Vikan


Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 37, 1952 ERFÐASKRÁIN EG þekkti unga manninn René de Bourneval. Hann var mjög við- kunnanlegur náungi, þó hann væri dálítið þunglyndur, efagjarn og réð- ist ákaft á allskonar hræsni þjóð- félagsins. „Það eru engir heiðarlegir menn til, þeir virðast bara tiltölulega heið- arlegir þegar þeir eru bornir sam- an við þá sem eru enn verri." Hann átti tvo bræður, sem hann hitti aldrei. Þeir hétu de Courcils. Ég þóttist vita að þeir ættu ekki sama föður, úr því þeir báru ekki sama nafn. Ég hafði heyrt eitthvað um að fjölskyldan ætti sér einkennilega sögu, en vissi ekki hvernig hún var. Mér geðjaðist mjög vel að René og við urðum góðir vinir. Einu sinni þeg- ar við vorum að borða saman, spurði ég hann af hendngu: „Ertu fæddur í fyrra eða seinna hjónabandi ?“ Hann fölnaði og roðnaði á víxl og svaraði ekki strax; þetta kom auðsjáanlega við hann. Svo brosti hann sérkenni- lega þunglyndislega brosinu, sem var svo einkennandi fyrir hann og sagði: „Kæri vinur, ef það þreytir þig ekki, skal ég segja þér dálítið ein- kennilegt atvik úr lífi mtnu. Eg veit að þú ert skynsamur maður, svo ég er ekki hræddur um að vinátta okk- ar kólni við það; og þó svo færi, gerir það ekkert til, því þá vil ég ekki lengur eiga þig að vini. „Móðir min, frú de Courcils, var lítil feimin og óframfærin kona. Maðurinn hennar hafði gifzt henni vegna auðæfanna og líf hennar var samfellt píslarvætti. Maðurinn, sem hafði átt að vera faðir minn, einn af þessum svokölluðu sveitahöfðingjum, fór alltaf illa með þessa elskulegu og tilfinninganæmu konu. Einum mán- uði eftir giftingu þeirra byrjaði hann sitt ósiðsama lífemi og átti ástar- æfintýri með eiginkonum og dætrum leiguliða sinna. Samt sem áður eign- aðist hann þrjá syni með konu sinni, þ. e. a. s. ef þú telur mig með. Móðir mín kvartaði ekki, en bjó eins og lítil mús í öilum hávaðanum. Hún horfði stórum, órólegum augum á fólk, eins og hrætt dýr, sem getur aldrei gleymt óttanum. Samt var hún mjög falleg, björt yfirlitum og svo ljóshærð, að það var eins og hárið hefði misst litinn við þennan sífellda ótta. Einn af vinum de Courcils var de Bourneval, fyrverandi riddaraliðs- foringi, en ég ber nú nafn hans. Hann var ekkjumaður og menn hræddust hann, því hann var bæði viðkveem- ur óg ofsafenginn og hafði ákveðnar skoðanir á málunum. Hann var hár og grannur maður með stórt, svart yfirskegg, alveg eins og ég. Hann var líka mjög víðlesinn og skoðanir hans voru ólíkar skoðunum stéttar- bræðra hans. Langamma hans hafði verið vinkona J. J. Rousseau’s og það má segja að hann hafi erft eitthvað frá þeim fomu kynnum. Hann kunni utanað aliar heimspekibækurnar, sem eiga eftir að eyða gömlum sið- um og hleypidómum, úrelltum lög- um og bjánalegri siðsemi. Hann hefur víst elskað móður mina og hún elskaði hann, en samband þeirra fór svo leynt að enginn hafði minnsta gnm um það. Vesalings van- rækta, óhamingjusama konan hlýt- ur að hafa hallað sér að honum í örvæntingu sinni og gegnum náið samband þeirra hefur hún drukkið í sig skoðanir hans, kenningarnar um frelsi í hugsunum og djarfar hug- myndir um frjáslar ástir; en þar sem hún var feimin, þorði hún aldrei að láta þessar skoðanir í ljósi og þær söfnuðust fyrir og lokuðust inni í hjarta hennar. Bræður mínir tveir voru hörkuleg- ir við hana eins og faðir þeirra, létu aldrei vel að henni, og þar sem þeir voru vanir því að ekkert tillit væri tekið til hennar á heimilinu, komu þeir fram við hana eins og þjón- ustustúlku. Ég var eini sonurinn, sem þótti vænt um hana og sem hún elsk- aði. Hún dó þegar ég var 17 ára gam- all. Eg verð að skjóta því inní til skýringar, að í kaupmálanum milli móður minnar og föður, hafði móð- ur minni verið veittur yfirráðaréttur- inn yfir eigninni og samkvæmt laga- bókstafnum og með hjálp tryggs og gáfaðs lögfræðings gat hún gert hvem sem hún vildi að erfingja sín- um. Okkur var boðið að vera viðstödd- um lestur erfðaskrárinnar, sem geymd var á skrifstofu lögfræðings- ins. Eg man það eins og það hefði gerzt i gær. Uppreisn dánu konunn- ar og ákall hennar á frelsi setti þetta áhrifaríka og einkennilega atriði, sem var í senn dapurlegt og skringi- legt, á svið. Píslarvotturinn, sem hafði verið kúgaður alla æfi, krafð- ist nú frelsis í gröf sinni. Feiti maðurinn með rauða kjöt- kaupmannsandlitið, sem ég hélt að væri faðir minn, og bræður mínir, stórvaxnir 20 og 22 ára gamlir karl- menn, biðu rólegir í sætum sínum. De Boumeval, sem hafði verið boðið að vera við, kom inn og stanzaði fyrir aftan mig. Hann var náfölur og tuggði yfirskeggið, sem nú var að verða grátt. Harrn vissi áreiðanlega hvað í vændum var. Lögfræðingur- inn tvílæsti hurðinni, braut innsiglið af umslaginu og byrjaði að lesa erfðaskrána. Hann vissi ekki hvað í henni stóð.“ Vinur minn þagnaði allt í einu og reis á fætur. Hann tók gamla Eftir Gay de Maupassant pappírsörk úr skrifborðinu sínu, kyssti hana og hélt áfram: „Þetta er erfðaskrá elskulegrar móður minn- ar“: Eg undirrituð, Anna Katrín, Gen- viév, Mathildur de Groixluce, lögmæt eiginkona Léopolds, Jóseps, Contran de Courcils, heilbrigð á sál og líkama, læt hérmeð í ljós síðustu ósk mína. Fyrst bið ég Guð, og siðan son minn, René, að fyrirgefa mér það sem ég ætla nú að gera. Eg held að hjarta barnsins mins sé nógu göfugt til að skilja mig og fyrirgefa mér. Ég var gift af fjárhagsástæðum og síðan fyrirlitin, misskilin, þvinguð og svik- in af manni mínum. Ég fylrirgef honum, en hann á ekkert hjá mér. Eldri synir mínir elskuðu mig aldrei, létu aldrei vel að mér og komu varla fram við mig eins og móður sína. Alla æfi gerði ég skyldu mína við þá og þeir eiga ekkert inni hjá mér eftir að ég er dáin. Blóð- böndin halda ekki án daglegrar og stöðugrar ástar. Vanþakklátur sonur er minna virði en ókunnur maður; hann er sökudólgur, því hann hefur engan rétt til að láta sér á sama standa um móður sína. Eg hefi alltaf skolfið af ótta við mennina, við óréttlát lög þeirra, ómannúðlegar venjur og svívirðilega hleypidóma. Nú er ég ekki lengur hrædd við Guð. Dauði, ég varpa af mér allri auðvirðilegri hræsni; ég þori að segja það sem ég hugsa og kannast við og undirrita leyndardóm hjarta mins. Þessvegna fel ég þann hluta af eignum mínum, sem ég má ráðstafa samkvæmt lögunum, elskhuga min- um Símon De Boumeval, svo hann geti síðar fengið þær í hendur sjmi okkar René. (Þessu fylgdi nánari skýring á skjali, sem lögfræðingur hafði gert). Og ég lýsi því yfir við hinn æðsta dómara, að ég hefði nú bölvað himn- inum og tilveru minni ef ég hefði ekki orðið aðnjótandi djúprar, við- kvæmrar og sterkrar ástar elskhuga míns; ef ég hefði ekki fundið í örm- um hans að skaparinn skapaði okk- ur mennina til að elska, hjálpa og hugga hvern annan og til að gráta saman á sorgarstundum. De Courcils er faðir tveggja eldri sona minna; René einn á líf sitt de Bourneval að þakka. Svo bið ég þann sem ræður yfir mönnunum og ör- lögum þeirra, að setja föður og son efar hleypidómum þjóðfélagsins, að láta þá elska hvom annan til dauð- ans og mig lika í gröf minni. Þetta er síðasta hugsun min og ósk. MATHILDUR DE CROIXLUCE De Courcils reis upp og æpti: „Þessi erfðaskrá er gerð af vit- lausri manneskju.“ Þá gekk de Bourneval fram og sagði hárri röddu: „Eg, Simon de Boumeval, lýsi því hérmeð hátíð- lega yfir, að það sem á þessu skjali stendur er sannleikur og ég er þess albúinn að sanna það með bréfum, sem ég á.“ EGAR de Courcils heyrði þetta, stöklc hann að honum og ég hélt að þeim mundi lenda saman. Þama stóðu þessir stóm menn, ann- ar feitur og hinn grannur, og titmðu af reiðL Eiginmaður móður minnar stamaði: „Þú ert einskisnýtur þorp- ari.“ Og hinn svaraði þurrlega. „Við hittumst annars staðar, herra minn. Ég hefði fyrir löngu lumbrað ræki- lega á ljóta andlitinu á þér og skor- að þig á hólm, ef ég hefði ekki hugs- að fyrst og fremst um sálarró vesal- ings konunnar, sem þú hefur kvalið." Svo sneri hann sér að mér og Framhald á bls. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.