Vikan


Vikan - 18.09.1952, Qupperneq 2

Vikan - 18.09.1952, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 36, 1952 I FRASOGLR FÆRANDI Nc eru yngstu borgaramir byrjaðir i skólanum, og það gef- ur mér tilefni til að rifja upp söguna, sem kennari sagði mér fyrir skemmstu um reglustriku og metramál. Þessi kenn- ari haf ði á borðinu sinu 25 sentimetra langa reglu- striku, og hon- um hug- kvæmdist fyrsta skóladaginn að reyna hvort iiann gæti gefið bömunum svolitla innsýn í leyndardóma metramáls- ins. Hann sagði við bömin: Þessi reglustrika er 25 sentimetra löng. Það em 100 sentimetrar í metrin- um. Ef ég þessvegna hefði fjórar reglustrikur, þá væri kominn einn metri. Og hann endurtók þetta oft þá um daginn. En morguninn eftir afréð hann að láta metramálið liggja á milli hluta. Hann kom að sjö ára hnokka aftur I bekk, sem var að útskýra allt kerfið fyrir skóla- systkinum sínum. Hann hélt á fjórum reglustrikum af þeirri gerð, sem stundum fylgja lita- kössum skólabarna. Hann lagði þær á borðið fyrir framan sig, leit sigri hrósandi í kringum sig og sagði, að þarna væri nú kom- inn einn metri. Skekkjan í kerfi stráksins: Reglustrihumar hans vom bara tiu sentimetra langar, metrinn hans þar af leiðandi aðeins fjöm- tiu sentimetrar. Ég fékk nýlega úrklippu úr dönsku blaði, þar sem sagt var frá því, hvernig „reglusemi" get- ur komizt út í öfgar. Blaðið birti mynd af ávisun, sem hljóðaði upp á sex aura danska! Það vom tveir lögfræðingar í Kaupmannahöfn, sem gáfu út þessa ávísun, en hún hangir nú innrömmuð uppi á vegg. Þó er þetta, að sögn blaðsins, svo sem ekki lægsta ávísunin, sem gefin hefur verið út í Danmörku. Það greinir frá annarri upp á fjjóra aura (hún var send í bréfi, sem á var 20 aura frímerki) og þeirri þriðju upp á — einn eyri! Laur. Jensen, bóndi í Eskilds- tmp, fékk þessa ávísun fyrir nokkrum ámm frá Helleshaab Andelsmejeri. Upphæðin var árs- arður bóndans af viðskiptnm hans við mjólkurbúið, svo að varla hef- ur Jensen okkar lifað í sukki og sællifi það árið. Sem sést líka bezt á því, að hann labbaði með ávísunina beint niður í banka! FbA tJTLANDLNU berst nú mikii gleðifregn. Það er sennileg- ast, að úr því hafi fengist skorið í eitt skipti fyrir öll, hversu mikið tannkrem maður notar á einu ári. Svarið er: 912 sentimetrar. Þetta er allt að þakka Derek nokkrum Schreiber, sem um skeið var herráðsforingi hjá hertogan- um af Glou- cester. Að sögn fyrrver- andi herberg- isþjóns hans (sem hljóp með sögima í stórblaðið Daily Mirror) var það nefni- lega eitt af skyldustörfum hans kvölds og morgna að láta nákvæmlega 1,25 cm. af tannkremi á tannbursta herráðsforingjans. Svo burstaði foringinn á sér tennurnar með þessu kremi, og leysti um leið þá gátuna, sem þjakað mannkyn hefur glímt hvað mest við síð- ustu árin. Það er að segja, ef Schreiber var (og er) ekki óvenju munn- stór. Á BLAÐSÖHJ 12 í blaðinu í dag er sögð svolítið kyndug saga um háa skó og iága. Þið hafið eflaust lieyrt bana öll áður. En sé svo ekki, þá er hér önnur, sem þið hafið alveg áreiðanlega heyrt og sem tilheyrir eiginlega sama sugnaflokki og sú fyrri. Svo er mál með vexti, að ferða- maður, sem kom til Englands, tók sér far með leigubíl, og þegar hann leit framan í bílstjórann, fannst honum hann hafa svo ann- arlegan glampa í augumim, að hann gæti varla verið með ölium mjalla. Svo leið og beið og ferðamað- urinn var að velta þessu fyrir sér, þegar bílstjórinn allt í einu tók hnefafylii af hvítu dufti úr jakkavasa sínum og stráði því út um gluggann. Ferðamaðurinn spurði, hvað hann væri að gera. Bilstjórinn svaraði, að þetta væri ljónaeitur. — En það eru engin ljón á göt- unum í Englandi, sagði ferðamað- urinn. — I»að kemur sér nú líka, sagði bílstjórinn, því þetta er alveg gagnslaust. ÞAD hefur líka dregið tU tið- inda i hinum islenzka bQaheimi. Það eru komin upp spjöld í stræt- isvögnunum í Beykjavík, þar sem fólk er vinsamlega beðið að ferð- ast ekki með bílunum í 6- þrifalegum fötum. Þetta er orð í tima talað, þó að það hljóti um leið að vera byrjunin á einhverju flóknasta vandamáli nútimans. Hér sýnist, satt að segja, vera verðugt viðfangsefni fyrir heilan Salómon. I*að vili nefnilega svo til, að þeir, sem ganga í óþrifalegum f6tum liversdagslega, hafa síst allra efni á að ferðast með öðr- um bilum en strætabílum. Þetta eru vissir hópar vcrkamanna og verkakvenna, fiskvinnufólk, kola- vinnukariar og þar fram eftir götunum. Og nú eru komin upp spjöld í strætisvögnunum, þar sem þ'essu fólki er eiginiega sagt að ferðast ekki nema á simnu- dögum. SKEMMTH,EGT viðfangsefni eða hitt þó heldur. Ef aumingja kolakarlamir taka mark á spjöld- unum, er ekki annað fyrir þá að gera en að ganga að minnsta kosti UR vinnunni og það þó þeir eigi heima inn við Elliðaár. Og ef þeir reyna að hafa spjöldin að engu, þá liggur 99% farþega undir skemmdum. Því það er oft vel paRkað i strætisvagnana í Reykjavík, allt að því nef við nef eins og meðfylgjandi mynd á að sýna. 1 svari til X-9 í síðasta blaði átti að standa 2°/oo en ekki 2%. VIKAN fc&r attmargar erfiðar spumingar og í þetta skipti hefur Rassmina alveg sett okkur út af lag- inu. Bún spyr: 1. Hefur það sérstaka þýðingu að karlmaður blási frarrum í mann ? 2. Þarf að fara með sérstaka, þulu, ef maður vill sjá mannsefnið sitt í spegli ? * Kann ekki einhver svör við þessu? Kœra Vika! Ég þakka þér fyrir alla skemmt- un og fróðleik á liðnum árum. Viltu nú vera svo góð að birta fyr- ir mig kvæðið „Hanna litla“, sungið af kvartett d Sumarfagnaði Stúd- entafélags Reykjavikur, sunnudag- inn 27. april. Með beztu kveðju, frá Stinu. Svar til Stínu. Því miður hefur ekki verið rúm fyrr, en hér er þetta gullfallega kvæði eftir Tómas Guðmundsson, gjörðu svo vel: Hanna litla! Hanna litla! Heyrirðu ekki vorið kalla? Sérðu ekki sólskinshafið silfurtært um bæinn falla? Það er líkt og ljúfur söngur líði enn um hjarta mitt, ljúfur söngur æsku og ástar, er ég heyri nafnið þitt! Hanna litla! Hanna litla! Hjartans bamið glaðra óma. Ástaljóð á vorsins vörum. Vorsins álfur meðal bióma. Þín er borgin björt af gleði. Borgin heit af vori og sól, Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á Arnarhól. Hanna litla! Hanna litla! Herskarar af ungum mönnum ganga sérhvern dag í draumi, dreyma þig í prófsins önnum. Og þeir koma og yrkja til þín ódauðlegu kvæðin sin. Taka núll í fimm, sex fögum og falla — af tómri ást til þín. Svona er að vera seytján ára sólskinsbarn með draum í augum, ljúfan seið í léttu brosi, leynda þrá í ungum tugum! Jleimurinn dáir Hönnu litlu. Hanna litla á alla tíð konungsríki í hverju hjarta. Hún er drottning ár og síð. Hanna litla! Ég veit að vorsins vináttu þú aldrei missir. Og þú verður alla tíma ung og — saklaus, þótt þú kyssir. Gríptu dagsins dýra bikar. Drekktu ömgg lífsins vín. Nóttin bíður björt og fögur. Borgin ljómar. Sólin skín. Kœra Vika! Kanntu ekki eitthvert ráð til að venja konur af þvi að drepa mölflug- ur? Við könnumst öll við þessa leið- inlegu morðfýsn. Maður er í skemmtilegum samrœðum við unga stúlku, húsmóðir eða vingjamlega gamla konu og veitir því þá allt í einu athygli að svipur hennar logar af morðfýsn og hún er hœtt að hlusta. Allt í einu stekkur hún á fœtur — sumar æpa — og hoppar um herbergið um leið og hún klapp- ar saman lófunum. Flugan kemst næstum alltaf undan. Ég hefi reynt að skýra það út fyrir þeim að möl- Jlugan sé áreiðanlega búin að verpa og muni brátt deyja, en það ber eng- an árangur. Þetta er farið að fara í taugamar á mér. Flugnavinur. Svar: Fimmta boðorðið gildir lík- lega ekki um mölflugur og því mið- ur kann VIKAN ekkert ráð við þessu. Kœra Vika! Mig langar til að vita eitthvað um Roy Rogers, ég er mikill aðdáandi hans. Hvað er hann gamall ? og gam- an vœri að fá mynd af honum i Vik- unni. Með fyrirfram þökk. Einn af Roys aðdáendum. Roy er ljóshærð- ur og bláeygður kúreki, fæddur 1912 í Wyoming. Hann vann fyrst 1 skfóverksmiðju og hét í þá daga Leonard Slye. Svo fór hann að langa til að syngja og fór til New York í þeim tilgangi. Síðan hefur hann riðið í loftinu og sungið í hasa- myndum. Svar til Sigga á Isafirði. Handíðaskólinn tekur til starfa um mánaðarmótin sept.—okt. Þar verður kennt á kvöldin og síðdegis, bæði á námskeiðum og allan veturinn. Þú ættir að skrifa Lúðvig Guðmundssyni skólastjóra og fá nákvamari upplýs- ingar hjá honum. Heimilisfangið er: Handíða- og myndlistarskólinn, Grundarstíg 2A, Reykjavík. ■.........................1’ I SAMTALSÞÆTTIR ■ Sonju i SAMTlÐINNI njóta mik- ! ■ illa vinsælda. 10 hefti (320 bls.) E ; árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið E : áskriftarpöntun í dag, og þér fá- E 5 ið timaritið frá síðustu áramótum. E 5 Argjald fylgi pöntun. .......................... Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.