Vikan


Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 3
1/IKAN, nr. 36, 1952 3 AÐVÚRUN! SU SAGA er sögð um eina af slyngari laxveiðikonum þessa lands, að hún hafi lengi vel skorast undan, þegar mað- urinn hennar, líka slyngur laxveiðimað- ur, lagði að henni að taka upp þessa merkilegu íþrótt. Hún lét þó að lokum til leiðast, en uppgötvaði snemma, að veiðiskapurinn mundi fara með hjóna- band hennar í hundana. Karlmenn eru flestir gæddir róman- tískum hugmyndum, og ein styrkasta stoð þessarar rómantíkur hefur frá alda öðli verið sú bábilja, að karlmaðurinn sé miklu duglegri en kvenmaðurinn, út- sjónasamari, þrautseigari, harðgerðari og gáfaðri. Laxveiðimaðurinn(, sem fékk konuna sina til að taka upp laxveiði, til- heyrði þessari manntegund, og þessvegna var hjónabandinu hans voðinn vís, þegar frúin fór að stunda veiðina fyrir alvöru. Sem laxveiðimaður braut hún nefnilega frá upphafi allar reglurnar um yfirburði karlmanna. Hún reyndist miklu meiri laxveiðimaður en maður- inn hennar, veiddi stórlaxa þegar hann veiddi smálaxa, dró helmingi örar en eiginmaðurinn, var í einu orði sagt ódrepandi og óþreytandi, þegar hún á annað borð var komin í bússurnar og út I einhverja ánna. Þessi saga er ekki mikið lengri, nema h-vað umræddu hjónabandi hrak- aði stórlega á aðeins þremur sumrum, eða þar til konan tók í taumana. Hún ásetti sér (og stóð við það) að láta í framtíðinni alla stóru laxana sleppa, og nú dregur hún bara titti á borð við þennan á forsíðunni. Þann- ig var hinu rómantíska jafnvægi, sem maðurinn hennar trúir á, náð aft- ur; þ. e. hann (jakinn) dregur stóru laxana og hún (fulltrúi veika kynsins) þá smáu, og meira þarf aumingja maðurinn ekki til að lifa á ný í þeirri sælu trú, að karlmaðurinn sé undantekningarlaust duglegri en kvenmað- urinn, útsjónasamari, þrautseigari, harðgerðari og gáfaðri. EN þetta er auðvitað bábilja, vitleysa, kredda, sem verður vitlausari og kreddulegri með hverju árinu sem líður. Það er tími til þess kominn, að karlmenn geri sér eftirfarandi fullkomlega ljóst: 1) að kven- fólkið hefur verið í stöðugri sókn síðan um aldamót og 2) að með sama áframhaldi getur sá dagur varla verið langt undan, að „veika kynið" fari fram úr „sterkara kyninu." Reykviskir lesendur, sem efast um þetta, þurfa ekki annað en skjótast inn í smáíbúðarhverfið í Sogamýrinni til þess að sjá með eigin augum, hvað VIKAN á við. Þar er verið að smíða tugi snoturra íbúðarhúsa, og þar er kvenhöndin að verki engu síður en karlhrammurinn. Konurnar inni í Sogamýri eru sumsé á einu sumri búnar að sanna, að stuttur og fín- byggður kvenmaður getur unnið steypuvinnu engu síður en karlmaður. Við fórum snögga ferð inn í þetta hverfi fyrir nokkrum dögum, og það vakti undrun okkar, hve ríkan þátt kvenfólkið virtist eiga í þessum fram- kvæmdum. Við komum að konu, sem var að semja um lán á steypujámi við annan byggjanda, og við sáum ekki betur en maðurinn hennar hímdi undir skúr og léti hana annast samningana. Við sáum þarna margar fjöl- skyldur við vinnu, og við urðum ekki varir við, að húsmæðurnar létu sinn hlut eftir liggja. Sannast að segja leit svo út sem þær hefðu sumar öllu meira annríki en karlmennirnir: þær máttu gefa börnunum og raula þau yngstu í svefn á milli þess sem þær voru handlangarar uppi á vinnu- pöllum. Konan er að taka for- ustuna af karlmanninum einasti verkamaður föður síns, einhver sá harðduglegasti og gerðarlegasti verkamaður, sem við höfum séð um dagana. Þau voru að klæða þakið. Þetta eru þá íslenzk og nýleg dæmi um sókn kvenfólksins. Og líti mað- ur andartak á umheiminn, þá er þaðan sömu söguna að segja: forystutíma- bili karlmannsins virðist vera að ljúka, konur eins og Barbara Pleyer, Audrey Totter, Margaret Truman, Rita Hayworth fá eins mikið pláss á fréttasíðum heimsblaðanna eins og eiturharðir verkalýðsforingjar og ást- leitnir landflótta kóngar. Hvaða þátt áttu þá fyrrgreindar fjórar konur í þeirri hinni miklu sókn? Hér eru svörin: 1. BARBARA PLEYER Hún hljóp inn á olympíuleikvanginn í Helsingfors, klædd eins og hinn klassiski engill friðarins. Þetta var á setningarhátið leikanna, og nafn hennar barst eins og eldur í sinu um allan heim. Hún er þýskur lögfræði- stúdent. Hún komst aftur i blöðin fyrir skemmstu, þegar hún hafnaði opinberu heimboði frá borginni Eckernforde, vegna þess að borgmeist- arinn treysti sér ekki til að lofa því fyrirfram, að blaðaljósmyndarar reyndu ekki að „skjóta“ hana í sundbol. En foreldrar hennar segja, að þeir voni bara að hún fari að gifta sig, þá hljóti hún að hætta við þessi „sérvizkulegu uppátæki" fyrir fullt og allt. 2. AUDREY TDTTER Þessi Hollywoodstjarna gerði það gott í Koreu. Hún fór þangað til þess að skemmta hermönnum. Hún fór með næturlest frá Pusan til Taejon, og á leiðinni gerðu skæruliðar árás á lestina. Þeir skutu eins og vitlausir menn og kúlumar þutu í gegnum þök og glugga og tveir hermenn særð- ust. Og hvað ura ungfrú Totter? Hún frétti þetta daginn eftir — hafði sofið alla leiðina. 3. MARGARET TRUMAN Margaret er dóttir Trumans forseta. Hún er vinsæl stúlka. En þegar hún fyrir skemmstu kom til Svíþjóðar, ætlaði allt um koll að keyra. Svíarnir sögðu, að þrír lifverðir bandarískir hefðu gætt hennar. Og það fannst þeim móðgun við Svíþjóð. 'Svo bsetti það ekki úr skák, aö sænsku blöðin gáfu í skyn, að lífverð- irnir kynnu enga mannasiði. Og þessu lauk svo, að Margaret varð sjálf fyrir nokkru aðkasti, ósmekklegu vægast siagt og ótuktarlegu. Eitt blaðið sagði meir að segja, að hún hefði alveg eins getað sleppt lífvörðunum - - „því hún ætlaði ekki að syngja." 4. RITA HAYWDRTH Það má heita, að Rita sé alltaf í blöðunum. Þegar hún er ekki að gifta sig, þá er hún að skilja, og öllu þessu þurfa blöðin að segja frá. Núna síðast komst hún rækilega í blöðin, þegar Aly Khan, síðasti maðurirm hennar, kom í heimsókn, og allir stóðu á öndinni, hvort þau ætluðu nú kannski að taka saman aftur. En þau tóku ekki saman aftur; Aly sagðist bara vera kominn til Bandaríkjanna til þess að selja veðhlaupahesta fyrir pabba sinn. Og svo lauk þessu með því, að sum blöðin birtu mynd af Aly þar sem hann var að kyssa hest, og mynd af Ritu þar sem enginn var að kyssa hana. — Og nú þarf víst ekki fleiri dæmi til að rökstyðja það sem sagt var hér í upphafi um að konurnar væru vel á vegi með að olnboga sig fram úr karlmönnunum. EIN ung stúlka vakti líka athygli okkar þarna í Sogamýrinni, sautján —átján ára stúlka, sem var bæði húsmóðir og verkamaður. Hún var í vinnufötum og gúmmístígvélum og óskaplega vígaleg. Hún sagði, að móðir sín hefði farið til berja, annars væri hún hérna líka. Hún gætti tveggja systkina sinna; þar af var annað í kerru. Og hún var auk þess Enda þótt dagar karlmannanna sem sjálfsglaðra forystusauða séu nú um það bil taldir, getur íslenzkt karlkyn huggað sig við óvenjulegt þjóðfélagsfyrirbæri, sem enga hliðstæðu virðist eiga meðal annarra menningarþjóða. lslendingar eru sumsé eina þjóðin í heiminum, þar sem karlmenn eru fleiri en konur. Samlívæmt manntalsskýrslu 1951 er staðan svona: Itarlar ................................. 73.308 Konur ................................... 73.184 Kaupstaðakarlar ......................... 43.851 Kaupstaðakonur .......................... 46.124 Sveitakarlar ............................ 29.457 Sveitakonur ............................. 27.060 Konan sem kunni ekki að hrœðast 1 sumar myrti grískur sjómaður 37 ára gamla konu, sem vann hin ótrú- legustu afreksverk I siðustu heimsstyrjöld. Hún hét Christine Granville. Hún var af fornfrægri pólskri aðalsætt og stödd í Addis Ababa, þegar Hitler réðist inn í Pólland. Hún ferðaðist þá strax til Bretlands og gekk í brezku leyniþjónustuna. Eftir það varð allur ferill hennar líkastur ótrúlegum reyfara. Hún ferð- aðist um Evrópu þvera og endilanga og virtist hafa af þvi hina mestu ánægju að glíma við dauðann. Hún bjargaði fjölda stríðsfanga úr klóm nasista, sótti þá meir að segja oftar en einu sinni inn í hinar alræmdu þýzku fangabúðir. Hún virtist ekki kunna að hræðast og í stríðslok hafði hún verið sæmd æðstu heiðursmerkjum bandamanna. En þegar friður komst á, sneri hamingjan bakinu við henni. Hún var allslaus og atvinnulaus. Hún fékk ekki borgararéttindi í Bret- landi, af því hún var ekki búin að dveljast þar tilskilinn tima! Og hún vildi ekki sýna heiðursmerkin sín eða segja frá hetjudáðum sínum í von um að ná sér þannig i vinnu. Að lokum varð hún skipsþerna á millilanda- skipi. Þar hitti liún sjómanninn, sem í sumar varð henni að bana. Og þeg- ar lögreglan handtók hann, sagðist hann hafa gert þetta af eintómri ást!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.