Vikan


Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 36, 1952 7 SÓLSKINSANDLIT OG SALAT - EÐA: MÁÐURINN og telpan á forsíðumyndinni eru að borða salat. Það getur meir að segja vel verið, að þau séu að borða kokteilsalat, en það er eitt merkilegasta salat á Islandi. Þetta er þar á ofan rammís- lenzkt salat (þó að nafnið gefi þar um litla visb&ndingu), búið til úr nærri því öllum grænmetistegundunum, sem hér eru ræktaðar. En mað- urinn, sem er að gæða sér á salatinu, er Benedikt Guðjónsson kennari, Laugateig 44, og telpan við hliðina á honum er Jóhanna dóttir hans. Forsíðumyndin og meðfylgjandi myndir eru teknar á fyrsta foreldra- degi Skólagarða Reykjavíkur. Forstöðumenn þessa fyrirtækis efndu til foreldradags í góðu veðri fyrir skömmu, og það var sjón að sjá krakk- ana sýna foreldrum sínum árangur sumarstarfsins! Eintóm ljómandi sól- skinsandlit! Og innan um sólimar urmull foreldra-andlita, stillilegra, íhug- ulla andlita, eins og vera ber á fullorðnu fólki. Það er að segja fyrsta kastið. Því að sólskinsandlit barna eru smitandi, og fljótlega voru þarna eiginlega allir brosandi og margir hlæjandi, þetta var svo skemmtilegur dagur. Það voru um 300 gestir i Skólagörðunum á Miklatúni þennan foreldra- dag. En þar hafa 150 börn (aldur: 11-—14 ára) starfað í sumar undir stjórn Ingimundar Ólafssonar kennara. Ingimundur hefur verið yfirkenn- ari við garðana frá byrjun, en Anna Rizt var aðstoðarkennari hans í sumar. Sér til hjálpar hafa þau svo haft nokkra stálpaða unglinga, pilta og stúlkur, sem kunna á þessu tökin, enda gamlir nemendur úr Skóla- görðunum og Vinnuskóla bæjarins. Börnin eru auðvitað misjöfn við vinn- una. Sum eru lagin og natin, önnur miður lagin og miður natin, alveg eins og gengur, í heimi fullorðna fólksins. En nærri því öll eru þau feiki- lega áhugasöm, og stolt þeirra er mikið, þegar þau lita yfir lönd sin og búa sig undir að koma uppskerunni undir þak. En áberandi er það, segja kennararnir, hversu misjafnlega börnin eru búin undir starfið. Sum hafa augljóslega aldrei komið nálægt ræktun og gróðri. Önnur hafa talsvert lært af foreldrum sínum. Og svo eru þau alveg sér í flokki þessi, sem áður hafa unnið í Skólsgörðunum. Þau eru ekki aldeilis búin að gleyma handtökunum frá því í fyrra! Veizlan tókst prýðisvel. Kokteilsalatið var ágætt, grænmetið gómsætt, stemningin mikil. Á myndinni hér neðra býður Auður Skúladóttir eimii móðurinni að bragða á réttunum, á efri myndinni skoða foreldrarnir (og nokkrar ömmur) garðana, svo er þarna mynd af veizluborðinu og loks (neðst til hægri) Þóra litla Sumarliðadóttir, Skúlagötu 78, með foreldr- um sínum, Sumarliða Ólafssyni og Kristjönu Óladóttur. Foreidradagur í Skólagörðum Reyk javíkur. BÖRNIN í Skólagörðunum borga 125 krónur i skólagjald. Auk kensl- unnar, fá þau fyrir þessa peninga útsæði og aðrar sáðvörur, áburð, garðyrkjutæki o. fl. Þá uppskeruna sína, en hjá duglegustu börnunum er markaðsverð hennar sjö til átta hundruð krónur. Og loks er farið í leiðangra um Reykjavik og nágrenni og í berjaferðir. Forstöðumaður skólans er Edvald B. Malmquist, ræktimarráðunautur Reykjavíkur. Hann er á efstu myndinni, þar sem Ásta Ólafsdóttir er að úthluta nellikum, sem garðyrkjustöðin í Reykjahlíð sendi börnunum í tilefni dagsins. En þetta var verulega stór dagur, því auk þess sem þetta var foreldradag- ur, var hann einskonar afmælisdagur garðanna: þeir urðu fimm ára í sumar. Jónasi B. Jónssyni fræðslufulltrúa og Malmquist var falið að stofna skólann og byggja þar í aðalatriðum á tillögum þess síðarnefnda til bæjarráðs um rekstur vinnugarða. Fimmtíu unglingar störfuðu i görðunum fyrsta árið. En nú hefur sú tala þrefaldast. Hvað er þá markmiðið með þessari starfsemi? Malmquist segir: Við reynum að glæða sjálfsbjargarviðleitni barnanna með vinnunni og vekja áhuga þeirra á nytsömum ræktunarstörfum. Við reynum að víkka sjón- deildarhring barnanna og venja þau á reglusemi og góða umgengni. Og við reynum að beita sem minnstum aga, viljum að börnin uppgötvi það sem allra mest með sjálfstæðri vinnu, hvaða vinnuaðferðir gefi bezta raun. Skólahaldinu lýkur um leið og uppsker- unni lýkur. Þá fá börnin skírteini með vinnustundafjölda og einkunn. Og þá byrj- ar ný skólaganga hjá nýjum kennurum í nýjum skóla. Barna- skólinn bíður og öll hans flóknu viðfangs- efni, og vetur fer í hönd. Þá er gott að hafa gengið sumar- langt í stóra skólann á Miklatúni, þar sem skólastofurnar hafa enga veggi og kenn- ararnir hvorki kvarða né kver. Forsíðmnynd: Haráldur Teitsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.