Vikan


Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN nr. 41, 1952 í FRÁSÖGUR FÆRANDI I*AÐ var í síðustu VIKU rabbað svolítið um pilta og stúlk- ur á gelgjuskeiði, klæðaburð þeirra og uppátæki. Nú langar mig til þess að segja eina sögu af því, hvað svona piltar og stúlkur geta tekið sér furðulegar fyrirmyndir, þegar um fatnað er að ræða. Sagan er frá Ameríku, en þar eru „teen- agers“ (laus- leg þýðing: táningar) kannski hvað frumlegastir. Ueir klæðast nokkurskonar einkennisbún- ingi um gerv- öll Bandarík- in: uppbrett- um nankins- buxum og skyrtu. En hafa svo á þessu töluverð tilbrigði, þegar andinn kemur yfir þá — og hér greinir frá einu sliku tilbrigði. Eg kom i bandariskan mennta- skóla í stríðinu, og eitt af því fyrsta, sem ég rak augun í, var átján nitján ára stúlka í bláum nankinsfötum. Ég sá hana álengd- ar og hugsaði, að sjálfsagt ynni hún í einhverri hergagnaverk- smiðjunni. En daginn eftir var laugardag- ur, og þegar ég kom inn í skóla- hverfið, þá var þar krökt af stúlkum í bláum nankinsfötum eins og verksmiðjustúlkunnar minnar. Og þegar ég kom nær þeim, þá sá ég, að það sem ég hafði haldið að væru hvítir máln- ingarblettir á fötunum þeirra, voru raunar stórir hvitir stafir, tveir saman, PW, á buxnaskálm- unum um hnéin og sömuleiðis á jökkunum í bak og fyrir. Þá fannst mér harla ósenni- legt, að þetta væru verksmiðju- stúlkur. E N sem ég gekk þarna og velti því fyrir mér, hvað hefði hlaupið í stúlkumar, óku nokkrir herbílar framhjá. Þetta voru stór- ir vörubílar, og á hverjum bíl vopnaður hermaður og svo flokk- ur manna í bláum nankinsfötum. Og það sem i fljótu bragði virt- ust vera hvítir málningarblettir á fötunum þeirra, reyndist við nán- ari eftirgrennslan vera stórir hvít- ir stafir, tveir saman, PW, á buxnaskálmunum um hnéin og líka á jökkunum í bak og fyrir. Þetta voru þýskir stríðsfangar. Og þá rann það upp fyrir mér, að það sem ég hafði fyrst haldið að væru stúlkur úr hergagnaverk- smiðju og síðan kannski stúlkur að fara á einhverskonar grimu- dansleik, voru bara bandarískir kven-táningar nýbúnir að upp- götva yndislega tízku. Mig minnir, að blessaðar stúlkumar hafi hang- ið í þessari tizku allt sumarið. Þá kom upp ný tízka nærri því á einni nóttu. „Striðsfangamir“ hurfu og í þeirra stað birtist á sjónarsviðinu urmull ómerktra stúlkna. I>ær héldu auðvitað tryggð við nankinsfötin — ein- kennisbúninginn. En í stað skamm- stöfunarinnar PW prýddi nú gallann útsaumur í öllum regn- bogans litum! (Til skýringar: PW er skamm- stöfun á Prisoner of War.) ÞeTTA var þá saga af banda- riskum „táningum.“ En það er fleira skritið í Bandarikjunum en stúlkur, sem sauma rósir og fiðr- ildi á rassinn á nankinbuxunum sinum. Hvar annarsstaðar en í Banda- rikjunum gæti maður til dæmis lesið um það í blöðunum, livernig stjórnmálamenn væm tenntir. En það er einmitt i frásögur færandi, að timaritið Time er ný- búið að birta ítarlega grein af heilsufari forsetaframbjóðend- anna, og ekki fór það framhjá greinarhöfundi, að báðir frambjóð- endurnir hefðu góðar tennur. Sömuleiðis sagði Time lesendum sinum frá því, að 1) Eisen- hower væri botnlangalaus en Stevenson ekki, 2) Stevenson reykti en Eisenhower ekki og 8) báðir mennimir smökkuðu áfengi, en þó mjög í hófi. En þetta var hálfgerður út- úrdúr. I>að var alls ekki mein- ingin að fara að tala um for- setaframbjóðendur. Bara ætlaði ég, áður en við skildum við Bandarikin i þessari lotu, að segja frá örstuttri blaðafregn, sem þar vakti nokkra athygli fyrir skemmstu. Blaðamaðurinn var að skrifa um ástand og horfur í verzlunarmálum landsins og komst að þeirri niðurstöðu í greinarlok, að viðskipti væru heldur að drag- ast saman. Sem dæmi gat hann þess, að ágóði af stærstu líkkistu- verksmiðju Iandsins hefði minnkað mn fjórtán milljónir í ár. LilKKISTANN er bústaður hins látna, að minnsta kosti Iík- ama hans. En áður en ég slæ botn- inn i þetta núna, Iangar mig að nöldra svolítið út af bústöðum þessara íslendinga, sem ekki eru búnir að kveðja. Og varpa þá fram þeirri spumingu, hvar við höfum fengið þá kreddu að láni, að hús megi einungis mála með „hlut- lausum“ litum, þ. e. litum, sem í rauninni séu alls engir litir og beri það fyrir alla muni ekki með sér, að þeir hafi verið notaðir nýlega. Það er nefnilega kominn tími til þess að við förum að losa okkur við kredduna og koma fram eins og heilvita menn á þessu sviði. Hér uppi á Islandi er öll náttúr- an yfirfull af litum, tærum, hrein- um litum, sem við megum vera öfundsverðir af. En svo þegar við byggjum okkur íbúðarhús eða reisum veglega opinbera byggingu, þá skal það næstum því æfinlega fyl&ja, að þessu húsi eða þessarí byggingu verði valin grámygluleg málning, sem virkar á mann eins og óhreinindi í náttúrunni eða gat á sjóndeildarhringnum. LATUM vera með hvítu húsin, sem hefur verið að fjölga upp á síðkastið, en þar erum við komin einna lengst í litaskreyt- ingu. En hvers vegna mega þá húsin ekki alveg eins vera rauð, þar sem rauður litur fer vel, eða græn eða blá eða gul, án þess að ná- grannarnir haldi, að mað- ur sé orðinn klepptækur ? Hvað veldur þessari óskiljanlegu litblindu, sem lætur okkur fjand- skapast við regnbogann og gera bandalag við þokuna og hvers- dagsleikann? G. J. A. Pósturinn Kœra Vika. Mig langar mjög mikiö að fá nokkrar upplýsingar um þessi Ijóða- skáld, og ef þú mögulega getur út- vegað mér myndir af þeim líka. í. Jón Magnússon. 2. Sverrir Haraldsson. 3. Þorskabítur. Með kœrri kveðju. H. V. H. 1. Jón Magnússon bjó í Reykjavík og stundaði þar beykisiðn. Hann gaf út margar ljóðabækur. Jón er dá- inn fýrir nokkrum árum. 2. Sverrir Haraldsson er ungur teolog. VIKAN hefur frétt að von sé á nýrri ljóðabók eftir hann. 3. Þorskabítur er Vestur-lslending- ur. Kæra Vika. 1. Hvað á ég að gera til að fá fallegan líkama, vöðva og kraft mikl- an' Strákur. Gamla góða ráðið er að taka lýsi. 1 vor sá ég í blöðunum mynd af ung- um Sauðkræklingi „með vöðva og kraft mikinn", sem sagðist hafa æft sig eftir Atlaskerfinu. Bók um þetta kerfi hefur verið þýdd á íslenzku og fæst í bókabúðum. Kæra Vika, Ég er í vandrœðum með að halda nöglunum hreinum. Ég get aldrei skafið þær nógu mikið með nagla- sköfunni. Kanntu nokkuð ráð við að halda nöglunum hreinum og hvitumf Þú mátt umfram allt ekki skafa svona undan nöglunum með nagla- þjöl úr málmi. Við það rispast negl- urnar og óhreinindin vilja setjast of- an í sprungurnar. Burstaðu neglurnar vel með hörðum naglabursta og sápu. Það nægir vanalega. Ef þú þarft samt að skafa undan nöglunum á milli þess sem þú þværð þér, skaltu kaupa þjöl úr beini. I 18 ÁR hefur spakmælaþátturinn: Þeir : vitru sögðu í SAMTlÐINNI verið : lesinn með athygli og ánægju. 10 ■ hefti (320 bls.) árlega fyrir að- ■ eins 35 kr. Sendið áskriftarpönt- • un, og þér fáið tímaritið frá síð- [ ustu áramótum. Árgjald fylgi : pöntun. Norge — Island 1 Noregi, innan- lands eða öðrum löndum, getur hver valið sér í gegnum Islandia, bréfavin við sitt hæfi. Skrif- ið eftir upplýsingum. BR.fFAK.lOBBUR.INN IUANDIA Reykjavík \ Slæmt veður: Stökk húð. NIVEA bætir úr því. Jafnskjótt og þér hafið nuddað Niveaskremi á húðina, \ \ verð ur hún aftur slétt og mjúk. Því að: Niveassnyrts ing er rétt húðsnyrting, áhrif þess stafa frá euzerit. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.