Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 42, 1952 I FRASOGUR FÆRANDI ÞaÐ er kominn tími til að karlmennirnir hættl þessum láta- lætum. Það em góð fimmtiu ár síðan þeir byrjuðu að skrökva því að sjálfum sér og öðrum, að kvenfólkið hefði einkarétt á pjatti og prjáli. Og það er kominn tími til að þeir hætti þessu og snúi sér að staðreyndunum með festu og karlmennsku. En þær hljóða svona: Karlmenn eru að minnsta kosti eins miklir fatasnagar og konur, bara hafa þeir ekki lcjark I sér til þess að játa það. Sannleikurinn er sá, að þetta er orðið sálfræðilegt atriði. I>að er komið djúpt inn í karlmannssálina og nærri gróið yfir, að karlmenn séu ekki prjálgefnir, og hafi aldrei verið, og muni aldrei verða. Og þó er hitt auðvitað það sanna í málinu, að þeir stauda þarna að minnsta kosti jafníætis kvenfólk- inu, ef ekki skrefi framar, eða tveimur. Bara liafa þeir ekki manndóm I sér til þess að játa þetta, ang- anórurnar. ÞeIR leyna sannleikanum eins og lauslátar piparjómfrúr. Þeir hlægja hæðnislega, þegar talið berst að tísku, ypta öxlum þreytulega, þegar konurnar þeirra benda þeim I búðarglugga. Og stelast svo I sultutauið, eins og fimm ára krakkar, þegar þeir þykjast vissir um, að engin sála sjái til þeirra! Eintóm látalæti! Það er senni- lega ekkert til pjattaðra í heim- inum en pjattaður karlmaður. Hann hikar ekki við að kaupa sér fimmtán hundruð króna frakka, ef hann heldur að frakk- inn geri sig stæðilegan og stóran, herðabreiðan og myndarlegan — og rikmannlegan. Og hikar svo ekki við það, bölvaður kjóinn, að Ijúga því að konunni sinni að gömlu frakkarnir hafi verið svo óttalega kaldir. Ekki skortir hann heldur lymskulegar afsakanir, þegar liann þarf að Iáta pressa buxurn- ar sínar, sem er oft. Hann getur ekki sagt, að pressaðar buxur séu heitari en ópressaðar; jafn- vel meinlausustu eiginkonur eiga bágt með að trúa þessháttar æfintýrum. Hvað gerir liann þá? Jú, hann talar um að ópressaðar buxur séu „sjúskaðar“, að þær beri vott um hirðuleysi, að það sé hollara að ganga í pressuðum buxum nú á dögum en ópressuð- um, ef menn ætli að komast áfram í lífinu. Sem er auðvitað eintóm- ur fyrirsláttur. Mannamninginn trúir því bara, að hann sé fallegri með brot í buxunum en engin brot — og er sá dæmalausi asni að skammast sín fyrir þetta. OG svona gengur þetta og það verður iiálft líf tískuherrans að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að hann sé ails enginn tísku- herra og hugsi aldrei um föt hvað þá meira. Og hann gætir þess vandlega að gera gys að konunni sinni, þegar liún kemur heim með nýstárlegan hátt; það er hans máti að undirstrika liið aigera frjálsræði sitt á þessu sviði mann- lífsins, það dauðans kæruleysi og tómlæti, sem hann vili fá menn til að trúa að auðkenni alla hans afstöðu til fatnaðar. Og svo skýst hann í spegilinn og sléttir á sér hárið. Vel á minnst: hárið. Skyldi nokkurntíma í verahlarsögunni hafa verið farið með annað eins fais og fleipur eins og þetta, að aðeins konur fylgist af áhuga með þvi sem er að gerast um og ofan við eyrun á þeim? Auðvitað láta konurnar liða á sér hárið. En sé það eitthvað hneykslanlegt, þá eiga karlmennirnir að hætta að klippa sig — já, og gera einum betur: að láta krúnuraka sig kyrfilega einu sinni á ári, og vera þannig búnir með og lausir við þetta bannsetta hár. En það er nú eitthvað annað! Karlmaðurinn fer til klipparans að minnsta kosti einu sinni í mán- uði (sem er oftar en flestar kon- ur fara á hárgreiðsíustofu), og þar er hann klipptur og skorinn og þveginn og skafinn og kembd- ur — og speglaður — uns hann glansar eins og nýþvegnar nælon- buxur. Auðvitað er þetta sjálfsagt. En livað hafa þá konurnar brotið af sér? KaRLMAÐURINN felur á sér tískurófuna undir heldur lit- lausum jakkafötum. En svo byrj- ar hann að Ieika á sjálfan sig og almenning — að punta upp á pok- ann. Öll viðleitni hans beinist úr þessu fyrst og fremst af því að sigrast á hversdagsleikanum — bölvuðum jakkafötunum. Hann byrjar að hengja skrautið á sitt persónulega jólatré: skórnir, sokltarnir, slcyrtan, vasaklúturinn í brjóstvasanum, festin á arm- bandsúrinu — allt miðar þetta að því að gera manninn sem mynd- arlegastan, glæsilegastan — FALLEGASTAN. Hann er tísku- brúða í hjarta sínu, eins og hann hefur verið öldum saman, glys- gjarn kavaler, ósvikinn afkom- andi karlanna, sem söfnuðu silfur- hnöppum á treyjurnar sínar og öfunduðu útlendinga, sem höfðu efni á hælaháum skóm og púðr- uðum hárkollum. AöEINS vill svo til, að það er ekki tíska núna, að karlmenn játi glysgirni. Nú skal það heita kvenfólkið eitt, sem sé pjattað. Og þess vegna bera karlmennirnir utan á sér meinlegt glott og búa til margar meinlegar glósur um tískudans kvenfólksins. Og það þótt þeir séu kannski ný- komnir frá Ameríku í rósóttum nærbuxum. . G.J.Á. Pósturinn Svar til Pollýar, Svöfu o. fl. Við höfum fengið nokkur bréf með beiðnum um þennan texta. Hér er hann, gjörið svo vel. Litla stúlkan min. Þú ert ljúfasta yndið með augun blá, sem alltaf finna nýtt að skoða’ og sjá, þau brosa til min björt og skær og blika eins og stjörnur tvær. Eins og ljósálfur dansar þú lipur og smá og það ljómar kæti og sólskin á brá. „Sko, ég er svo fín og ég kem til þín“, segir jólarósin mín. Þú ert draumfagra blómið, — sem grær á grund og gleði mina vekur hverja stund. Það er sem svanur syngi blitt og silfurbjöllur klingi þýtt þegar hjalið þitt ómar með indælum hreim; það er ekkert fegra um gervallan heim. — Eg leita til þín. — og lífið mér skin þú ert litla stúlkan mín! Þ. H. skóla noröarilands næsta vetur (195S —51,) en ég veit bara ekki livert ég á að snúa mér til að fá utanáskrift- ma. Og vona ég því að þú bœtir úr þessum vanda fyrir mig með þínum góðu ráðum og vísir mér á einhvern skóla ? 2. Hvenœr þarf að senda umsókn- ina fyrir veturinn? (1953—51,). 3. Hvaða litir fara mér bezt ég er skolhœrð með móbrún augu og dökka lmð? 1.—2. Bezt er fyrir þig að ákveða fyrst hvaða skóla þú vilt vera á og fckrifa svo forstöðukonu þess skóla varðandi allar upplýsingar. Norðan- lands eru t. d. húsmæðraskólar á Hallormstað 'í Suður Múlasýslu, Laugum í Suður Þingeyjasýslu, Laugalandi í Eyjaf jarðarsýslu og Blönduósi í Húnavatnssýslu. 3. Þú ættir að klæðast hlýlegum og ríkulegum litbrigðum en forðast kalda liti eins og t. d. blátt. ................................: LESIÐ ■ : : hinar dularfullu kynjasögur í j ■ SAMTlÐINNI. 10 hefti (320 bls.) : ■ árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið j • áskriftarpöntun, og þér fáið tíma- j j ritið frá síðustu áramótum. Ár- : : gjald fylgi pöntun. Kœra Vika! Mig langar til að biðja þig um birtingu á vinningarskrá happdrœttis Olympíunefndar, er draga átti í 29. júni 1952. ' Ómar. Aðeins þrír vinningar eru ósóttir í happadrætti Olympíunefndar. Núm- er þeirra eru 9478, 35465 og 22252. Kœra Vika! 1. Mig langar mikið í húsmæðra- Slæmt veður gerir huð yoar hrjúfa og stökka. NIVEA bætir úr því. . . því að Nivea*krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt huðfitunni. Þess vegna gengur pað djúþt inn i huðina, og hefir áhrif langt-inn fyrir yfirborð hörundsins. Þess vegna er Nivea*krem svo gott fyrir huðina. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.