á mig sem slíkan, heldur á manninn, sem þeim sýndist sitja þarna í böndum. Það skerpti áhuga þeirra. Og Makk hafði sagt mér margar skemmtileg- ar sögur. Það var hann, sem sagði mér söguna af Tripler, einum af helztu kvikmyndaframleið- endunum. Kvöld eitt var Tripler úti með hjá- konu sinni, en eiginkonunni hafði hann sagt, að hann ætlaði að vinna. Á leið til hótelsins, eilítið kenndur, lenti hann í árekstri. Þá kallaði hann á fólk og lét það draga sig út úr brakinu. Það tók engan tíma. Svo var farið burt með bílinn, og fjöldi vélfræðinga gerði við hann um nóttina. Stúlkunni var ekið heim í leigubíl. En Tripler var illa skemmdur í andlitinu. Hvað ætti hann nú að segja konunni? Þeir kipptu því í lag líka. Þeir sendu út af örkinni nokkra snara stráka, sem tóku sér stöðu á horninu á Aðalstræti og biðu eftir heppilegu fórnarlambi. Mexikani nokkur gekk hjá, og þeir runnu á hann. Þeir lúmskruðu á honum, kipptu honum upp í bíl og kærðu hann fyrir að ráðast á Tripler. Frú Tripler og afgangur filmbæjarins fylltust gremju; nú var svo komið, að ekki var óhult um mann á götunum lengur! Mexi- kaninn fékk þriggja mánaða hegningu. MAKK kunni margar sögur líkar þessari — og enn aðrar sömu tegundar og sagan um stúlkuna í sumarkofanum. Ég velti þessu nánar fyrir mér. Hvað vildi Makk mér? Hélt hann ég girntist þessa sumar- kofastúlku? Raunar gerði ég það ekki. Ég hafði eitt sinn verið á faraldsfæti, en sú tíð var liðin. Ég hafði fest ráð mitt. Líf mitt var fullkomið. Ég hamingjusamur. Og ég minnkaðist mín ekki fyrir það. En til þess hættir mörgum. Fólk heldur það sé leiðin- legt og innantómt lif að hafa fest ráð sitt. Ef til vill stafaði það af því, að það átti ekki það sem ég átti. Drjúgur hluti þess, sem ég átti, kom nú þjót- andi upp stigann stuttu eftir að Makk hringdi. Það var ljóshærð, afturgreidd hnáka, sem hafði einsett sér að verða fjögra ára von bráðar. Það er alveg furðulegt, hve svona ungt barn getur verið næmt. Flestir feður eru að heiman

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.