Vikan


Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 37, 1952 í FRÁSÖGIJR FÆRANDI Eftir á að hyggja getur þetta víst ekki gengið. Ég á við strætis- vagnana í Reykjavík og fólkið í skítugu fötun- um. En eins og menn kann að reka minni til, var sagt frá því í þess- um dálkiun síðast, að það væru komin upp spjöld í strætisvögn- unum og á spjöldunum stæði, að fólk væri vinsamlegast beðið að ferð- ast ekki með bíiunum í óhreinum föfum. Óhrein föt, sem komast í snertingu við hrein föt, óhreinka hreinu fötin. I>að leiðir af sjálfu sér. Og ef óhreinu fötin fá ekki að ferðast með strætisvögnunum, vegna þess að þau óhreinka hreinu fötin, þá verða eigendur óhreinu fatanna að gjöra svo vei að ganga. l>að leiðir Iíka af sjálfu sér — og spjöldunum. Og það er einmitt þetta, sem getur ekki gengið. Það þurfa sennilegast engir menn í Reykjavík meir á strætis- vögnum að halda en menn í ó- hreinum föt- um. Allskonar menn. Og ef mennirnir í ó- hreinu fötun- um fá ekki að aka með strætisvögn- um, þá verða þeir í vand- ræðum að komast til vinnunnar — og það getur alls elcki gengið. I>að kemur nefnilega á daginn, að Islendingar hafa nærri því all- ar þjóðartekjur sínar af vinnu, sem óhreinkar föt. Sjómennirnir óhreinka fötin sín óhjákvæmilega, líka sveitamennimir. Verkamenn- imir óhreinka fötin sín, sömuleið- is obbinn af iðnaðarmönnum. Og ef allt þetta fólk fær ekki að koma upp í strætisvagna vegna þess að það er í óhreinum fötum, þá erum við búnir að vera, slegn- ir út, dauðir drottni okkar. Auðvitað er þetta svolitið ýkt í frásögninni. Sveitamenn þurfa til dæmis ekki (þeir lukkunnar pamfílar) að ferðast með strætis- vögnum. Og vitaskuld er spjöld- unum í vögnunum fyrst og fremst beint til þeirra, sem em í alveg óvenjulega óhreiniun fötnm. Og þó getur þetta ekki gengið. Það er fordæmið, sjáiði til. I>ví eitt leiðir af öðra í þessum heimi, og ef menn mega ekki í dag aka í strætisvögnum svolitið hreistr- ugir um vangana, þá mega sams- konar menn ekki sýna sig í sams- konar ástandi í miðbænum á morgxm. Dæmin em mýmörg. Samanber þetta: Einu sinni máttu allir menn byggja sér hús. Svo fann einhver upp á þvi að banna mönnum að byggja sér hús, nema þeir ættu engin hús fyrir og þús- und krakka. Og nú má eiginlega alls enginn byggja sér hús, hvort sem hann á hús eða ekki og skítt með krakkana! Og svo mætti lengi telja. Ef við sjáum okkur ekki um hönd timanlega, þá rennur sá dagur upp, að mönnum í óhreinum föt- mn verður bannað með lögum að koma nálægt mönnum í hreinum fötum. I>á verður ungum stúlkiun í fiskiðjuverum bannað að sitja á öðrum stólum en kjaftastólum, og stólarnir verða merktir nöfnum stúlknanna, svo að menn í hrein- um fötum setjist ekki á þá I ógáti. Seinna verða svo smíðaðir klefar í kringum kjaftastóla stúlknanna og þær geymdar þar milli vakta, til þess að fyrirbyggja að fisklyktin úr fötunum þeirra berist að viðkvæmum nösum. I>að er að segja, ef við sjáum okkur ekki um hönd tímanlega og hætt- um þessari vitleysu. En sé það á hinn bóginn þjóðarvilji að gríjta verði til róttækra ráðstafana til þess að koma í veg íyrir að ó- hrein föt óhreinki hrein föt í strætisvögnum, þá virðist sú Ieið ein opin, að mönnum í h r e i n- u m fötum verði bannað að ferð- ast með bílunum. Og nú léttara hjal. Það er til dæmis hreint ekki ófróðlegt að frétta það alla leið frá Iían- ada, að þar hefur einn frægur myndhöggvari búið til heila myndastyttu — úr eintómu smjöri. Við héma á VIKUNNI sáum mynd af styttunni núna fyrir skemmstu, og hún var þá af Eli/.a- beth drottningu, sitjandi á fáki sínum í einkennisbúningi iífvarð- arins. I>að var auðvitað talsvert skrif- að um þessa styttu, og einhvern- veginn var eins og brezku skrif- finnarnir væru með grátstafinn í kverkunum. En klökkvakeimur- inn af framleiðsiunni þeirra kann að hafa stafað af þvi, að 15,000 pund af smjöri fóm i Elizabeth og hestinn, eða sem svarar sjö daga smjörskammti 120,000 Breta. I annarri útlendri frétt, sem sömuleiðis er ekki ófróðleg, er vikið fáeinum orðum að því, að eiginlega sé atomsprengj- an alls ekki eins ægileg og ýmsir vilji veraláta. „Við höfum séð hann svart- ari“, er mottó þessararfrétt- ar, eða að minnstakosti: „Við höfum séð hann jafnsvartan“. Ástæðan er sú, að einhver dug- legur blaðamaður hefur grafið upp gamalt umburðarbréf, þar sem hans heilagleiki páfinn bann- færir nýtt vopn og forbýður öll- um kristnum mönnum notkun þess, með þeim forsendum, að þetta sé gjöreyðingarvopn. I>að var Innocentius II, sem hafði svona miklar áhyggjur 1189, en þá var Iásboginn svokallaði nýkominn til sögunnar. Loks er það í frásögur fær- andi — og VIKUNNI er mikU ánægja að geta nú sagt frá þessu — að Gissur kunningi okkar er að ljúka sum- arfríinu og mæt- ir i næsta blaði með öllu sínu liði. Blessað barnið kemur lika, og svo er ýmislegt fleira á uppsigl- ingu, sem eflaust á eftir að verða einhverjum til skemmtunar. G. J.Á. Svar til einnar x vandræðum. Áheitinu til Strandakirkju hefur verið komið til skila. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér eitthvað um kvikmyndaleikarann John Lund og birta mynd af honum ef þú getur? Geturðu sagt mér hvert ég á að snúa mér til þess að fá upplýsingar varðcmdi verzhmarskólanám í Eng- landi. Sigga. John Lund er ljóshærður og blá- eygur náungi, sem alltaf er að gera að gamni sínu og stríða öðrum, eink- um konunni sinni, Marie. Marie er glæsileg brúneyg og dökkhærð kona, sem, var módel áð- ur en hún giftist. John og Marie fluttu frá New York til Hollywood og flæktust um heimilislaus í 6 mánuði. Nú búa þau í yndislegu litlu húsi og Marie sér um heimilisstörfin, saumar meira að segja á sig fötin. „Uppáhalds skemmtun mín,“ segir John, ,,er að liggja i leti heima hjá mér. Við les- um, spilum og reynum að finna nýja tegund af leiðindum.“ Helztu myndir hans: To Each His Own, The Perils of Pouline og Night has a Thousand Eyes. Upplýsingaskrifstofa stúdenta gef- ur stúdentum upplýsingar um fram- haldsnám. ---- Kœra Vika! Svo er mál með vexti að mig lamg- ar til að komast í bréfasamband við ameriska stúlku og þar af leiðandi [ Ferða- og flugmála- É þættir, : iðnaðar- og tæknigreinar SAM- : ■ TlÐARINNAR vekja athygli. 10 ■ ■ hefti (320 bls.) árlega fyrir að- ; ■ eins 35 kr. Sendið áskriftarpönt- ■ j un, og þér fáið tímaritið sent frá ; : síðxxstu áramótum. Árgjald fylgi i ; pöntun. œtla ég að bera fram þessar spum- ingar. 1. Hvert er bezt að senda það? 2. Hvað kostar það ? 3. Hvemig er eftirfarandi ritað á ensku „Ég undirritaður óska eftir að komast í bérfasamband við sttílku á alctrinum . . .“? „Bandarískur hundur". Svar: Seztu niður með kort af Bandaríkjunum og veldu þér ein- hverja smáborg. Svo skaltu skrifa „The Local Newspaper" í þeirri borg og biðja þá um að útvega þér „pen- íriend". Þú getur áreiðanlega sett svona einfalt bréf saman, fyrst þú skrifar ensku. Hvaða námsgreinar em kenndar í landsprófsdeildum, sem ekki eru kenndar í verknámsdeildum? Bigga. Samkvæmt upplýsingum frá fræðslumálaskrifstofunni er minni lcennsla í ýmsum fögum í verknáms- deild og ekki er þar gert ráð fyrri erlendum málum. Aftur á móti er sá tími, sem þannig sparast notaður til verklegrar kennslu. FORSÍÐUMYNDIN. Þetta er haustmynd. Það sést á stormúlpunni. Auk þess höf- um við orð ljósmyndarans, Þor- valdar Ágústssonar, fyrir því. Hann tók myndina í Skaftholts- réttum í Gnúpverjahreppi. í okkar augum er þetta hin full- komna forsíðumynd. Þó hefð- um við, í Þorvaldar sporum, borið okkur örlítið öðruvísi að. Við hefðum látið hestinn taka myndina, tekið sjálfir stöðu hestsins. IÐNSYNipN 1952 Opin alla daga frá klukkan 14 til 23. tTtgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.