Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 38, 1952 Svipmyndir úr sumarleyfi V. ÉG ÞEKKTI HANA SAMT FYRST sá ég hana í Flatey. Ég var orðinn þreyttur á rjátli una eyjuna og leitaði mér hvíldar við að lesa auglýsingu frá hrepp- stjóra Flateyjarhrepps upplímda á útihurð húss sem ómögulegt var að vita hvort ætlað væri til íbúðar eða vörugeymslu. Þarna var sagt frá því að prenta ætti nýja markaskrá með haustinu og menn kvattir til að tilkynna mörk sín í tíma. Um sama leyti gekk hún fyrir næsta húshorn og stjáklaði síðan fram hjá mér eftir malarvegi kaupstaðarins. Þá kvoðnaði áhugi minn á markaskrám með haustinu eins og dögg fyrir sól. Efalaust hefur fólk álitið að augu mín drægjust að henni af hnýsni, en það er ekki rétt. Augu mín dróg- ust að henni af því þau fundu sig í ætt við hana og vildu leita hjá henni friðþægingar fyrir allt hið smáa og auðvirðilega (að ó- gleymdri grimmdinni) sem laust þau í kynn- um við unggæðislega borg, samkeppnina blóð- ugu þar og annarsstaðar og skripalætin, allan hinn annálaða stríðandi heim þar sem mann- lífið selzt ýmist fvrir harðan peninginn eða brúkazt í fallbyssufóður — og atómsprengju stungið gegnum hjörtu elskendanna í stað örvarinnar gamalkunnu. Ég bið forláts þó ég lýsi þeirri mynd sem leiftraði í huga mér samtímis: slefjan úr vitum hins sællega borg- ara sem dó um leið og seldi sál sina fjármagn- inu i héiminum, teljandi ævistundir sínar i sykurskeiðum og kallandi hugsjón að reisa sér sumarkofa til að stunda þar hina göfugu íþrótt, að klóra sér í maganum nakinn í sól. .— Síðan opinberaðist hún sjálf í öllu sínu lát- leysi: Hárið grájarpt og strokið á bak niður, höfuðið eilítið lotið, og sligaðar axlir duldust undir dimmri kápu ofar allri tízku: sniðlaus var hún og óþjál og gömul og tók niður á miðja kálfa, um mittið brugðið breiðu belti og næla í hálsmálinu svo kulið hjúfraði ekki inn. Kápan svipti hana náttúrulegum vexti, likt og við steyptum yfir dándismeyjar okkar í Borginni kagþæfðum sniðlausum serk úr vaðmáli: brjóstin urðu að ólögulegri bungu sem rann saman við framsettan magann, mitt- ið hvarf, axlimar týndu hinni mjúku sveigju sem jafnvel hinn mesti þrældómur fær ekki á unnið. Á fótum bar hún kvarthælaða skó, en annaðhvort var hún óvön að ganga á hælurn eða skórnir þröngir, því þeir snerust undir henni líkt og skautar undir viðvaning. Ofar á leggjunum sást móta fyrir naglastórum hnúðum gegnum svarta ófiliaða sokka: það voru æðarhnútar sem bera vist vitni langæjum stöðum frammi fyrir eldavél og barneignum utan enda: þeim órjúfanlega sáttmála sem hún hafði gert við Drottin sinn um uppfyllingu jarðar og eldun grauts, og hending mundi ráða. Hendur hennar eru eflaust hrjúfar að sjá, en heilsir þú henni streymir úr lófa hennar hlýja sem á sér ekki bólstað í húðinni. Sams- konar hlýju má sjá í aúgum hennar. Og hvern- ig eru þau augu? Það eru barnsaugun, opin og afhugul, full af lífi og vizlcu margra ára, hert og mýkt í barneignum, kætt og kvalin nýjum djörfum vonum um synina og dæturn- ar sem tóku nú fyrstu fullorðnu sporin út í hana veröld. 1 þeim augum speglast glóð kynslóðanna frá fyrstu tið og í skini þeirra muntu finna athvarf þegar allt annað hefur brugðizt þér. Og hversu löng og merkileg sem ganga þín verður um veraldarsviðið og hversu mörg afreksverk sem þú drýgir frammi fyrir heiminum þá mun allt þetta verða hjóm og ekki neitt í eldi þessara augna. — Þarna stjáklar hún á mölinni hin breiðfirzka móðir og hvikar blikandi augum sínum frá hiisi til húss, frá manni til manns, frá einum hænu- hóp til annars — og á i basli með hárið sitt. Illgjarnt er þetta kul að það skuli ekki geta látiö hár svona konu i friði! Undarlegt það skuli ekki blása fram hjá henni úr þvi hún leysti úr fléttunum sinum núna, bara til há- tíðabrigða. Af hverju þurfti það endilega að slengja því framan í hana, jafnvel upp í munninn, svo henni gafst naumari timi til að gaumgæfa það sem bar fyrir augu? Því á- reiðanlega var hún á kvarthælunum sínum núna og hafði leyst úr fléttunum af þvi þetta var hátíð, eina kaupstaðarferð ársins. Og svo þurfti jú að vitja læknis um leið: það er þetta með fæturna á mér læknir minn góður, mér er svo gjarnt við þreytu, æðarhnútarnir sko. Kannski þurfti hún líka að láta taka úr sér tennur. Ég veit það ekki. En eitt veit ég, þetta er hin breiðfirzka móðir, móðir alls heimsins. Og henni tjóar ekki að halda ég kannist ekki við sig því ég þekki hana samt, enda þótt ég hafi aldrei séð hana fyrr, og kurteisin banni mér að ganga til hennar og segja ,,sæl“ og kyssa hana kannski á breiðan mjúkan vangann. Ég hef nefnilega heyrt af henni margar sögur; þær sögur má líka lesa úr augum hennar. Það er ekkert sagt frá há- skólum í þeim sögum; prófessorar eru varla á nafn nefndir. Peningar heimsins koma harla lítið við sögur því þeir eru sérdeilis feimnir við pyngjur svona kvenna; en samt er þar annars auðs getið: það er auðlegð hjartans. Strið heimsins eins og það þrúgar okkur í dag er næstum ónefnt i þessum sögum; konan á nefnilega heima uppi i afdal þar sem enginn hleypir af skoti nema helzt í bit og fréttirnar í útvarpi og Isafoldogverði taka á sig tor- kennishjúp fjarlægðarinnar. Þó heyr hún ann- arskonar strið, mjög svo óskylt því fyrrnefnda: það er striðið sem vitjar mannsins í dagferð hans, stríðið við himininn og vindinn og vatn- ið, stríðið við fátæktina og sýslumanninn, og ef til vill stríðið við sjálfa sig. Aumingja Naflajón er líklega óþekktur í sögum þessum, sömuleiðis Hinrik áttundi og Sartr hinn franski; Seikspír sjálfur er óímunnberanlegur; Trúman hokir eins og jögunarsamur kall úti í afkimum hugans. Á hinn bóginn gengur Kristur þar um nöktum iljum og heldur á ljósi, þó ekki Kristur Gyðinganna né heldur sá sem prestar og bilað fólk smjaðrar fyrir: þetta er hennar einkakristur, og enginn veit um hann nema hún sjálf, líklega hefur hann til að mynda alls ekki skegg. Svo er eflaust eitthvað sagt frá mórum og skottum, huldu- fólki og útilegumönnum, svona þegar tóm er til og rökkrið færist yfir. Að ónefndu mann- eskjunni sjálfri, en hún er aðalsöguhetjan. Auk hennar er getið margra barna. Þeim börnum liggúr lifandis ósköp mikið á að kom- ast inn í heiminn og unna henni engrar hvíld- ar. Það væri nú allt í lagi ef þau væru ekki gjörn á að stoppa svo stutt. Þrjú dóu úr difti- rítis sama mánuðinn. Og dauða þeirra frið- þægði Guð með því að leyfa þeim vitja hennar í draumi nótt eina þegar hún svaf. Þau sögðu við hana „mamma". Svo ekki meir. Þá stund vissi hún ef til vill sælasta í lífi sínu því nú var henni ljóst að þrátt fyrir allt var þetta ekki unnið fyrir gýg. — Annars er ævi henn- ar svona stórviðburðalaus því hún gerist á leið- inni milli sængur og eldavélar með viðdvöl á báðum stöðum. Seinna sá ég hana heima á bænum þar sem ekkert sést nema hlíðarnar sitt hvoru megin, fjarðarbotninn og himinninn. Þar situr hún i ríki sínu. Hún stússaði við matseld og börn og gaf mjólk að drekka í stofukytrunni sinni. Ég var ferðlúinn og í önnum sínum hafði hún samt tíma til að tala við mig. Hún settist hjá mér meðan ég drakk. Nú hafði hún hárið í fléttum og á fótunum sléttbotna skó þvi að það var ekki lengur hátíð. Með ljóma í augum sagði hún mér að strákarnir sinir ætluðu að byggja ibúðarhús hérna uppi á hólnum. Það er svo falleg útsýn þaðan. Annar strákurinn hennar var lærður múrari í Reykjavík, skreppur nú bara heim til að hjálpa okkur að byggja. Annars lifum við góðu lífi hérna fyrir Krists skuld, enginn lasleiki nema þá flensuskömmin í vor, börnin sem óðast að komast á legg; þetta er það yngsta — og strauk niður vanga sjö ára telpu með jarpt hár i fléttum eins og hún sjálf. — Snjóþyngsl- in á vetrum bagar okkur mest því iðulega verður féð að standa inni svo vikum skiptir. Þó helzt beit furðu lengi hérna innar í hlíð- inni og afbragðsgott er fyrir hesta frammi í dalbotni, þar er svo skjólsamt, næstum alltaf logn nema í norðvestan. — Svo berst talið að striðinu í heiminum, þessu þarna í Kóreu. — Æ aumingja mennirnir, hvað hrekur þá út í þennan voða ? En hvernig gengur annars í Reykjavík ? Léttúðin mikil ? Já vesalings stúlk- urnar, bara að þær gleymi nú ekki að ala önn fyrir bömunum sinum ef einhver skyldu koma. Þegar ég kvaddi hana leit hún djúpt í augu mér og bað mig að skila heilsun til blessaðra telpnanna sem eru að flangsast þetta utan í hermanninn. Og bara að þær gleymi ekki börnun- um sínum! Mér þykir vænt um að geta skilað þeirri kveðju. E. E. H. konu að kenna. Meg var viss um að Anna til- heyrði Mikael, hvort sem hún var gift honum eða ekki. Og nú var hinn maðurinn kominn. 1 fyrra skiptið sem hann kom þangað hafði hann tekið önnu með sér og nú var hann áreiðanlega kominn aftur í einhverjum slæmum tilgangi. Hvers vegna hafði unga konan spjallað og hlegið — og ætlaði svo að fara aftur inn í her- bergi ókimna mannsins? Og hvað var eiginlega að húsbónda hennar — hvers vegna kom hann ekki í veg fyrir það? Hann hefði átt að gefa henni rækilega ráðningu. Hann hefði átt að drepa manninn. Nú var þessi drusla á leiðinni upp stigann með axlir og arma bera og skammaðist sín ekki einu sinni. Og inni í herberginu beið ókunni maðurinn. Nei, henni yrði ekki kápan úr því klæðinu. tír því Mikael vildi ekki hindra það, skyldi Meg gamla gera það. Allt í einu heyrði Anna þrusk við hliðina á sér og hún hrökk við þegar hún sá að það var Meg. Gamla konan lagði fingurinn á munninn og benti henni að koma með sér inn eftir gangium. Anna hikaði, en Meg gamla hélt áfram að: hrista höfuðið og benda,_ eins og hún ætlaði að sýna henni eitthvað merkilegt. Svo Anna ákvað að elta hana. Þær læddust eftir ganginum. Á leiðinni skauzt Meg inn í herbergið sitt og kom fram aftur með lugt og ullarteppi. Þetta var eins og martröð og Anna gat ekki áttað sig á hvað var að gerast. Nei, hún yrði víst að snúa við, því Lárus biði — biði . . . Meg opnaði aðra hurð og í bjarmanum af lukt- inni kom mjór stigi í ljós. Hún benti önnu að ganga upp á undan. Augnablik féll ljósið á norn- arlegt og hrukkótt andlit hennar. Ætli hún sé brjáluð? hugsaði Anna. Hún hik- aði aftur. Átti hún að snúa við? Það væri lík- lega betra að sjá hvað Meg gamla ætlaði að sýna henni, úr því hún var komin svona langt. Það hlaut að vera eitthvað merkilegt. Hún klifraði skjálfandi af kulda upp mjó- an stigann og leit í kringum sig á hanabjálka- loftinu. Meg gamla staulaðist á eftir henni og ljósið sloknaði. Anna sá ekkert, en Meg var vön myrkr- inu og henni nægði dauf birtan, sem lagði inn um lítinn loftglugga. Anna vissi ekki hvað hún átti að gera. Ekki gat hún sagt „Jæja, hvers vegna vildirðu fá mig hingað upp?“ því Meg gamla mundi ekki heyra það. Hún ákvað að gefa henni nokkurra sekúnda frest og ef ekkert gerðist, þá ætlaði hún að snúa við. En það var þessum fáu sekúndum of seint, því teppinu var kastað yfir höfuðið á henni aftan frá. Hún varð dauðhrædd og byrjaði að æpa, en hljóðið kafnaði í þykku og þungu teppinu. Hendurnar á henni fiæktust í því og á næsta augnabliki valt hún um gólfið með Meg ofan á sér. Teppið vafðist þéttar utan um höfuð henn- ar, axhr og handleggi og var vandlega bundið. Anna reyndi að losa sig, en hún var dauð- hrædd um að kafna í teppinu. Hún varð að draga varlega andann, þvi annars fyltust vit hennar háum. Snögg hreyfing gæti alveg gert út af við hana. Hún hafði misst inniskóna og þunnur nátt- kjóllinn var krumpaður og rifinn. Meg gamla gaf frá sér ánægjuhljóð, þegar hún virti fyrir sér þetta afreksverk sitt. Svo heyrði Anna að hún gekk niður stigann, hurð opnaðist og lokað- ist aftur og ekkert hljóð heyrðist framar. Lífið er einstefnuakstur. Það er alveg sama þó maður leggi lykkju á leið sína — það er ekki hægt að snúa við. Þegar maður er einu sinni búinn að gera sér grein fyrir þessu, verður lífið miklu einfaldara. Því þá vitum við, að við verðum að gera það sem við get- um úr þvi sem við höfum, eriun og orðið hefur úr okkur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.