Vikan


Vikan - 16.10.1952, Page 11

Vikan - 16.10.1952, Page 11
VIKAN, nr. 40, 1952 11 MOW Eftir JAY DRATLER. TlGRYNJA, það var nafnið á ilmvatninu henn- ar; þetta var líka rökvísi tígrynjunnar. En ég leyfði henni að draga til sín höndina. „Viltu hringja til mín á morgun?“ spurði hún. „Til hvers?" Það var ekkert vit að halda þessu áfram í þessum dúr. „Bara af því mig langar til þess. Og af því þig langar til þess lika,“ sagði hún hljóðlát. „Strax í fyrramálið." „Ég veit ekki. Ég hef mikið að gera á morg- un." „Hvað vinnurðu?" „Ég er rithöfundur, sem kvikmyndahandrit." „Hvað hefurðu skrifað?" Ég nefndi nokkrar bækur, sem ég hafði ritað, og nokkrar kvikmyndir. Hún horfði beint í and- lit mér, meðan ég talaði, eins og hún væri að íullvissa sig um, að ég segði satt. „Hefurðu notað þinn faglega talsmáta í kvöld?" sagði hún og glotti. „Ég ætlaði mér það," sagði ég. „Svo fannst mér það ekki viðeigandi. Ég varð að gera undan- tekningu í kvöld. Það kom mér mjög á óvart ...“ „Hvað kom til?" Það var erfitt að koma orðum að því. „Ég veit ekki ... ég ... ég bara bjóst ekki við að verða svona heillaður." Rödd hennar var lág, nálgaðist hvisl. „Ég vona þú meinir þetta. Því mér er alveg eins innanbrjósts." Þá laut ég að henni. „Tígrynja, tígrynja, gló- andi glætur, í gleði frumskógarins um nætur . . .“ En hún sneri sér undan. „Ennþá hef ég ekki fengið að kyssa þig," sagði ég. „Þá mundi ég aldrei komast út úr bilnum," sagði hún og starði út um gluggann. „Ég hef mjög lágt suðumark." Hún opnaði dyrnar. „Komdu ekki út,“ sagði hún. Hún dró niður rúðuna, skellti hurðinni aftur, hallaðist síðan inn um gluggann og horfði á mig. Ég teygði mig yfir sætið og horfði upp tíl hennar. Ég gat ekki annað en hrist höfuð mitt án afláts I forundrun, vegna þess sem gerðist innra með mér. „Býst við ég komi þér í vandræði, herra minn," sagði hún lágt. „Og ég býst við, að karlinn minn muni gefast upp fyrr eða síðar." Hún gekk burtu, og ég horfði á eftir henni inn í húsið. Ég sá móta fyrir henni í gættinni stundarkorn, og því næst smullu dyrnar i lás. Ég var einn. Aldrei hef ég verið eins mikið einmana og þetta kvöld. Það var stytt upp, þegar ég ók heim, en samt fannst mér eins og regnið buldi ennþá á þakinu. Það var einhver beljandi fyrir eyrunum á mér, og í blóðinu. En þegar kom inn I Beverly rof- aði til í huga mínum. Burton Way, Sunset, brátt yrði ég heima. Þá rann það upp fyrir mér, að ekkert af því, sem ég hafði gert í kvöld, gæti tallzt ótrúnaður við konuna. En því var ég þá svona óstyrkur? Hversvegna kóln- aði ég allur á svipstund? Það fór eitt- hvað að bresta í heilanum. Það heyrði undir vélfræðina, hina andlegu vélfræði. Smáhjólin suðuðu, gírin gnöstu, nákvæmar metaskálar vógu einn og annan möguleika; nýjar vélar og áhöld, sem myndast höfðu síðustu dagana, fóru nú í gang og unnu mikinn. Það var samin skýrsla. Tuggugúmið, rakvatn- ið og hreinsilögurinn, það allt mátti liggja kyrrt í hanzkahólfinu. Ég hafði ekki komið svo nálægt henni, að ilmurinn af tígrynjunni tylldi við mig. Englnn varalitur. Hafði ég snætt í filmverinu? Nei, veitingastjórinn fór svo snemma; þar fyrir utan hafði ég alltaf sagt Sú, að matstofan í filmverinu væri rckin af okrurum og þessvegna væri mér illa við að borða þar. Allt í lagi, þá hafði ég borðað á matbar. Ég þurfti að flýta mér og hafði strax snúið aftur til vinnunnar. En ef Sú hefði hringt? Það var ósköp einfalt; ég hafði bara brugðið mér á salernið. Nokkuð annað? Nei. Ójú, handritið? Æ, mér gekk heldur illa. Og ég var þreyttur. Skýrslunni var lokið. En skýrslan var ónauðsynleg. Á mínu heim- ili mundi þesskonar alltaf vera ónauðsynlegt. Þar var um engan efa að ræða, og venjulegast var ekki einu sinni spurt. Það var ég, sem engdist, og óf minn lygavef og barði hausnum við stein, og ég var sannarlega í öngum mínum, þegar ég skildi traustið, sem mér var sýnt þarna heima. Nei, það var ekki rödd Sú, sem ónáðaði mig fyrst; það var rödd Mónu, rödd Mónu innan i höfðinu á mér. Sú var að lesa, þegar ég lagðist til hvílu. Hún beyrði mig andvarpa. „Gekk þér ekki vel í kvöld?" spurði hún. „Þú varðst hrœddursagði rödd Mónu. „Nei. Og ég er staðuppgefinn." „Þú ert alltaf þreyttur, þegar þér gengur illa. Og næsta dag snararðu af heljarmiklu, og þá líður þér vel," sagði hún. „Hér er ég,“ sagði rödd Mónu; „það var það, sem þú vildir, var það ekki?“ „Er Bromley að þjarma að þér?“ Ég hristi höfuðið. „Ekki ennþá." En Móna þjarmaði að mér; röddin hennar. Ég heyrði hana segja það. „Nagar samvizkan þig ojt?“ „Hvernig hafði Anna það I dag?“ sagði ég. „Ágætt. Hún kom með eina af myndunum sín- um heim úr skólanum, handa þér. Þú færð allt, sem hún gerir. Myndin er á klæðaskápnum." Ég fór fram úr og leit á hana. Það var sam- anbrotin örk úr grófum pappír, hér um bil þrjú fet á kant. Þegar ég fletti henni í sundur, kom í ljós heil flækja af litríkum strikum og neðst niðri veldregnar svartar bauglínur. Svo var grænt krass. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Það heitir tígr- ynjan,“ sagði rödd Mónu. „Það er úthafið og nokkrir fiskar," sagði Sú og hló. „Hún benti mér á stóru öldurnar og litlu öldurnar. Og svo er þar auðvitað líka mömmufiskur og pabbafiskur og Önnufiskur." „Piskarnir eru góðir," sagði ég. Ég braut örkina vandlega saman og setti hana á sama stað, og ég vissi, að ég varð að þakka henni fyrir gjöfina strax í fyrramálið. Börn gefa af svo miklum innileik, að maður verður að sýna þeim þakklætisvott. Ég sá í huga mér útskornu tekkmyndina af Búdda. Hún var í herberginu, þar sem geymdar eru kinversku fyrirmyndirnar. Tveir veggir eru málaðir í daufum grábláum lit. Hinir tveir eru þaktir kinverskum þjóðlífsmynd- um: kínverskir verkamenn þrammandi í fíngerðu landslagi, inn á milli kyrkingslegra trjáa, en úti við sjónhring risa þybbnir kofar. Þetta féll vel við ljósan viðarlitinn í skrifstofunum, lampa- hlífar og skrifborðin. Og Búdda á þar heima líka. Allt er þetta svo hákínverskt, fíngert og örfandi fyrir augað. Uppstrokinn og feitur Búdda, með hendur hafðar guðrækilega yfir höfði sér, og slyttisleg brjóstin hengu niður. Verndargrip- ur. Hann var Búdda hinnar hjónabandslegu ham- ingju. „Góða nótt, elskan," sagði ég hljómlaust. Við kysstumst. „Góða nótt, vinur," sagði Sú. Og ródd Mónu sagði. „Býst við ég komi þér i vandrœði, herra minn.“ HVER heldurðu, að hafi hringt morguninn eftir? Bara svona ef hendingu; rétt til að segja halló og drepa tímann dálitla stund. Hver annar en Makk? Ég hafði ekki hugsað um hann á síðkastið, en hatrið til hans hafði blossað upp í mér strax og ég sá hana. Núna nísti hin rólega hljóm- mikla rödd hans taugar mtnar. Ég sá hann fyrir mér sem ógurlegan, blakkan gamm, og sat uppi á kúpli ráðhússins í Beverly og beið eftir Mónu. Beið eftir að ég færði honum Mónu. Hann spurði mig, hvernig gengi, og ég sagði honum að stefnumótinu hefði verið frestað. Það átti að vera í kvöld. Hann sagðist ekki hafa leyft henni að heimsækja Smæley í gær og mundi gera slíkt hið sama í dag. Ég vildi ekki segja honum, að ég væri búinn að hitta hana og að hún vissi ósköp vel ég væri enginn vinur Smæl- eys, og þar af leiðandi gat ég heldur ekki sagt honum, að hann þyrfti ekki lengur að hindra hún hitti Smæley. Ég varð að láta það afskipta- laust. Þá taldi hann í mig kjark. Þetta yrði engum vandkvæðum bundið fyrir mig. Þetta mundi lukk- ast prýðilega. Hún væri girnilegri en drottningin frá Saba. Einhverntíma kemur að því, að maður getur skyrpt í andlit annars manns gegnum símann. Ég hlakkaði til, þegar svo yrði. Hvernig gat hann leyft sér að tala um hana i þessum tón. ★ ★★★★★★★★★★ ★ Það er til stutt saga frá „vilta vestrinu" á þá leið, að tveir bófar hafi stöðvað ié-n- brautarlest, til þess að ræna farþegana. Þeir ruddust inn i svefnvagn lestarinnar og sá stærri hrópaði: „Veriði nú stillt! Við ætlum engan að meiða! Við ætlum bara að hirða peningana af karlmönnunum og kyssa konurnar." Sá minni leiðrétti hann: „Láttu ekki svona, Jack, og vertu ekki að móðga f rúrn- ar. Við látum peningana nægja." Þá settist miðaldra piparjómfrú upp í kojunni sinni. „Haltu þér saman, veimil- tftan þin,“ öskraði hún, „og vertu ekki að skipta þér af þessu. Það er sá stóri, sem stjórnar þessu ráni.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.