Vikan


Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 02.10.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 38, 1952 - HEIMILIÐ - RITSTJÓRI: ELlN PALIMADÓTTIR Rex Smith (karlmaður!) heldur því fram að til séu tvær tegundir af kvenfatnaði og ólíklegt sé að sú þriðja verði fundin upp. 1780 1810 I85Q 1928 1947 1952 Tízkan nœstu 2000 árin Nú er kominn friður á í tízkuheim- inum. Eftir að hafa erfiðað, skapað, rifið sundur og skapað aftur, hafa tizkusérfrœðingamir í París, Lond- on og Róm nú dregið árangurinn af starfi slnu fram i dagsins Ijós og ákveðið þarmeð hvemig konur um allan heim eiga að vera klœddar nœsta ár. Miðáldra ritstýrur amerisku tizku- blaðanna, sem sagt er að hafi það á valdi sínu hvort tízkuteiknari i Par- ís verður forfallinn absintdrykkju- maður eða miljóner, sitja nú aftur á skrifstofum sínum. Útsendir kaupa- héðnar eru komnir heim til sin til að sannfæra húsbœndur sína um að ferð- in hafi borgað sig. En sjálfir tízku- sérfrœðingamir hafa komið sér þœgi- lega fyrir í hœgindastólum sínum. . . . Og eftir allt þetta umstang lítur út fyrir að velklœdda konan 1953 líti álveg eins út og tizkudöm- umar 1926. SÍVALNINGURINN og BJALLAN Nú, þegar mesti taugaspenningur- inn er liöinn hjá, skal ég spá fyrir ykkur um tízkuna næstu 2000 árin. I raun og veru er aðeins til tvenns konar snið á kvenfatnaði. Og þessi tvö snið hafa verið notuð síðustu 2000 árin, svo ólíklegt er að það þriðja verði fundið upp næstu 2000 árin. Þegar við viljum spá hvað muni koma næst í móð í París, London, New York, Róm eða Reykjavík, tök- um við það sniðið, sem ekki er notað í bili og breytum þvi örlítið eftir okk- ar eigin smekk. Frumformið í kvenfatnaði er sí- valningurinn. Saga hans er svona. Fram undir 450 f. Kr. voru konur eins frjálslegar í hegðun og karlmenn — og gengu eins klæddar. Einfaldur hvítur ullarkjóll Qg sjal hlýfði þeim fyrir kulda og þótti fallegt. I þúsund ár varð engin breyting á þessu. Kven- leggir sáust aldrei opinberlega. Þetta snið hefur verið kallað „klassíski sí- valningurinn". Seinna, þegar konur fóru að eiga erfiðari æfi, urðu kirtlarnir víðir og misstu sitt upprunalega form. Karl- mennirnir klæddust þá svipuðum föt- um, þ. e. s. þeir voru í nokkurskonar síðum skyrtum. Það var ekki fyrr en á 15. öld að konur fóru að klæða sig eftir tizk- unni. Þá var „kjóllinn" fundin upp — tizka nr. 2 — bjöllusniðið. Síðan hefur sívalningurinn og bjöllulagið alltaf skipzt á. Á Elísabetartímanum voru vel- klæddar konur í víðum uppstoppuð- um pilsum, bjöllusniðið. Á síðari hluta 18. aldar færðust körfurnar af mjöðmunum aftur á bak. Eftir frönsku stjórnarbyltinguna naut gríski sívalningurinn aftur mikillar hylli, en á Viktoríutimabilinu er kjól- arnir með 10 metra pilsum. 1 lok fyrri heimsstyrjaldarinnar voru kjólarnir sívalir, í byrjim síðari heimstyrjald- arinnar fóru að koma sveigjur á lín- urnar og 1948 eru þeir með full- komnu bjöllusniði. Og nú fáum við auðvitað sivaln- ingssniðið — til tiibreytingar. FRéttIR Við þekkjum állar „drene-sham- poo“, því það hefur fengist hér i mörg ár. Nú er farið að selja það í léttum óbrjótanlegum glösum, svo auðvelt sé að táka það með í ferða- lög. Kannski kemur eitthvað af þess- um nýju umbúðum með nœstu send- ingu ? Úr þykja engir skrautgriptr (nema þessi með demöntunum) og þau œtti ekki að nota með selskapskjólum. En nú er farið að framleiða armbönd með götum utan yfir úrin, svo aðeins skífan sést. Þetta eru mikil þœgindi fyrir þá sem varla geta skilið úrið sitt við sig. Sparihanzkar og hversdagshanzk- ar. Ef þú ert óánœgð með stuttu hversdagshanzkana þína með spari- kjólnum, skáltu fá þér hvíta blúndu, rykkja hana og klippa mátulega stóra um úlnliðnin. Svo geturðu krœgt endunum saman utan yfir hanzkana og þá eru komnir fínir kokteil- eða spari-hcmzkar. Ef mænuveikin kemur hingað ætla ég að muna að.... Láta börnin mín halda áfram að leika sér með félögum sínum. Þau hefðu getað fengið mænuveikivírus- inn í þeim hóp fyrir löngu og e. t. v. hafa þau myndað móteitur Kenna börnunum að þvo sér hend- urnar áður en þau fara að borða. Vír- usinn getur borizt gegnum munninn. Sjá um að börnin noti aðeins sín eigin handklæði og þvottapoka og drekki ekki úr óhreinum glösum. Fylgjast vel með öllum einkennum mænuveiki: höfuðverk, hita, háls- bólgu, magaverk og rig i hálsi eða hnakka. Ef einhver meðlimur fjölskyldunn- ar sýnir nokkurt þessara einkenna, hátta hann strax ofan I rúm, láta hina ekki koma nálægt honum og hringja strax í lækni. Treysta lækninum mínum. Þeim mun fyrr sem hjúkrunin berst, þeim mun meiri möguleikar eru á því að sjúklingurinn verði alheilbrigður. Ég veit að meir en helmingur mænuveik- issjúklinga verður alheilbrigður. Ég ætla ekki að.... Leyfa börnunum að umgangast ó- kunnuga eða fara á ný heimili. Það eru til þrenns konar mænuveikivír- usar. Vinahópur barnanna getur ver- ið orðin ónæmur fyrir einni tegund- inni, en ókunnugir geta borið hinar. Láta börnin verða þreytt eða köld. Fara með börnin í heimsóknir eða á opinbera staði án þess að hafa rika ástæðu til þess. Meðan mænu- veiki gengur á maður að vera heima og umgangast sama fólkið. Allar húsmæður þurfa á burstum að halda Engin hús- móðir má láta Iðnsýninguna 1952 fara fram hjá sér, ef hún getur því við komið, því þar er margt gagn- legt að sjá. En hún verður að vera athugul og láta ekld eins óskemmtilega hluti og bursta fara fram hjá sér, þó hún sé komin í spari- fötin. Það er á- gætt ráð að haf a með sér blað og blýant og skrifa niður það sem mann vantar og hvar það fæst. Á þriðju hæð- inni er t. d. stall- ur frá Bursta- gerðinni. Þeir hafa á boðstól- um margar teg- Ní>.63. Nr.6 5. undir af burstum til heimilisnotkunar. Þarna eru burstar, sem komast ofan í allskonar ílát, linir og harðir burstar og nokkrar tegundir af nælonburstum. Vantar ykkur ekki t. d. silf- urbursta? eða klósettbursta? eða pelabursta? eða gerfitannbursta? Þarna eru þeir, bezt að kaupa þá á morgun.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.