Vikan


Vikan - 16.10.1952, Page 13

Vikan - 16.10.1952, Page 13
VIKAN, nr. 40, 1952 13 AL JOLSON: rússneskur Oyðingur sem varð heimsfrægur. AL JOLSON — kvikmyndaleikar- inn og söngvarinn, sem lést í fyrra — var sennilega eini leikarinn í Bandaríkjunum sem nokkurntíma féll af frjálsum vilja frá sextán milljón króna kaupkröfu. Hanri var líka eflaust eini leikarinn í Banda- ríkjunum, sem ekki hafði hugmynd um, hvenær hann var fæddur, og hann var vissulega sá leikarinn bandaríski, sem hlotnaðist sá heiður að leika aðalhlutverkið í fyrstu tal- myndinni. Þar á ofan átti það fyrir honum að liggja að leika aðalhlut- verkið í þeirri mynd bandarískri, sem skilað hefur hvað mestum ágóða til þessa; það var myndin The Singing Pool, og tekjurnar af henni námu um 200 milljónum króna. Vikukaup Jolsons var um eitt skeið rösklega 500,000 krónur, og þetta kaup fékk hann i sex mánuði, þó hann gerði ekki handtak! Auðvitað var hann fús til að vinna. En svo vildi til, að vinnuveitandinn hans — United Artists — vantaði handa hon- um gott kvikmyndarhandrit, svo það kom í hans hlut að gera nákvæmlega ekkert annað en spila golf og sækja kaupið sitt — um 14 milljónir króna eftir núverandi gengi! Það var í lok þessa tímabils sem hann afsalaði sér réttinum til 16 milljóna króna í viðbót. Kreppan var skollin á og Joseph Schenck, góðvin- ur Jolsons, var í miklum kröggum. Samkvæmt samningi, átti Jolson þessar miiljónir inni. En hann reif samninginn í skrifstofu Schencks, sem þá var forstjóri United Artists. „Við skulum sleppa þessu! Ég geri ekkert og þið getið hætt að borga mér.“ Dæmdur til dauða. A1 Jolson fékk berkla í æsku. Þeg- ar hann leitaði til læknis, var honum sagt, aö ef hann kæmist ekki frá New York, yrði hann dauður eftir sex mánuði. Þetta læknisráð var ókeypis, sömuleiðis lyfseðillinn, sem þjji'r fengu honum, og lyfið, sem hann átti að fá. En þegar hann fór að sækja það, uppgötvaði hann, að hann átti að greiða tíu cent fyrir flösk- una. Hann átti ekki tíu cent — og lyfið eignaðist hann aldrei. Það skipti þó kannski ekki máli, því að án þess batnaði honum og án frekari læknishjálpar. En hann gat að vonum ekki gleymt því, hvernig honum varð innanbrjósts, þegar hann hafði eklci einu sinni efni á að eign- ast ókeypis lyf. Hann taldi sig þá dauðadæmdan mann. Og nokkrum árum seinna, þegar hann var orðinn ríkur, mundi hann þetta enn, og upp frá því gaf hann tugi og jafnvel hundrað þúsunda á ári til hjálpar fátækum berklasjúklingum. Afmæli í maí. A1 Jolson — leikarinn og söngvar- inn heimsfrægi — vissi ekki hvenær hann var fæddur! Hann taldi sig vera eitthvað á sjötugsaldri, þegar hann lést í fyrra. Hann var fæddur í Rúss- landi. Foreldrar hans voru blásnauð- ir Gyðingar. Þeir voru ekki að hafa fyrir því að leggja afmælisdag eins krakkabarns á minnið. En eftir að Jolson var orðinn frægur, vildu vinir hans gefa honum afmælisgjafir, svo að hann varð að velja sér afmælis- dag. Hann vissi, að hann mundi lítið græða á því að velja sér afmælisdag í haustmánuði, því leikarar eru oft- ast félitlir í byrjun leikárs. Aftur á móti geta þeir verið talsvert f jáðir á vorin, svo að Jolson ákvað að hafa læðst í maí — nákvæmlega tiltekið 26. maí. Jolson var barn að aldri, þegar hann fékk fyrsta hlutverkið sitt. Þetta var í leikriti, sem nefndist Börn Gyðingahverfisins. Honum var aðeins ætluð ein setning; hann átti að æða inn á leiksviðið og öskra: „Drepum Gyðingana!" Faðir hans var ákaflega hreintrúaður Gyðingur. Þegar hann frétti, að sonur hans heimtaCi dauða yfir alla Gyðinga á hverju kvöldi, munaði minnstu að leiklistarferli Jolsons væri þar með lokið. Trébekkur í garði. Jolson var allslaus, þegar hann fyrst lagöi leið sína til New York. Hann komst til borgarinnar sem launfarþegi í járnbrautarlest. Og eft- ir að þangað var komið, varð hann um hríð að gera sér að góðu að eiga ekki annan svefnstað en trébekk í skemmtigarði. Og hann fékk ekki matarbita dögum saman. En hann gafst ekki upp og svo fór hann að fá svolítil hlutverk. Svo urðu hlutverkin stærri og svo komu talmyndirnár og Jolson varð fræg- ur um allan heim. Það var þá sem hann varð að velja sér afmælisdag, þá sem hann hafði efni á að afsala sér 16 milljónum króna á einu bretti. Tvær myndir voru 4 gerðar um æfi hans Al JOLSON hætti kvik- myndaleik að mestu fyrir 1940. Þó kom hann enn frani í nokkr- um revýumynd- um á stríðsárun- um. En það var ekki svo að skilja, að liann væri gleymdur. Og 1947 var búin til kvikmynd um æfi hans með Larry Parks í aðalhlut- verkinu. Jolson söng sjálfur alla söngvana, og þessi niynd Varð svo vinsæl, að larry Parks' framlialdsmynd var búin til tveimur árum síðar. Henni var líka mjög vel tekið og því var þriðja myndin ákveðin, þar sem Jolson sliyldi ekki ein- asta syngja, beidur einnig láta sjá sig. En áður en þeim áformum varð hrint i framkvæmd, lézt hann af hjartaslagi. 4 4 4~ 4~ 4- 4- 4- 4- 4■ 4■ 4 4 4 4 4 4• 4 Hver man nú eftir Mary Piclcford? Þeir eru orðnir fáir. En það er vafasamt, hvort nolckur kvikmyndastjarna hefur nokk- urntíma notið eins mikillar hylli eins og hún. VIKAN segir frá henni í nœstu viku. PÓSTURINN Framhald af bls. 2. stofuna í lagi, en saumakörfuna i eins mikilli óhirðu og þig langar til. Ef þetta er þér ofviða, sé ég ekki annað en að þú verðir bara að ganga út og hengja þig — en manninum þínum mundi þá vafalaust gremjast hvað þú gerir það ófaglega og sóða- lega. Svar til Hönnu: Inntökuskilyrði Leiklistarslcóla Þjóðleikhússins eru þau að nemandi sé 16—25 ára, hafi lokið gagnfræða- prófi eða hafi aðra sambærilega menntun og að málfræði sé lýtalaust. Á inntökuprófi flytur nemandi eitt ljóð og atriði úr tveim leikritum. Það er því bezt fyrir þig að búa þig undir þennan skóla, taka gagnfræðapróf og æfa þig að lesa upp. Þú hefur 6 ár til stefnu. Síðari spurninguna geymum við þar til seinna. Halló Vika! Viltu vera svo góð að svara þess- um spurningum fyrir mig? 1. Hvað á ég að vera þung, ég er 13 ára? 2. Hvað á ég að gera við varirnar á mér þcer eru svo þurrar ? Fáfróða Sakaria. P.s. Viltu svara þessu sem fyrst ég er svo spennt. Við getum ekki sagt þér hvað þú átt að vera þung, því við vitum ekki hve há þú ert. Fáðu þér varasalva í næstu lyfja- búð og varastu svo að sleikja var- irnar. Ég hef skrifað þér einu sinni áður og ekki fengið svar, en nú reyni ég aftur og vonast til að verða heppn- ari. Er hmgt að fá „Afga“ litfilmur í algengar kassavélar, t. d. 6X9 — 620 umfram allt sendið mér svar fljótt L. M. N. Verzlunin Týli í Austurstræti hef- ur Agfa-litfilmur, 6X9 á tréspólum. Afgreiðslustúlkan sagði nú samt að kassavélar væru varla nógu góðar til að taka litmyndir, þó það sé hægt. Getur þú Vika mín góðfúslega tjáð mér svör við eftirfarandi spurning- um. 1. Á vegum hvers eða hvaða félags hafa verlistjóranámskeið farið fram? 2. Hafa slik námskeið eingöngu verið miðuð við fiskaðgerð og fisk- mat ? 3. Hvað langan tíma taka svo þessi námskeið ? j. Verða slík námskeið á árinu 1952 eða síðar? Vœnti ég nú svars við þessum spurningum. Verkamaður úti á landi. Á vegum Fiskimats ríkisins hafa farið fram námskeið fyrir matsmenn. Eitt slíkt námskeið verður haldið eft- ir áramót og nokkuð margir menn hafa þegar tilkynnt þátttöku sína. Ef þú hefur áhuga fyrir þessu skaltu skrifa Fiskimati Ríkisins í Hamars- húsinu í Reykjavík, fá nánari upp- lýsingar og tilkynna þátttöku þína. Því miður vitum við ekki af öðr- um námskeiðum fyrir verkstjóra.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.