Vikan


Vikan - 18.09.1952, Qupperneq 11

Vikan - 18.09.1952, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 36, 1952 11 Sagan sem hann sagði mér var ekki ýkja bragðmikil. Tveim töskum hafði verið stolið í Beverly Hills. Viðvaning- ar að verki, því að mennirnir tveir höfðu hlaupið út úr trjágöngum í átt til fórnarlambsins og þá hrópaði annar, „Svona nú! Enga mótspyrnu!“ Svo hrifsaði hann veskið og barði eigandann. Makk sagði, að töskuþjófar létu aldrei svona, ef þeir kynnu eitthvað til verks síns. Þeir bara hrifs- uðu töskuna og tækju sprettinn. NÚ, svo var gjaldkeri nokkur við veitingahús á gangi niður Rodeo Drive kvöld eitt fyrir mánuði. Tveir menn spruttu þá út úr trjágöng- um; annar hrópaði, „Enga mótspyrnu“; svo hrifs- uðu þeir töskuna. Þetta var stúlka, og hún hringdi strax i lög- regluna, og þeir umkringdu svœðið í bílum sín- um. Við handtókum mennina tvo í næstu sam- stæðu — þeir voru eitthvað um þrítugt, vel- kiæddir og geðugir. Viðvaningar. Kefndust Garn- er og Smæley. „Hvað varð svo um þá?‘‘ spurði ég. „Við þekktum ekkert til þeirra. Þeir höfðu ekki fyrr komizt í skrá hjá okkur. Dómarinn var því mildur við þá. Þeir fengu sex mánuði — og þrjá mánuði í viðbót skilorðsbundnja." „Höfðuð þið upp á peningum konunnar?“ Hann kinkaði. „Auðvitað. Það veldur okkur aldrei neinum erfiðleikum; við sælumst eingöngu eftir að höndla þá, sem stela.“ Nú þagði hann og horfði út um gluggann. Ég beið bara. Var þaö þetta, sem hann ætlaði að segja mér ? Hann hélt áfram að horfa út um gluggann. Fólkið, sem bjó í sambyggingunum, dokaði við til að góna á bílinn og síðan þokaðist það nauð- ugt áfram. Koma lögreglubílsins var smán, sem misbauð virðingu þess. Og það var forvitið. Og það var ég líka. „Láttu það koma, Makk,“ sagði ég. „Hvað liggur þér á hjarta?" Hann snerist við í sætinu, þannig að hann sá mig betur. Þá sagði hann mér, að vinnutími sinn væri skiptur núna — fimm daga væri hann í bílnum, og einn dag, laugardag, væri hann við fangagæzluna. Svo að hann hafði séð töskuþjóf- ana — þá Garner og Smæley. Þeir voru ekki forhertir orðnir, og trúa mætti þeim til að bæta ráð sitt í framtiðinni — þarafleiðandi fengu þeir ívilnanir, fengu að vinna í eldhúsinu. „Fyrir nokkrum vikum kom kona Smæleys til að heimsækja hann.“ Hann þagnaði og renndi tungubroddinum yfir varirnar. „Hún er ein sú fallegasta stúlka, sem ég hef augum litið.“ Nú leit hann af mér, horfði út í bláinn, en ég sá ekki í augu honum, aðeins, að hann vatt til höfðinu. Hann hélt áfram. „1 vexti líkust surtlu, há og mjó." „Við hvað áttu með surtlu?" „Negrastúlku. Há og grönn — og hún gengur eins og hindin í skóginum." lÉg glotti við honum. „Nú förum við að verða skáldlegir, Makk.“ Hann hristi höfuðið. Þá laut hann ífram, tók taltæki af uglu á mælaborð- inu og þrýsti á hnapp. Rafall aftur í bílnum tók að suða. „28. bíll hættur í bili,“ sagði hann í taltækið. Hann beið þar til honum var svaraði. „28. bill, allt í lagi.“ „Hvað þýðir þetta?“ spurði ég. „Ef þeir hafa erindi við mig, senda þeár skila- boðin til einhvers annars bíls í nágrenninu, þang- að til ég gef mig fram aftur. Þó að ég sé ennþá á mínu svæði, hef ég frí á meðan. Þá hefur mað- ur næði.“ Hann hengdi taltækið á ugluna. Rödd hans varð fjarræn aftur. „Já . . . Hún er ferskleg og ung, líklega tuttugu og þriggja . . . f jaðurmögnuð. Varirnar þykkar. Hún er rúm- lega fimm fet á hæð. Hárið svart. Og er alklædd líka.“ „Annars hefði hún gert þig alveg ruglaðan," sagði ég. „Þú veizt við hvað ég á. Hún er engin gervi- brúða, engin drós.“ Eg kinkaði. Eitthvað hafði gerzt með Makk. Þrátt fyrir alla upplýsingu, getur enginn maður verið til lengdar í þessu starfi án þess að stimpl- ast ákveðnu marki. Til dæmis eru konur í augum lögreglumanna eitt af þrennu: dræsur, hjákonur Á umferðarskylti stóð: Skóli! Verðið ekki barni að fjörtjóni! Og undir þetta var klórað með stórum, barnalegum bókstöfum: Bíðið eftir kennaranum. eða svarkar, eða ef til vill eitthvað þaðan af verra. Makk hafði tekið sóttina eins og aðrir. En þegar ég fer að hugsa um það, hafði hann líka tamið sér annarskonar viðhorf til málanna. Ég man, að einu sinni sagði hann mér sögu af öðrum lögreglumanni, vini sínum, að því er hann sagði. Þessi vinur hans var fluttur niður í bæ- inn í annan lögerglubíl, og bílstjóri keyrði. Fyrsta daginn þar niður frá, sagði bílstjórinn við hann: „Hvernig þénarðu?" „Vel,“ svaraði vinur Makks. „Gætirðu þegið meiri peninga?" „Hver gæti það ekki?“ Þá sveigði bílstjórinn bílnum inn í hliðargötu og lagði honum þar. Vinur Makks var rólegur um stund, og svo vildi hann halda áfram. „Bíddu við,“ sagði bílstjórinn. Um það bil hálftíma síðar kom kona út úr spænsku húsi, sem þeir lágu við. Hún gekk að lögreglubílnum og lét bréf falla í aftursætið. Síðan hélt hún rakleitt inn aftur. Bilstjórinn ók af stað, sagði vini Makks að taka upp bréfið. Það voru tveir tiu dala seðlar í því. „Annar handa mér og hinn handa þér,“ sagði bílstjórinn. „Og hvers vegna?“ „Við lögðum bílnum framundan hóruhúsi. Við- \ skiptavinirnir voga sér ekki inn í húsið, svo lengi sem lögreglubíll er álengdar. Foringinn fær sína þóknun, við verðum að fá okkar.“ Þetta var sagan, sem Makk sagði af vini sín- um. En þegar hann sagði mér hana fyrst, undr- aðist ég, hvernig þessir menn gætu verið vinir. Jæja, hvort sem Makk var lögreglumennskan i blóð borin eða ekki, þá var hann lostinn núna. Hann hafði meir en lítinn áhuga á stúlkunni. Hann var fastur á önglinum. Ég þurfti ekki einu sinni að koma honum af stað aftur. Hann lét dæl- una ganga. „Þegar hún var burtu úr fangelsinu þennan sama dag, talaði ég við Garner, hinn manninn, rétt af hendingu." „Kunningi þinn á fallega konu,“ sagði ég. „Já. Mjög svo. En það ér erfitt fyrir Smæley," sagði hann. Þá spurði hann, „Hversvegna — er einhver óreiða á henni?“ Hann sagði nei, en hún væri heitfeng eins og eldibrandur, og eiginmaður hennar brýtur heil- ann um, hvað hún muni gera af sér, meðan hann situr inni — hvort hún muni hitta einhvern, sem kveikir í henni.“ Hann leit á mig til að sjá, hvernig mér brygði við. Hann sá enga breytingu. Að minnsta kosti hélt hann á. „Þegar hún kom í fangelsið seinasta laugar- dag, laut hún fram yfir skrifborðið, meðan ég var að skrifa heimsóknarleyfið. Hún hað mig um sígarettu. Ég sagði henni ég hefði enga, en útvegaði henni eina hjá öðrum.“ Hann þagnaði aftur og tók andkaf. „Þú heyrir, hvað hún sagði og skilur samhengið? Hún dró að sér reykinn, og því næst sagði hún: „Ég hef ekki reykt í þrjá daga. Ég var alveg að sleppa mér." Og ég sagði, „Af því að þú gazt ekki reykt?" Og hún sneri burt frá mér. „Af því og ýmsu öðru,“ sagði hún." Mér þótti þetta ekkert sérlega merkilegt. Hún gæti hafa sagt þetta með sakleysissvip; líklega hafði hún gert það. Ég yppti öxlum. „Af hverju ferðu ekki og hittir hana,“ sagði ég, „fyrst hún er þér svona hugþekk?" „Ég get það ekki,“ sagði hann. „Það er einmitt bængurinn. Hún býr ein sér inni í borginni, þekk- ir engan. Þau voru nýkomin austan af landi. Og eigimaður hennar situr inni næstu sex til átta vikur. Hún er einmana og bíður eftir ein- hverjum, sem vill tendra fyrir hana eldinn." „Því gerirðu það ekki sjálfur?" sagði óg óþolin- móðlega. „Ég ?“ Hann virtist hissa. „Ég get það ekki. Þær vilja ekki þýðast lögreglumenn, þú hlýtur að vita það. Þær eru hræddar við þá. Og þó að ég

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.