Vikan


Vikan - 09.10.1952, Qupperneq 5

Vikan - 09.10.1952, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 39, 1952 5 '&g get ekki losað mig, hugsaði Anna. Hún hef- nr bundið of fast. Lárus bíður og ég get ekki komizt til hans. Og ef ég kem ekki, verður hann reiður og gerir það sem hann hótaði. Hann eyði- leggur æru og nafn Mikaels. Lárus beið. Pyrst rólegur, svo óþolinmóður og að lokum bálreiður. Hún ætlaði ekki að koma. Mikael var farinn inn í sitt herbergi fyrir löngpu, og Lárus heyrðist hann vera einn. En var það víst? Ef hún hefði nú verið með honum . . , Hann gekk fram á ganginn og opnaði hiklaust dyrnar að herbergi Mikaels. Hann stóð þar á náttfötunum og á augabragði fullvissaði Lárus sig um að hann væri einn. Lárus vildi sizt af öllu koma upp um sig — Mikael fengi ekki ánægjuna af því að vita hvern- ig farið væri með hann — svo hann sagðist vilja láta vekja sig snemma næsta morgun og sneri við. Hann settist niður og reiðin sauð í honum. Hvar var hún eiginlega? Ætli hún hafi falið sig einhvers staðar niðri? Eða hafði hún farið út? Átti hann að fara að eltast við hana? Nei og aftur nei. Hann hafði sett henni úrslitakosti og nú var hún að reyna að leika á hann — ágætt, hann vissi þá hvað hann ætlaði að gera. Hann reyndi ekki að sofa. Nú var komið fram yfir miðnætti og vísamir á klukkunni snigluð- ust áfram — eitt — tvö — þrjú. Láms leit enn einu sinni á klukkuna og gnísti tönnum. Klukkan VEIZTU -7 1. Það var Cyrusi W. Field að þakka, að hægt var að leggja fyrstu símalínuna á botni Atlantshafsins. Hvemig geta verkfræðingar vitað hvar bilunin er þegar linan bilar? 2. Hvað er það sem sjómenn kalla alda- mótakarfa ? 3. Hverjir voru bandamenn Frakka í sjö ára stríðinu ? 4. Hvers vegna fara fötin alltaf illa á Japanskeisara ? 5. Hvenær var Háskóla Islands veitt einkaleyfi til reksturs happdrættis? 6. Hvaða þrír guðir Hindúa voru af holdi og blóði ? \ 7. Hvað tákna stafirnir CD á bíium? 8. Hvað hét maðurinn, sem gabbaði ræn- ingjana 40 í „Þúsund og ein nótt“? 9. Við hvern er júlímánuður kenndur? 10. Hvað heita hljóðholubeinin í eyranu? Sjá svör á bls. 14. •¥ *¥--¥--¥*¥-¥•¥*-¥-¥ SÖGULOK þrjú I gær hafði hann gengið yfir eyðið. Nú hlyti að vera komin fjara aftur. Hann gæti gengið í land. Já, hún hafði fengið nægan umhugsunarfrest og nú yrði hún að taka afleiðingunum. Hann klæddi sig í skyndi og læddist niður stíginn, því hann vildi ekki láta Mikael vita að hann væri að fara. En í fyrramálið skyldi hann kæra Mikael fyrir yfirmönnum sínum. Hann heyrði ekki fótatakið á eftir sér. Þó hann hefði litið til baka hefði hann ekki greint gömlu konuna með hvíta flaksandi hárið, sem elti hann. En Meg gamla sá í myrkri eins og kötturinn. Hún hafði staðið á verði í ganginum og séð hann fara. Hugmyndirnar byltust hver um aðra í höfðinu á henni, meðan hún elti hana. Nú var ókunni maðurinn að fara, en hann kæmi áreiðanlega aft- ur og gerði illt af sér. Hann var óvinur húsbónda hennar. Hún yrði að sjá um að hann kæmi aldrei aftur. Aldrei! Lárus komst í land án þess að gruna það að honum væri veitt eftirför. Hann hafði ekki skilið bílinn sinn eftir við bílskúr Mikaels, því þá hefðu þau séð hann. Hann hafði stanzað nokkru neðar á hárri klettabrún. Hann klifraði þangað upp og skugginn á eftir. Nú var Meg gamla búin að ná sér í stóran stein. Hún sá að hann settist inn í opinn sportbíl og mótorinn fór í gang. Um leið og bíllinn fór af stað, stökk hún liðug eins og köttur upp á brett- ið og sló Lárus í höfuðið með steininum. Hann hneig útaf og sleppti stýrinu, en-bíllinn hélt áfram fram af brúninni. Hann hékk um stund á afturhjólunum og vitfyringshlátur Meg gömlu glumdi við, þar sem hún hékk á brettinu. Svo steyptist hann niður. Bíllinn valt hvern hringinn af öðrum og brotn- aði í spón á stórum steini. Mikael lauk upp augunum. Klukkan var sjö og hann hafði lítið sofið, en hann fór strax að hugsa um önnu. Önnu og Lárus og brúðkaups- nóttina þeirra. Hann reyndi að hrinda þessari hugsun frá sér meðan hann fór á fætur. Hann yrði að þola það. Hann fann ekki Meg gömlu, þegar hann kom niður. Hún var þó vön að vera snemma á fót- um. Að lokum barði hann á herbergisdyr henn- ar og þegar enginn svaraði gekk hann inn. Það hafði auðsjáanlega ekki verið sofið í rúminu hennar. Mikael var á báðum áttum um hvað hann ætti að gera, en svo mundi hann að Lárus hafði beðið um að vera vakinn snemma. Hann varð að herða upp hugann áður en hann barði að dyrum. Enginn svaraði. Hann barði aftur -— hærra. Enn svaraði enginn. Hann kall- aði: Fielding! Hann beið lengi, svo opnaði hann dyrnar og fann annað autt herbergi og óbælt rúm. Mikael hélt að hann væri að dreyma. Hann gekk niður og leit út um gluggann. Allt í einu fór hrollur um hann og hann stirðnaði. Hann greip stóran sjónauka og beindi honum að ein- hverri hrúgu á ströndinni neðan við klettana. Bíll! Þetta var flakið af opnum bíl alveg eins og bíl Lárusar. Þetta hlaut að vera bíllinn hans. Og rétt hjá — stundum sýndist honum það vera — Hann lagði sjónaukann frá sér og hljóp út. Hann leysti bátinn og réri lífróður í land. Alla leiðina virtist einhver rödd innra með honum kalla: Anna! Anna! Hann kippti bátnum upp og hljóp á slysstað- inn. Enn hann fann önnu þar ekki. Skjálfandi virti hann fyrir sér lík Lárusar og Meg gömlu. Hann stóð þarna lengi hreyfingarlaus. Anna — Anna — hann endurtók nafn henn- ar. Hvar var hún? Hann náði aftur í bátinn og réri út í eyna. Úr því hún var ekki með Lárusi var hún e. t. v. enn i húsinu. Hann flýtti sér upp stíginn og þegar hann kom inn, kallaði hann nafnið hennar. Hann fór upp á loftið og kallaði aftur. En hvers vegna hafði Meg gamla verið með Lárusi ? Meðan hann braut heilann um þetta var hann kominn inn í her- bergi hennar innst á ganginum. Hann stanzaði, því honum fannst hann heyra dauft hljóð. Það var eins og barið væri í loftið. Loftið! Mikael reif upp hurðina og tók stigann i nokkr- um skrefum. Anna lá á gólfinu með höfuð og axlir vafðar í þykkt ullarteppi. Náttkjóllinn var krumpaður og rifinn, því hún hafði velt sér um gólfið alla nóttina. Mikael byrjaði strax að losa teppið, en það tók nokkra stund, því Anna hafði flækt sig enn meira í þvi við að reyna að losna. Hann talaði huggunarorð við hana á meðan. Að lokum tókst honum að losa um höfuð henn- ar. Handleggirnir voru fastir og um leið og hann snerti þá gaf hún frá sér sársaukaóp. Hann nudd- aði þá varlega og með umhyggju, þangað til blóðið fór aftur að streyma um- þá. Hann dró djúpt andann og reyndi að véra rólegur. Að lok- um vafði hann teppinu aftur utan um hana ,og lyfti henni upp. Anna var með lokuð augun og vissi auðsjáan- lega ekki almennilega hvað gerðist. En þegar hún fann sterka arma hans utan um sig leit hún upp. „Mikael — ó, Mikael, ég var farin að halda að ég mundi ekki lifa þetta af.“ Og svo fóru tárin að streyma niður andlit hennar. Hann langaði til að þrýsta henni að sér, en hann þorði því ekki — ekki einu sinni til að hug- hreysta hana. Hann bar hana niður stigann og framm ganginn. „Hver gerði þetta?“ spurði hann. „Meg gamla. Hún hlýtur að vera brjáluð." Meg gamla. Mikael svaraði ekki undir eins. Ilann bar hana inn í svefnherbergið — herbergið sem hún átti að sofa í með Lárusi. En Meg gamla hafði komið í veg fyrir það — með sin- um eigin ráðum. Og í einfeldni sinni hafði hún gengið of langt. Hann lagði Önnu á rúmið og breiddi annað teppi yfir hana. Svo settist hann við hlið henn- ar. „Hlustaðu nú á mig, Anna — hóf hann mál sitt. Hann dró djúpt andann áður en hann hélt

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.