Vikan


Vikan - 09.10.1952, Qupperneq 7

Vikan - 09.10.1952, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 39, 1952 7 i BSÖNN SAGA Ú R ■ HVERSDAGSLÍFINU I - PAMELA HEN ókin ílennar langö N N ELL S K R AÐ I - gommu HÚN VAR 99 ára. Allir í dalnum okkar í Kaliforníu kölluðu hana „langömmu". Hún var bogin og kræklótt eins og lítið eikartré, sem stendur af sér öll veður án þess að falla. Hann var nálægt fimmtugu og hét John Riley. Hann hafði einu sinni verið einn af beztu lög- fræðingum bæjarins, en eftir að einkasonum hans dó af slysförum, missti hann áhugann á lífinu. Hann gerðist drykkfelldur og viðskipta- vinum hans fækkaði jafn og þétt. Þegar gullæðið geisaði í Kaliforníu, hafði lang- amma tekið sig upp frá Missouri og farið yfir þvera Ameríku til Kaliforniu til að halda heimili fyrir föðurbróður, sem hún átti þar. En þegar hún kom vestur, frétti hún, að hann hefði verið myrtur til fjár á meðan hún var á leiðinni. Hún settist þá að sem kennari í nýrri og vaxandi borg þar vestra. Þar giftist hún skógarhöggsmanni og lifði hann og sex börn þeirra. Eftir það bjó hún hjá dótturdóttur sinni Alísu, og tveim dætr- um hennar. Þegar langamma var orðin áttræð og ekki lengur rólfær utanhúss uppgötvaði hún, að á liana tóku að sækja þau ellimörk, að hún hafði yndi af að rifja upp fortíðina. ,,Það eru ellimörk, þegar maður fer að raupa um fortíðina,“ sagði hún. „Pólki leiðist að hlusta á slíkt.“ 1 stað þess að tala tók hún þvi upp á að skrifa sögu hinnar viðburðariku ævi sinnar. Mæðgurn- ar vöndust brátt skröltinu í gamla ritvélargarm- inum hennar. Á hverjum degi vann hún eitthvað að bókinni sinni, en neitaði algerlega að lofa Alísu að lesa hana í frumritinu. Henni var mjög tekið að daprast sjón og heyrn, en hugrekkið vgr óbilað. En svo bar við dag einn, þegar langamma var 99 ára, að Alísa veiktist og var flutt á spítala. Vinafólk hennar tók að sér dætur hennar tvær, en langamma þvertók fyrir að fara að heiman og verða öðrum til byrði. En þegar langamma frétti, að litlu dóttur- dótturdætrum hennar tveim leiddist, þoldi hún ekki mátið. Einn morgun vissi nágranni hennar ekki fyrri til en hann sá hana riðandi á fótun- um við dyrnar á bílskúrnum hans. Hún var klædd i gömlu sparifötin sín og hélt á snjáðri tösku. Hún bað hann að aka sér niður í bæ. Hann varð dauðskelkaður og þvertók fyrir það. Hún, sem ekki hafði komið niður í Aðal- stræti i 15 ár! Það yrði alltof mikil áreynsla fyrir hana. „Ég er ekki svo gömul," sagði hún snefsin. „Eg fer gangandi ,ef þú ekur mér ekki!" Hann ók henni til lögfræðiskrifstofu John Riley. Hin döpru augu langömmu sáu ekki hirðuleysið og óregluna á skrifstofunni. Hún heilsaði honum með gamla hlýja brosinu sínu. „John, ég skal ekki tefja þig lengi, því að ég veit að þú hefur mikið að gera. En ég ætla að biðja þig að gera mér greiða." John gat ekki svarað. Hann var þurr í hálsin- um af blygðun. Mikið að gera — hvað var langt síðan leitað hafði verið til hans — mánuður, tveir mánuðir? Langamma og hann höfðu alltaf verið góðir vinir frá þeim tímum er hann stal ferskjunum í garðinum hennar. Gamla konan fálmaði ofan í töskuna sína og dró upp úr henni þykkan blaðabúnka. „Eg hef verið að skrifa bók, John. Heldurðu að nokkur mundi fást til að gefa hana út?“ John tók við handritinu úr skjálfandi höndum hennar og lét hana setjast í stól. Hann minntist þess, hve lífið hafði verið ævintýralegt og við- burðarríkt þarna vestra, á æskuárum hennar. Hann minntist þess einnig að hafa heyrt, að hún hefði oft skrifað sögur í bæjarblaðið, þegar hún var ung kennslukona. „Vertu ekki kurteis," sagði langamma stutt i spuna. „Ég vil heyra sanleikann. Þetta er kannski einskis virði.“ Loks leit hann upp. „Þetta er gott, langamma,“ sagði hann blíðlega. Svo varð honum ljóst, að hún hafði ekki heyrt til hans, og hann kallaði í eyrað á henni: „Ég held þetta sé ágætt. Ég skal sjá hvað ég get. Ég skal senda handritið til útgefanda í New York." John ók henni heim. Tíu dögum seinna til- kynnti hann henni fagnandi, að útgefandinn væri búinn að lesa nokkra kafla af bókinni, og hann væri svo hrifinn af henni, að hann hefði sent henni 100 dali í fyrirframgreiðslu. Og hún mundi fá meira seinna. Þetta var merkisdagur fyrir langömmu. Hún sendi tafarlaust eftir barnabarnabörnunum sín- um tveim og tók sér ráðskonu. Mánaðarlega færði John langömmu 100 dali ásamt bréfi frá útgefandanum með frásögn af þvi hvað útgáfu bókarinnar miðaði. Það væri verið að sannprófa ártöl og aðrar sögulegar stað- reyndir og yfirfara handritið að öðru leyti, skrif- aði hann. John virtist einnig hafa vaknað af dvala við þessa velgengni langömmu. Hann minnkaði drykkjuskapinn og hætti loks alveg. Hann tók ti! við störf sín af hinu gamla fjöri sínu og áhuga, og fólk fór smám saman að leita til hans aftur með mál sín. Eftir langa sjúkrahúsvist kom Alísa heim. Langamma, sem nú var orðin 100 ára, hélt uppi heimilinu með hinum mánaðarlegu greiðslum frá útgefandanum. Við bæjarbúar vorum stoltir af henni. EN morgun einn, þrem mánuðum eftir 100 ára afmælisdag langömmu, fór hún ekki á fætur. Undanfarnar vikur höfðu kraftar henn- ar þorrið mjög. Þegar læknirinn sagði henni, að hún mundi ekki eiga marga daga eftir, varð hún fokvond. Hún var reiðubúin að deyja, en hún vildi fá að sjá útkomu bókarinnar. „Þú skalt fá að sjá hana,“ sagði John. Og daginn eftir sagði hann henni, að hann hefði sent útgefandanum skeyti og fengið svar. Útgefand- inn sagðist skyldi flýta bókinni, og lofaði að hún skyldi fá eitt eintak eftir nokkra daga. Langamma hélt í sér lífinu af viljaþrekinu einu saman. Hún var aðeins með hálfri meðvit- und daginn sem John kom með bókina — stóra, þykka bók með titli og nafni hennar letruðu gulln- um stöfum á spjaldið og kjölinn. Þó að hún gæti ekki séð stafina, gat hún fundið þá, og hún þreif- aði sig áfram gegnum nafnið sitt, með tárin í augunum. „Ég verð þá engum til byrði," hvislaði hún. Hún missti meðvitundina og fékk friðsælt and- lát tveim tímum siðar, með hina dýrmætu bók milli handanna. Þegar Alísa hafði veitt henni nábjargirnar, tók hún bókina og fór að blaða í henni. „Hvað á þetta að þýða, John?" spurði hún undrandi. „Blöðin í bókinni eru öll auð?“ „Ég vona að þú fyrirgefir mér,“ sagði John. „Það var aldrei nein bók. Langamma var hálf- blind og heyrnarsljó. Hún heyrði ekki í bjöll- unni I ritvélinni, sem gefur til kynna þegar línan er á enda, og sá það ekki heldur. Það vantaði því oft heilar setningar, og oft hrúguðust stafirnir hver ofan k annan aftast í línu. Ég gat ekki fengið af mér að segja henni það. Ég gat ekki tekið frá henni einu von hennar." „En útgefandinn?" spurði Alísa undrandi. „Hann sendi henni peninga mánaðarlega." John stokkroðnaði. Þá skildi Alísa hvernig í öllu lá. Hann hafði sjálfur skrifað bréf útgef- andans. Hann hafði selt bílinn sinn til að geta látið hana fá fyrirframgreiðslurnar. Og þá vissi Alísa, hversvegna John gekk enn tötralega til fara, þó að hann væri hættur að drekka og hefði nóg að gera. ★ ★★★★★★★★★★★ KVIKMYNDIN er vinsæl- asta skemmtun veraldarsög- unnar. Bíóið er samkomustað- ur almennings. Það má vera vesæll maður, sem ekki getur farið í bíó. Jafnvel svertingj- arnir á Gullströndinni hafa sín bíó (VIKAN 11. sept), þó að þeir geri sig raunar ánægða með sömu myndimar upp aft- ur og aftur. Vinsældir kvikmyndanna leiða það af sér, að fréttir af þeim og fólkinu, sem býr þær til, verða nærri sjálfkrafa ai- heimsfréttir. Hér er það nýj- asta úr myndaheiminum: BOB HOPE er búinn að búa til nýja mynd um „vilta vestr- ið“. Þetta er framliald af myndinni „Fær í flestan sjó,“ sem Tjarnarbíó sýndi í siunar. ★ JOAN BENNETT er búin að fá manninn sinn, WALTER WANGER kvikmyndaframleið- anda, heim úr fangelsinu. Hann sat inni í 98 daga fyrir að skjóta umboðsmanninn hennar, sem liann grunaði að væri ann- að og meira, Umboðsmaðurinn lifði, þessvegna var refsingin ekki þyngri en þetta. ★ GREGORY PECK leikur að- allilutverkið í enn einni Hem- ingway-mynd. Þessi er byggð á smásögu hans The Snows of Kilimanjaro. Nú má siá því nokkurnveginn föstu, að eng- inn höfundur hafi verið kvik- myndaður eins rækilega eins og Emest Hemingway. O’Henry (William Sydney Porter) er annar höfundur, sem Hollywood er nýbúin að af- greiða. 20th Century-Fox félag- ið sendi frá sér í siðastliðn- um mánuði mynd, sem byggð er á fimm smásögum þessa langlífa en löngu dauða smá- sagnaliöfundar. En ANNE BAXTER, JEANNE CRAIN, GREGORY RATOFF, FRED ALLEN, OSCAR LEVANT og CHARLES LAUGHTON eru meðal Ieikaranna. ★ Loks herma fregnir frá Hollywood, að Stevenson, for- setaefni demokrata, eigi yfir- gnæfandi fylgi kviltmynda- fólksins á staðnum. Itvik- myndaleikarar og framleiðend- ur hafa löngum verið hlyntir demokrötum, og þegar Steven- son heimsótti þá fyrir skemmstu, tóku þeir honum af- bragðsvel. DORE SCHARY, einn af forstjórum Metro-Gold- vvyn-Mayer, bauð 600 stórlöx- um til veizlu með honum, en þar gerðust þau tiðindi meðal annars, að LAUREN BACALL lýsti yfir því í heyranda hljóði, að hún væri búin að snúa baki við Eisenhower. Og hún lofaði að reyna að fá manninn sinn, HUMPREY BOGART, til að fara eins að. ★ ★★★★★★★★★★★ 0

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.