Vikan


Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 4
4 1 W. Somerset Maugham DRAUMURINN ÞAD bar til í ágúst 1917, að ég þurfti að fara frá New York til Pétursborgar nauðsynlegra erinda, og mér var ráðlagt að ferðast um Vladi- vostok af öryggisástæðum. Ég steig þar á land árla morguns og drap tímann um daginn hvað bezt ég kunni. Síberiujárnbrautin átti að leggja af stað klukkan níu um kvöldið, að því er mig minnir. Ég borða^i á veitingastofu stöðvarinnar. Hún var krökk af fólki, og sat ég við borð með manni, sem ég hafði mikla skemmtun af. Hann var Rússi, hár vexti, en furðulega digur, og bar svo miklu ýstru, að hann varð að sitja drjúgan spöl frá borðinu. Hendur hans voru hnyklaðar af fitu, en þá smáar á móts við búkinn. Hár hans var sítt og dökkt og þunnt og vandlega strokið yfir hvirfilinn til þess að hylja skallann, og hið ferlega, sollna andlit hans, ásamt voldugri undir- höku, var nauðrakað og olli mér næstum blygð- un í allri sinni nekt. Nefið var smátt, ofboðlítill hnúður á þessu mikla kjötflykki, og dökk blik- andi augun voru líka smá. En hann hafði stór- an, rauðan, nautnalegan munn. Hann var nokk- uð snyrtilega klæddur, í svörtum jakkafötum. Þau voru hvorki lúð né voluð; en þau virtust aldrei hafa verið pressuð né burstuð frá því hann byrjaði að ganga í þeim. Afgreiðslan var bágborin og næstum ógern- ingur ao ná tali af þjóninum. Fljótlega hófust með okkur samræður. Rússinn talaði góða og leikandi ensku. Hann spurði mig margra spurn- inga um sjálfan mig. Ég sagðist vera blaða- maður. Hann spurði, hvort ég ritaði skáldsögur, ég sagðist gera það í frítímum minum. Þá fór hann að tala um rússneska höfunda síðustu alda. Hann talaði greindarlega. Auðheyrilega var hann maður vel menntaður. Nú höfðum við fengið þjóninn til að færa okk- ur kálsúpu, og kunningi minn dró litla vodka- flösku upp úr vasa sínum og bauð mér snafs. Ég veit ekki, hvort það var vodkað, sem gerði hann ræðinn, eða hin eðlilega málgefni kynþátt- arins, en bráðlega hafði hann sagt mér óbeðinn talsvert um sjálfan sig. Hann var af aðalsættum og lógfræðingur að mennt, og róttækur. Einhver ásteytingur við yfirvöldin knúði hann til að dveljast langdvölum erlenciis, en nú var hann A Þú ert úr leik! leiðinni heim. Viðskiptamál höfðu dvalið hann í Vladivostok, en hann bjóst við að halda til Moskvu eftir viku og ef ég kæmi þangað, mundr hans ánægjan að hitta mig. „Ertu kvæntur?" spurði hann mig. Ég skildi ekki, hvað honum kæmi það við, en sagði honum samt ég væri kvæntur. Hann dæsti lítið eitt. ,,Ég er ekkjumaður," sagði hann. „Kona mín var svissnesk, fædd i Genevu. Afbragðsvel mennt- uð kona. Hún talaði ensku, þýzku og ítölsku með ágætum. Franskan var auðvitað hennar móður- mál. Hún talaði rússnesku miklu betur en aðrir útlendingar. Varla greinanlegar útlendar áherzl- ur." Hann kallaði á þjón, sem gekk hjá með bakka f'ullan af diskum og spurði hann, held ég — þá kunni ég svolítið í rússnesku — hve lengi við þyrftum að bíða næsta réttar. Þjónninn svaraði honum í flýti talsvert fullvissandi, og hraðaði sér áfram. Vinur minn dæsti. „Eftir byltinguna hefur afgreiðsla í veitinga- húsum orðið hin mesta plága." Hann kveikti sér í tuttugustu sígarettunni, og ég leit á úrið og velti því fyrir mér, hvort ég rnundi fá almennilega máltíð, áður en ég yrði að fara. „Kona mín var ljómandi kvenmaður," hélt hann áfram. „Hún kenndi tungumál við einn bezta skóla aðalsdætra í Pétursborg. Allmörg ár bjuggum við saman í mesta bróðerni. Hún Imeigðist samt mjög til afbrýðisemi og til allrar ólukku elskaði hún mig út af vitinu." Það var erfitt fyrir mig að sýna engin svip- brigði. Hann var einn sá ljótasti maður, sem ég hafði nokkurntíma séð. Hinir rauðleitu og kátu ýstrubelgir eiga sér stundum ákveðinn þokka, en þessi ömurlegi kúluvambi var fráhrindandi. „Ég er ekki að segja ég hafi verið henni trúr. Hún var ekki ung, þegar ég kvæntist henni og við höfðum verið gift í tiu ár. Hún var litil og grönn, og hún hafði leiðan litaraft. Hún var tunguskæð. Hún þjáðist af eigingirni, og hún gat ekki þolað ég félli neinum í geð nema henni sjálíri. Hún var ekki einungis afbrýðisöm við konurnar, sem ég þekkti, heldur líka við vini mína, köttinn minn og bæk- urnar. Einu sinni lét hún af hendi einn frakkann minn að mér fjarverandi, einungis af því ég kunni bezt við hann af íillum mínum frökkum. En ég sr óvanalega jafnlyndur. Ekki aeita ég, að mér leiddist hún, en ég tók hið áleitna önug- lyndi hennar sem hverja aðra guðsgerð og snerist gegn því eins og slæmu veðri eða höfuð- verki. Ég neitaði ásökunum hennar eins lengi og hægt var, en því næst yppti ég öxlum og reykti sígarettu. Hinar stöðugu árásir henn- ar höfði ekki mikil áhrif á mig. Eg lifði mínu eigin lífi. Stundum velti ég þvi satt að segja fyrir mér, hvort hún elskaði mig svona æðisgengið eða hataði. Þá virtist mér hat- ur og ást afar náin. Þannig hefði líf okkar liðið til eilífðarnóns, ef nótt eina hefði ekki gerzt furðulegur at- burður. Ég hrökk upp af svefni við ægilegt óp í konu minni. Mér var mjög brugðið og spurði hana, hver væri VIKAN, nr. 39, 1952 ástæðan. Hún sagðist hafa fengið hræðilega martröð; hana hafði dreymt, að ég reyndi að myrða hana. Við bjuggum á efstu hæð £ stóru húsi, og milli stiganna var breitt gap sem náði niður á gólf. Hana dreymdi að þegar við vorum komin upp í efstu hæð okkar, hefði ég tekið hana taki og reynt að varpa henni yfir handriðið. Það voru sex hæðir niður á steingólfið í kjallaranum og þetta táknaði hreinan dauða. Hún var mjög hrelld. Eg reyndi að blíðka hana. En næsta morgun og tveim eða þrem dögum síðar vitnaði hún til draumsins og enda þótt ég hlægi að henni, sá ég, að hún hafði fengið þetta á heilann. Ég reyndi heldur ekki að hrinda þess- ari hugsun frá mér, því að þessi draumur sýndi nokkuð, sem mig hafði lengi grunað. Hún hélt ég hataði sig, hún hélt ég mundi feginn vilja losna við sig; hún vissi auðvitað, að hún var óþolandi, og einhverntíma hafði hún bersýnilega fengið þá flugu í höfuðið, að ég hefði í huga að myrða sig. Hugdettur mannanna eru óteljandi og margar hugmyndir koma i hug okkar, sem við ættum að minnkast okkar fyrir. Stundum hafði ég óskað hún hlypist á brott með ein- hverjum elskhuga, stundum að snöggur og þjáningarlaus dauði færði mér lausnina; en aldrei, aldrei hafði mér komið í hug, að ég gæti að yfirlögðu ráði losað mig við svo óþolandi byrði. DRAUMURINN hafði hin furðulegustu áhrif á okkur bæði. Hann skelfdi konu mina, og hún blíðkaðist eilítið í lund og varð þolbetri. En þegar ég gekk upp stigana að íbúð okkar, gat ég ekki varizt að líta yfir handriðið og ímynda mér, hve auðvelt væri að gera það, sem hana hafði dreymt. Handriðið var hættulega lágt. Hröð handahreyfing, og allt mundi búið. Það var erfitt að hrinda frá sér þeirri hugsun. Svo, nokkr- um mánuðum síðar, vaknaði kona mín nótt eina. Ég var örþreyttur og önuglyndur. Hún var föl og nötraði öll. Hana hafði dreymt sama draum- inn aftur. Hún brast í grát og spurði, hvort ég hataði sig. Ég sór við alla dýrlinga rússneska almanaksins, að ég elskaði hana. Að lokum lagð- ist hún aftur út af og sofnaði. En það var meir en ég fékk orkað. Ég vakti. Mér sýndist ég sjá hana detta niður á milli stiganna, og ég heyrði hana æpa og dynkinn, þegar hún skall í stein- gólfið. Það fór um mig hrollur." Rússinn þagnaði og svitaperlur stóðu á enni hans. Hann sagði söguna vel og skilmerkilega, svo að ég hafði hlustað af athygli. Enn var nokk- uð eftir af vodka í flöskunni; hann hellti í glas og hvolfdi því í sig. „Og hvernig dó svo konan þín?" spurði ég eftir litla þögn. Hann tók upp skítugan vasaklút og þerraði ennið. „Af óvenjulegri tilviljun fannst hún seint um kvöld hálsbrotin niðri á kjallaragólfi." „Hver fann hana?" „Einn af leigjöndunum, sem kom inn stuttu eftir að slysið gerðist." „Og hvar varst þú?" Ég get ekki lýst því slóttuga tilliti, sem hann gaf mér. Smáu, dökku augun skutu gneistum. „Þetta kvöld var ég hjá einum vina minna. Ég kom ekki fyrr en klukkutíma síðar." Nú kom þjónninn með kjötréttinn, sem við höfðum pantað, og Rússinn réðist að matnum af mikilli lyst. Hann skóflaði fæðunni upp í sig í stórum slöttum. Ég vissi ekki, hvað ég átti að hugsa. Var maðurinn virkilega að segja mér á þennan lítt dulda máta, að hann hefði myrt konuna sína? Þessi holdugi og hægláti maður líktist ekki morð- ingja; ég gat varla trúað hann hefði kjark til þess. Eða var hann bara að segja kröftuga gamansögu á minn kostnað? Fáum mínútum síðar var kominn tími fyrir mig til að fara og taka lestina. Þar skildi ég við hann, og síðan hef ég ekki séð hann. En aldrei hef ég getað ákveðið með sjálfum mér, hvort heldur honum var alvara eða gaman í hug.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.