Vikan


Vikan - 18.09.1952, Side 4

Vikan - 18.09.1952, Side 4
VIKAN, nr. 36, 1952 Anton Chekhof: YNDISLEG HÚSMÓÐIR TÍUNDA maí tók ég mér 23 daga frí, taldi gjaldkerann á að borga mér 100 rúblur fyrir- fram og ákvað að lifa vel hvað sem það kostaði — næstu 10 árin gæti ég svo lifað í endur- minningunum um þetta frí. En vitið þið hvað það er að lifa, í orðsins fyllstu merkingu? Það er ekki að horfa á óperettu í leikhús- inu, borða dýrindis kvöldverð og koma heim undir morguninn í ljóm- a.ndi skapi. Nei, ef þið ætlið reglu- lega að lifa lífinu, stigið þá upp í járnbrautarlest og farið þangað sem loftið ilmar, kvöldstjörnur og liljur fullnægja auganu i viðkvæmum, hvít- um litum og skærir daggardropar skína eins og demantar. Maður skil- ur fyrst hvað lífið er við gljáfrandi læk undir heiðbláum himni með bjöllur og fugla í kringum sig og út- sýni yfir frjósama skógarlundi. Að ráði vinar míns fékk ég mér fæði og húsnæði í villu. Sofju Pavl- ovnu Knigina. Samningarnir um leig- una gengu fljótar en ég hafði búizt við. Þegar ég kom til Pjerferva og var búinn að hafa uppi á húsinu, gekk ég inn í garðinn og ég man að ég stanzaði alveg ruglaður. Garð- urinn var yndislegur og hrífandi, og enn yndislegri og — ef ég get leyft mér að segja það — þægilegri var unga þrýstna konan, sem sat þar við borð og drakk te. „Hvað er þér á höndum?“ ,,Þú verður að afsaka," sagði ég. „Eg hefi auðsjáanlega villzt. Ég er að leita að húsinu hennar Kniginu." „Ég er Knigina — hvað get ég gert fyrir þig.“ Ég var næstum dottinn um af undrun . . . Ég hafði alltaf ímyndað mér gestgjafakonur gamlar og gigt- veikar verur, umluktar kaffilykt, en hér . . . það veit trúa mín, að hér sat dásamleg, elskuleg og tælandi kona. Ég stundi upp erindi mínu. „Nei, en hvað það var gaman. Páðu þér sæti! Vinur þinn var bú- inn að skrifa mér. Viltu te ? Með mjólk eða sítrónu ?“ Maður þarf ekki að þekkja sumar konur (einkum ljóshærðar) nema nokkrar mínútur til að vera orðinn trúnaðarmaður þeirra og eins og gamall vinur. Þannig var Sofja Pavl- ova einmitt. Áður en ég var búinn úr fyrsta tebollanum vissi ég að hún var ekki gift, lifði af rentunum af eigum sínum og átti von á frænku sinni í heimsókn: ég vissi líka hvern- ig stóð á því að hún leigði herbergið. 1 fyrsta lagi var það mikið fyrir eina manneskju að borga 120 rúbl- ur fyrir heilt hús og auk þess var dálítið óhugnanlegt að búa ein. Þjóf- ar geta alltaf brotizt inn og það gat ekki verið neitt athugavert við það þó einmana kona eða einmana maður byggju í hornherberginu. „Það er betra að leigja karlmönn- um,“ sagði hún og andvarpaði um leið og hún sleikti ávaxtamaukið af teskeiðinni. „Það er auðveldara og ekki eins ömurlegt . . .“ 1 stuttu máli sagt, eftir nokkra klukkutíma vorum við Sofja Pavl- ovna beztu vinir. „Heyrðu annars,“ sagði ég allt i einu. „Hér höfum við setið og talað um allt milli himins og jarðar og gleymt því allra þýðingarmesta. Hve mikið á ég að borga þér ? Ég ætla að- eins að búa hér í 28 daga og vil auð- vitað líka fá miðdagsmat, te o. s. frv.“ „Æ, já, það verðum við að ákveða. Þú getur bara borgað mér eins mik- ið og þú hefur efni á ... ég leigi ekki af fjárhagsástæðum, heldur . . . til að hafa félagsskap. Eigum við að segja 25 rúblur?" Ég flýtti mér auðvitað að sam- þykkja það og þar með byrjaði til- vera mín sem leigjandi . . . Það, sem er svo hrífandi við svona lifnaðarhætti, er að hver dagur er Öðrum líkur og allar nætur nákvæm- lega eins — og hve dásamlegir eru ekki slíkir dagar og slíkar nætur. LESANDI, ég er að springa af hamingju, lofaðu mér að faðma þig að mér! Á morgnana opnaði ég augun — án þess að detta vinna í hug — og drakk te með mjólk í. Um ellefu leytið fór ég fram til hús- móðurinnar til að bjóða henni góðan daginn og drakk með henni kaffi með þykkum, heitum rjóma. Svo spjölluðum við saman þangað til tími var kominn til að borða miðdegis- mat klukkan tvö — og hvílíkur mat- ur — ímyndið ykkur að setjast glor- hungraður að borðinu, grípa flösku af listóvka og háma fyrst í sig salt- kjötsrétt með rauðum pipar og kalda lauksúpu eða hvítkálsúpu með þeytt- um, rjóma á eftir. Því næst hvíldi ég mig ótruflaður og las róman. Við og við kom húsmóðir mín i dyrnar: „Nei, liggðu kyrr, í guðs bænum“. Svo tók ég bað og á kvöldin gekk ég um með Sofju langt fram á nótt . . . Hugsið ykkur, á kvöldin, þegar allir voru sofnaðir nema næturgalinn og hegrinn og daufur kliður af lestinni langt í burtu barst með andvaranum, þá reikaði ég um skógarlundi eða meðfram járnbrautarteinunum með þriflegu ljóshærðu konunni, sem titr- aði ástleitin í kvöldkulinu og lyfti öðru hvoru andlitinu, fölu í tungl- skininu, upp til mín . . . ó, hvað það var dásamlegt. Það var varla liðin ein vika þegar það skeði, sem þið kæru lesendur hafið verið að biða eftir, og hlýtur að koma í hverri almennilegri frá- sögn . . . Ég gat ekki lengur stað- izt þetta . . . Sofja Pavlovna hlust- aði kæruleysislega á mig, eins og hún hefði lengi beðið eftir þessu, og gretti sig yndislega, eins og hún vildi segja: „Mér finnst ekki nauðsynlegt að tala svona mikið um það.“ OG 28 dagarnir liðu fljótt. Þeg- ar fríið mitt var úti, kvaddi ég Sofju og húsið hennar i þungu skapi. Húsmóðir mín sat á legu- bekknum og þurkaði augun, meðan ég lét niður í töskuna mína. Ég liuggaði hana með grátstafinn i kverkunum og lofaði að heimsækja hana í Moskvu næsta vetur. „Heyrðu, elskan mín, er ekki kominn tími til að gera upp?“ sagði ég. ,,Hve mikið skulda ég?“ „Einhvern tíma seinna," snökkti hún. „Hvers vegna seinna? Bkki rugla saman vináttu og peningum, stend- ur einhvers staðar. Auk þess hefi ég alls ekki í hyggju að lifa á þinn kostnað . . . láttu mig nú ekki ganga á eftir þér, Sofja . . .“ „Það er eitthvert smáræði,“ stam- aði húsmóðir mín snöktandi og tók litla öskju af borðinu. „En við get- um gert það seinna . . Hún rótaði í öskjunni, dró fram pappírsmiða og rétti mér hann. „Er þetta reikningurinn ?“ spurði ég. „Jæja, það er ágætt . . . alveg ágætt (ég setti upp gleraugun). Nú skulum við gera hann upp, svo að: það sé búið.“ Ég renndi augunum yfir reikninginn. „Samtals . . . ha, hvað er þetta? Samtals . . . nei, þetta getur ekki verið rétt, Sofja! Hér stendur samtals 212 rúblur og 44 kopjek. Þetta er ekki reikningur- inn minn!“ „Jú, elskan mín! Líttu bara á hann sjálfur." „Já, en hvernig getur hann hafa orðið svona hár? Fyrir fæði og hús- næði 25 rúblur, það get ég falilst á . . . þjónustugjald 3 rúblur — látum það vera, og svo er það líka bú- ið . . „Ég skil þig ekki, elskan," svar- aði hún hikandi og horfði undrandi á mig með tárin í augunum. „Trú- irðu mér ekki ? Þú hefur drukkið listóvka — ég get ekki látið þig fá vodka með matnum fyrir sama verð! Rjómi með kaffinu og teinu . . . nú, jarðarber, agúrkur, kirsuber . . . og kaffið . . . það var alls ekki með í samningnum og þó hefirðu drukkið það á hverjum degi! Annars eru þetta svo miklir smámunir, að ég vil gjarnan fella þessar 12 rúblur niður. Við skulum þá segja 200 rúbl- ur.“ „En hér eru 75 rúblur, sem ekkert stendur við — hvað er það eigin- lega?“ „Hvað áttu við? Þú ert alveg ágætur." Ég starði á hana. Hún virti mig- fyrir sér með svo einlægri undrun, að ég kom engu orði upp. Svo ég fékk Sofju 100 rúblur og víxil fyrir öðrum 100 rúblum, tók töskuna á bakið og lagði af stað. Getur ekki einhver lánað mér 100? rúblar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.