Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 7
‘VIKAN, nr. 38, 1952 7 Það byrjaði með mynd ÖRSTUT^ SAGA. BARKhjónin höfðu verið boðin í kvöldmat til Dunninghjónanna og eftir indæla máltíð gengu þau öll inn í vistlegu dagstofuna á þessu vistlega heimili. Georg Barr kom sér þægilega fyrir á púða framan við arininn og horfði annars hugar í eldinn. Henry Dunning seig djúpt niður í hægindastól og konurnar settust á sófann. „Mér finnst svo einkennilegt að hugsa um hvernig ýmislegt gerist," sagði Grace Barr. „Ég á við að hér sitjum við öll f jögur og gæti ekki liðið betur, og þó — ef einhver smáatvik hefðu ekki komið fyrir væri ekkert okkar hér. Indæla heimilið þitt, Agata, væri alls ekki til, ef þið Henry hefðuð ekki hitzt af tilviljun. Það er öðru máli að gegna með okkur Georg; við höfðum þekkzt árum saman, gengið í sama skóla og . . .“ Georg leit órólegur á gestgjafa sinn, en Henry virtist steinsofa í stólnum. „Það er auðvelt að sjá hvaða atvik kom okkur saman,“ sagði Agata mynduglega. „Við eigum einhverjum manngarmi, sem framkallar myndir, það að þakka, að við urðum hjón. Þegar ég hitti Henry á skipinu til Bermuta, var hann alveg eins hlédrægur og hann er nú, svo hann yrti varla á nokkurn mann alla leiðina. Hann gekk bara um þilfarið og tók myndir af öllu og öllum. Seinasta daginn tók hann mynd af nokkrum farþegum og þar á meðal mér. Hann lofaði að senda okkur myndirnar þegar búið væri að framkalla þær. Þá kom það á daginn að við bjuggum í sömu húsasamstæðu og höfðum gert það lengi. Viku eftir að ég kom heim, heimsótti Henry mig til að segja mér að myndin væri ekki enn komin úr framköllun. Ég var satt að segja alveg búin að gleyma bæði honum og myndunum. En hann kom aftur og þegar þessi kærulausi framkallari var búinn að hafa filmuna í 2 mánuði var Henry búinn að koma til mín 7—8 sinnum og mér var farið að líka ljómandi vel við hann. Hann var svo hjálparvana, skiljið þið, svo viðkvæmur . . . Dag nokkurn herti Henry upp hugann og sagði mér að myndirnar væru eyðilagðar. Hann var alveg óhuggandi. I5g verð að viðurkenna, að eftir það hegðaði ég mér eins og konur gera, þegar þær ætla sér að ná sér í mann. Ég vissi að Henry mundi aldrei detta hjónaband í hug og ég vissi líka að nú þegar hann gæti ekki haft myndirnar sem átyllu, mundi hann ekki heimsækja mig. Þessvegna fór ég að bjóða honum í mat og svo giftist ég hon- um. Ég skammast mín fyrir að hafa gengið svona til verks, en annars hefðum við ekki náð saman." Svo fóru konurnar að tala um nýjustu tízkuna og stuttu síðar lauk Henry upp augunum, stóð upp og gekk inn í vinnustofuna sína. Georg fór á eftir honum. „fig hef aldrei séð þig með myndavél, Henry," sagði hann. „Agata sagði Grace frá því hvem- ig þið kynntust. Það var fjári skemmtileg saga, en þú hefur víst sofið á meðan." „Já, hún var það. Annars svaf ég ekki,“ svar- aði Henry. „Eg var sérstaklega heppinn að gift- ast Agötu, finnst þér það ekki?“ „Jú, það finnst mér,“ sagði Georg og til að breyta umræðuefninu bætti hann við: „En hvers vegna ertu alveg hættur að taka myndir?“ „Ég skal segja þér það,“ svaraði Henry og fór hjá sér. „Ég keypti myndavélina á skipinu, því ég vissi að annars mundi ég ekki þora að ávarpa Agötu. Ég gekk um í marga daga og þóttist vera að taka myndir af fólkinu, áður en ég þorði að nálgast hana. En auðvitað veit ég ekki einu sinni hvernig á að setja filmu í mynda- vél.“ - H.F. HAMIAR - (Myndimar eru af Hamars-mönnum við vinnu. Sú efsta sýnir horn af vélsmiöjunni.) MENN áttu við erlendan iðnað fyrir strið, þegar talað var um þungaiðnað. Það mátti heita, að þungaiðnaður fyndist ekki á Islandi nema nafnið, og þó var hans vissulega fullkomin þörf hjá ekki ómerkilegri sjósóknarþjóð en við erum. Nú er þetta hinsvegar að breytast. Nú eru til á Islandi fyrirtæki, sem geta tekið að sér stærri og vandasamari verkefni en við hefðum látið okkur dreyma um fyrir örfá- um árum. Eitt þessara fyrirtækja er H.f. Hamar í Reykjavík. Það sýnir nokkuð af framleiðslu sinni á Iðnsýningunni, og það kemur á daginn, að þarna niður við Reykjavíkurhöfn er afkastamikil verk- smiðja með fjölbreytta framleiðslu, hald- góða reynslu og mikinn stórhug. 1 Hlutafélaginu Hamri, en það var stofn- að 1918, vinna á annað hundrað manns. Aðalmarkmið félagsins hefur frá upphafi verið skipa- og vélaviðgerðir, en með árun- um hefur það víkkað verksvið sitt og skil- ar nú nýsmíði af margbreytilegasta tagi. Þá hefur það lika mjög lagt stund á björg- un skipa og björgun verðmæta úr skipum, en þar er þess skemmst að minnast, að félagið tók í ár að sér björgun olíu úr E1 Grillo á botni Seyðisfjarðar og náði upp 3,000 tonnum. Verðmæti olíunnar mun vera á aðra milljón króna, og björgun hennar gekk greiðlega, enda þótt skipið lægi á 42 metra dýpi. En Benedikt Gröndal verkfræðingur, forstjóri Hamars, stjórnaði sjálfur verkinu. Þetta var sú tegund vinnu, sem óumflýjanlega kemst í blöðin. En miklu fleiri eru þau samt verkefnin, sem aldrei er minnst á í blöðunum og sem þó eru engu ómerkilegri frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar. H.f. Hamar hefur til dæmis komið mikið við sögu íslenzka fisltiðnaðarins, ekki einasta með því að endurbæta og gera við fiskiskip og vélabúnað þeirra, heldur og með allskonar smíði og framkvæmdum í landi. Þannig hef- ur fyrirtækið „sett upp“ fjölda frystihúsa, framleitt ýmsar gerðir af hraðfrystitækjum, smíðað flatnings- borð, fisklyftur og færibönd, afhreistrunar- og fisk- þvottavélar, reykofna o. fl. o. fl. Sýnishorn af annarri framleiðslu, tekin af handahófi: Blásarar til loftræst- ingar og súgþurrkunar, austurtæki fyrir nótabáta, hreinsitæki fyrir sundlaugar og ýmsar tegundir kyndi- tækja fyrir olíu og kol. Og loks eftirfarandi til gam- ans, þótt ekki teljist það til stórframkvæmda í Hamri: Ef þú býrð í bæ eða kauptúni, kemstu sennilegast ekki hjá því að sjá daglega — og oft á dag — sýnis- horn af framleiðslu Hamars. Hér er átt við brunahan- ana, sem fyrirtækið framleiðir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.