Vikan


Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 39, 1952. áfram. „Það er betra að ég segi þér það undir eins. Það hefur orðið hér alvarlegt slys snemma i morgun eða seint í nótt. Þess vegna gat Meg gamla ekki leyst þig. Bíllinn hans Lárusar steyptist fram af klettunum og Meg var af ein- hverjum ástæðum í honum. Og — hann leit niður -— Lárus dó líka.“ Anna sagði ekkert og augnabliki siðar leit hann upp. „Ég ætla ekki að segja neitt meira, því ég get það ekki,“ stamaði hann. „Ég veit að þér þótti vænt um hann.“ Hann reis stirðlega á fætur. „Og nú ætla ég að lofa þér að vera einni." Hann gekk fram að hurðinni án þess að geta sagt það sem hann langaði mest til. En þegar hann kom fram að hurðinni, kallaði hún. „Nei — nei, farðu ekki strax." Hann sneri við. Hún rétti hendina i áttina til hans, eins og hún væri að biðja um hjálp. Hann tók hendina í báðar sínar. Svo byrjaði hún að tala. „Ég ætla bara að segja þér dálítið, sem þú veizt ekki. Lárus ógnaði mér með því að hóta að gera þér illt." Hún sagði honum frá hlemminum í vinnustofunni og öllu því, sem Lárus hafði sagt um leyniskjölin. „Hann sagðist geta eyði- Svipmyrndir úr sumarleyfi VL Hvernig selir þakka fyrir sig STRÁKAR á aldrinum níu til þrettán ára eru öðru fólki hamingjusamari því þeir eiga öllum auðveldara með að vera þeir sjálf- ir. Þeir eru eins og jurtin sem skýtur upp kolli sínum einn góðviðrisdag um vor, full af órættum sumarvonum. Ég hitti nokkra svo- leiðis stráka á ferð minni um norðurhéruð Breiðafjarðar. Auðvitað eru þeir líkir stall- bræðrum sínum í öðrum fjórðungum, en samt hefur umhverfið sett mark sitt á þá. Héraðið er afskekkt og að mestu ósnortið anda véla- menningarinnar svonefndu, bílar og bíó eru til dæmis ennþá sveipuð rómantískum ljóma í hugum þeirra. Bíla hafa þeir að vísu séð, en bíó varla. Þessvegna kunna þeir ekki hasa- leik. Roj Rogers hefur enn ekki fengið færi á að veita þeim tilsögn í meðferð byssna. Byss- ur eru i þeirra augum ekki tæki til að skjóta menn, heldur eru þær bannheilug heimilis- tæki sem enginn má snerta nema pabbi þegar hann þarf að skjóta sel í matinn, ref eða hrafn sem gerist of nærgöngull í varpinu. Að þessu leyti eru þeir óupplýstari ungu gang- sterunum okkar í borginni sem sækja reglu- bundið skóla til Rojs Rogers í manndrápum. En þó þetta sé þeirra veika hlið, þá hafa þeir upp á ýmislegt annað að bjóða. Þeir eru flestum meiri lambavinir og kunna vel að hjálpa lömbum á spena þegar burður hefur gengið illa, og öllum eru þeir slungnari að þekkja mörk. Einn sagðist meira að segja þekkja allar kindurnar hans pabba. Ekki veit ég hvort þeir eru mikið upp á bókina, en áreiðanlega er Kári Sölmundarson til dæmis náinn vinur þeirra allra. Þessir strákar eru líkari eldri stákum í Islandssögunni en aðrir strákar. Þessvegna eru þeir mér hugtækari þó ekki sé ég reiðubúinn að fullyrða þeir séu hæfari öðrum til að lifa á okkar sundurleitu tímum. Ég býst til dæmis við þeir yrðu of viðbragðseinir i borg þar sem hraði hraðans vegna er á leið að gera mannfólkið að tauga- veikluðum aumingjum. Mig langar til að rissa upp smámynd af svona strák: Hann er ellefu ára, bráðum tólf og veit fjarska vel til hvers hann kom í heiminn því hann ætlar að verða bóndi og taka við af honum pabba. Við hittum hann úti á túni í sól og sunnudegi, þar sem hann situr utan í lön og tálgar spýtu með sjálfskeiðungnum sínum. Hendurnar á honum eru þykkar og brúnar og þegar hann lítur upp sjáum við hvernig spurn- armerkin loga í augum hans. Spýtuna sína tálgar hann af miklum dugnaði, spænirnir hrjóta út um allt tún, og drjúga stund horfum við á og ihugum hvað hann er að smíða þangað til í ljós kemur, að hann er ekki að smíða neitt sérstakt, heldur tálgar hann bara til að tálga. En milli þess sem hann beitir hnífnum heyir hann linnulaust stríð við hárið á sér: það vex svo ört þetta hár, fyrr en var- ir tekur það manni niöur á herðar að aftan og að framan hangir það einlægt niður í augu, jafnvel niður í munn: það er svo afskaplega erfitt að venja það aftur á hnakka. Alveg er sama hve lengi maður. greiðir sér frammi fyrir spegli á sunnudögum og notar vatn fyrir brilljantin, alltaf rís það jafnharðan aftur. Og bregoi maðui1 sér út í boltaleik eða eitthvað, \erour það hreint eins og hænurass í vindi, úfið og óstýrilátt og feykist út í allar áttir. Sumir nota hárnet, það finnst mér ljótt. Ég vil bara nota derhúfu. Gamla húfan mín fór í heyið í fyrrasumar og munaði minnstu að að kýrnar ætu hana í vetur, en kýrnar átu hana ekki, hún kom i moðinu í vor og ég gat meira að segja gengið með hana fram eftir sumri. Svo grotnaði hún bara í sundur. Nú verð ég að kaupa mér nýja húfu með haust- inu. Peninga ? Auðvitað á ég peninga. Kannsk- ekki mikið. En ég á þó lamb. Ég gæti keypt mér margar derhúfur fyrir eitt lamb. Svo á ég líka hest. Hann heitir Brúnki þó hann sé svartur, þvi að allir svartir hestar eru kallaðir brúnir. Ég ríð honum alltaf í smalamennskum. Ég ríð honum líka til kirkju, ég nenni aldrei að labba þó hitt fólkið labbi. Oft messað? Neei, kanski tvisvar á sumri og einu sinni á vetri. Mér finnst ekkert gaman að fara 'til kirkju nema þegar fermt er. En hérna á bænum er gömul kona sem alltaf vill fara og henni er alveg sama þó hún labbi. samt er hún svo veik í fótunum að hún verð- ur að liggja i rúminu daginn eftir. Hún er svo ægilega guðrækin. Á hverjum sunnudegi sezt hún við útvarpið og hlustar á messuna. Ég held hún hlusti svo vel, að hún heyri ekki orð. Svo lokar hún augimum og syngur með sálma. Líklega kann hún alla sálma í sálma- bókinni, hún hefur svo gott minni. Hún man til dæmis þegar fólkið fór til Ami- ríku í gamla daga. Það fóru héðan nokkr- ir afgamlir kallar, segir hún, og þeir dóu strax og þeir komu til Amiríku. Finnst ykkur það ekki skrýtið Voru þeir kannski að fara alla leið til Amiríku til þess eins að deyja? Kellingin segir mér lika margar draugasögur. Hún trúir á drauga, hihihí. Og hún heldur það sé huldufólk héma í klettin- um uppi imdir brúninni. En auðvitað er þar ekkert huldufólk, ég hef oft kallað inn í klett- inn og það er enginn sem svarar. Og einu sinni skal ég segja ykkur var hún að raka á mýrunum hérna neðan við túnið. Það var farið að dimma. Þá þykist hún heyra eitthvert gól, hleypur svo heim í dauðans ofboði og segist hafa heyrt I fjörulalla, mýramar liggja nefni- lega alveg niður undir fjöm. Pabbi þaut undir eins út. Og hvað haldiði þá að þetta hafi verið? Auðvitað flökkuhundur af næsta bæ. Eins og hún var nú líka hrædd. Ekki skil ég hvernig fólk getur trúað á fjörulalla. VITXÐI hvað ég held? Ég held þessir fjörulallar sem um getur í sögunum hafi bara verið hundar. Eða þá selir. Jú það er mikið um seli hérna. Pabbi á trillu. Ég keyri hana stundum sjálfur. Hrogn- kelsi ? Auðvitað veiðum við hrognkelsi líka, en það er miklu meira gaman að veiða kópa. Við fáum svona tvo til þrjá í senn, stundum einn, stundum engan, einstaka sinnum fjóra. En vitiði, einu sinni kom urta í netið, það er selamamma. Líkast til höfðum við drepið kóp- inn hennar daginn áður: hún var svo raun- mædd, ég held næstum þvi hún hafi verið að gráta þegar við komum. Svo fór hún að hvæsa. Og réðist blátt áfram á okkur þegar við ætl- uðum að hjálpa henni úr netinu. Hún gat bara ekkert greyið, hún beit bara í borðstokkinn, svo gat hún ekki meir. Og pabba tókst að leysa hana. Með höndunum? Nei, því þá hefði hún bitið hann. Pabbi notaði ár og gat smokr- að henni úr möskvunum. Þá var hún fljót að skjótast í burtu. En ekki hafði hún synt langt þegar hún leit við og þakkaði okkur fyrir lífgjöfina. Og vitiði hvernig selir þakka fyrir sig? Nei. Þeir depla bara augunum. lagt þig, ef ég gerði ekki allt eins og hann vildi, þættist vera ástfangin af honum og svæfi hjá honum í þessu húsi —“ Hún æpti upp, því Mikael hafði allt í einu hert takið á hendinni, svo hún var eins og i skrúflykli. En þegar hún æpti sleppti hann takinu og lagði hendina undir vanga sinn. „Meg gamla kom í veg fyrir það,“ hélt Anna áfram hikandi. „Mér þykir það mjög leiðinlegt að þetta skyldi koma fyrir hana — mjög leiðin- legt. Og ég ætti líklega líka að hryggjast yfir fráfalli Lárusar. En hann var á leiðinni til að framkvæma hótun sína.“ „Og nú?" sagði Mikael lágt. „Nú verð ég að gleyma Lárusi og öllu því, sem komið hefur fyrir. Ég get ekki almennilega skil- ið þetta allt. Það er eins og draumur. En, Mik- ael . . .“ „Já," sagði hann þegar hún hætti að tala. „Segðu mér það. 1 guðanna bænum segðu mér hvað þú ert að hugsa um.“ „Ég get ekki fundið réttu orðin. Ég hefi lík- lega orðið að þola of mikið undanfarið. Þú sagðir að þú elskaðir mig, Mikael." Aftur þagnaði hún, en hann leit á hana. „Ef þú gætir sagt það aftur eftir nokkra mánuði —“ Hún fór næstum aftur að gráta þegar hún leit. framan í hann. „Áttu við — áttu við —“ Og skyndilega beygði hann sig niður: „Aðeins einu sinni, Anna — aðeins einu sinni og svo skal ég láta þig í friði svo lengi sem þú vilt. En að- eins einu sinni, elskan mín.“ Og í fyrsta skiptið á þessu viðburðarika tíma- bili kyssti hann hana. ENDIR. ★ i i ★ ★ EINS OG : DÖGG FYRIR SÖLU * * heitir sagan, sem hefst í næsta ■¥■ blaði. Þetta er spennandi og óvenju- ^ legur reyfari eftir hinn kunna reyf- arahöfund Ethel Line White. Það ^ skeður margt í þessari sögu. Æfin- ■¥■ týrið hefst þegar Evelyn Cross ^ hverfur eins og dögg fyrir sólu í miðjum Ltmdúnum. Þó þykjast menn hafa séð hana fara inn í íbúð spá- * konunnar Goya, en þegar gengið er 4* á þá góðu konu, sver hún og sárt við leggur, að þetta hljóti að hafa ^ verið missýn. Eftir það þarf enginn að kvarta yfir leiðindum. Atburða- rásin í sögunni er hröð og skýr og lesandinn er sífellt að reka sig á ^ nýja og dularfulla og óvænta hluti. ■K Þeir muriu því vera fáir, sem geta ^ skilið við þessa sögu, áður en full vit- neskja er fengin fyrir því, hvað kom ^ fyrir Evelyn Cross og hversvegna héii hvarf eins og * dögg fyrir sólu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.