Vikan


Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 36, 1952 13 Hepburn hneykslaði (rúrnar í Þ AÐ stendur þvengmjó, rauðhærð stelpa uppi á leiksviðinu, frekn- ótt stelpa, nýþ'vegin og nýkembd. Niðri í salnum, en hann er þéttsetinn áhorfendum, eruj foreldrar hennar og fimm systkini; þau brosa blíðlega upp á senuna og bíða með eftirvæntingu. Freknótta stelpan rauðhærða á að fara með kvæði. En þá skeður eitthvað undarlegt. Stelpan þarna á leiksviðinu horfir fram í salinn og ræskir sig og opnar munninn — og steinþegir. Hún ræsk- ir sig aftur, og nú standa augun í henni á stilkum, og hún andar djúpt að sér — og steinþegir. Hún reynir enn og augun kúffyllast af tárum, og svo er allt í einu eins og hún losni úr álögum og — hún hleypur eins og fætur toga út af leiksviðinu. JÞetta var Katharine Hepburn að troða upp i fyrsta skipti. Hún var þrettán ára, þegar þetta gerðist. En nákvæmlega jafnmörg- um árum síðar var hún orðin heims- fræg fyrir frábæran kvikmyndaleik. Sjálfstæðar skoðanír Kunningjar hennar og vinir kalla hana Katie. Hún útskrifaðist úr ein- um kunnasta kvennaskóla Bandarikj- anna, og skömmu síðar virtist gæfan ætla að brosa við henni, þegar henni bauðst aðalhlutverkið í spánýju Broadway-leikriti. En Kata hafði svolítið sjálfstæðar skoðanir. Meðal annars hafði hún um það alveg sjálfstæða skoðun, hvaða tökum hún ætti að taka hlutverkið sitt —i sannast að segja allt aðra skoðun en leikstjórinn. Og svo mótmælti hún og svo mótmælti hann og svo varð úr þessu rifrildi og svo missti Kata vinnuna. Næst bauðst henni ágætt hlutverk í öðru góðu leikriti. Hún tók boðinu fegins hendi. En áður en leikritið hélt innreið sína á Broadway var hún rekin. Alls engin hæfileikar, sagði leik- stjórinn. Og þó voru hamingjudisimar ekki enn orðnar þreyttar á Katie Hepburn. 1 þriðja skiptið tókst henni að kló- festa eftirsóknarvert hlutverk. Leslie Howard átti að leika á móti henni. Hún var staðráðin að glata ekki þessu einstæða tækifæri líka, svo hún lifði sig inn í hlutverkið, las og æfði og lærði mánuðum saman. Og þá endur- tók sagan sig. Hún mætti á fyrstu æfinguna sprengfull af sjálfstæðum skoðunum. Hún lét leiðbeiningar leikstjórans eins og vind um eyrun þjóta, sagði að svona og aðeins svona ætti að túlka þetta hlutverk. Og varð atvinnulaus. Iþróttir og útilíf Fljótfærni og þverúð? Kannski. En Hepburn hefur sjálf gefið eftir- farandi skýringu á þessum atburð- um: „Ég trúði því statt og stöðugt, að ef ég gæti farið mínar eigin leiðir, þá mundi ég sigra að lokum. En ég vissi, að ef ég fylgdi blindandi öll- um fyrirmælum, þá mundi ég skila Hollywood með stag- bættum nankinsbuxum ur alltaf haft orð á sér fyrir góða dómgreind;, og hún segir, að það skipti nákvæmlega engu máli hvar hún liggi í skipum, hún verði hvort eð er strax rænulaus af sjóv»iki og komi ekki til sjálfs sín fyrr en í leiðarlok! Dagsverk sem sagði sex Annars er Katie slingur f jármála- maður. Frægt er það til dæmis í Hollywood, þegar hún fékk um 160,000 krónur fyrir eitt dagsverk. Það var búið að taka myndina Spit- fire, sem hún lék aðalhlutverkið í, þegar það kom upp úr kafinu, að óhjákvæmilegt væri að bæta einni senu við. Katie kvaðst fús til auka- vinnunnar — fyrir 160,000 krónur. Og þar sem samningur kvikmynda- félagsins við hana var þá nýfallinn úr gildi — og þar sem Katie er og verður Katie — mátti félagið gjöra svo vel að ganga að þessu beði. dauðri vinnu — og tapa." — Og auð- vitað hafði hún rétt fyrir sér! Henni var það raunar í blóð borið að forðast hinar troðnu slóðir. Hún var alin upp við frjálslyndi og útilíf; faðir hennar var læknir í Hartford, Conneeticut. Hann kenndi börnunum sínum, en þau voru sex, margskonar íþróttir, gleymdi ekki einu sinni glímu og loftfimleikum! Katie eisk- aði þetta líf, og hún varð afbragðs Hún er mesti bókahestur Hepburn hef ur grænblá augu og rautt hár. Þegar hún er ekki að vinna í Hollywood eða annarstaðar, býr hún of t í New York, þar sent hún á stórt og notalegt hús. Húsið er sneisa- fullt af bókum, en Katie les feiknmikið og fylgist vel með því sem gerist í bókmennta- heiminum. Hún á fáa vini — en góða. Hún er annáluð fyrir að geta setið tímunum saman í baði, venjulegast með einhverja bók. Baðherbergið hennar er prýtt f j ölskyldumyndum. Hún var einu sinni gift, en það reyndist bara venjuleg Hollywoodgifting, sem lauk með skilnaði. En maðurinn hennar fyrrverandi er góður vinur hennar. Annar góður vinur er Spencer Tracy. Hann og Hepburn hafa leikið saman í fjölda vinsælla mynda. skautahlaupari, fyrsta flokks sund- kona og svo leikin i golfíþróttinni, að hún hafði um skeið fullan hug á að gera golf að atvinnu sinni. Svo fór þó ekki. En þó var það i og með þessi íþróttaáhugi sem varð til þess að hún vann fyrsta sigurinn á leik- sviðinu. Ferleg heljarstökk Þetta var í hlutverki valkyrju. Hún bar að sjálfsögðu vopn a svið- inu, og hún þurfti að sýna hin fer- legustu heljarstökk. Hún vakti svo mikla hrifningu, að Hollywood-menn vöknuðu við vondan draum og sendu henni í flýti tilboð um að koma til vesturstrandarinnar. Þeir spurði líka, hve háa kaupkröfu hún mundi gera. Þeir bjuggust vti,ð, að rauðhærða, óþekkta stúlkan mundi biðja um 200 dollara á viku — 250 dollara í al- mesta lagi. Þessvegna héldu þeir, að svarskeytið hennar hefði misritast, þegar hún símaði, að hún gæti víst fallist á 1500 dollara til að byrja með. Þeir símuðu um hæl og spurðu, hvort þarna hefðu ekki orðið einhver mis- tök hjá ritsímanum og núllin orðið of mörg. Og Hepburn svaraði: „Nei. Mistökin mín. Fimmtán hundruð á viku of lítið." Þegar Katie kom til Hollywood, tók George Cukor á móti henni, en hann átti að stjórna fyrstu myndinni hennar. Hann var ekki fyrr búinn að heilsa en hann sagði umbúðalaust, að hún yrði að láta klippa sig og svo væri hún herfilega til fara. Katie herpti saman varirnar. „Hvað eigið þér við?" heimtaði hún. „Ég vil leyfa mér að segja yður það, að þessi föt eru saumuð sérstaklega fyrir mig i París." „Svo já," anzaði Cukor. „Og þá vil ég leyfa mér að segja yður, að þetta eru þær afkáralegustu fata- druslur sem ég hef nokkurntíma lit- ið á æfinni. Engin heilvita kona mundi taka í mál að láta sjá sig i þeim." Katie glápti. Og svo fór hún allt í einu að skellihlæja. Buxurnar hneyksluðu frúrnar Katharine Hepburn hafði lagt stund á sálfræði í skóla. Henni íannst fín föt skipta minnstu máli. Enda hneykslaði hún nú Hollywood- frúrnar með því að ganga í stag- bættum nankinsbuxum og reimuðum, öklaháum stígvélum! Stígvélin hafði hún notað, þegar hún gekk á f jöll í Evrópu. Síðan hefur hún oft lagt leið sína til Evrópu, núna síðast í sumar til Englands, þar sem hún lék aðal- hlutverkið í leikriti eftir Shaw. Þeg- ar hún fer sjóleiðina, ferðast hún sjaldnast á fyrsta farrými. Hún hef- SVOLlTIL SAGA. Allar leiðir lokaðar FLUGVÉLIN stóð tilbúin á flug- vellinum í Los Angeles. Ludloff beygði sig og kyssti konu sína. Koss- inn var ekkert innilegur, en við því var ekki að búast eftir 18 ára hjóna- band. „Eg sendi þér skeyti um leið og ég kem til Chicago," sagði hann. Karlotta sleppti ekki jakkaerminni hans og leit á hann dálítið tortryggi- lega. „Er það alveg víst, Tom, að þú ætlir að fljúga alla leið til Chicago með þessari vél?" Ludloff varð óþolinmóOur: „Heyrðu nú, Karlotta! Hættu nú! Þú mátt ekki vera að hugsa um svona smámuni. Þú veizt að hún var mér einskis virði og þú lofaðir að tala ekki meira um þetta." Hún leit niður og sagði, svo lágt að hann heyrði það varla: „Fyrir- gefðu, Tom, en þú verður að skilja, að ég gæti ekki þolað það enn einu sinni." „Góða ferð, Tom." „Ég sendi þér skeyti," hrópaði hann um leið og hann steig upp í vélina. UM NÆSTA GEST í NÆSTU YIKU er nóg að segja þetta: Þegar hann steypti trékassa ofan á höfuðið á föður sínum, gerbreyttist líi' hans á einni svipstundut Hann hallaði sér aftur á bak í sæti sínu og lokaði augunum. Þetta yrði síðasta æfintýrið hans. Auðvitað yrði erfitt fyrir Lois að skilja það, en hann vissi — þó það særði metnað hans — að frá hennar hálfu var þetta ekki ofsafengin ást, heldur deyjandi glóð. Hann brosti ósjálfrátt, þegar hann sá í huga sér tælandi vöxt hennar °g eggjandi brosið. Hann ætlaði, þrátt fyrir allt, að tæma þennan sið- asta forboðna bikar — og lifa svo ánægður rólegu lifi með Karlottu. Honum þótti mjög vænt um Kar- lottu og var hreykinn af börnunum sínum og heimilinu sínu. Ekkert mætti koma fyrir þau. Það hafði munað litlu að illa færi fyrir skemmstu, þegar einhver hafði séð hann með Lois í Las Vegas og sagt Karlottu frá því. Þá var hann ný- Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.