Vikan


Vikan - 16.10.1952, Side 10

Vikan - 16.10.1952, Side 10
10 VIKAN, nr. 40, 1952 - HEIMILIÐ - BITSXJÓBI: ELÍN PALMADÓTTIB Oeymið næionsokkana í mjúku hjartahylki eða saumið þaö í gjafir handa vinkonunum Setning-in: „Nælonsokkarnir mínir hrynja niður“, er sannarlega ekki út í bláinn, því ekkert má við þá koma svo ekki sé komið lykkjufall. Ef sokkarnir koma við litla flís í skúff- unni, krókinn á brjósthaldaranum eða eitthvað slíkt er voðinn vís. Eini örug'gi staöurinn er sokkahylki og til að freista ykkar til að vera skyn- samar, birtum við hér teikningu af fallegu litlu hjartahylki með mörg- um hólfum. Það er mjög auðvelt að sauma það sjálfur og það er svo fal- legt, að það væri synd að fá það ekki í skúffuna, jafnvel þó sokkun- um sé þar ekki mikil hætta búin. Svo má líka stinga öðrum viðkvæm- um hlutum í hólfin t. d. slörinu af hattinum. I svona hylki þarf um 40X60 sm. af rósóttu silki, 3,75 sm. af skábönd- um (þau fást tilbúin í öllum litum), 50 sm. af vatti og 75 sm. silkiborða í slaufuna. Ystu hjörtun eru 20 sm. há og um 20 sm. þar sem þau eru breiðust. Ef þið mælið þessar fjarlægðir fyrst á blaði, er ekki mikill vandi að teikna fallega lagað hjarta. Og til að vera víss um að báðir helmingarnir séu <eíns, er bezt að brjóta blaðið saman Og klippa annan helminginn eftir hinum. Ykkur finnst kannski að það sé alltof mikið utan um þetta, en það er erfiðara en maður heldur að klippa fallegt hjarta í silki. Eftir að búið er að sníða tvö silki- hjörtu, tvö vatthjörtu og tvö hjörtu úr fóðrinu eftir pappírssniðinu, er bezt að klippa 5 sm. ofan af því og þá er komið sniðið á vasana. 1 þá þarf sex pjötlur úr silki, þex úr vatti og sex úr fóðurefninu. Nú er bezt að leggja annað fóður- hjartað á boðrið svo rangan snúi upp, þar á ofan er lagt vatthjarta og efst silkihjarta. Þetta þarf að stanga í tígla i saumavélinni og þá er bezt að byrja á lengstu saumunum. Þann- ig eru öll stykkin stönguð. Nú þarf að brydda hjörtun með skáböndum. Byrjið á því að leggja eitt stykkið ofan á annað hjartað, svo brúnirnar séu jafnar og saumið skáböndin utan um brúnirnar. Bönd- in þurfa að vera nokkuð breið, því þau tengja saman efni, fóður og tvær plötur af vatti. Þannig er haldið áfram og endað á hinu stóra hjart- anu. Kringum opið á hverju hólfi er líka lagt skáband. Nú er bara eftir að sauma pokana saman (7 sm. saum í miðju opinu), eins og sést á myndinni og festa silkiborða á stóru hjörtun, svo hægt sé að loka sokkapokanum með fal- legri slaufu. H IJSRÁÐ * * * * Venjulega er erfitt að venja börn á að borða með skeið. Reynið að hella grautnum í rjómakönnu með mjóum stút. Þetta er mikið fljótlegra og barnið vill áreiðanlega heldur smjatta á könnustútnum en hafa skeið uppi í sér. B L E Y J U R Þegar bamið fer að skríða tollir bleyjan aldrei á því. Þá er ágætt ráð að klippa gömlu bleyjurnar í tvennt, brjóta helminginn saman og sauma hliðarnar þannig saman að op verði fyrir fætumar. Bleyjan verður þannig að buxum, sem bamið getur hreyft sig í. Síð- an má búa, til hnappagöt og hneppa bleyjunni upp á kotið. K L Ú T A R Gömul föt, sem notuð eru í klúta fara oft illa í hendi og liggja illa slétt. Þessvegna þarf að byrja á því að klippa af þeim hnappa, blúndur og þykka kanta. Efnið er því næst látið liggja tvöfallt — það er vafa- laust þegar orðið slitið — og saumað meðfram brúnunum. Það er líka gott að „zikk-zakka“ í saumavélinni yfir slitnustu staðina og setja bætur á götin. Ef klúturinn á að liggja uppi við í baðherberginu eða annars staðar er ágætt að kapmella brúnirnar í ýmsum litum. Það er bæði fallegt og kemur í veg fyrir að klútamir ruglist saman. Það fer líka betur í skápnum, ef hreinu klútarnir eru bundnir saman með borða. Notkun varalits Það er ekki eins erfitt að velja sér varalit og- við höldum. Öll lit- brigði varalitanna eru byggð á þrem litum: ljós- eða skærrauðum, blá- rauðum og gulrauðum. Auðvitað eru til hundruð blæbrigða af þessum þrem litum. Gættu þess þegar þú vel- ur þér varalit að láta ekki freistast af fallegum nöfnum eða alveg nýj- um litum. Veldu varalitinn eftir þín- um eigin hörundslit og fötunum, sem þú notar hann við (hefirðu nokkurn tíma séð lillarauðan varalit og gul- ruðan hatt saman?), en helzt þarftu að eiga einn varalit í hverjum þess- ara þriggja lita. Að mála varirnar. Það er heldur ekki erfitt að mála varirnar. Fyrsta reglan er: þurrkaðu alltaf leyfarnar af varalitnum áður en þú málar þig aftur. Ef hverju lag- inu er bætt ofan á annað, verða var- irnar kelssóttar og ljótar. Það er lika mesti óþarfi að vera alltaf að bæta á sig varalit, síðan liturinn varð svo góður, að maður skilur hann ekki eftir á bollunum, kinnum gamalla frænkna eða enn óheppilegri stöðum. Þegar varirnar eru orðnar hreinar og þurrar, er bezt að draga bursta meðfram ytri línum þeirra (æfðu þig í að nota hann) eða örlítið útfyrir, ef þú ert handlagin. Fylltu svo upp á milli línanna með varalitnum sjálf- um. Þerraðu varirnar og málaðu yfir aftur. Þerraðu enn einu sinni og árangurinn verður: hreinar línur og varir sem ekki koma upp um kossa. Hugmyndaflug barnsins cftir Carry Cleveralnd Myers, Ph. D. Ekkert er ánægjulegra en að fylgj- ast með þroska og tjáningu barns- ins. Samt sem áður finnst sumum foreldrum leiðinlegt þegar barnið hegðar sér einkennilega og ,,að það skuli segja svona heimsku." Slíka foreldra skortir sjálf hugmyndaflug. Aðrir foreldrar virða fyrir sér hina hugvitsömu tjáningu barnsins, eins og þau myndu horfa á leik hvolpsins síns eða dýranna í dýragarðinum. Þeim finnst barnið mjög skemmti- legt og þau sýna það kunningjum sínum. Barnið, sem fljótlega gerir sér grein fyrir skoðun þeirra, verð- ur svo feimið vegna eðlilegrar hegð- un sinnar, að það reynir að halda sér í skefjum til að ekki verði hleg- ið að því. Skilningur og gelöi. Samt sem áður eru til þeir for- eldrar, sem skilja að persónuleiki barnsins er að myndast og hafa mikla gleði af því að sjá hugmynda- flug þess þroskast. Þeim finnst ekk- ert, sem barnið gerir sér í hugar- lund, hlægilegt eða fráleitt. Þeim dettur aldrei í hug að segja vinum sínum frá smáatvikum í sambandi við hugmyndir barnsins, án þess að þau viti að þessir vinir líta á at- vikið sem sönnun um að dýrmætur persónuleiki sé að myndast. Ég er viss um að tala þeirra foreldra, sem svona hugsa, eykst stöðugt. Foreldrarnir geta aukið hugmynda- flug barnsins með því að lesa fyrir það þjóðsögur og hlusta þolinmóð, þegar það býr sjálft til slíkar sögur, þó þær virðist fráleitar. Ef þeir skrifa þessar sögur niður, dagsetja þær og geyma, getur verið gaman bæði fyrir þau og barnið að lesa þær seinna. Þrozkandi leikir. Slikir foreldrar leika með ánægju það hlutverk, sem barnið fær þeim í margvíslegum, leikjum sínum og tala t. d. við þau eins og dýrið, sem þau eru að leika, i nokkra klukkutíma. Þau drekka imyndað te úr ímynduð- um bollum, ef þörf krefur o .s. frv. Þegar barnið eldist og önnur börn fara að taka þátt í leikjum þess, sýna foreldrarnir áhuga og ánægju yfir þrozkum leikhæfileika þeirra. ********* Á Iðnsýningunni gefur Blái borðinn eftir- farandi kexuppskriftir: Hafrakex I 125 gr. palmín, 250 gr. hafra- mjöl, 250 gr. hveiti, 1 tesk. lyfti- duft, 1 tesk. salt, 55 gr. sykur, 2dl. mjólk. Palmínið brætt og kælt. Öllu blandað saman í þeirri röð, sem seg- ir í uppskrift. Flatt út, stungið, skorið í ferhyrndar kökur. Bakað ljósbrúnt við góðan hita. Hafrakex II % 1. mjólk, 125 gr. Blái borðinn, 125 gr. palmín, 3 msk. sykur, 500 gr. haframjöl, 250 gr. hveiti, iy3 tesk. hjartarsalt. Suða látin koma upp á mjólk, smjörlíki, palmín og sykri. Síðan hellt yfir haframjölið og látið bíða til næsta dags. Hveiti og hjartarsalt sigtað, og hnoðað saman við. Flatt út, stungið og skorið undan glasi. Bakað ljósbrúnt við góðan hita. Bessastaðakex 250 gr. hveiti, 80 gr. Blái borð- inn, 70 gr. flórsykur, y2 egg, 2 matsk. rjómi, y2 tesk. hjartar- salt. Hveiti og hjartarsalt sigtað. Smjör- líki mulið saman við, þá sykri bætt í. Vætt með eggi og rjóma. Hnoðað. Flatt út ekki mjög þunnt. Skornar kökur með glasi. Bakað ljósbrúnt við hægan hita. Smárakex 250 gr. Blái borðinn, 80 gr. syk- ur, 1 egg, 300 gr. hveiti. Smjörlíki og sykur hrært vel sam- an, eggi blandað í. Hveiti sigtað og hnoðað upp í. Látið standa um stund á köldum stað. Flatt út frekar þykkt. Stungið. Skornar kökur undan glasi. Bakað ljósbrúnt við hægan hita.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.