Vikan


Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 39, 1952 - HEIMILIÐ - RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR P etrartízkan og gömlu fötin Eftirmiðdagskjóll og plíseraður kokteilkjóll. NtT eru erlendu tizkublöðin full af fallegum fötum með spánýju sniði °§f þegar við flettum þeim, andvörp- um og við segjum: „Þau eru dásam- leg, en þvi miður get ég ekki eign- ast þau." En við' þurfum alls ekki að láta þar við sitja. Eftir að hafa andvarp- að getum við líka sezt niður og eign- ast næstum svona fallega kjóla. Fyrst þurfum við auðvitað að gera okkur grein fyrir því hvað er móðins í vetur og hvernig fötin hafa breyzt írá í fyrra. Mest áherzla virðist lögð á að konan 1953 sé há (fáar íslenzk- ar stúlkur þurfa að hafa áhyggjur af þessu atriðí)[, rr4ttismjó (fötin liggja þétt að mittinu, án þess að vera strengd) og létt (lausir treflar og slæður, allsstaðar, alltaf og við allt). 1 dag áður en kólnar of mikið, lít- ur Parísardaman svona út: Fremur aðskorin dragt úr þykku efni, lítil húfa aftan á hnakkanum, langur tref- ill með kögri og öðrum endanum kastað yfir öxlina og heilir háhælaðir skór. Venjulega kólnar samt svo fljótt hjá okkur að við verðum að vera i kápunni utan yfir dragtina, og vefja treflinum um hálsinn. KAPAN er efnisminni en í fyrra, en samt víð. Mjókkaðu þvi gömlu vetrarkápuna, síkkaðu hana örlítið og hnepptu henni á misvíxl, ef hún er nógu víð. Ef þú átt afgang af efn- inu, eru stórir vasar mikið móðins. Þú getur hrósað sigri, ef þú átt sportkápu (t. d. úr tweed eða kamel- ull), því hún er einmitt eftir nýjustu tízku. Ef þú átt svarta kápu nægir að fóðra hana með t. d. eldrauðu tafti, til þess að hún sé eins og hún komi beint frá stóru tízkuhúsunum. DRAGTIN: Vegna veðráttunnar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af útidragt í bráð, en yfirleitt verð- ur gamla dragtin meira móðins, ef þú bætir á hana hnöppum og notar við hana trefilinn, sem allsstaðar gengur núna. Kvöldragtina þarf að gera flegnari, klipptu t. d. á hana vítt ferkantað hálsmál, styttu erm- arnar og kauptu háa hanzka. Stuttkápuna frá sumrinu má fóðra með vatteruðu fóðri og nota hana allan veturinn. Hér á landi höfum við aðeins not fyrir tvenns konar kjóla (fyrir utan vinnukjóla): eftirmiðdagskjóla og fína kvöld- og kokteilkjóla. Eftirmið- dagskjólarnir svokölluðu eru yfirleitt mjög einfaldir og sléttir niður. Þeir eru mjög háir í hálsinn og kraginn gjarnan brotinn eða rúllaður niður. 1 fyrsta skiptið í langan tíma virðist tweed-efni ganga fyrir jersey-efn- inu. Kvöldkjólarnir eru flegnari en í fyrra. Þessvegna liggur allur vand- inn við að reyna að breyta þeim í að klippa. Þejr eru líka ermalausir, en við þá eru oft notuð sjöl og slæður, ýmist úr sama efni eða úr blúndu fóðraðir með öðrum lit. Plíseraðir kjólar eru mikið notaðir í kokteilboð. Svarti liturinn ríkir enn, enda grennir hann bezt og felur vaxtalýtin og fáar okkar hafa ekkert að fela. Það er mjög auðvelt að breyta gömlu, svörtu kjólunum. Hér eru nokkrar hugmyndir: Hafðu t. d. eina af litlu, plíseruðu slæðunum, sem hér hafa fengizt um hálsinn (ef þú ert nógu hálslöng). Fáðu mislitt belti við svarta kjólinn og tengdu það saman með samlitri rós, fallegri nælu eða stórri slaufu. Ef kjóllinn er með hálsíðum ermum er fallegt að láta ljósa pifu standa fram undan þeim o. m. fl. Auðvitað er fallegast að hafa hanzkana í sama lit og skrautið á kjólnum, en svo má líka rykkja pífu úr sama efni og krækja henni um ulnliðinn, utan yfir stuttum svörtum hönzkum. Og þegar við erum búnar að draga fram öll gömlu fötin, og athuga tízkublöðin, andvörpum við aftur, en í þetta skipti hugsum við: „Þeir eru dásamlegir og einmitt við mitt hæfi." Og þá er tími til kominn að draga fram saumavélina. * & * * * • * Hvað fæst hvar? Húsmæður, kannist þið ekki við „Jonson's Glo Coat"? Flestum kemur saman um að það sé allt annað verk að bóna gólfin með því en öðru bóni. Og nú hefur Málarinn h.f. f engið húsgagnabón f rá þess- ari sömu verksmiðju, sem hefur Iíka reynzt mjög vel. Bónið er borið á húsgögnin, látið þorna og þurrkað laus- lega yf ir. Það má nota á hús- gögn, ísskápa, krómaða hluti, leðurvörur o. fl., en þó ekki á plastik. -¥¦¥-*¥•¥• * & * ' * Grænmeti og grænmetisréttir Hafið þið gert ykkur grein fyrir því að til eru milli 30 og 40 græn- metistegundir á Islandi? Og ekki aðeins til, heldur líka ræktaðar og seldar í búðunum. Á sýningu Garð- yrkjufélags Islands í K.R.-skálanum voru allar þessar tegundir, svo ekki var um að villast. Hvernig stendur á því að ekki skuli vera notað meira grænmeti hér á landi, þar sem ekki er hægt að fá ávexti nema einstöku sinnum? Ekki höfum við úr svo mörgu öðru að velja. Það er haft eftir einum frum- kvöðlinum í garðrækt hér á landi, að' hér sé enginn vandi að rækta grænmeti, erfiðleikarnir komi fyrst, þegar fólkið eigi að fara að borða það. Þó þetta hafi lagazt síðan, vant- ar mikið á að við kunnum að borða gras, eins og sumir kalla það. A sýningunni gefst gestum kostur á að smakka f jóra rétti Náttúrulækn- ingafélagsins og einn grænmetis- drykk. Drykkurinn var ljómandi góð- ur og allur vandinn við að búa hann til, er að hakka allt það grænmeti sem til er á heimilinu ásamt vatni og rúsinum. tír niðurrifnum rófum og rúsínum fæst líka ágætis salat, sem ekki þarf að sykra og þannig mætti lengi telja. Allar húsmæður eru í vandræðum með að fá nægilega fjölbreytni i mat- inn og 30—40 tegundir af grænmeti ættu að geta bætt töluvert úr því. Auk þess getur fjölskyldan sparað drjúgan skilding með því að borða mikið grænmeti og rækta það sjálf. FOLA BARNIÐ Svartur kvöldkjóll með samlitu sjali. Föla barnið er áhyggjuefni móð- urinnar, því hún setur fölt andlit í samband við sjúkdóma, blóðleysi eða vöntun á C-vítamíni. Enski prófessorinn, John Yudkin, hefur nýlega birt árangurinn af ná- kvæmri rannsókn, sem hann gerði í Cambridge á 1200 börnum á aldr- inum 4—11 ára, með tilliti til blóð- leysis og fölva. Þar sem allar líkur benda til að slík rannsókn hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum mundi veita sömu upplýsingar, er árangurinn af starfi prófessorsins mjög athyglisverður. Það er ekkert samband á milli fölva og þess, sem almennt er kallað blóðleysi, þ. e. a. s. færri rauðra blóðkorna en eðlilegt er. Ef um 25— 50% blóðleysi er að ræða verður mað- urinn fölur, en svo blóðlaust reyndist ekkert ensku barnanna. Auk þess fannst ekkert samband milli fölva og C-vítamínskorts, fölva og sjúkdóma í öndunarfærunum eða íölva og tannskemmda. Prófessorinn mótmælir þvi líka að gáfuðu og iðnu börnin séu fölari en trassarnir, því af þessum 1200 börn- um stunduðu fölu börnin ekki síður fótboltavöllinn og jafnmargir nám- fúsustu nemendurnir höfðu epla- rauðar kinnar. Allt bendir því til þess að föla barnið sé eins fjörugt og iðið og önnur börn. En þá vaknar spurningin: 1 hverju eru fölu börnin þá frábrugðin öðrum börnum ? Prófessor Yudkin komst að þeirri niðurstöðu, að fölu börnin vegi rúmu kílói minna, séu að meðaltali 1% sm. lægri og hafi láusara handtak en önnur börn. En mikilvægust er sú staðreynd, að fölu börnin höfðu flest slæmt eða öllu heldur rangt matar- ræði. Fimmta hvert barn í Cambridge reyndist fölt. Fölvinn var dæmdur eftir lit kinnanna, varanna og augna- hvarmanna, en ekki tannholdsins, sem vekur þó oft fyrst athygli lækn- isins á þvi; að barnið sé blóðlaust. Rannsóknir prófessorsins leiddu því í ljós, að ekkert samband er milli blóðleysis og fölva og engin ástæða til að gefa fölu barni járnmeðul eða C-vitamín. Sérfræðingum kemur sam- an um að líkaminn þurfi um 30 mg. af C-vitamíni á dag, en hann getur tekið við þeim skammti þreföldum. Aftur á móti er full ástæða til að bæta mataræði barnsins, ef það er fölt. Blóðleysi dregur heldur ekki úr vexti barnsins, svo það getur orðið stórt og sterkt, þó það sé dálítið blóðlaust.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.