Vikan


Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 3
3 Bölvað tóbakið! Það verður ekki sigrað þjáningalaust fremur en hvert annað EITURLYF. 'VIKAN, nr. 40, 1952 SUMIR kalla sígaretturnar líkkistunagla. Aðrir segja, að manni sé víst ekki of gott að láta eftir sér tóbakið, svo bölvaður sem heimurinn sé orðinn upp á síðkastið. Og Niels Dungal prófess- or segir í fréttabréfi sínu um heilbrigðismál, að konur fái af tóbaksreykingum þurran og Ijótan rolluhósta, sem fæli menn frá þeim, og auk þess geti afleiðingarnar orðið ljótt hörund og grár og leiðinlegur litarháttur. Það má vist ganga út frá þvi vísu, að þetta eigi engu síður við karlmennina. En hvað um það, mannfólkið heldur áfram að reykja og margir reykja pakka á dag, en það gerir tíu krónur á Islandi, eða 300 krónur á mán- uði, eða 3,650 krónur á ári. Það þætti stór fúlga á einu bretti. Og þó held- ur mannfólkið áfram að reykja. Hvað veldur? Það er talið, að að minnsta kosti tveir af hverjum þremur reykingamönnum vilji gjarnan leggja ósómann á hilluna. Gallinn er bara sá, að þeir ætla flestir að „gera það á morg- un.“ Og svo dregst þetta á langinn, þar til tóbaks- hóstinn byrjar, þá hætta sumir að reykja, þó að aðrir slái sér í mesta lagi yfir i pípuna. Það er 'mikið ólán, að menn skuli ekki hafa fundið upp örugga leið til að frelsa hina tvifættu reykháfa — sársaukalaust. En það er víst nokk- urnveginn óhætt að slá því föstu úr þessu, að sú leið sé ekki til, að tóbakið verði ekki sigrað þjáningalaust fremur en hvert annað eiturlyf. Svo segir að minnsta kosti dr. Lennox Johns- ton, sem nýverið kom af stað talsverðum blaða- skrifum um þetta í Englandi. Doktorinn skrifaði grein í víðlesið blað, og greinin varð til þess að hundruð reykingamanna reyndu að hætta og nokkrir voru svo hugulsamir að láta blaðinu í té daglegar skýrslur um baráttu sína við óvininn. Dr. Johnston skrifaði: „Hættu skyndilega, á einni svipstundu og algerlega. Hirtu ekkert um þau einkenni, sem tóbaksþorstinn kann að hafa í för með sér. Þú verður að útiloka algerlega all- ar hugleiðingar um tóbak. Ef þú ert staðfastur, verða þjáningarnar minni en ella.“ Einn þeirra lesenda, sem fóru að ráðum lækn- isins, heitir Eric Wainwright. Hann skrifaði blað- inu, sem birti grein Johnstons: „Ég hætti að reykja síðastliðinn fimmtudag kl. 6.28 . . . Ég hef um langt skeið reykt 30 sígarettur á dag og auk þess pípu og einn eða tvo vindla . . . Jæja, nú sjáum við hvað setur.“ Þremur dögum seinna skrifar Wainwright: „Nærri því 77 klukkustundir eru nú liðnar síðan ég hætti að reykja. En tóbaksþorstinn er engu minni en fyrsta daginn. Verst er þetta undir há- degið og skömmu fyrir kvöldverð. Þá borða ég epli . . . Þó er árangurnn nú þegar orðinn undrá- verður. Peningar: Ég hef sparað mér 22 shill- inga tóbaksútlát. En ég er búinn að eyða svo mikið meiru en þessu i alskonar aukabita og svaladrykki, að spurningin er: „Hef ég í raun og veru efni á að reykja ekki?“ Þyngd: Ég hef þyngst um nærri þvi tvö pund. Skapið: Mjög slæmt.“ Wainwright hætti að reykja. Hann fékk sýn- skeyti frá lesendum, sem hvöttu hann til *’ að standa sig nú! Og þjáningarnar minnkuðu smám- saman, þó að lýsingar hans væru framan af hroðalegar. Ep Wainwright reyndist bara staðfastari en flestir. Því að tóbakið herðir enn tök sín á mann- kyninu og tóbaksframleiðendurnir horfa ókvíðnir fram, á veginn í öruggri vissu þess, að hinn veik- lundaði, tvífætti reykháfur á enn eftir að ausa billjónum i vasa þeirra. En sá heimur maður minn! Hvað er nýttf Þetta er algeng spuming. Hér er það nýjasta nýtt lir heimi smáskrítnu fréttanna: / Alan Ladd (leikarinn) er kominn til Englands, þar sem Englendingar ætla hann lifandi að drepa. Ástæða: Hann á að leika aðalhlutverkið í ameriskri mynd um enska hermenn, og Englendingum finnst það fjári hart, að Ame- rikumaður skuli endilega eiga að vera aðal hetjan i myndinni en Englendingar bara aðstoðarhetjur. -o- Jan nokkur Kokke (í Jóhannesarborg) hefur beð- ið stjórnarvöldin um leyfi til að breyta nafn- inu sinu og vill nú heita Jan Kokke Efftanck- Schattenberk. Tilfærð ástæða: „Kokke er venjulega borið vitlaust fram.“ -o- Brezkt blað hefur uppgötvað (og Ijóstrað upp um) 82 ára gamlan mann — sem sefur með hattinn sinn! Blaðið átti í þessu tilefni viðtal við son gamla mannsins: „Sonurinn segir, að hann hafi aðeins einu sinni á æfinni séð föður sinn hattlausan. Hann var skorinn upp fyrir fimm árum. Sonur hans heim- sótti hann þá I sjúkra- þúsið, kom inn i her- bergið — og gekk beint fram hjá rúminu hans. Ástæða: „Ég þekkti hann ekki. Hann var hattlaus." -o- Levi Hawkins (Bandaríkjamaður) hvarf fyrir sjö árum, og þegar hann kom í leitirn- ar fyrir skemmstu, uppgötvaði hann, að dóm- stóll var búinn að lýsa hann „löglega dauðan“. Svo að hann óskaði eftir nýjum úrskurði, til þess að ógilda þann fyrri. En þegar til kom, var það óþarft, Ástæða: Levi lenti i bílslysi á leiðinni til dómshússins — og dó. Haustrevýa í Reykjavík Ar ÞESSARI SlÐU var í síðasta blaði upptalning á nokkrum af þeim skemmtunum, sem Reykvíkingar geta valið úr vikulega eða jafnvel á hverju kvöldi. Nú hefur ein skemmtunin enn bætst í hópinn; hún er niðri í Sjálfstæðishúsi við Austur- völl og heitir Haustrevýan. Þarna koma fram erlendir listamenn og innlendir. „Stjarna" revýunnar er hérna til vinstri og heitir Manja Mourier. Hún er þjóðkvæðasöngkona og syngur á einum 10—20 tungumálum. Kunnugir telja hana jafnoka Lulu Ziegler, sem hér var í vor á vegum Bláu stjörnunnar og lét oft til sin heyra í útvarpinu. Frú Manja hefur 'sungið víða um lönd og nú fyrir skemmstu kom hún fram i sjónvarpinu brezka. Karlinn og konan hérna til hægri heita Maud og Tonny. Þau eru líka í nýju revýunni og sýna listdans. Þau hafa víða farið með dansa sína, hafa t. d. i ár verið í MUnchen, Berlín og Stokk- hólmi. 1 fréttatilkynningum segir, að dans þeirra veki hvarvetna mikla hrifningu. Og loks er að geta tveggja innfæddra, sem ástæðulaust er að birta myndii' af og þó koma fram i Haustrevýunni. Við þekkjum þá öll — herrana Alfred Andrésson og Harald Á. Sigurðsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.