Vikan


Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 40, 1952 5 Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu E F T I R Ethel Lina White 1 1. KAFLI. Það sem kom fyrir. SAGAN um hvarf Evelyn Cross var alltof f jar- stæð til að hægt væri að trúa henni. Eftir því sem bezt varð séð, hvarf hún eins og dögg íyrir sólu kl. rúmlega 4 síðdegis dag nokkurn i október. Eitt augnablikið sást hún bráðlifandi — nítján ára gömul, ljóshærð tízkudama og á næsta augnabliki var hún ekki lengur til. Þessi einkennilegi atburður gerðist í húsi í 18. aldar stíl í Mayfair. Áður fyrr bjó aðeins virðu- legt og ríkt fólk við þetta torg og enn hafði þvi ekki verið breytt, þó sum húsin væru nú notuð fyrir mikilsmetnar skrifstofur. Húsið bar nafn eigandans, Pomeroy majórs og var kallað Pomerania-hús. Hann lifði af því að hyggja hús og skrifstofa hans og íbúð voru á neðstu hæðinni. Þessi fyrverandi liðsforingi leit út eins og heiðarlegur verzlunarmaður. Hann var meðlim- ur í mörgum ágætisklúbbum og hafði bæði fjár- hagslega og siðferðilega gott orð á sér. Hann var grannur, beinn i baki, vel klæddur og hafði svart tannbursta yfirskegg. Bæði augu hans og rödd voru hvöss og áttu illa við kæruleysislega framkomu hans. Hánn bar allíaf einglyrni og blóm i hnappagatinu. Klukkan rúmlega 4 daginn sem Everlyn hvarf, var hann staddur í anddyri hússins, þegar stór bíll stanzaði fyrir utan dyrnar. Dyravörðurinn þekkti að þarna var kominn maður, sem hafði komið einu sinin áður til að spyrja um lausa skrifstofu. Hann vissi að nú var von á ríflegum drykkjpeningum og flýtti sér út. En áður en hann var kominn að bílnum, stökk Rafael Cross út. Hann var rhjög sérkennilegur maður, sterklega byggður eins og hnefaleika- maður og festulegur á svipinn. Styrkleiki hans, ljóst krullað hárið og kuldaleg blá augu minntu á norrænan guð, þó undirhakan og sver hálsinn ættu ekki vel við þá samlíkingu. Hann gekk hratt inn í húsið, en dóttir hans, Evelyn, stanzaði til að fá sér sígarettu. Hún var ung, vel vaxin, með sitt ljóst hár og ávallt, smá- gert andlit. Hún spjallaði frjálslega við dyra- vörðinn meðan hann kvéikti í sígarettunni fyrir hana. ,,Við hefðum ekki átt að taka þennan heimska bílstjóra með okkur frá Bandarikjunum. Hann hefur komið okkur í vandræði við lögregluna." „Hann á líklega erfitt með að venjast umferðar- reglunum hérna," sagði dyravörðurinn. „Það er erfitt að aka vinstra megirí," sagði Evelyn. „Ég er viss um að hann hefur skemmt bílinn áðan. Viltu líta á það?" Hann gerði henni það til hæfis að ganga út að bílnum. Þegar hann kom aftur inn var majórinn að fylgja gestunum upp stigann. Hann horfði með áhuga á ljbst glitradi hár stúlkunnar og sígarettureykinn, sem liðaðist á eftir henni. Dragtarpilsið var mjög stutt, svo fallegir fætur hennar á pinnaháum hælum sáust vel. Aðlaðandi kona með gulbrúnt hár kom til hans. Ungfrú Simpson, eða Marlene eins og all- ir Ibúar hússins kölluðu hana, var einkaritari hjá verzlunarmanni á 2. hæð, en þar sem starf- ið var ekki erfitt, eyddi hún mestum hluta dags- ins í snyrtiherberginu, til að bæta útlit sitt. „Ertu að virða gullkálfana fyrir þér," spurði hún. •„Hvílíkir sokkar. Hvert er húseigandinn að fara með þau?" Maðurinn er að leita að skrifstofu og stúlkan er líklega á leið til Goyju, til að Hta inn i fram- tíðina." Hún spjallaði við dyravörðinn í 10 mínútur og lagð svo af stað upp stigann. Hún stanzaði á fyrstu hæðinni þegar hún sá majórinn og ókunna manninn fyrir framan dyrnar á herbergi nr. 16 og vonaði að hún gæti komizt í kynni við þennan glæsilega mann. Þess vegna varð hún áhorfandi að atburðinum, sem síðar varð merktur í skjölum Alans Foam sem „Hvarfið á Evelyn Cross". En þó majórinn væri venjulega liðlegur við hana, brosti hann nú aðeins í áttina til hennar — eitirtektarsamur maður hefði þó getað séð einkennilegan glampa í augum hans, eins og hann hefði búizt við henni. Og svo hóf hann leikinn, alveg eins og hvíta kaninan í Lísu í Undralandi, með því að líta á úrið sitt. „Dóttir þín er svei mér búin að vera lengi. Ég hélt ao hún ætlaoi bara aö vera eina mín- útu. pú, ert. þolimóður maour." „Eg er vanur þessu," Cross brosti. „Annars er bezt að ég reki á eftir henni." Harín hringdi bjöllunni fran^an við dyrnar nr. 16 — miðdyrnár á ganginum — og Goya kom fram.. ... _ ¦ '¦ . Hún var stutt' og sver mióaldra kona. Bláhvítt krullað háríð fór illa _við alltof dökkan andlits- farðann og ágpelsínu'gulan varalitinn. Hún hafði vot, dökk og fEamstarandi augu, kjóllinn hennar var af dýrari tegundihni og á fingrinum var hringvir með grænum'smaragð. „Viltu segja dóttur minni áð ég sé farinn að biða eftir henni," ságði Cross. „Hvað?" sagði konan. /„Dbttur þinni?" Og þeg- ar Crass sagði hver hann var, bætti hún við. Ungfrú Cross bað aðeins um viðtal og fór svo strax. aftur." ' „Fór hún?" hrópaði Cross. „Hvaða leið?" „Út um þessar dyr auðvitað." Cross starði vantrúaður á hana. „En ég hefi verið að tala við majórinn hérna fyrir framan dyrnar og ég þori ab' sverja að hún kom ekki íram." „Það er alveg rétt." sagði majórinn. „Ertu viss um að hún sé ekki 'inrí'i i herberginu?" „Ef þið trúið ríiér ekki, getið þið athugað það sjálfir. Komið þið inn." Marlene skalf áf 'taugaæsingi' b'g læddist að hurðinni. Hún heyrði háVærar raddir, húsgögn- unum var ýtt til pg majórinrí kórn eirín fram. Hann var mjög æstur bg greip um handlegg hennar. ;'• „Varst þú ekki að korria upp stigann? Sástu nokkra Ijóshærða stúlku í svartri dragt á leið niður ?" „Nei, hvað er um að verá?" „Það veit ég svei fnér' ekki! Vertu nú svo elskuleg að spyrjast fyrir á Óllum skrifstofunum í húsinu, hvort nokkur hefur orðið var við hana. Ég veit að það er tilgangslaúst, en ég verð að gera föður hennar ánægðan." Skrifstofustúlkan hafði ekkert á móti þvi a'ð verða einu sinni að gagni. Húrí æddi uni allt husið og spurði hvort ribkkur hefði séð ljóshærða stúlku, en það fór eins og majórinn hafði spáð, leitin varð árangurslaust. Þegar hún kom aftur niður á 1. hæð var Cross kóminn fram á gang- inn. Um leið og hún sá hann vissi hún að alvara var á ferðum. Augnatillit haris var æðislegt og andlitið þakið smáhrúkkúm. Dyravörðurinn var á leið niður aftur og majórinn sagði: „Þú heyrðir sjálfur hvað hann sagði. Það er hægt að reiða sig á hánn, ég hefi þekkt hann árum saman." „Fari hann til fjandans. Einhver lýgur. Hvar er litla stúlkan min?" „Við finnum hana áreiðanlega. Ég er viss um að það er einhver mjög einföld skýring til á þessu." „Eg veit það. Þetta er ðsvífið bragð." Majór Promeroy varð allt I einu kuldalegur. „Hvern grunarðu?" ,Það skal ég segja þér þegar telpan mín er komin í leitirnar og ég ætla ekki að fara héðan fyrr en hún er fundin. Segðu dyraverðinum að enginn fái leyfi til að fara út fyrr en við erum búnir að leita." „Sjálfsagt . . . á ég að hringja á lögregluna?" Æsing Cross hjaðnaði skyndilega, hann beit á vörina og hikaði áður en hann tók ákvörðun. „Nei Pomeroy," rödd hans var hás. „Það get- ur verið að henni hafi verið rænt. Ef svo er, er ekki vert að blanda lögreglunni I það." „Ég skil," sagði majórinn með samúð. „Komdu með mér niður á skrifstofuna. Ég skal hringja í áreiðanlegt einkafyrirtæki. Hafðu augun opin jg munninn lokaðan, stúlka min," kallaði hann til Marlenar, þegar hann var kominn hálfa leið niður. ., „Það skal ég gera," svaraði hún. Tveim mínútum eftir að þeir voru farnir, var hún samt farin að segja leigjandanum á nr. 15 alla söguna. Það var Viola Green, eftir því sem stóð á hurðinni hennar, og hún var álitin sýn- ingardama í tizkuhúsi. Hún kom fram á stiga- paliinn með hendurnar i vösunum á síðbuxunr- um sínum og sígarettu I munninum. Þrátt fyrir kæruleysislega hegðun var svipurinn fjörlegur og eftirvæntingarfullur, eins og hún vænti hins bezta af lifinu og neitaði að sætta sig við nokkuð annað. Hún var aðlaðandi, en helzt til grönn. Hárið var svart með brúnni slikju og augun bæði græn og brún. Hún var i svörtum síðbuxum, blárri peysu og silfurlitum söndulum. Karlmennirnir I Pomeraniahúsinu voru vin- gjarnlegir við Marlene Simpson, en Viola var eina konan sem talaði við hana. Þær áttu líka VEIZTU -? 1 eldgýg nokkrum er stbrt stöðuvatn, sem er 180 metra fyrir ofan sjávar- mál, en frýs þb aldrei. Hvað heitir þetta vatn og hvar er það? Hvað þýðir mannsnafnið Lára? Hvaða borg er reist á 7 hæðum og ber enn sama nafn og í upphafi? Við hvað eru hægri og vinstri árbakki miðaðir ? Hvað slær púlsinn á friskum karl- rnanni mörg slög á mínútu? á kven- manni ?. á barni ? Hvaða frægt tbnskáld 17. aldar hét fimm stafa nafni og þar af voru þrír stafirnir 1 ? Hvað er Öræfajökull hár? Á hvaða skapgerðareinkenni er álitið að mjð, og framstandand haka bendi? 9. Af hverju er orðið Kúbismi dregið og hver er talinn höfundur þeirrar lista- stefnu? lð. Hefur kötturinn jafnmargar tær á fram- og afturfbtum? Sjá svör á bls. 14. 2. 3. 4. 5. ¦7. 8.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.