Vikan


Vikan - 16.10.1952, Page 14

Vikan - 16.10.1952, Page 14
14 VIKAN, nr. 40, 1952 MONA Framhald af bls. 12. Ég hélt aftur niður á jafnsléttu og tók einn pall í senn. Sam, eftirlitsmaðurinn, tók mig þá til bæna með handklæði að vopni og neri hörund mitt með baðsalti. Þá fór slenið að renna af mér. Núið snarlega, núið snarlega hörund mitt með hinu mjúka salti. Færið mér reykelsi og myrru, og kyrrið ei lúturnar, sem hljóma svo sætlega í eyrum mér. Steypið yfir mig gullskykkju og ýrið aröbskum ilmvötnum á líkama minn. Búið mig undir veizluna, því að Drottningin bíður. Svona var mér innanbrjósts, þar til ísköld steyp- an laust mig. Því næst fór ég út að borða. Auðvitað átti klukkan langt í níu, þegar ég lagði bílnum úti fyrir húsinu hennar og hallaði mér aftur til að bíða. Ljósin hafði ég slökkt, og svisslykilinn setti ég í vasann. Tvisvar kikti ég inn í hanzkahólfið; þar var allt sem vera átti. Eftir fimmtán mínútur eða svo byrjaði að rigna. Fyrir mér hefði hann mátt rigna eldi og brennisteini. Það eina, sem var mér að vanbúnaði: ég varð að lúta yfir sætið til að sjá út um regn- votan gluggann. Þegar ég leit upp strætið í hundraðasta sinn, sá ég hana koma. Hún var i einni af þessum gagnsæju regnkápum með typptri hettu. Hún líkt- ist nunnu, og götuljósin glömpuðu á regndropun- um, sem settust á kápu hennar, svo að hún glitr- aði öll og hjúpaðist samskonar ljóma og sjá má umhverfis madonnur í ítölskum málverkum. Ég gekk upp að dyrunum og beið í rigning- unni. Hún sá mig, en hraðaði sér samt ekki. Ég gekk úr vegi fyrir henni, þegar hún tók upp lyk- ilinn. Hún opnaði hurðina, teygði sig inn fyrir og kveikti ljósið. „Komdu inn i kofann minn, sagði kóngulóin . . .“ tautaði hún. HVERNIG KONUR SEGJA SÖGUR 643. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 svara — 4 láta und- an — 8 kvenmannsnafn — 12 far — 13 flík — 14 bókstafur — 15 hús- dýr — 16 morandi — 18 rjúkir — 20 málskraf — 21 beisk — 23 gagn — 24 vökvi —• 26 brauð- matur — 30 feng — 32 fugl — 33 elska — 34 dauði — 36 sögupersóna — 38 þröngur gangur — 40 hvíla — 41 þrír samstæðir — 42 norður- landabúi —- 46 mynt — 49 eyða — 50 les — 51 gangur — 52 vökvi — 53 svallgefnar — 57 fjöldi — 58 kvenmanns- nafn, þf. — 59 hlaup — 62 bréfspjald — 64 band — 66 smælki — 68 mannsnafn, þf. •—• 69 keyrðu — 70 keyra —• 71 fraus — 72 húsdýr — 73 ekki gilt — 74 skortur. Lóðrétt skýring: 1 ganga — 2 lík — 3 skegg —■ 4 tónverk -— 5 hjá — 6 holdgóðrar — 7 verkfæri (forn rit- háttur) —• 9 hættuleg — 10 Ás — 11 ögn — 17 hrúga — 19 skammstöfun úr verzlunarmáli ■— 20 rusl — 22 máltíðir —• 24 skýjafar — 25 bók- stafur — 27 lokað sund — 28 æða — 29 gróð- urlaust land — 30 stjórnarinnar — 31 ómargra — 34 slagsmál (slanguryrði) — 35 mjúkar — 37 nagdýr — 39 varkárni — 43 þrir samstæðir — 44 auðug — 45 indíánaþjóðflokknum — 46 stoðir •— 47 gufu — 48 fugl — 53 sæti — 54 vend —- 55 far — 56 íþrótt — 57 gróður — 60 svall — 61 gælunafn — 63 þvertré — 64 flík — 65 feng — 67 kreik. Lausn á 642. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 kaleikur — 6 sáning — 9 rall — 10 tóm — 11 náðu — 13 einnig — 15 beinasni — 17 nyt — 18 spil — 20 níðinu — 24 kasta — 25 niðjar — 27 rugg — 29 kannt — 31 töfra — 32 árar — 33 fyrtin — 35 ræðan — 37 ending — 40 mett — 41 nam — 43 gneggjar — 46 trúð- ur. — 48 geta — 49 arm — 50 asni — 51 reit- ur — 52 allsætur. Lóðrétt: 1 Katrín — 2 lambið — 3 inni — 4 urða — 5 rausn — 6 sleita — 7 inn — 8 gagn- lega — 12 ánauð — 14 náströnd — 16 nykrar — 19 pauf — 21 ísar — 22 innrætið — 23 nit — 26 jafnan — 28 grín — 29 kálmatur — 30 nart — 31 tin — 34 teygt — 36 angrar — 38 iðrast — 39 garmur — 42 megna — 44 geil — 45 jass — 47 úti. Allar konur segja auðvitað frá og það er mik- ið vandamál hvernig hægt er að fá þær til að hætta þvi. 1 því skyni hefur farið fram nákvæm rannsókn á því hvernig þær segja sögur. Sam- kvæmt þessari rannsókn langar þær mest til að segja mönnum sínum einhverja bráðfyndna skrýtlu, þegar þeir (a) eru að verða of seinir í strætisvagninn (b) eru að lesa dagblöðin (e) ætla að fara að sofa og (d) eru sjálfir byrjaðir að segja sínar sögur. Til að fullkomna þessar rannsóknir giftist mað- ur nokkur fjórum konum (hann var síðar tek- inn fastur fyrir fjölkvæni). Hann sagði þeim öllum sömu söguna. Þær hlógu að henni og skrif- uðu hana hjá sér. Eftir það fóru þær að segja söguna, hver á sinn hátt. Sú fyrsta byrjaði alltaf á endirnum: „Hef- irðu heyrt um páfagaukinn og töframanninn á skipinu, sem var að sökkva og þá sagði páfa- gaukurinn við töframanninn, bjargaðu okkur nú. Kanntu þessa sögu?“ Ef maðurinn sagði nei, sagði hún hana, ef hann sagði já, þá sagði hún hana samt. önnur hafði byrjunina og endirinn rétt, en vantaði miðhlutann úr sögunni. Hún sagði hana svona: „Töframaðurinn og páfagaukurinn voru saman um borð í skipi og páfagaukurinn sagði „Sýndu mér hvernig þú ferð að því að draga skipið upp aftur“. Sagan var eitthvað lengri, hún var að minnsta kosti fyndin þegar ég heyrði hana.“ Sú þriðja komst aldrei að efninu: „Ég heyrði svo skemmtilega sögu í morgun, ég var að borða á Hressó, þú veizt hressingarskálanum við Lækj- artorg. Ég hitti Mörtu þar, þú mannst eftir Mörtu, við höfðum ekki sézt svo lengi, hún er alltaf svo sæt . . .“ Sú fjórða ruglaði öllu saman: „Einhver sagði mér svo skemmtilega sögu um töframann, sem átti páfagauk, hann átti hann líklega ekki sjálf- ur, en það er sama. Jæja, þessi töframaður var alltaf að gera einhver töfrabrögð og í hvert sinn sagði páfagaukurinn . . .“ Eiginmaðurinn: „Þeir voru á skipi.“ Konan: „Ég get ekki séð, að það skipti nokkru máli.“ Maðurinn: „En það er í sögunni." Konan: „Þeir voru á fleka, þvi páfagaukur- inn sagði . . .“ Maðurinn: „Skipið sökk, elskan mín.“ Konan: „Þig langar víst til að segja söguna." Maðurinn: „Fyrirgefðu góða, ég ætlaði bara að leiðrétta þig.“ Konan: „Segðu hana sjálfur, þú ert hvort sem er búinn að eyðileggja hana.“ Maðurinn: „Fyrirgefðu elskan, haltu áfram.“ Konan: „Jæja, hún var um páfagauk, sem átti . . .“ Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Crater Lake er í Oregonfylki í Bandaríkjun- um. 2. Sú, sem hefur verið krýnd lárviðarsveig. 3. Róm. 4. Að maður snúi andlitinu að árósunum. 5. 60—70 á mín., 70—80 á mín. og 80—90 á mín. 6. Lulli. 7. 2110 metrar. 8. Tilfinningaleysi og óáreiðanleik.^ 9. Kubus þýðir teningur. Matisse notaði það fyrst 1918 um myndflokk, sem einkenndist af köntóttri og kassalaga uppbyggingu. Picasso er höfundur hennar. 3 0. Nei, hann hefur fimm tær á framfótunum, en 4 á afturfótunum. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. JELLY IVARSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), Stykkishólmi. — GYÐA SIGURÐ- ARDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Stykkishólmi. — SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR (við pilta 16—20 ára), Eystri-Skógum, A.-Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu. — ANNA JÓNSDÓTT- IR (við pilta 16—20 ára) Skarðshlíð, A.-Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu. — HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR (við 15 ára pilt eða stúlku) Hjallata, Höfnum, Gullbringusýslu. — JÓNAS JÓHANNSSON (við pilta eða stúlkur 15—18 ára) og AUÐUR FINNBOGADÓTTIR (við pilta eða stúlkur 15—18 ára) bæði á Sólvöllum, Mos- fellssveit. — UNNUR SIGURÐARDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 19—25 ára),— LILJA VIGGÓS- DÓTTIR (við pilta eða stúlkur 19—25 ára), — AGNES JÓHANNESDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 19—25 ára), — ÓLÖF PÁLSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 19—25 ára) allar á Hús- mæðraskólanum Laugarlandi, Eyjafirði. — ED- WARD R. FENIMOftE Jr. (við 12 ára strák) 5007, Greenleat. Road, Baltimore, U.S.A. — HIROSHI UKINO (við 16 ára pilt, mál enska) 34 Ikuta Santada, Amagasaki City, Hyogo Pret. Japan. Allir geta veitt öðrum ánægju. Sumir gera það með því að koma, aðrir með því að fara. — Lady Maude Warrender.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.