Vikan


Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 36, 1952 Svipmyndir úr sumarleyfi III. \ IMORSKUBUÐ ÞÖ grasið sé alltaf jafn grænt í Flatey og æðurin ungi út nýjum indælum eggjum á hverju vori er blæju fortíðar brugðið yfir eyjuna. Húsin eru öll gömul (mig minnir ég °haf i séð þar tvö nýbyggð hús, í öðru býr læknirinn en hitt er hálfbyggt). Flest þeirra eru frá tímanum hinumegin við stríðin, en síðan hafa hðið margar aldir á I»landi, að minnsta kosti í vitund fólksins. Að skoða Flattey er líkast því að ganga um fornminjasafn, þó eru munirnir sjálfir fáir og mjög á stangli, en andrúmsloftið vitnar sifelldlega um liðna tíð, það er mettað minningu um framsækið dugnaðarfólk, harð- rétti þess og vonir. Það voru voldugar hrær- ingar á þessum slóðum fyrir hérumbil 61d. Framfarafélagið var þá við lýði. Það er með merkustu félögum pessa lands. Ólafur pró- fastur Sívertsen og Jóhanna kona hans stofn- uðu það 6. okt. 1933 með 100 bókum og 100 ríkisdölum. Tilgangur þess var „að efla og glæða nytsama þekkingu, siðgæði og dugnað meðal almennings í byggðarlaginu." Síðar elfdist það að miklum mun, þegar það rann saman við Bréflega félagið og hlaut þá hið kostulegasta og óíslenzkulegasta nafn, sem menn í Islandi hafa borið eér í munn frá land- námstíð: Flateyjarframfarastofnbréflegafélag- ið. Meðlimir þessa félagsskapar skuldbundust til að skrifa árlega eina ritgerð um eitthvert fróðleiksefni, sem verða mætti öðrum til fróð- leiks og gagns. Það veitti líka árlega verð- laun. Vinnumaður nokkur fékk til að mynda verðlaun fyrir staka húsbóndahollustu og frá- bæra dagfarsvöndun, bóndi nokkur fyrir sér- lega vandaða kennslu og gott uppeldi sveitar- ómaga. Félagið gaf út tímarit, Gest Vest- firðing, og franaan á honum var þessi visa höfð að einkunnarorðum: Hef þú nú, Gestur, göngu þína um fósturfold, og fréttir tjáðú; fróðleiks og menta frömuður vertu, kurteys með einurð kynn hið sanna. Óhamingja þessa félags var sú, að það var íhaldsamt, þó það kenndi sig við framfarir. Það hamlaði gegn rás ttmans. Þetta var bændafélag og embættismanna og predikaði alþýðu manna hlýðni, vildi vinna gegn því, að þorp mynduðust við sjávarsíðuna, fjand- skapaðist við tómthúsmenn og lausafólk, sem var þá farið að finna hvöt hjá sér til að standa sjálft og mynda þorp og byggja afkomu sina á sjónum. Stefna þess var óskynsamleg. Enda anerist tíminn gegn henni. Þó skyldi enginn gera lítið úr áhrifum Flateyjaframfarastofnbréflegafélagsins. Það gerði samning við Gísla fræðaþul Kon- ráðsson. £>að hét honum uppihaldi í Flatey ævilangt gegn, því að fá handrit hans að hon- um liðnum. Gísli sat í Norskubúð og skrifaði mikinn. Hann var flestum óáreiðanlegri í rit- um Bínum. Ég spurðist að gamni fyrir um Norskubúð. Ja, hún var nú fyrir löngu horfin. En hvar mundi hún hafa staðið? Mér var vísað á garðholu sunnantil á eyj- unni. Þarna var þá grunnurinn þar sem Norskubúð stóð. Þarna puðaði Gísli gamli við að skrifa sín óáreiðanlegu rit. Nú spretta þar kartöflur. Og spretta vel. Ég rýndi um stund niður í káltð, hafði í huga orð gamla mannsins og bjó*t við ég sæi þar eitthvað kvikt, brúna iðandi skrokka. En sá ekkert. Kannski voguðu rotturnar sér ekki inn í þennan garð, af því hér sat einu sinni öldungur við skriftir. Kannski það. Kannski eru rottur þefnæmari fyrir hinni eígildu baráttu, en mennirnir sjálfir. E. E. B. Hann svaraði með því að þrýsta henni rudda- lega að sér. Rödd hans var hás. „Anna ¦— ég hefi alltaf viljað eignast þig frá því ég sá þig fyrst. Þú ert indæl ¦— svo saklaus — þú ert konan mín og ég ætla . . ." Kossum hans rigndi yfir andlit hennar og háls. Nú krafðist eiginmaður réttar síns, nú þegar hana hryllti við honum. „Larus", sagði hún. „Lárus, ég hefi sagt þér — að ég elska þig ekki. Þú getur ekki . . ." „Get ég ekki?" Hann hló villimannslega. „Nú þegar ég veit að enginn hefur snert. þig, þrái ég þig enn meir en áður. Og þú ert dásamleg með þessi stóru, hræddu augu." Hann kyssti hana aftur og hló þegar hún reyndi að víkja sér undan. „Þú talar um að fá hjónaband okkar ógilt. Þu villt losna við mig. Það verður ekki svo auð- velt fyrir þig eftir þetta." En þegar hann sá fyrirlitninguna og hræðsl- una í svíp hennar, bætti hann við: „Þú verður ekki svona ákveðin í að skilja við mig á. morgun. Þú varst nógu ástfangin af mér einu sinni," hann lyfti henni upp, „og það verðurðu aftur," sagði hann og bar hana inn í svefnherbergið. 1 örvæntingu sinni datt Önnu í hug að hlaupa út að glugganum og æpa á hjálp. Hvílíkt hneyksli yrði það ekki, ef hún bæði um vernd gegn manninum sínum. Svo hún tók einfaldara ráð. Þegar hann setti hana niður, benti hún aft- ur fyrir hann. „Sjáðu." sagði hún. Hann leit við og um leið greip Anna þungan lampa og sló hann í hnén með honum. Hann æpti og greip um hnén. Hann fann til stingandi sársauka og gat ekki staðið á fótun- um. Á nokkrum sekúndum hafði Anna kastað því nauðsynlegasta niður í tösku og htaupið út, en Lárus gat ekki gert annað en að kalla á eft- ir henni og stynja. Klukkan var orðin margt og hún vissi ekki hvert hún gæti farið. Allt I einu mundi hún eftir Mikael Killikk. Hann var ekki lengur óvinur hennar. Hún hafði enga ástæðu til að óttast hann. Hann hafði sagt: Ef ég get einhverntíma gert eitthvað fyrir þig Hún var þreytt á sál og líkama og vissi aðeins að nú hafði hún þörf fyrir vináttu. Hún náði sér í leigubíl og sagði honum að aka á hótel Mikaels. Næturvörðurinn leit dálítið undr- andi á hana þegar hún spurði eftir Mikael, en bann hringdi samt upp og stuttu síðar var hún á leiðinni upp stigann. Mikael stóð í herbergis- dyrunum og beið eftir henni. Hann ýtti henni inn, en sagði ekkert, beið bara eftir því að hún byrjaði frásögnina. „Ég er farin frá Lárusi og ég vissi ekki hvert ég ætti að fara, svo mér datt í hug að þú gætir hjálpað mér." Allt í einu komu tárin fram í augun á henni. Hún deplaði þeim og reyndi að fela þau. Hann tók varlega í handlegginn á henni, eins og hann þyrði ekki að snerta hana og leiddi hana áð þægilegum stól.' „Komstu til mín — til að biðja um hjálp? Auðvitað — vil ég gera allt sem ég get fyrir þig." „Ég þarf að finna stað þar sem ég get sofið í nótt og einhvern til að gæta mín fyrir Lárusi," sagði hún. „Ég hefi engan annan að leita til." Hann strauk mjúklega yfir hárið á henni, svo mjúklega að hún fann það varla. „Þú getur fengið herbergi hér á hótelinu," sagði hann. „Eg skal sjá um það strax — og vertu ekki hrædd." Mikael fór niður og næturvörðurinn tók tösku önnu og fór með hana inn í annað herbergi. Svo sneri Mikael sér að Önnu: „Eg er búin að fá herbergi fyrir þig og dyravörðurinn ætlar að sýna þér það. Við tölum svo betur um þetta i .fyrramálið." 1 annað sinn sátu þau hvort á móti öðru við morgunverðarborð. f>au reyndu bæði að gleyma máltíðunum, sem þau höfðu áður neytt saman, þegar hann hafði neytt hana til að borða meðan hann hélt höfðinu á henni. Þau voru þögul og þegar þau horfðust af tilviljun í augu litu þau undan. „Ég fór frá Lárusi — af því ég vil skilja við hann," sagði Anna að lokum og roðnaði. „TJr því það hefur aldrei verið reglulegt hjónaband — og það hefur það ekki verið síðan ég kom til baka. Hann — við — " „Ég skil," Mikael leit niður, það var Honum að kenna að hjónabandið hafði farið út um þúf- ur. Og samt þótti honum að nokkru leyti vænt um það nú. Hann sá rautt þegar hann hugsaði um að Anna var kona manns eins og Lárusar Fielding. Hann hélt áfram án þess að líta upp: „Ég skal fara með þér til góðs lögfræðings og hann getur séð um þetta. Hann er kunningi minn og hlýfir þér við öllum óþægindum. Þegar málið kemur fyrir réttinn, verðurðu að vera þar en ekki fyrr. Og auðvitað" — hann greip um borð- brúnina ¦— „verðurðu að halda þig frá Field- ing, því það eyðileggur möguleikana til að fá skilnað ef hann — ef þú — " Hann hætti, eldrauður í framan. „Nei," hvislaði hún og roðnaði líka. „Ég skal hjálpa þér að koma þessu í lag, áð- ur en ég fer í dag." „Aður — en þú ferð?" stamaði hún. „Já, ég verð að fara aftur út í eyna. Þar híð- ur min mjög áríðandi vinna og lögreglan hefur sagt að hún þurfi ekkert meira við mig að tala. Ég býst við að það séu launin fyrir að ég af- henti þeim bróður minn." Anna horfði á hann með meðaumkun. Gerald var nú í fangelsi — og beið hegningar. „Þú mátt ekki móðgast við það sem ég ætla að segja," byrjaði hann. „Þú vilt auðvitað ekki taka við peningum frá Lárusi og —¦ hefirðu nokkra peninga ? Ef svo er ekki mundi mér vera ánægja . . ." Hann leit biðjandi á hana. Hún svaraði stilli- lega. „Það er fallega boðið, en ég hefi dálitla pen- inga og fer strax að leita mér atvinnu." Hún fylltist örvæntingu við að hugsa um að hann færi. „En ég er hrædd við Lárus og við að missa kjarkinn, þegar ég er orðin ein." Mikael horfði lengi á hana. Að lokum sagði hann. „Kærirðu þig um að koma með mér?" Hún gat ekki svarað þessu og hann hélt áfram: „1 hamingju bænum, misskildu mig ekki. Ég á auðvitað við það, að ég býð þér að koma, þangað, svo þú getir leytað til mín, ef þú þarft Eg gerði mér það að reglu að reykja ekld sofandl, reykja stöðugt vakandi og reykja aldrei meira eh einn vindil f einu. — Mark Twain í tiiefni af sjötugsafmæli sínu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.