Vikan


Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 5
VIKAN nr. 41, 1952 5 Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu E F X I B Ethel Lina White FORSAGA: Evelyn Cross hvarf eins og dögg fyrir sólu einn dimman haustdag í London. Evelyn var dóttir auðmannsins Raphael Cross. Fleiri en einn hafði séð hana fara inn í íbúð spákonunnar Goyu, en þegar Cross gekk á hana, sór hún og sárt við lagði, að stúlkan hefði aldrei til sín komið. Cross var auðvitað æfur — og hræddur. Hann óttaðist um líf dóttur si,nnar, eða að henni hefði verið rænt, en þá gat verið hættulegt að blanda lögreglunni í málið fyrst um sinn. Svo að hann fékk húseigandann, Pomeroy majór, til að sækja einkalögreglu- mann, og innan stundar var Alan Foam kom- inn á staðinn og byrjaður að yfirheyra fólk- ið í húsinu. Foam var ungur maður og kappsfullur og það orð fór af honum, að hann léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. FOAM sneri sér að Cross: „Ég býst við að þú hafir verið að tala við majórinn meðan ;þið biðuð. Hvað voruð þið að tala um?“ Cross leit á majórinn, sem svaraði fyrir hann. „Fyrst töluðum við um leigu á skrifstofu, en Cross vildi ekki taka neina ákvörðun, svo við fórum að tala um Danzig." „Þá býst ég við að þið hafið verið of ákafir til að veita því nokkra athygli, þegar hún kom fram. Þið áttuð heldur ekki von á henni strax.“ „Það er bölvuð lýgi,“ sagði Cross æstur. „Bæði ég og majórinn horfðum á dyrnar og þær voru lokaðar." „Það er ekki svo einfalt," sagði majórinn. „Dyravörðurinn var allan tímann i anddyrinu og hann fullyrðir að hún hafi ekki komið niður. Ein vélritunarstúlkan var þar líka og hún segir það sama. Ungfrú Simpson, viltu koma hérna augna- blik.“ Stúlkan kom niður stigann, viss um sina fyrri fegurð, blikkaði Cross og brosti til Foams. „Majórinn hafði rétt fyrir sér, nema hvað ég er einkaritari en ekki vélritunarstúlka," sagði hún. „Hvernig er herbergi nr. 16,“ sagði Foam. „Er önnur hurð á þvi? Og er innangengt í hin her- bergin ?“ „Nei,“ svaraði majórinn. „Hver leigir hin herbergin?" spurði hann. „Tvær einhleypar stúlkur. Ungfrú Power er í nr. 17 og ungfrú Green í nr. 15, en hvorug þeirra hefur séð ungfrú Cross. Við erum búnir að spyrja þær. Ég veit ekkert um ungfrú PoWer annað en að hún er nemandi og borgar leiguna sína reglu- lega. Ungfrú Green er dótturdóttur biskups, en hún er samt alls ekki áreiðanleg." „Jæja, þá ætla ég að líta á nr. 16, en ég vil fyrst tala við dyravörðinn." Foam vildi fá tíma til að átta sig. Þó öllum hefði borið saman, gátu þau verið undir áhrifum hvort frá öðru. Hann treysti dyraverðinum, sem var svo líkur garðyrkjumanninum, vini hans frá barnæsku. „Ertu viss um að það hafi verið dóttir Cross, sem þú sást fara upp stigann? Það var ekki búið að kveikja". „Eg sá hana þegar ég kveikti í sígarettunni fyrir hana. Hún hefur lika komið hér áður með föður sínum." „Sástu hana fara inn á nr. 16?“ „Nei, dyrnar sjást ekki héðan, en ég og Mar- lene Simpson horfðum á eftir þeim upp stigann." „Eru bakdyr á húsinu?" „Já, þarna, en hún hefði fyrst orðið að koma niður stigann og ganga þvert yfir anddyrið til að fara út um þær og það gerði hún ekki“. Foam var lagður af stað upp þegar hann snéri við og spurði: „1 trúnaði, hvernig finnst þér Cross? Þú sérð svo margt fólk.“ „Hann er heiðursmaður", svaraði dýravörð- urinn. „en ekki á yfirborðinu, eins og húsbónd- inn.“ „Og ungfrú Cross?“ „Þar lá ég í því. Ég þekki hefðarkonu og ég þekki lauslætiskvendi; en þegar þær fara að leika hvora aðra, þá fer ég alveg út af laginu". „Áttu við að ungfrú Cross hafi verið — fjör- ug?“ „Einmitt". Þegar Foam gekk upp stigann leit hann inn á skrifstofu Pomeroys í leiðinni. Ung stúlka með gleraugu og gáfulegan svip sat við ritvélina. „Veiztu símanúmerið á hótelinu, sem Cross býr á?“ spurði hann. Hún skildi undir eins hvað hann átti við. „Majórinn lét mig hringja þangað áður en ég talaði við þig. Þeir vissu ekkert um ungfrúna, enda sagði Pomeroy að það væri of fljótt." „Ágætt haltu áfram að hringja þangað". Þegar hann kom aftur upp, þar sem majórinn og Cross biðu eftir honum, gekk hann rakleiðis inn á nr. 16. Það var alveg eins og öll herbergi frá þeim tíma — stórt, hátt undir loft og skreytt gips- blómum, fuglum og ávöxtum. Veggirnir voru úr ljósmáluðum viði og skápur, bókahilla og stór spegill í gylltum ramma voru föst á vegginn. Stórt olíumálverk, ástarguðinn svífandi á skýi, tók mikinn hlutan af einum veggnum. Það var ósköp venjulegur sófi og tveir stopp- aðir stólar í daufum lit. Goya hafði svo sjálf komið með alla vega lita púða og nokkur gæru- skinn, sem höfðu verið lituð appelsínugul. 1 arn- inum var rafmagnsofn og í hann höfðu verið látnar nýjar flísar. Svona var nr. 16, þar sem stúikan hafði gufað upp, eftir því sem vitnin sögðu. 3. KAFLI. Ibúar herbergjahna þriggja. FOAM datt ekki einu sinni í hug að stúlkan hefði horfið. Ef hún hafði komið inn í hús- ið, lá það í augum uppi að hún hlaut að vera þar enn — líkið að minnsta kosti. Tveir mögu- leikar voru fyrir hendi. I fyrsta lagi að Evelyn Cross hefði læðzt út úr húsinu af frjálsum vilja. En því miður þurftu fjögur viti borin vitni þá að hafa lokað augun- um á sama tíma. 1 öðru lagi gat henni hafa verið rænt —- og þá hlaut Goya að hafa hjálpað til. Hún hafði þá vafalaust einn eða fleiri samsærisménn í hús- inu og öruggan felustað, svo stúlkunni væri óhætt meðan leitin færi fram. Foam áleit að slíkt vaéri of hættulegt, en hvað átti hann þá að halda. Annaðhvort varð líann að finna stúlkuna — lif- andi eða dauða — eða róa föður hennar. Og Cross var áreiðanlega ekki í skapi til að bíða rólegur þangað til hann fengi að vita hvort Evelyn hefði læðzt í burtu. Það gat líka verið hættulegt fyrir stúlkuna að biða, því hún gat verið kefluð og bundin í einhverri loftlausri kompu. Goya sat við ofriinn og heklaði hanzka. Ljósið féll á hendúr hennar, en andlitið var í skugga. Flauelsgluggatjöld voru vandlegá dregin fyrir gluggann 'bak við hana. Foam leit í kringum sig, en kom ekki aúga á rúm eða legubekk. „Sefurðu hérna ?" spurði h'ann. „Hvérnig dettur þér þáð í hug,“ svaraði kon- an móðguð. „Ég hefi íbúð aririarstaðar. Þetta er vinnustofa og móttökuherbergi." En þarna sáust engir endar, eða annað, sem fylgir hanzkagerð. Svo hún hlaut að hafa það að yfirskini. „Eruð þið búnir að leita vandlega í herberg- inu? Hvað um gluggann?" „Glugginn var lokaður og hlerarnir fyrir. Frú- in vill helzt vinna við rafmagnsljós," svaraði Pomeroy. Foam fann það á lyktinni að gluggarnir væru ekki alltof oft opnaðir. Hann gægðist inn í skáp- inn, en þar var ekkert annað en kápa Goyu, svo gekk hann að speglinum. „Er nokkur hurð bak við þennan?" spurði hann majórinn. „Athugaðu það sjálfur. Þú getur séð að skrúf- urnar eru ramlega festar og það er engin rifa bak við hann.“ „Það nægir mér ekki. Þið verðið að taka hann niður." Cross létti auðsjáanlega: „Þessi ungi maður veit hvað hann er að gera. Þú hefur sannarlega náð i rétta manninn, majór." „Já, ég hefi séð fyrir öllu. Ég lét líka hringja í viðgerðarmanninn minn og hann er á leiðinni hingað." svaraði majórinn. „Á leiðinni,"- æpti Cross nú. „Meðan við eyðum tímanum hérna getur allt mögulegt komið fyrir dóttur mína. Ég brýt allt í þessu herbergi niður, þó ég verði að gera það sjálfur." Hann þreif i spegilinn, en gat ekki náð honum niður. Foam hafði samúð með manninum, þó hann væri vanstilltur, svo hann sneri sér að majórn- um til að gefa honum tima til að átta sig: „Hvaða viðgerðarmaður kemur?" spurði hann. „Sá, sem er vanur að gera við hér í húsinu. Hann er heiðarlegur og duglegur maður. Ég sagði honum að taka nokkra verkamenn með sér, ef við þyrftum á þeim að halda." Foam gekk fram á stigapallinn. Gangarnir höfðu auðsjáanlega verið málaðir nýlega, því þeir voru hreinir, en samt voru þeir rispaðir, eins og þung húsgögn væru oft flutt upp og niður. Af VEIZTU -? 1. Hvernig stendur á þvi að ekki er hægt að gefa staðarákvörðun Guineaflóans í tölum? 2. Hvað þýðir mannsnafnið Leó? en Leó- nard ? 3. Hvenær byrjaði Ríkisútvarpið útsend- ingar ? 4. Hvað þýða stafirnir SOS? 5. Hvaða frægur boxari barðist við beztu boxai'a heimsins í 18 ár, án þess að fá blátt auga eða blóðugt nef? 6. Hvað og hvar er Madagaskar ? 7. Gáta: Konungar og klerkar, ríkir og fá- tækir hafa neytt þess, þó hefur það aldrei verið á borð borið ? 8. Hvaða feðgar voru báðir frægír rithöf- undar ? 9. Hvað er 1 hvarfár? 10. Hvaða tvær menningarturigur teljast til Japanska málaflokksins ? ; Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.