Vikan


Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 39, 1952 í FRÁSÖGUR FÆRANDI Þad er fyrst í frásögur fœr- andi, að í framhaldi af greininni í siðustu VIKU um íbúðabygging- ar segir einn Reykvíkingur sínar farir ekki sléttar. Hans saga er í stuttu máli á þá leið, að hann hafi farið að velta fyrir sér hús- byggingu fyr- ir rösklega tveimur árum, en svo hafi tveir menn við tvö skrifborð sannf ært hann um það á að- eins tveimur dögum, að fyrir- tækið væri algerlega vonlaust. Fyrri manninn ræddi hann við fyrri daginn uppi í Fjárhagsráði, og sá tjaði honum, að hann gæti ekki fengið fjarfestingarleyfi nema hann væri fyrst búinn að tryggja sér lóðina. Síðari manninn ræddi hann við síðari daginn hjá lóðaskrárritara, og sá tjáði honum, að hann gæti ekki fengið byggingarlóð nema hann væri fyrst búinn að tryggja sér fjárfestingarleyfið. Og þar með var draumurinn búinn. Vh> fáum stundum á VIK- UNNI bréf, sem við erum í vand- ræðum með að svara. Við viljum ekki vera hortug við viðskiptavin- ina og svara þeim skætingi, og auk þess stendur einhversstaðar skrifað, að viðskiptavinir hafi alltaf rétt fyrir sér. En stundum hafa þeir .bara ekki rétt fyrir sér alveg þvert ofan í regluna — og þá erum við í vandræðum með að svara. Til dæmis er akaflega erfitt að svara bréfi, þar sem kvartað er yfir því, að við segjum aldrei neitt fra Elizabeth Bretlands- drottningu. Það stendur nefnilega í bókunum okkar, að við höfum sagt allrækilega frá drottning- unni 20. mars siðastliðinn. En eitt svona bréf fengum við samt um daginn. I»ESSI bréfritari var líka hálf gramur við okkur út af því, að við hefðum verið að birta alls- konar „vitleysu" um olympíuleik- aiia í sumar, en sniðgengið á hinn bóginn algerlega íþróttamótið að Eiðum. Það var á honum að heyra að þetta væri rammvitlaus blaða- mennska, og það getur svosem vel verið, að hann hafi rétt fyrir sér. En þá er lika hitt að athuga, að ef við hefðum sagt einungis frá iþróttamótinu að Eiðum, og sniðgengið gjörsamlega olympíu- leikana í Helsingfors, þá hefðu alveg vafalaust einhverjir orðið til þess að skrifa okkur og segja, að þ a ð væri rammvitlaus blaða- mennska. Svona er heimurinn vondur. HiN úr því við erum farin að tala um Elizabeth drottningu (og til þess að friða téðan bréfritara pínulítið), þá er það fra henni að segja, aS hún hefur átt feikilega ann- rikt sumar. Ég hef þetta eftir blaðinu Picture Fost, sem fyrir skemmstu birti fjölda fagurra lit- mynda af ungu drottningunni með texta, Þetta annriki (segir blaðið) stafaði fyrst og fremst af því, hve Bretum finnst gaman að láta þjóðhöfðingjana sína leggja hornsteina og opna sýningar. Það mátti vist heita, að sá dagur liði ekki í lífi Elisabetu í sumar, að hún þyrfti ekki að opna ein- hverja bannsetta sýninguna; og svo er ekki að sökum að spyrja: þegar þjóðhöfðingi opnar sýningu, þá verður hann að gera svo vel og skoða hana á eftir. ElIZABETH er á fyrrnefnd- um litmyndum að opna landbún- aðarsýningu og hersýningu, og auk þess eru af henni myndir að gegna öðrum skyldustörfum, svo- sem að vera viðstödd veðreiðar, tala við gamla soldáta, halda garðveizlu, kveðja Grænlandsfara með handabandi og ríða rauðum fáki um London. Þetta síðastnefnda er mikill við- burður og hétíðlegur, eins og myndin ber með sér. Riddaraliðs- sveit úr lífverðinum sýnir þarna hvað í henni býr í eldrauðum, gullbryddum einkennisbúningum, og fyrir sveitinni fer drottningin sjálf, sömuleiðis í eldrauðum ein- kennisbúningi, og ríður kvenveg. Bretar eru að vonum hrifnir af þvi að sjá drottninguna sina svona hermannlega og myndar- lega, og glæsileg er hún óneitan- lega í rauða búningnum og höfð- ingleg öll hennar framkoma, Og þá ekki meira af drottn- ingunni iiíina. Þó er bezt við höldum okkur við Bretland, fyrst við erum kom- in þangað á annað borð. Eg hef nefnilega hérna á skrifborðinu mínu alveg stormerkilega frétt fyrir sveitamenn, og þó víst fyrst og fremst fyrir þá, sem eitthvað fast við hænsnarækt. Það stend- ur í fréttinni (i stuttu máli), að fjögurra ára gömul hæna hafi verpt 21 eggi á f jórum tímum, og það fylgir auðvitað mynd af hæn- iiniii, sem á heima í Little Torr- ington, North Devon, Englandi. Á myndinni sýnist þetta samt ósköp venjuleg hæna. AnNAR stórkostlegur við- burður, sem varð fyrir skemmstu og heldur hefur ekki farið fram hjá blaðamönnunum í ríki mey- kóngsins, var á þá lund, að prins- essa slökkti á tveimur kertum með því að blása á þau. Þannig var að minnsta kosti fyrir- sögn fréttar- innar, en hún kom í stærsta fréttablaði veraldarinnar, sem er e k k i í Bandaríkj- unum, þótt ótrúlegt sé. Það heitir Daily Mirror, og ég hef vikið að því í þessum dálk- um áður. En fréttin var svona: „Anna prinsessa hélt upp á annan afmælisdaginn sinn í gær í fjölskylduboði í Balmoral-kast- ala. Drottningin og hertoginn af Edinborg voru viðstödd, þegar hún slökkti á tveimur kertum með þvi að blása á þau, en kertin stóðu á sykurköku, sem kastala- kokkurinn hafði bakað." G. J. A. Pósturinn Svar til Ljótunnar og Fléttunnar. Því miður eruð þið of ungar til að við getum gefið ykkur ráð til að fitna eða sagt nákvæmlega hve feit- ar þið eigið að vera. Á þessum aldri er svarið við öllum ^slíkum spurning- um: Það lagast. Aftur á móti birtum við með ánægju myndina af Red Skelton. Hann er fæddur 16. nóvember 1910 og hefur alla sína æfi verið gaman- leikari. Mickey Rooney lét taka reynzlukvikmynd af honum og sagt er að það sé bezta myndin sem hann hefur leikið,í. Rcd Skelton 1. Geturðu sagt mér hvað muni kosta og hvar muni fást í Reykjavík, reiknmgsvélar, sem annaðhvort leggja saman eða margfálda eða gera hvorutveggja f 2. Er nokkuð athugavert við að skrifa íslenzkum leikurum og biðja um mynd með eiginhandaráritun ? Er nóg Oð skrifa í Þjóðleikhúsið til þeirra leikara, sem þar starfa? Trix. 1. Samlagningavélar fast hjá mörg- um innflytjendum. Þeir helztu eru: Einar J. Skúlason, Bröttugötu, Rem- ington Rand, Þorsteinn Jónsson eða Orka h.f., H. Ólafsson og Bernhöft, Gísli J. Johnsen, Egill Guttormsson, Garðar Gíslason. Verðið er frá 2.000 kr. og upp í 12.—14. þús. Það er bezt fyrir þig að leita nánari upplýsinga hjá fyrr- nefndum fyrirtækjum. 2. Það er áreiðanlega engin ókurt- eisi að biðja um áritaða mynd af ísl. leikurum og sjálfsagt fyrir þig að reyna það. Aftur á móti er ekki víst að þeir kæri sig um slik fjárútlát, því það er dýrt að láta taka myndir. Þjóðleikhúsið kemur bréfunum vafa- laust til skila. Kœra Vika! Við erum hérna tvcer í miklum vanda. Við vinnum á stað, sem seld- ur er ís, en vitum ekki hvort réttara er að segja: tvo is eða tvo isa. Tvær i vanda. Svar: Tvo ísa. Svar til Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Spurningunni um, bréfaskóla S.l.S. svarað í 35. tölublaði VIKUNNAR, 11. sept. þ. á. Annars hefur skólinn skrifstofu í Sambandshúsinu i Reykjavík. DREKKIÐ ew't IS-KALT ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦I FLUGAÆTLUN í október 1952 (Innanlandsflug) FRA REYKJAVlK: Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Mánudaga: Til Akureyrar — Kópaskers — Norðf jarðar — Seyðisfjarðar — Patreksfjarðar — Isaf jarðar — Vestmannaeyja Þriðjudaga: Til Akureyrar — Sauðárkróks — Blönduóss — Vestmannaeyja — Vestfjarða Miðvikudaga: TU Akureyrar — Sigluf jarðar — Isaf jarðar — Hólmavíkur — Hellisands — Vestmannaeyja Fimmtudaga: Til Akureyrar — Sauðárkróks — Blönduóss — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsf jarðar — Vestmannaeyja Föstudaga: Til Akureyrar — Hornaf jarðar — Fagurhólsmýrar — Kirkjubæjarklausturs — Patreksfjarðar — lsaf jarðar — Vestmannaeyja Laugardaga: Til Akureyrar — Sauðárkróks — Blönduóss — isaf jarðar — Egilsstaða — Vestmannaeyja Flugfélag íslands h.f. [ > LITIÐ UM ÖXL greinaflokkur Gils Guðmunds- sonar í SAMTlÐINNI er bráð- skemmtilegur. Argjald fyrir 10 hefti (320 bls.) aðeins 35 kr. Sendið áskriftarpöntun, og þér fáið timaritið frá seinustu ára- mótum. Argjald fylgi pöntun. tJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.