Vikan


Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 40, 1952 töluvert sameiginlegt. Viola hafði stundað nám á leikskóla, en Marlene unnið í lélegum revíum. Hvorug hafði heppnina með sér, svo þær urðu að taka aðra vinnu, en þær töluðu báðar um stjörnur og leiksvið með miklum áhuga. „Og hvað svo?" spurði Viola og hlustaði með opinn munn og augu á frásögnina. „Eg hefi oft heyrt að fólk langi til að hverfa, en þetta finnst mér ganga nokkuð langt. Var henni rænt?" spurði Viola. „Ég get ekki betur séð. Ég var niðri í and- dyrinu allan tímann og hún kom ekki niður, nema hún sé ósýnilegi maðurinn. Ég held að Goya hafi slegið hana i rot, keflað hana og falið í einhverjum leyniskáp, t. d. bak við spegilinn. En pabbinn segist ekki fara héðan fyrr en búið er að leita . . . þú ættir að sjá hann; hundrað prósent Aríi, sem æðir um eins og jarðskjálfti." Marlene fór upp til að svara simanum, sem var búinn að hringja lengi og Viola varð eftir á Etigapallinum. Hún trúði ekki á drauga, en þó fór hún að hugsa um fjölskyldurnar, sem höfðu búið í húsinu einni öld áður. Þá höfðu skrifstofurnar verið stórir salir, þar sem veizlur voru haldnar. Stúlkur i hvítum kjól- um, höfðu, setið i stigunum og duflað við herrana bak við blævænginn og börnin höfðu staðið á gægjum þarna uppi á pallinum. En nú var þetta ekki lengur til. Hún gekk út að glugganum við endann á ganginum og leit út. Skuggarnir af trjánum dönsuðu í garðinum og bill kom æðandi upp að húsinu. HNEYKSLI í NEW YORK Vœndiskonur í miklum vanda — og einn milljónerasonur STÚLKAN á þessari mynd heitir Margaret Cordova Britton. Hún er 23 ára. En þó hún sé ung að árum og ekki illmannleg, komst hún í kast við lögregluna fyrir skemmstu í sambandi við eitt umfangs- mesta hneykslið, sem um get- ur í annálum New York borg- ar. Margaret var tekin föst í Chicago, grunuð um þátttöku í glæpafélagskap, sem hafði af því góðar tekjur að útvega ríkum mönnum vændiskonur. Þetta mál komst fyrst í bandarisku blöðin í ágúst síð- astliðnum, þegar lögreglan í New York handtók 22 ára gamlan pilt að nafni Mickey Jelke. Jelke er sonum milljóna- mærings í Chicago, en það út af fyrir sig gerði fréttina óvenju safaríka, svo að ekki minnkaði uppistandið, þegar ákæruskjalið gegn honum var birt.' 1 því var nefnilega full- yrt, að hann væri foringi glæpahringsins og hefði lifað góðu lífi á afrakstri hans mán- uðum saman. Handtaka Jelke litla (hann er aðeins 165 cm. hár) var hin sögulegasta út af fyrir sig. Leynilögreglumenn ruddust inn í ibúðina hans klukkan f jögur að morgni og fundu: 1) húsráð- andann, 2) ljóshærða stúlku, 3) tvær marghleypur og 4) mikið og vandað myndasafn af nöktu kvenfólki! L^6reglan segir, að mynda- safnið hafi verið handa við- skiptavinunum að velja sér lagskonur úr. Eiturlyf, stúlkur og bækur Svo héldu handtökurnar áfram fram eftir morgni. Lög- reglan var á ferðinni um borg- ina þvera og endilanga, og um morgunverðarleytið gat hún tilkynnt blaðamönnum, að hún væri þá þegar búin að hafa upp á átta af „vinstúlkum" Jelkes, pakka af eiturlyf jum og nokkr- um bókum með heimilisföng- um vændiskvenna. Líka hafði hún klófest einn af laxbræðr- um litla milljónamæringsins, og sagði þeim, sem heyra vildu, að sá náungi væri „ó- svikinn melludólgur." Mickey Jelke var nokkuð lengi að átta sig á þessum ósköpum. Hann áttaði sig sannast að segja ekki fyrr en faðir hans sendi honum fyrsta flokks lögfræðing og leysti hann úr Steininum með 750,000 króna tryggingu. En þá lýsti Jelke yfir — og sendi blöðun- um yfirlýsinguna — að 1) á- kæran gegn sér væri uppspuni frá rótum, 2) hann hefði aldrei nálægt vændiskonu komið og 3) bezt gæti hann trúað því, að þetta væri allt verk ónafn- greindrar stúlku, sem vildi koma fram hefndum fyrir meint heitrof. Andvökunætur og leikarar Jelke minntist ekki einu orði á myndasafnið sitt, enda varð- ar það eitt í sjálfu sér ekki við lög, þó að milljónamæring- ur hafi af einhverjum annarleg- um ástæðum tilhneigingu til að safna myndum af nöktu kvenfólki. Hann minntist held- ur ekki á bækurnar með heim- ilisföngunum. En hann hamr- aði aftur á móti á því gegnum lögfræðinginn sinn, að hann hefði aldrei á æfinni þegið peninga fyrir stúlkur. Lögreglan — og opinberi ákærandinn í New York — er þó á annarri skoðun. Allur þessi málarekstur hefur þegar orðið til þess að hræra upp í spillingarpytti stórborgarinnar, og blöðin hafa óspart kvatt yfirvöldin til þess að taka ekki með silkihönzkum á sökudólg- unum. Fregnir herma líka, að fjöldi vændiskvenna hafi orðið til þess að gefa yfirvöldunum mikjlsverðafr upplýsingar, og að líkur bendi til þess, að hægt verði að fá Jelke og félaga hans dæmda. Það vekur einnig athygli í sambandi við málið, að hér er hafin sókn gegn hin- um „fínni" og dýrari vændis- konum, velklæddum, snoppu- fríðum stúlkum, sem taka allt að 5,000 krónur fyrir nætur- greiöann. Það kemur þá heldur ekki á óvart, þótt ýmsir blaða- menn láti nú í það skína, að sumir viðskiptavina stúlkn- anna eigi bágt með svefn, til dæmis nokkrir ónafngreindir kvikmyndaleikarar. En ef þessir menn eru and- vaka um nætur, þá má gera ráð fyrir, að höfuðpaurinn, Mickey Jelke, sofi hreint ekki neitt. Reiði almennings og blaðanna hefur fyrst og fremst snúist gegn honum, skemmt- anafýsn hans, samvizkuleysi og óhófi. Kunnur blaðamaður kallaði hann fyrir skemmstu „eihskisnýtan peðling og þorp- ara" og heimtaði að hann yrði dæmdur til þyngstu refsingar. Ef svo fer, bíður Jelkes margrá ára fangelsisvist. Og þá fer varla hjá því, að sumir vinir hans verði honum samferða, til dæmis stúlkan Margaret, sem er á myndinni hér fyrir ofan. I honum var Alan Foam, sem átti að koma. upp um hið undarlega hvarf Evelynar Cross. Viola hélt áfram hugleiðingum sínum og þó- hún viðurkenndi að það væri bölvuð vitleysa að láta svona, gat hún ekki stillt sig um að leika. svolitið. Hún rétti hendurnar fram og sagði: „Horfna stúlka. Hvar ertu?" Meðan hún beið kviknuðu ljós á öllum göngum Pomeraniahússins, simar hringdu og hávaðinn í ritvélunum barst að eyrum hennar. Andrúmsloft- ið var algerlega eðlilegt — ekkert gerðist. Ekkert gaf henni til kynna að þetta væri for- leikurinn að hræðilegum atburðum, þegar hún mundi hrópa á hjálp, en fengi ekkert svar. 2. KAFLI. Herbergi nr. 16. ÞEGAR Alan Foam var spurður hvers vegna. hann hefði orðið leynilögreglumaður, sagði hann alltaf að honum þætti gaman að ráða gát- ur og hann vildi útivinnu. 1 fyrstu hafði hann ætlað í leyniþjónustuna, en faðir hans hafði keypt hlut í Girdlestone & Gribble fyrirtækinu, sem hafði einkalögreglustörf á hendi. 1 raun og veru var vhann óánægður með starf- 18. Hingað til hafði hann lítið gert annað en að fást við skilnaðarmál og hótunarmál. Einstöku sinnum fékk hann þó mál, sem hann var ánægður með og þetta leit út fyrir að vera eitt þeirra. „Er hún horfin, án þess að hafa farið út úr hús- inu?" spurði hann stúlkuna sem hringdi. „Það skildist mér, þegar þeir æptu báðir hvor í kapp við annan," svaraði hún vantrúuð. „En ég hlýt að hafa misskilið þá." Þegar Foam ók upp að dyrunum kom hann auga á stóran bíl af flottustu gerð. Dyravörður- inn var að tala við bílstjórann. Samkvæmt venju virti Foam þá vandlega fyrir sér. Bílstjórinn var heimskulegur á svipinn, en dyravörðurinn aftur á móti greindarlegur eldri maður með hreinskilnislegt augnaráð. „Húsbóndi þinn segir, að þú skulir ekki bíða. Hann verður hér e. t. v. til miðnættis," sagði dyravörðurinn. „Á ég ekki að sækja ungfrú Everlyn?" spurði bílstjórinn forvitinn. ,,Eg er búinn að gefa þér skilaboðin." Og þeg- ar bílstjórinn var farinn, sneri hann sér að Foam. „Ertu frá fyrirtækinu? Þeir bíða eftir þér." Þegar Foam kom inn í húsið fannst honum hann vera á safni. Mynd af fyrsta eiganda húss- ins hékk þar enn, kristalljósakrónurnar höfðu ekki verið teknar niður, þó löngu væri hætt að nota þær og stytta af gyðju horfði með vanþókn- un á alla sem fóru inn í símaklefana, eins og það væru baðklefarnir, þar sem hún hafði skilið fötin sín eftir. „Ég get ekki fylgt þér lengra, því ég má ekki fara frá dyrunum. Það er á fyrstu hæð," sagði dyravörðurinn. Á stigapallinum stóðu tveir menn og ein kona, og uppi í næsta stiga beið önnur. Hann vissi hver Pomery majór var, enda var enginn vandi að sjá hver var faðir týndu stúlkunnar. Cross var í mik- illi geðshræringu, hann beit saman tönnunum, og kreppti hnefana til að reyna að hafa stjórn á sér. „Dóttir þín er horfin. Við megum engan tíma missa. Hvað gerðist?" spurði Foam. „Við komum hér kl. 4," svaraði hann. „Dóttir mín fór þarna inn og kom aldrei aftur." „Þá hlýtur hún að vera þar." „Nei, hún er horfin." „Hver býr á nr. 16," spurði Foam. „Eg," sagði feita konan. „Eg heiti Goya. Unga stúlkan kom til að panta hanzka hjá mér. Hún stóð fyrir innan dyrnar og ég spurði „Hefirðu viðtal", en hún hristi höfuðið. Þá sagði ég henm að biðja um það skriflega og kvaddi og hún fór. Satt að segja lokaði hún ekki á eftir sér hurð- inni á milli." v Framháld í nœsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.