Vikan


Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 40, 1952 William Saroyan: P í A N Ú EG verð alltaf æstur, þegar ég sé píanó," sagði Benni. „Er það virkilegt," sagði Emma. „Hversvegna?" „Eg veit það ekki," sagði Benni. „Er þér ekki sama, þó við göngum inn í þessa búð og prufum þetta litla þarna í horn- inu?" „Kanntu að spila?" sagði Emma. „Þú getur kallað það að spila, ef þú vilt," sagði Benni. „Hvað gerirðu þá?" „Það færðu að sjá," sagði Benni. Þau gengu inn í búðina og að litla píanóinu í horninu. Emma horfði brosandi á hann og velti því fyrir sér, hvort hún þekkti hann annars nokkuð. Nokkra stund hafði hún haldið sig þekkja hann og svo vissi hún allt í einu að það var rangt. Hann stóð hjá píanóinu og horfði niður á það. Hún ímynd- aði sér hann hefði heyrt fallegt lag leikið á píanó og ynni þar af leiðandi þess konar tónlist og í hvert skipti sem hann sæi nótnaborðið minntist hann lagsins og ímyndaði sér hann ætti einhver ítök í því. „Kanntu að spila?" sagði hún. Benni leit í kringum sig. Búð- armennirnir virtust uppteknir. „Ég kann ekki að spila," sagði Benni. Hún sá hendur hans nálgast hljóðlega hvítar og svartar nót- urnar, eins og það væru hendur raunverulegs píanóleikara, og henni virtist það afar óvenju- legt, vegna þess hvernig henni varð innanbrjósts meðan hann gerði það. Henni fannst hann vera einn þeirra manna, sem lengi eru að uppgötva hæfileika sína, hæfileika, sem aðrir eru enn lengur að uppgötva. Hann ætti að vera maður, sem kynni að leika á píanó. Benni studdi á nokkrar nót- ur. Enginn kom til að selja hon- um neitt, því næst, ennþá upp- standandi, fór hann að gera það, sem hann sagði væri ekki að leika. Jæja, engu að síður fannst henni það dásamlegt. ' • Hann spilaði bara í eina mín- útu. Þá leit hann til hennar og sagði, „Það hefur góðan hljóm." FRÉTTAFLUGA ARLEY LEWIS heitir 12 ára drengur, sem nýlega komst i fjölda bandarískra blaða. Ástœða: Þegar hann var dreginn fyrir barnadómstól fyrir að stela fimm bilum, strauk hann úr dómshúsinu, stakk lögregl- una af — og stal þeim sjötta! „Mér finnst það dásamlegt," sagði Emma. „Ég á ekki við það sem ég gerði," sagði Benni. „Ég á við píanóið. Ég á við píanóið sjálft. Það hefur góðan hljóm, óvenju- legan fyrir lítið píanó." Miðaldra búðarmaður kom til þeirra og sagði, „Komið þið sæl." „Halló," sagði Benni. „Af- bragðs píanó þetta." „Það er mjög vinsælt," sagði búðarmaðurinn. „Einkanlega heppilegt fyrir stórar íbúðir. Við seljum mikið af þeim." „Hvað kostar það?" sagði Benni. „Tvö hundruð f jörutíu og níu og fimmtíu," sagði búðarmað- urinn. „Þú getur náttúrlega fengið það með afborgunum." „Hvar eru þau smíðuð?" sagði Benni. „Ég veit ekki fyrir visst," sagði búðarmaðurinn. „Ég held í Fíladelfíu. Ég get athugað það." „Skiptir engu," sagði Benni. „Kanntu að spila?" „Nei, ég kann ekki að spila," sagði búðarmaðurinn. Hann sá, að Benna langaði til að prufa það betur. „Haltu áfram," sagði hann. „Spilaðu meira." „Ég kann ekki að spila," sagði Benni. „Eg heyrði til þín," sagði búðarmaðurinn. „Það er ekki að spila," sagði Benni. „Ég kann ekki að spila eftir nótúm." „Mér þótti gott á að hlýða," sagði búðarmaðurinn. „Mér líka," sagði Emma. „Hvað er fyrsta afborgunin há?" „Ja," sagði búðarmaðurinn. „Fjörutíu eða fimmtíu dollarar. Haltu áfram að spila, sagði hann. Mér þætti gaman að heyra þig spila dálítið meir." „Ef ég væri á réttum stað," sagði Benni, „gæti ég setið tím- unum saman við píanóið." „Spilaðu meira," sagði búð- armaðurinn. „Það er öllum sama." Búðarmaðurinn dró bekkinn að og Benni settist niður og byrjaði að gera það, sem hann sagði að væri ekki að spila. fimmtán eða tuttugu sekúndur lét hann fingurna leika um nótnaborðið og þá rakst hann á eitthvers konar lag og undi við það í tvær mínútur. Undir lokin varð lagið hljóðlegt og harmþrungið og Benni sjálfur kunni betur og betur við píanó- ið. Meðan hann var að leika lagið, talaði hann við búðar- manninn um píanóið. Því næst O.E. OG FLEIRI ATHUGI! Þetta er einskonar uppbót á Póst- inn. I»að hafa svo margir orðið til þess aJS skrifa og biðja um upplýsingar um Ullu Jacobsson og mynd af henni, að við ákváð- um að bregða út af venjunni og hafa myndina tveggja dálka. Hérna er hún: atriði úr kvikmyndinni „Sumardansinn". Ulla vann hylli allra sérfræðinganna á kvikmyndasamkeppninni í Cannes í maí síðastliðnum, og þeir áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa frammistöðu hennar. Blöðin kölluðu hana ýmist Gretu Garbo fram- tíðarinnar eða saklausustu stúlku heimsins, en það kom til af því, að á Cannes-keppnina sendu hvorki meira né minna en 43 lönd myndir með „saklausar stúlkur" í aðalhlutverkunum. Fregnir herma, að Ulla hafi tekið öllu þessu uppistandi með mikilli þolin- mæði, nema hvað hún hafi maldað í móinn, þegar blaðaljósmynd- ararnir vildu fá að mynda hana í sundbol. Þeir minntu hana þá á, að hún hefði sézt nakin í Sumardansinum, en hún svaraði, að það hefði verið erfiðasta augnablik ævi sinnar, og slíkt gerði hún ekki að nauðsynjalausu. hætti hann að spila og reis á fætur. „Þakka þér fyrir," sagði hann. „É'g vildi ég gæti keypt það." „Allt í lagi," sagði búðarmað- urinn. Benni og Emma gengu út úr búðinni. Úti á götu sagði Emma, „Þetta vissi ég ekki, Benni." „Þetta hvað?" sagði Benni. „Þetta með þig." „Hvað með mig?" „Að þú værir svona," sagði Emma. „Þetta er matartíminn minn," sagði Benni. „En á kvöldin þykir mér gaman að ímynda mér ég eigi píanó." TjAU fóru inn í litla veitinga- " stofu og settust við fram- leiðsluborðið og báðu um sam- lokur og kaffi. „Hvar lærðir þú að spila?" sagði Emma. „Ég hef aldrei lært að spila." sagði Benni. „Það er alveg sama hvar ég rekst á píanó, ég prufa þau alltaf. Það hef ég gert frá því ég var patti. Því veldur peningaleysið." Hann leit á hana og brosti. Hann brosti alveg eins og þeg- ar hann stóð hjá píanóinu og horfði niður á nótnaborðið. Emma var smjög snortin. „Að eiga ekki peninga," sagði Benni, „sviptir okkur margs, sem við ímyndum okkur við höfum rétt til að eiga." „Býst við það sé satt," sagði Emma. „Að nokkru leyti er það ágætt," sagði Benni, „að öðru leyti er það langt í frá ágætt. í raun og veru er það blátt áfram herfilegt." Hann leit til hennar aftur, á sama hátt og fyrr, og hún brosti til hans aftur á sama hátt og hann brosti. Hún skildi það. Þetta var eins og með píanóið. Hann gat dvalizt hjá því tímunum sam- an. Hún var mjög snortin. „Jæja, vertu bless," sagði hann. „Vertu bless, Benni," sagði Emma. Hann gekk af stað niður strætið og hún hélt inn í búð- ina. Af einhverjum sökum vissi hún, að hann mundi dag einn eignazt píanóið, Og allt annað líka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.