Vikan


Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 37, 1952 9 John Straffen MAÐUR í FRÉTTUNUM! ÍSLENZKUR IÐNAÐUR MYNDIR í FRÉTTUNUM Sjálfsmorðið tókst og svona var eftirleikurinn Ein sjálfsmorðsaðferð er að stytta sér aldur með gasi. En stundum stefnir sjálfsmorðinginn líka lífi annarra í beinan voða. Eins og í þetta skipti í New York. Þar opnaði kona fyrir fjórar gasleiðslur i eldhúsinu sínu. Hún var 72 ára. Sjálfsmorðstilraun hennar tókst, en orsakaði auk þess mikla sprengingu, sem auðveldlega hefði getað orðið öðrum að fjörtjóni. Efri myndin er af gluggum íbúðar gömlu konunn- ar eftir sprengingima. Lík hennar fannst skammt frá hægri frlugganum. Neðri mjmdin er tekin inni í íbúðinni skömmu — Ef ég li»t Þír ná mér núna, eftir komu slökkviliðsmanna. má ég þá ver’ann næst. 1 þessum mánuði lauk í Bretlandi óliugnanlegu morðmáli, sem vakti þar feiknmikið umtai og jafn- vel flokkadrætti. Þetta var mál John Thomas Straffen, 22 ára gamals manns, sem strauk úr íangelsis-sjúkra- liúsinu Broatlmoor snemma í sumar. og myrti samdæg- urs fimm ára gamla teipu. Straffen hafði verið dæmd- ur í fangelsi fyrir að myrða tvö börn, svo að flótti hans og afleiðingin — þriðja morðið — hlaut að draga dilk á eftir sér. Baunin varð líka sú, að almenningur Iét þetta mál mjög til sín taka, en það vakti m. a. miiílar de-lur um allt breska refsikerfið. Þá sagði forstöðumaður Broadmoor af sér og fanga- verðir víða í Englandi hót- uðu verkfalli, þar sem þeir kenndu lágum launum og ónógum mannafla og húsa- kosti um misfeliurnar á fangelsisrekstrinum. Bréf frá lesendum Mál málanna varð það þó, hvort hinn 22 ára gamli fangi ætti að fá að halda lifinu. Þegar kviðdómur kvað upp þann úrslturð, að Straffen hefði verið óbrjál- aður þegar hann myrti þriðja ba.rnið, var hann dreginn fyrir Iög og dóm, en þar gat mál hans raunar aðeins farið á einn veg: hann var sekur fundinn og dæmdur til hengingar. Og þá hófust deilurnar fyrir alvöru. Blöðin lýstu sig nærþví undantekningar- laust mótfallin því, að dóm- inum yfir Staffen yrði full- nægt, en í bréfum frá Ies- endum komu fram ýmsar skoðanir; sumir heimtuöu manninn hengdan, aðrir sögðu að liflát hans yrði um alla tið blettur á bresku réttarfari. Einstæð skoðanakönnun Svo fór líka að lokum, að Sir David Maxwell Fyfe, innanríkisráðherra breytti dauðadóminum í fangelsis- refsingu. En áður en til- kynningin var birt um þetta opinberlega, hafði einkenni- leg og allt að því einstæð skoðanakönnun verið fram- kvæmd um það, hver verða ættu örlög morðingjans. Eitt brezku stórblaðanna beitti sér fyrir skoðana- könnuninni og úrslit henn- ar urðu þessi: 63 af hundraði sögðu: Hengið hann ekki. 31 af hundraði sagði: Það á að hengja hann. Og 4 af himdraði sögðu: Aflífið hann með svæf- ingu. Thomas J. Hudner sjóliðsfor- ingi, sem er orustuflugmað- ur, var fyrsti bandaríski sjó- liðinn, sem hlaut æðsta heið- ursmerki Bandaríkjanna fyrir hetjulega framgöngu í Koreu- stríðinu. Hudner gekk vask- lega fram í að reyna að bjarga einum félaga sinum, sf n varð að nauðlenda flugvél sinni í óvinalandi. Litla telpan, sem þama er í fanginu á móður sinni, er að- eins tveggja ára. En læknar hafa orðið að taka úr henni annað augað, til þess að reyna að hefta útbreiðslu krabba- meins. Þegar þessi mynd var tekin, sögðu læknar, að hitt augað væri líka í bráðri hættu. Sá dómur var kveðinn upp, eftir að móðirin, sem býr í Califomíu, var búin að fara fimm sinnum með dóttur sina til læknisaðgerða í New York. Það er hægt að fá svipmynd af islenzkum iðnfyrirtækjum á Iðnsýningunni 1952. Það er mikil sýning og merkileg. En ekki heyrist þar hinn mikli vélagnýr úr verksmiðjusölunum og ekki sér inn í verksmiðjusalina sjálfa nema á myndum. Myndum eins og þeim, sem hér eru birtar. Þær em teknar í Málmsteypu Ámunda Sigurðssonar, sem stofnuð var 1937. Þá framleiddi verksmiðjan nær eingöngu byggingarvörur, svo sem vatnslása, loftventla, hurðarhúna og ýmis búsáhöld. En á seinni árum hefur hún víkkað verksvið sitt til muna. Auk þess sem áður er nefnt, framleiðir hún nú barnakerrur, ljósakrónur, vegg-, gólf- og borðlampa, myndaramma, silfur- plettvörur og margt fleira. . Fyrirtækið, en það fæst ein- göngu við fjöldaframleiðslu, Látli Jón annast líka mótasmiði, málmhúðun o. fl. Málm- steypa Ámunda Sigurðsson- ar ræður yfir hinum full- komnustu vélum. Fjöldi starfsfólks hefur verð allt að 40 manns. Og hún er í eigin húsnæði á Skipholti 23 á um 1000 fermetra gólffleti. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.