Vikan


Vikan - 18.09.1952, Page 9

Vikan - 18.09.1952, Page 9
VIKAN, nr. 36, 1952 9 Mrs. Dwight D. Eisenhower Mrs. Estes Kefauver Mrs. Harold Stassen Mrs. Robert A. Taft 1 Mrs. Douqlas MacArthur Mrs- Earl Warren Konur frægra karla komast ekki hjá því að vera blaðaniatur. Sennilegast er þetta þó hvergi eins aigengt og í Bandaríkjunum. Þar veltur það stundum á miklu fyrir liinn pólitíska eiginmann, að konan hans sé vel látin og vinsæl. Fyrir kemur það lika, að þessar konur verða heimsfrægar, sbr. frú Eleanor Roosevelt. En flestar láta þær sér þó nægja hressileg bros fyrir blaðaljósmyndarana. Eins og t. d. þessar hérna. ÍMenn þeirra — og þessvegna þær líka — komu mjög við sögu í bandarískum fréttum i sumar. Nii eru þær hins- vegar — að frú Eisenhower undanskilinni — „dottnar uppfyrir" í bili: mennirnir þeirra biðu, hver á sinn liátt, lægri hlut í undirbún- ingsbaráttunni undir forsetakjör þar vestra. Einkum þótti „fall“ þeirra frú Kefauver og frú Taft mikið og þungt, þar sem því var lengi trúað, að menn þeirra mundu verða fyrir valinu sem frambjóðendur í kosn- ingunum. Þessi fjölskylda komst í heimsblöðin. Sagan er svona: Maðurinn (neðri mynd til hægri) heitir Yvan du Monceau de Bergendal og var til skamms tíma hermálafulltrúi við belgiska sendiráðið i Washington. Svo kom að því (eins og oft vill óneitanlega verða í B,andaríkjunum) að konan hans, sem er á efstu myndinni, sótti um skilnað. Og þá komust þau hjónin i heimsblöðin. Þvi de Bergen- Það hefur venð hljótt um Betty Grable að undanförnu. Sumir halda því fram, að hún ætli að segja skilið við kvikmyndirnar fyrir fullt og allt. Hún segist lika una sér bezt heima, hjá Harry James hljómsveitarstjóranum sín- um: Þó vantar það ekki, að kvik- myndafélögin séu áfjáð í að fá hana til að taka að sér nýjar myndir. En það er semsagt allt í óvissu ennþá. dal var ekki fyrr búinn að frétta um fyrirætlan konunn- ar sinnar — og fá það stað- fest, að hún gerði líka kröfu til einkabarns þeirra — en lianr. tók barnið (til vinstri) og flúði með það alla leið til Belgíu. Hann hélt þá að minnsta kosti barninu, þó að konan fengi skilnaðinn. Litli Jón — Égf er búinn að leita á honum off ég fann eina baunabyssu, brjóst- sykur, tvœr tyggigúmmíplötur og aðgöngumiða að Litla og Stóra — en enga skartgripi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.