Vikan


Vikan - 18.09.1952, Síða 12

Vikan - 18.09.1952, Síða 12
12 VIKAN, nr. 36, 1952 Landstjórinn á Balí (o. fl. sögur) So saga er sögð frá Indónesíu, að áður en landið varð lýðveldi, hafi hollenski landstjórinn þar eitt sinn sem oftar komið í opinbera heimsókn til Balí. Hinir inn- fæddu vildu gera móttöku hans sem virðu- legasta, og meðal annars létu þeir ungar stúlkur í þjóðbúningum standa heiðurs- vörð við götuna, sem bíll hans ók um. Þjóðbúningur indónesiskra stúlkna er skrautlegt pils — og hreint ekkert annað. En þegar Iandstjórinn birtist, kom í Ijós, að hann var með konuna sína með sér, hátiðlega maddömu, sem hafði and- styggð á „frjálslyndi“ Balíbúa. Móttöku- nefndin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. I>að var ekki blöðum um það að fletta, að klæðnaður stúlknanna mundi lineyksla landstjórafrúna voðalega, en á hinn bóg- inn enginn tími til að kalla þær heim. Svo að það varð úr að láta það berast til þeirra í skyndi, að þær yrðu í guðanna bænum að reyna að hylja brjóst sín, þegar frúin æki framhjá. Og þetta gerðu þær samviskusamlega. Um Ieið og landstjórabillinn fór framhjá, beygðu þessi náttúruböm sig hátíðlega, gripu um pilsin og lyftu þeim upp fyrir höfuð. Og undir pilsunum vom þær — að hætti indónesiskra stúlkna — í hreint ekki neinu! ! ! ! Le FIGABO LITTÉHAIRE í París segir stutta sögu frá Grænlandi á þá lund, að Grænlendingur hafi nýlega verið kvadd- ur sem vitni i morðmáli. Og dómarinn sagði við Grænlendinginn: „Hugsið yður nú vel um, því að svar yðar ríður á miklu. Hvar vomð þér staddur nóttina 11. nóvem- ber til 13. marz?“ ! ! ' Loks er hér svo ein saga óstaðfærð um mann, sem heimsótti vitfirringahæli og gaf sig á tal við einn sjúklinginn, greind- arlegan karlmann. — Ég dúsi nú hérna, sagði hann gremju- lega, af því ég kýs frekar lága skó en háa. — I>að er ekki óalgengt, sagði gestur- inn. Sjálfur er ég til dæmis miklu hlynt- ari lágum skóm. — Auðvitað, sagði sjúklingurinn. Steikt- um eða soðnum? færi borgaraklæddur, mundi hún kannast við mig. Hún sá mig í fangelsinu." „Bágt er það, Makk,“ sagði ég. „Má vera. En mér flaug í hug, að einhver annar gæti komið sér I mjúkinn hjá henni, og síðan gæti ég farið í hans stað.“ Ónei, ég hvorki fölnaði né þurfti að halda niðri í mér andanum. Um stund var ég eins og ofboð lítið ruglaður. Augsýnilega var pilturinn heill- aður — en stúlkuna gat hann ekki nálgazt. En hann var þess mjög fýsandi að hleypa öðrum á miðin á undan, svo kæmi han sjálfur á eftir. Skárra var það Ég tók upp pípuna mina og beit um munn- stykkið. „Hefurðu mig í huga, Makk?“ Hann leit út um gluggann. „Hvernig líður konunni þinni?" „Ágætlega," sagði ég hugsunarlaust. t>á hugs- aði ég, allt í lagi, og hugsaði nóg. Sú hafði ræstum leyst höfn; ennþá tók hún inn þessar pranonetöflur, og ópíum. Hún hafði verið við rúmið yfir þrjá mánuði, og mátti ekki hreyfa sig hið minnsta. „Eg skil, hvað þú ert að fara,“ sagði ég. Hann kinkaði kolli. „Ég bjóst við þú hefðir áhuga á því." Ég hafði talað við manninn endrum og sinn- um; ég ■ vissi hann átti skipti við harðsnúið fólk og var engin skræfa; en þetta kippti mér alveg úr jafnvægi. „t>ú gætir farið og hitt hana,“ sagði hann, „komizt yfir hana, og svo mundi ég hitta þig af tilviljun kvöld eitt, þegar þú værir úti með henni. Og þú mundir kynna okkur. Síðan mundi ég taka við.“ Ég var ekki af baki dottinn. „Heyrðu Makk, þú veizt ósköp vel, að þú gætir gert þetta sjálf- ur. Þú þarfnast mín ekki. Hvað býr eiginlega á bak við þetta?“ „Jæja, jæja, bezt þú fáir að heyra það. Ég handtók Smæley. Ef ég kem mér í kunnings- skap við hana sjálfur, lætur hún mig ekki ná á sér tangarhaldi. En ef þú réðist á hana fyrst, get ég komið henni í opna skjöldu á eftir. Og báðir fengjum við nokkuð fyrir snúðinn." Jæja, þarna kom það. 1 fullri hreinskilni! Fróð- legt væri að vita, hversu margir, sem lenda í álíka kröggum og þessi stúlka, falla í hendur lögreglumanna. Og verri lögreglumanna, en Makk var, af því að Makk átti sér bakgrunn, hann var vel alinn upp og hafði aldrei skort fé. Óupplýstir lögreglumenn eiga sér ef til vill ein- hverja afsökun; en Makk var upplýstur, og á vissan máta var hann bráðskarpur. Alltof helvíti skarpur. „Ef þú hefðir séð hana," sagði hann síðan, „mundirðu ekki hugsa þig um tvisvar." Ég hristi höfuð. „Jú, það mundi ég gera. Ég mundi hugsa um sjálfan mig." Ég lagði frá mér pípuna og kveikti í sígarettu. „Og þetta á ekki við mig, Makk." Það var auðvelt að segja það á þennan hátt; ekki, að ég stæði honum ofar sið- ferðislega, heldur, að aðstæðurnar hæfðu mér ekki. „Hversvegna? Hræddur?" „Þú valdir rétta orðið. Ég er hræddur. Ég er ekki svo mjög ævintýragjarn. Sérhver mað- ur, sem elskar konuna sina svo mikið, að hann vílar ekki fyrir sér að stela fyrir hana veskjum — einkum þó maður, sem ekki er hneygður til glæpa — tja, hann elskar konuna sína fjári heitt. Og hann mun áreiðanlega drepa hvern þann mann, sem reynir að nálgast hana." „O, þetta er ræfill. Það er flækingjaháttur að stela kventöskum. Enginn með bein í nefinu gerir það. Að ræna gamlar kerlingar! Almennilegir menn mundu freista gæfunnar á öðrum sviðum. En þetta er ragmenni. Hann gerir engum rnein." „Má vera . . . En samt segi ég, að þetta er ekki fyrir mig.“ Makk leit af mér. „Freistandi er hún. Bragð- ið er í munni manns lengi á eftir." Hann sagði þetta þannig, að það var eins og hann hefði bergt á henni. Svo sleikti hann út um. Við sátum þögulir nokkrar mínútur. Þau laut hann ífram og tók upp taltækið. Rafallinn aftur í bílnum suðaði mun hærra en fyrr. „28. bíll kom- inn til vinnu," sagði hann. Málmröddin heyrðist frá skrifstofunni. „Allt í lagi. 28. bíll kominn til vinnu." Hann hengdi upp taltækið. Síðan minntumst við ekki á þetta einu orði. En hann var friðlaus núna, og eilítið gramur. Hann leit af og til á úrið allan tímann. Ég þótt- ist skilja, hvað hann meinti og sagðist þurfa að fara. Við tókumst í hendur. „Ég tala við þig seinna, Makk,“ sagði ég. „Gerðu það.“ Hann ók burt, og ég hélt aftur til bílsins mins. Þar sat ég kyrr nokkra stund og hugsaði um, hve hættulegt þetta gæti verið fyrir mig. Mig hryllti við þvi. Hann opnaði mér sýn inn í heim, sem líktist forarvilpu, eða ef til vill frumskóginum, þar sem garnirnar yrðu raktar úr veiklyndum manni eins og mér. Má vera ég hefði orðið æstur við svoria atburði, meðan ég var yngri, og ef til vill hefði ég ekki verið nægilega varkár. Ég held meira að segja ég hefði ekki hugað mig um tvisvar. Þó veit ég það ekki. Nú hafði ég fullorðnast dá- lítið, var orðinn gætnari, og skyldur mínar miklu meiri. Á mínum vegum var nú fólk, sem ég vildi ekki særa; fólk, sem var mér vandabundið. Og öll þessi þrjátíu og fimm ár hafði mér verið að lærast, að mig langaði heldur ekki að særa neinn annan. Samt hefði ég ekki átt að taka þetta svo nærri mér. Svona hlutir gerast á hverjum degi. Það var bara svo iangt síðan þeir höfðu lostið sjálfan mig jafn náið og núna. Ég ók heim í öryggið. Heimili mitt veitti mér öryggi; fjölskyldan mín veitti mér öryggi. öll dagferð mín núna var í öruggum skorðum. Þegar ég gekk inn um fram- dyrnar, var allt í góðu lagi. Jafnvel óreiðan á skrifborðinu mínu hafði sín form, sín eðlilegu form. Var regla. En samræðan við Makk hratt mér út af brautinni. Ég gat ekkert unnið við handritið. Ég hugsaði án afláts um Smæleyhjónin. Það var raunveran; ekki kvikmyndahandrit. Konan sú var raunveruleg, og það var maður hennar líka, þar sem hann stóð nú við uppþvott sem ívilnunar- fangi í tugthúsi í Beverly Hills. Otlitið var allt annað en fallegt — framleið- andinn rak á eftir mér að ljúka sem fyrst við handritið. Og einhvern veginn fann ég á mér, að Makk ætlaði sér að ná taki á þessari konu, og ég kenndi í brjósti um hana. Allt þetta stóð svo fjarri mér, samt gat ég ekki hrakið það úr huga mínum. Klukkan tólf um nóttina var ég ennþá að hamra á ritvélina, breytti línu hér og þar, án þess að bæta neinu nýju við að ráði. Ég var þegar orðinn eftir tím- anum með verkið. Og ég kunni því illa. Mér þótti leitt að styggja Broley, framleiðandann minn, sem var einn af heiðarlegri mönnum filmiðn- innar. En samt vildi ég ekki láta frá mér neitt, sem mér líkaði ekki. Mér nægði ekki einungis að vita, að kvikmyndin mundi borga sig fjárhags- lega, heldur vildi ég líka gera mitt bezta, af þvi að mig langaði til að geta litið í spegil á eftir án þess að finna til smánar. Þess vegna sat ég sem fastast við ritvélina. Til klukkan tvö. Til klukkan þrjú. Til klukkan fjögur. En ég gerði ekki neitt. Ég reyndi að ímynda mér, hve jafn harðhnakka- legur maður og Makk gæti farið illa með þessa konu. Ég ímyndaði mér, að það væri mikið spunnið í þessa konu. Svo fór ég að velta henni fyrir mér, fegraði hana enn meir í huga minum, gerði hana girnilegri en nokkra aðra konu. Þann- ig hlaut hún að vera. Ég bar hana án afláts saman við aðrar konur, sem ég hafði þekkt og kynnzt. Hugur minn var nægilega þaninn, ég Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.