Vikan


Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 23.10.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN nr. 41, 1952 þrjá má/nuði var hwnn ajftur orðinn frjáls maður. Hann hallaði sér afturábak í jám- brautarvagninum og rifjaði upp, þar sem drif- ið hafði á daga lians síðan sumarkvöldið góða. Hann hafði komið þreyttur og leiður heim úr bankanum, en um leið og hann kom auga á Lorraine leið honum betur, eins og alltaf. Hún gaf honum kaldan bjór og meðan hann dreypti á honum, fór hann að leggja á ráðin, lið fyrir lið. Seinna um kvöldið sagði hann henni frá því. „Heyrðu,“ sagði hann, þegar þau lágu hlið við hlið í rúminu. „Hvað segirðu um, að ég taki peninga úr bankanum — mikla peninga? Það er mjög auðvelt." Hún starði á hann í myrkrinu. „Þeir setja þig í fangelsi fyrir það.“ „Og hvað gerir það til? Eg gœti stolið stórri fúlgu og sagt þeim að ég. hafi tapað á veðreiðunum. Svo gceti ég tekið út hegning- una — hún yrði varla meiri en nokkur ár.“ Lorraine settist upp. „Og þá hefðum við alla þá peninga, sem við gœtum notað.“ „Alveg rétt. Svo gœtum við farið til Mexico, Suðrir-Ameríku eða eitthvað annað. Við þyrft- um aldrei framar að nurla og spara eða búa i ólireinni ibúð. Við goetum byrjað að lifa lífinu.“ Daginn eftir stakk hann seðlabunka í frakkavasann sinn, og nœstu daga fór hann eins að. Eftir tvœr vikur, var hann búinn að taka 100.000 dollara, og þá fór hann til banka- stjórans og játaði. Fyrir réttinum höfðu allir samúð með unga, vingjamlega gjaldkeranum. Verjandinn benti á, að sökudólgurinn hefði játað afbrot sitt af frjálsum vilja og að korum hans stæði nú ein v.ppi i ókunnri borg. „Hafið meðaumkun með þessum unga manni,“ sagði hann við kviðdóm- inn. Hann var dœmdur í þriggja ára fangelsi, en ef hann hegðaði sér vel, slyppi hann með vúm tvö ár. Hann gat varla leynt fögnuði sínum, þegar hann faðmaði Lorraine i síðasta skiptið. „Vertu nú góða stúlkan,“ hvíslaði hann. ,JSg kem bráðum aftur. Ef eitthvað kemur fyrir, veiztu hvar peningamir eru.“ Hún skrifaði honum í hverri viku. Hann marglas bréfin hennar og andaði að sér ilm- vatninu hennar. Og dagamir urðu að vikum og vikurnar að mánuðum. Og svo kom að því, að hann gat skrifað: ,Ef állt gengur að ósk- um, verð ég frjáls 3. október.“ Síðustu dagamir vom verstir. Hann hugsaði án afláts um hana og framtiðina. Og að lok- um ramn 3. október upp. „Ætlarðu ekki að bíða eftir póstinum?“ spurði klefafélagi hans stríðnislega. „Það gœti komið bréf frá stúlkunni þinni.“ Hann svaraði ekki. Loksins var hann frjáls maður. Hann vaknaði af þessum draumórum, þeg- ar vagnstjórinn kallaði: hann var kominn heim. Hann reis á fœtur og stökk út úr vagn- inum, áður en hann hafði stanzað. Hann leit i kringum sig, en kom ekki auga á Lorraine. Hún var líklega að undirbúa móttökumar heima. Hjarta hans barðist ákaft, þegar hann kom að dyrunum. Hurðin var læst. Hann tók upp lykilinn og opnaði óttasleginn. Ibúðin var tóm og rykfállin. Hann hljóp inn i svefnher- bergið, skápamir voru tómir; töskumar horfn- ar. KELFINGU lostinn hljóp hann niður stigann og barði að dymm hjá dyraverðinum. „Hvar er konan mín?“ œpti hann. ,JIún er farin,“ svaraði róleg rödd. „Hún fór fyrir viku, hvert veit ég ekki.“ Vonameisti kviknaði í brjósti hans: pen- ingamir! Hann hljóp fyrir húshomið, inn í skóginn og fann merkið, sem ha/nn hafði sett þar einu sinni og liaft fyrir hugskotsjónum sínum síð- an. Hann féll á hné og byrjaði að grafa. Loks- ins fann hann járnkassann — tóman. Hann gekk heim í leiðslu og myndin af Lorraine dansaði fyrir augunum á honum og hœddist að honum. Hún var farin og pening- amir horfnir. I eldhúsinu fann hann beittan hnif. Hann settist á bekkinn og skar sig á púlsimi. Hann horfði heillaður á hvemig blóðið spýttist yfir hendur hans og bekkinn og rann svo niður á gólf. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði setið þarna, þegar síminn hringdi. Hann tók heymartólið: „Hálló,“ muldraði hann. „Frank! Ert þetta þú?“ Röddin var enn heillcmdi og blíð: „Ó, elskan mín, ég er búin að hafa svo mikl- ar áhyggjur af þér. Ég kom í fangelsið til að sœkja þig. En þá varstu hýfarinn. Fékkstu ekki bréfið ? Ég tók peningana með mér, svo við gœtum lagt af stað strax. Frank, heyr- irðu til mín! FRANK .... FRANK .... sofa með hálsinn á litlum viðarkeflum, svo að hárgreiðsla þeirra raskist ekki. Ég skal gefa þér þannig kefli.“ ,,Þú þarft þess ekki. Handleggurinn á þér er miklu betri.“ Ég snérti brýr hennar með fingrunum, strauk niður kinnar hennar og varir. Hún kyssti þá. Hún var svo blíð. Hún minnti mig á styttu Rodins, ,,Kossinn“ — karl og kona að kyssast, og konan átti allan blíðleik, sem mannshöndinni er mögu- legt að meitla í grjót. En Móna var hlý líka, og lifandi. Hönd min hvíldi á henni, og þá hreyfði hún sig. „Er litli karlinn alveg dauður?" spurði ég. „Nei hann féll I öngvit. Nú er hann að hress- ast aftur." „Hann er heldur seinn til, finnst þér ekki?“ Hún kinkaði, og brosti friðsæl. „Er iðrunin farin að segja til sín?“ spurði hún. „Lítillega.“ „Skrýtið, finnst þér ekki?“ „Nei.“ Auðvitað var það ekki skrýtið. Á eftir er heilinn skýrari og þrúngunin hverfur — þá taka aðrar deildir hugans aftur til starfa. Það er þessvegna sem hórur láta alltaf borga sér fyrirfram. Þá þurfa þær nefnilega ekkert fyrir þvi að hafa. Á eftir fá þær ekki annað en nöldur, og stundum ná þær greiðslunni alls ekki. Þessi áhrif hefur iðrunin á manneskjuna. Ég fór hálfvegis fram úr rúminu og settist á stokkinn. „Það er morgunsloppur í skápnum þama,“ sagði hún. Ég þreifaði mig þangað í myrkrinu. Ég stakk hendi inn í skápinn og fyrir urðu jakkaföt . . . fötin hans. Eiginkona nágranna mins. „Vertu annars ekkert að því,“ sagði hún þá. „Við blygðumst okkar ekkert núna, er það? Mig langaöi til að sjá þig. Og ég vil þú sjáir mig.“ „Það blindar mig,“ sagði ég. Langur hlátur hennar suðaði fyrir eyrum mér. Ég fór 'aftur í rúmið, og lét hana bíða, þangað til ég hafði kveikt mér í sígarettu og komið mér vel fyrir og þægilega, svo að ég gæti horft á hana. Þá sagði ég henni að fara fram úr. Mikíð var gaman að horfa á hana. Hún stillti sér ekki upp, ekki nam hún heldur staðar og snéri sér við. Hún bara gekk —- eins og hindin í skóginum. „Skógarálfur," sagði ég. „Huldu- kona." „Ég er ef til vill huldukona upp i ökla, en ekki hærra," sagði hún, og skríkirnir í henni fylltu herbergið. „Var þetta ekki hræðilegt?" „Aldrei mun ég setja það í kvikmynd," sagði ég- „Mundir þú vilja setja mig í kvikmynd?" „Eins og þú ert núna?“ sagði ég. „Yfirmenn mínir mundu myrða mig fyrir það.“ Það var gaman að bíða þess að hún kæmi aft- ur. Hún kvaldi mig með því að látast ekki vera heima hjá sér, rheð því að láta sem hún mundi aldrei koma aftur, og samt vissi ég hún mundi koma innan fáeinna mínútna. Og leggjast við hlið mér. Hún ýlrtist ekki vera angruð, þegar hún kom áftur. „Um'hváð ertu nú að hugsa?" spurði ég. „Um Klöru." „Hversvegna ?“ „Við bórðuðum saman í kvöld. Það var mjög undarlegt. Fyrst gramdist hún mér fyrir að koma of seint. Ég lá nefnilega í baði yfir klukkutíma." Ég þrýsti henni að mér. „Eitt er það, sem er svo yndislegt við þig,“ sagði ég. „Þú ert svo hrein, ástin mín. Það er svo yndislegt að kyssa þig og snerta hvar sem er.“ Hún tók djúpt andkaf. „Eins og ég sagði varð hún dálítið reið. Þá tók hún eftir því, að ég hegðaði mér undarlega. Hún sagði að ég væri svo íbyggin og Sælleg. Hún virtist vita allt. Hún fann það á sér. Og hún öfundar mig. Ég neitaði því auðvitað, en ég er viss um, að það var glað- klakkalegur svipur á andlitinu á mér. Að minnsta kosti sagðUhún svo væri. Og hún hafði horn i síðu minni fyrir það. Gerir þú það kannski líka?“ „Ekki ennþá." Það var löng þögn. Þá byrjaði ég að tala, og sagði henni frá ummælum Évrópumanns nokkurs, sem ég þekkti. Hann sagði, að það mundi aldrei verða hreinræktuð menning í Ameríku, fyrr en þar risi upp ný kynferðismenning. Hann sagði, að kynferðismenning okkar biði hnekki sökum fjölgandi hjónaskilnaðar, og að hinir vonsviknu eiginmenn okkar og kónur, sálsjúklingar okkar, kaldlyndi okkar og tvöfeldni, allt þetta stæði henni fyrir þrifum. Og hann taldi okkur ekki nógu síðvanda. Engri Evrópumanneskju kæmi til hugar að sænga hjá, án þess að fara áður í bað. Óhreinlæti vær mjög oft nátengt vangétu. „Og það var þessvegna sem ég fór í gufubað fyrir matinn." Hún yggldi sig. „Fari það nú og veri, við erum ánægð með sjálf okkur. Er ekki eitthvað í fari mínu, sem þér gezt ekki að?“ „Nei.“ „O, þú kemur, auga á það, og ég líka, þó síðar verði." „Má vera,“ sagði ég. „En ég get ekki vænzt of mikils af tígrynju, er það?“ „Nei. Ég er úifynja. Þú lentir I úlfakreppu, strax í byrjun." „Alt í iagi, þú ert þá úlfynja." „En ég held þú ættir að gæta þín. Því að ég urra og hvæsi, svo að hatturinn fýkur af þér.“ „Ég geng aldrei með hatt.“ „Skiptir það nokkru?“ Þá brosti hún aftur við mér, en i andliti hennar var þaninn strengur. Hún lagðist þéttar að mér. Tígrynja. Tígrynja. Brenn mig glatt. Framháld í nœsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.