Vikan


Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 09.10.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 39, 1952 11 ÍMOIIA Eftir JAY DEATLER. FOBSAGA: Þegar Makk lögreglumaður sagði Jon Forbes frá Mónu, lýsti hann henni svo, aff hún væri há og mjó eins og hindin í skóginum og ein sú íallegasta stúlka, sem ég hef augum litið." Maðurinn hennar sat í fangelsi, og Makk, sem þó hafði aðeins séð hana einu sinni, kvaðst allt vilja leggja í sölurnar til þess að ná á henni tangarhaldi. Hann var reyndar búinn að reyna, en hún vísaði honum þá fra sér með fyrirlitningu. „Hún er eins og allar hinar," sagði Makk. „Hún er hrædd við lögreglumenn." — Og nú vildi hann fá Jonr kunningja sinn, til þess að reyna að komast yfir hana og temja hana — þá yrði vandalausara fyrir hann sjálfan að taka við! Jon — kvikmyndahöfundur, hamingjusamlega giftur, faðir elskulegrar telpu og Sú konan hans á von á öðru barni — vísar þessari þorparalegu uppastungu á bug. En hann getur samt ekki gleymt þessari dularfullu Mónu, hún verður að megnri ástriðu og að lokum hringir hann á hana og tekst að fá hana til stefnumóts. Hann mætir, sér hana þar sem hún bfður, en gugnar á síðasta augnabliki og flýr sneiptur heim. Sér svo eftir öllu saman,- hringir af tur, lýgur upp afsökun og fær hana til að lofa að reyna einu sinni aftur. Og gugnar nú ekki og stendur loksins augliti ttl auglitis við hana. EG gekk nær henni, tók um hönd hennar, sleppti henni svo snöggt. „Ég vona þú hafir ekki þurft að bíða," sagði ég. Eg vona ég komi ekki of seint; ég vildi ég hefði komið hingað fyrr; ég óska ég hefði komið til þín fyrir mörgum árum. Hún hristi höfuðið. „Eg var rétt að koma." Þjónninn kom til okkar, og við báðum um viskí. Það virðast allir gera. 1 Evrópu er creme de menthe notað sem nokkurskonar hórudrykkur; þar sitja pörin við borðin með þennan græna vökva fyrir framan sig. Hér er það þannig, að í hvert skipti sem maður sér par þröngva sér inn í bás, eins og þau vilji vera I felum, þá má taka það fyrir vlsst, að þau drekka viskí og sóta. „Mér þykir leitt þetta skyldi fara svona i gærkvöldi," sagði ég. Hún leit upp, augun galopin. „Hvað kom fyrir?" „Billinn minn bilaðí og . . . " „Hvað kom fyrir?" sagði hún i sama tón Hún virti svar mitt ekki viðlits. „Billinn minn bilaði," sagði ég. Ég sagði það £ þeim dúr, að enginn hefði getað trúað því. „Þú lýgur," sagði hún hljóðlega. „Heyrðu mig, frú Smæley ? Ég . . . " Hún hristi höfuðið. „Ég sá þig koma inn og tala við barmanninn." Svo pagnaði hún. „Leyzt þér ekki á mig?" Það var alveg óþarfi að svara. Hún hlaut að geta lesið svariS úr augum mínum. Hún var græn- klædd, sami litur og á nýutsprungnum laufum, og um grannan hálsinn hékk gullkeðja úr hjarta- laga þynnum, mjög smáum. Á brjósti hennar vinstra megin var falleg næla. Hún var eins og keila í lögun, og uppi á keilunni 'sat lítill, gylltur karl i stuttbuxum. Hún fitlaði í sifellu við næl- una; karlinn var festur um ás og snérist í eilífa hringi. Svona var það líka með mig, ég snérist í eilífa hringi, hrapaði gegnum gráar fjarvíddir augna hennar á þann hátt, sem aðeins getur gerzt í draumi og féll aldrei til botns, ég bara hrapaði og snérist með vaxandi hraða. Og rétt eins og karlinn þarna á keilunni, skall ég í vinstra brjóstið, sem virtist skapað fyrir hönd mína að strjúka. Ég starði á hana, varir hennar opnuðust lítið eitt. Tennur hennar voru smálegar og 5virtust skarpar. „Hvað kom þá fyrir?" spurði hún. Ég leit undan. ,,Af hverju beiðstu? Af hverju komstu aftur í kvöld?" sagði ég. Mér var alveg sama, hverju hún svar- aði. „Af því þú lagðir á flótta," sagði hún. „Þú varðst hræddur." Þetta hitti í mark, gott var það! „Því ætti ég að vera hræddur?" ea,gði ég varkáirlega. „Þú virðist ekkert hættuleg." Hún brosti þá lítið eitt. „Hvað veizt þú um það?" „Ég veit það ekki. En ertu það kannski?" Hún glotti allt í einu, eins og strákur — það var illgirnislegt, haðslegt glott. „Langar þig til að komast að því?" Ég kinkaði. „Mig langar til þess." Hún horfði á mig um stund, og mér fannst, að ég roðnaði. Ég vissi það ekki. En mér fannst það samt. Þá leit ég niður á hönd hennar, sem hélt um glasið. Flestir karlmenn veita því aldrei athygli, að miklu fleiri konur hafa snoturt andlit heldur enn fallegar hendur. Fingur hennar voru langir, næstum hnúalausir, rétt aðeins að maður eygði þa. Húðin var eins og í henni væru engar holur. Þessar hendur snerta mann eins og aðeins getur gerzt í draumi — innst inni; í þeim draumi, sem maður hrekkur upp af aumur og angraður örmagna, eins og væri maður að koma úr langri ferð, svo feiknalegri ferð, að manni er um megn að rifja hana upp eftir á. Þá fór hún að tala, og draumurinn var búinn; og þó var þetta draumi likast. „Heyrðu mig," sagði hún skyndilega. „Ég er svo svöng. En áður en við förum burt til að borða, skulum við reyna að kynnast betur." Hún var ekkert áleitin. Hún sagði þetta næstum af- sakandi. „Það gleður mig, frú Smæley." „Móna," sagði hún. „Móna," endurtók ég. ' „Hvað heitir þú?" Ég skildi hana ekki. „Jon," sagði ég hissa. „J-O-N." „Heitirðu það virkilega?" Ég skildi hana ekki ennþá. „Af hverju heldurðu ég heiti eitthvað annað?" „Ég veit það ekki," sagði hún og opnaði vesk- ið sitt. „Eg hélt þú hétir ef til vill eitthvað annað, af því ég hringdi í Sakkvillehótelið, rétt eftir að ég talaði við þig. Þú ert ekki skráður þar." Löðrungur hefði ekki komið mér eins á óvart. Ég góndi bara á hana i forundrun. Hún var nú að spegla sig, og málaði á sér varirnar. Ef til vill hefurðu aldrei veitt því athygli, að það er eitt hið lostafyllsta athæfi, sem ein kona getur gert, að því undanskildu að fara úr fötunum. Þá getur á að líta, hvernig varirnar munu opnast, þegar maður kyssir hana. Maður getur líka séð, hvernig munnur hennar herpist I ást- ríðunni. Og þegar hún bregður tungubroddi yfir varirnar, getur maður lesið framtíð sína i sveigj- um hans. Ég virti hana fyrir mér, hallaði mér aftur og saup á glasinu. „Af hverju varstu þá að koma?" „Þú hefur geðugan málróm." Mér var dillað. Ég varð öruggari, því að ég þóttist vita, að einhver var alvaran frá hennar hlið, að ást mín var ekki óendurgoldin. Nú var ég viss um það. „Ég þarf að segja þér dálitið í viðbót," sagði hun. „Ég býst ekki við þú þekkir neitt manninn minn, né neinn annan, sem þekkir hann. Þú þarft ekki að koma með neinar skýringar. Það gefst eflaust tími til þess seinna. Ég vildi bara, að þú vissir þetta." Eg fann, að ég brosti gleiðar og gleiðar, þang- að til brosið næstum því brast. Þá breiddist þessi háðslegi svipur yfir andliti hennar — alúðlegur samt og hiýr, eins og hún væri að flissa innra með sér. „Nú skulum við koma," sagði hún þá. „Og hættu að horfa svona á mig, eins og þig langi helzt til að gleypa mig." „Á ég?" Hún reis á fætur. „Ég veit það ekki ennþá." Nú brosti hún ekki. Hún gekk áleiðis ut, mjúk- lega eins og hind — alveg eins og Makk sagði. Hversvegna fylgdi ég henni gegnum forsal- inn, úr því að við hefðum alveg eins getað gengið beint út úr barnum? Það er óþarfi að kasta tölu á þá, sem þekktu mig á leiðinni. Eri mig langaði til að horfa á göngulag hennar. Ég hugsaði ekki um neitt annað. Hvernig getur maður hugsað, þegar manni er svona innan- brjósts — það var eins og hlý, þung hlátur- bylgja þrýsti á raddböndin. Allskonar húsgögn urðu mér til hindrunar í forsalnum, þvi að ég horfði á hana út undan mér. Horfði á kálfa hennar, virti fyrir mér, hvernig hún sveigðist til, aðgætti, hvernig hún steig á mjúk gólfteppin, þó að hún gengi raunar á hörðu steingólfi. Jæja þá, hvað hefur þú séð margar konur ganga á háhæluðum skóm eins og þær værú á stultum, þær stinga við fæti, vinda sig í öklanum, eru klunnalegar. Hafðu það i huga, og þá skilurðu, við hvað ég a. Móna gekk eins og hind. Mér var öðruvísi innanbrjósts, þegar við stigum inn í bílinn minn. Ég logaði allur. Eg brann af hamingju við að hjálpa henni upp i bílinn, bara af því ég fann fyrir grönnum upphandleggi henn- ar gegnum kápuna. Ég leit fljótlega til hennar. „Er ég búinn að segja, að það gleður mig að hitta þig?" „Nei." , „Það gleður mig óumræðanlega," sagði ég. Svo sagði ég lágt. „Halló, Móna." „Halló." „Það gleður mig að hitta þig, af þvi þú ert svo yndisleg. Þú ert dásamleg!" „Nei, það er ég ekki. Ég er snotur í framan, og þú þekkir mig ekkert. Eg er gift, og maður- inn minn er ekki heima,"sagð hún tilgerðarlaust. Hvernig mundir þú hegða þér við svona konu? Hvernig gætir þú haldið sönsum? Það var líkt og ég heyrði "311. bíll" kallað í útvarpinu hans Makks. Dálagleg ginning. Og nú var hún að ginna mig. Ég snéri mér litið eitt við og sá andlit hennar. Götuljósin lýstu upp litla, beina nefið og blend- na brosið. „Hvernig líður þér annars?" sagði hún. Rödd hennar var blandin hlátri. „Illa, sem stendur." „Það ættirðu ekki að segja. Hér er ég," sagði hún. „Það var það sem þú vildir, var það ekki?" Þar stakk hún laglega upp í mig. Hún hélt áfram að kvelja mig og lesa huga minn eins og bók. „Láttu mig heyra," sagði ég. „Hvað veiztu fleira um mig?" „Ekkert að ráði." „Villtu fá að vita meira núna?" I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.