Vikan


Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 39, 1952 LEIKARIÐ ER BYRJAÐ - og með því miklar annir og miklar framkvæmdir LEIKHÚSMENN segja, að það sé leit að öðru eins kvöldi eins og frumsýningarkvöldi. Þeir segja, að þeir atburðir, sem þá gerist að tjaldabaki, séu bláttáfram ótrúlegir. Og þeir vorkenna sumir hverjir áhorfendunum að fara á mis við þetta allt. Þeir eiga við ysinn og þysinn og hrópin og köllin, hvíslið og hlátrana, taugaskjálftann og slysin — alla þá skipulögðu ring-- ulreið, sem er árangur margra vikna starfs og sem hinn óbreytti áhorfandi fær aldrei að sjá og á aldrei að sjá sam- kvæmt leikreglunum. Þetta er æfintýraheimur út af fyrir sig og leikhúsmennirnir eiga hann. Myndin á forsíðunni er lítið horn af þessum heimi. Það er stúlka að tensa sig til, áður en hún fer inn á leiksviðið. Hún er ein í kórnum í Leðurblökunni, og þó hún eigi að syngja eins og hún hefur þol til, þá má ekki gleyma andlitsmálningunni. Leiksviðsljósin fara illa með andlitið á manni, sé málningin ekki í lagi. Þá verður andlitið grænt í augum áhorfandans, eða kannski blátt, og það getur ekki gengið. Þessvegna eyðir leik- arinn mörgum stundum fyrir framan spegilinn sinn; ekki af því hann hafi gaman af að mála sig í framan, heldur af því hann má til að gera þetta til þess að sýnast ekki grænn eða blár í augum áhorfandans. TVÆR FLUGUR í EINU HÚGGI Það vill svo til, að þessi stúlka, sem við birtum myndina af, á eiginlega. tvöfaldan rétt á að koma á forsíðu. í fyrsta lagi sýnir hún okkur svolítið atvik úr svolitlu horni í heimi leik- arans. Og í öðru lagi er þetta engin önnur en Ingibjörg Þor- bergs, sem annast Oskalög sjúklinga í útvarpinu á laugardög- um. Þetta köllum við á VIKUNNI að slá tvær flugur í einu höggi! Ingibjörg syngur í kórnum í Leðurblökunni, eins og áður er sagt. Það eru 23 í kórnum. En það hafa yfir hundrað manns orðið að taka til höndunum til þess að koma Leðurblökunni á sviðið — sem ætti að sýna það meðal annars, að leiklistin og sönglistin er ekkert smáfyrirtæki í Þjóðleikhúsinu okkar fs- lendinga. 13.GGG MANNG Á 20 SÝNINGUM Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri sagði VIKUNNI ofurlítið frá þessu fyrir nokkrum dögum. Hann sagði, að 13,000 manns hefði séð Leðurblökuna í vor á aðeins 20 sýningum. „Hún er feikilega vinsæl,“ sagði hann. „Við sýndum hana í einni striklotu; söngvararnir áttu ekki nema eitt fríkvöld í viku.“ Guðlaugur sagði okkur líka, að sviðsetning Leðurblökunnar hefði kostað yfir 200,000 krónur. Það var 30 manna hljómsveit. Þó tókust sýningarnar afbragðsvel frá fjárhagslegu sjónarmiði, því aðsóknin var svo mikil. ÍRSKT, FRANSKT □□ ÍSLENZKT Þjóðleikhúsið hefur að undanförnu verið að sýna Leðurblök- una aftur. Það eru nýir menn í sumum hlutverkunum, en móttök- urnar eru alltaf jafn góðar. En auk þess hafa leikhúsmennirnir við Hverfisgötu glímt af kappi við ný verkefni: leikritin nýju, sem nú á að fara að sýna. Juno og páfagauk- urinn er nýbyrjað — fyrsta írska leikritið, sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu. Franskt leikrit er líka á uppsiglingu, og svó er búið að velja jólaleikritið. Það verður talsverður viðburður. Það verður Skugga-Sveinn, sem ekki hefur verið leikinn í Reykja- vík árum saman. fþróttamenn sýndu hann víst síðast í KR-húsinu, og þá var Erlendur Ó. Pétursson KR-ingur í aðalhlutverkinu. En nú á Jón Aðils að leika Skugga-Svein, Og er víst ætlunin að æfing- Talsveröur viðburður um jólin ar hefjist upp úr mánaðamótunum. ____________________ 3 KABARETTINN ER KOMINN - og meö honum hefst 15 daga barátta fyrir góöu málefni. REYKVlKINGA á ekki að skorta skemmtanirnar næstu daga. Þeir geta valið um bíómyndir í sjö kvik- myndahúsum. Þeir ,geta sótt dans- leiki í fjölda samkomuhúsa. Þeir geta farið í leikhús og þeir geta hlustað á söngvara. Eða þeir geta farið í Austurbaejarbíó og horft á Júgóslava, Belgi, Þjóðverja, Norðmenn, Dani, Svía og fslendinga leika listir sínart Þvi kabarettinn sjómannanna er kominn aftur, og hann býður úpp á stærra og fjölbreyttara prógram en nokkru sinni fyrr. Málefnið er ágætt. Þetta er einn lið- urinn í þeirri baráttu, sem snýst um það að koma upp dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Það er efnt til kabarettsins beinlínis I því augnamiði að afla fjár til byggingarinnar, og auk þess vill svo skemmtilega til að þessu sinni, að það verður einmitt byrjað að grafa grunninn um líkt leyti og fyrstu sýningarnar hefjast. En það er ætlunin, að greftrinum ljúki i haust og byggingarvinnan hefjist svo strax með vorinu. Þetta er þriðji kabarettinn, sem sjómannadagsráð efnir til. Það verða tvær sýningar á dag í fimmtán daga, og aðgangseyrinn verður 25 krón- ur fyrir fullorðna og 10 krónur fyrir börn. Erlendu listamennirnir eru tólf. Þeir innlendu eru að minnsta kosti sjö talsins. Og það verður gríðarmikið prógram. Þýzkur hjólreiðamaður, sem heitir Bert Morris, ætlar að sýna mönnum, hvernig hægt sé að leika allskonar listir á reiðhjóli í 20 mínútur án þess að fara af hjólinu í eina sekúndu. Nico og Alex (danskir klónar) ætla að skemmta mönnum með margvíslegum hundakúnstum og hárnákvæmri flugleikfimi. Þrír Norðmenn ætla að sanna, að hægt sé að misþyrma konu endalaust á vísindalegan hátt án þess að drepa hana, —• og kasta henni þó fram af leiksviðinu, nota hana fyrir sippuband og fara öðruvísi illa með hana. Tagora, júgósiavneskur fakír, ætlar að gleypa sverð og spúa eldi. Og svo mætti lengi telja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.