Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 3
TIKAN, nr. 42, 1952 BLESSADAR SVElTASTliLKLRMAR eru nokkrar svipmyndir af íslenzkum sveitastúlkum Margur borgarbúi verður að láta sér nægja svona myndir ÞAí> má segja um unga Beykvikinga, að obbin a f' þeim hafi aldrei séð sveitastúlku. Því þegar sveitastúlkan fer úr sínu umhverfi og kemur til höfuðborgarinnar, þá er hún oftast fljót að breytast í borgarstúlku og semja sig að háttum stallsystra sinna við sjóinn, að minnsta kosti hvað klæðaburðinn áhrærir. Hinn ungi Reykvík- ingur sér þess vegna sjaldnast sveitastúlkuna, jafnvel þó hann mæti henni daglega á götu; það, sem hann sér, er fyrrverandi sveitastúlka, annað ekki. Með þessu er ekki átt við, að sveitastúlka á heimaslóð- um sé „verr klædd" en vinkonur hennar í borginni. En umhverfið mótar manninn, og yndisþokki stúlkunnar í sveitinni er af allt öðrum toga spunninn en yndisþokki borgarstúlkunnar — að báðum ólöstuðum. Til dæmis blása þeir sólvindar um lokka sveitastúlk- unnar, sem löngu eru búnir að kveðja Beykjavík. Og þó að Reykvíkingar hafi raunar ennþá Esjuna og himin- blámann íslenzka, þá er orðinn ærinn vegur milli þessa og ósvikinnar sveitanáttúru. Hún er þess vegna alls ekki út í hött sú fullyrðing, að þeir hinna ungu Reykvíkinga, sem ekki hafa lifað í sveit, hafi í raun og veru aldrei séð sveitastúlku. Annað mál er það, að þetta «r ótækt. Og því birtir VIKAN nú nokkrar svipmyndir af ung- um stúlkum úr sveit, eins og þeim er brugðið upp í bókum. Sjón er að vísu sögu ríkari, en eitthvað kann þetta þó að hjálpa. 8ÓKIN: PILTUR OG STÚLKA. Höfundurinn: Jón Thoroddsen. Sveitastúlkan: Sigríður Bjarnadóttir frá Tungu „Sigriður hélt því uppteknum hætti með búnaðinn, að hún var hvers- dagslega á peysu og pilsi, með bláa skotthúfu á höfði, sem fór henni fata "bezt; en skrautklæði hennar voru treyjuföt vönduð, sem systir hennar hafði gefið henni. En þótt að Sigríði yrði nú margt nýstárlegt í kaupstaðnum, þá var það ekki síður, að kaupstaðarlýðnum yrði starsýnt á hana. 1 litl- "um bæ, sem Reykjavik þá var, eru það ekki alllítil tíðindi, þegar nýr innbúi tekur sér þar bólfestu, hvort sem hann heldur kemur frá útlöndum eða úr sveitinni; það eru meiri tíðindi, ef hann er kvenmaður, en stórtíðindi má það kalla, ef hinn nýkomni kvenmaður er afbragðs fríður, þvi þá er eins ¦og þar stendur, „allra augu vona til þín" . . . „Segðu mér, lagsmaður, livaða stúlka er það, sem nýlega er komin þar í húsið hjá henni maddömu Á., meðallagi há, þrekleg og hnellin, ljóshærð og lagleg með efnileg augu og hefur íslenzka búninginn, en kemur, held ég, aldrei út?" SOKIN: SJÁLFSTÆTT FÚLK. Höfundurinn: Halldór Kiljan Laxness. Sveitastúlkan: Ásta Sóllilja „Þetta var dökkhærður únglíngur, fölleit, með lánga kjálka og sterka höku, skaut öðru auganu dálitið i skjálg. Hún var dökk á brún og brá, en augun sindurgrá einsog brotið járn. Þetta var «ina andlitið 4 bænum, sem hafði lit og löguh, og þessvegna horfði dreingurinn oft á systur sína einsog hann undraðist hvað- an hún kæmi. Hún var mjög föl, hið togna fullorðinslega andlit xnótað af áhyggju, næstum reynslu. Síðar dreingurinn mundi fyrst eftir hafði Ásta Sóllilja verið stóra systir. En þótt barm og axlir skorti hið brumkenda form bernskunnar, væri útsprung- ið úr því eða hefði aldrei öðlast það, þá skorti hana eingu síður hina ávölu frumvaxta mýkt; barn var hún ekki; en hún var jafnlángt frá því að vera fullorðin." BÓKIN: HEIÐARBÝLIÐ. Höfundurinn: Jón Trausti. Hún var ekki stór vexti, en þéttvaxin og hraustleg, kvik og skarpleg í öllu fasi sinu og eldfjörug og kát. Andlitið var smá- frítt og svaraði sér allt vel, kinnarnar ávalar, jafnvel nokkuð bústnar og skiptu vel litum, munnurinn nettur, nefið beint og formfagurt og yfirsvipurinn hreinn og bjartur — en glettnisleg- ur. Og þótt augun væru dökk og f jörleg, greindarleg og stundum dálítið dreymandi, leyndu þau því ekki við nánari athugun, að þau höfðu tvennt til. Þau áttu blíðu og ástúð, en þau gátu lika sýnt þrjózku, hörku, eða kalda fyrirlitningu. Samt voru það ekki nema fáir fremur en síðar, sem höfðu lag á að kynnast Höllu neitt nánar, og alltaf var ^öllum þorra manna það endalaus ráðgáta, hvað í henni byggi. Sjálf varðist hún allra frétta um það. Hún átti engan þann kunningja eða kunningjastúlku, sem hún segði innstu hugrenningar sínar. Hún gat verið kát við þær og viðfeldin; en ef þær urðu henni of nærgöngular, eða ef þær gerðu beinlínis tilraun til að skyggn- ast inn í hugarheim hennar, þá máttu þær eiga hana á fæti. Hún sá við þeim, þótt farið væri með mestu lægni; og annað- hvort beit hún þær frá sér með bituryrðum eða hún villti þeim sjónir með tvíræðum orðum og atvikum, sem þær misskildu og urðu sér á endanum til minnkunar." SAGAN: SNJÖKAST. Höfundurinn: Helgi Hjörvar Sveita- stúlkan: Sigríður ,,Hann horfir á hana, hvernig hárið flæðir gegnum greipar henni. Það er jarpt og mikið; það er eins og það sprikli í höndunum á henni. Hún er þrekleg og sléttvaxin, ofurlítið freknótt, heit og rjóð eftir snjókastið, hálsinn stuttur og digur, bringan fannhvit og hvelfd; hún dregur and- ann djúpt og ótt. Snjórinn loðir í hálsmálinu og hverri fellingu í föt- um hennar. Silfurmillurnar og festin á upphlutnum hennar er allt fullt af snjó." . . . Og þar kveðjum við sveitastúlkuna í bráð í snjókasti búnu til af Helga Hjörvar. Seinna birtir VIKAN svo vœntanlega einliverjar glefsur úr því, sem íslenzk skáld hafa sagt um islenzkar borgarstúlkur. Þorvaldur Ágústsson tók forsiðumyndina. Sveitastúlkan: Halla „Halla var fríð stúlka, þegar hún var á gjafvaxta aldri; um það var enginn skoðanamunur. Og snjókerlingum ánafna ég .... "CVLESTIR eru sammála um, að erf ðaskrár séu mestu þarfa- þing. En erfðaskrár geta líka verið skrítnari og stund- um ótrúlega skrítnar. Kanadiski milljónamæringurinn Vance Millar bjó til eina stórskrítna. Hann ánafnaði þeirri konu i Toronto kr. 4,500,000, sem setti flest börn- in fyrstu tíu árin eftir andlát hans. Þrjár konur skiptu síðar pening- unum með sér, þegar þær urðu hníf jafnar með niu börn hver. Maður nokkur í Sidney átti nýlega að fá 12,000 sterlingspunda arf eftir föður sinn, ef (jeins og tekið var fram í erfðaskráni) konan hans andaðist eða hann skildi við hana. Sonurinn fékk þó peningana — og hélt konunni ¦— þegar hann fékk dómstólana til að rifta erfðaskráni á þeim forsendum, að það væri rangt að hvetja menn til að skilja við konurnar sinar. George Eacon reyndi líka að fá erfðaskrá föður síns riftað, en tókst ekki. Hann varð því að sjá á bak miklum auðæfum, því fað- ir hans — forríkur Bandaríkjamaður — lét honum eftir aðeins einn dollar, til þess að refsa honum fyrir að vilja frekar búa í Bret- landi en Bandaríkjunum. Annar maður í Englandi kom við sögu skrítinnar erfðaskrár. Frænka hans ánafnaði honum nærri hálfa milljón — með því skilyrði, að hann yrði aldrei kommúnisti. Oft taka menn líka upp á því að gefa allar eigur sínar eða hluta af þeim til hinna fáránlegustu framkvæmda. Þannig var það Júnsta ósk franskrar konu, að 120,000 frönkum af eigum hennar yrði varið til að kaupa föt á snjókerlingar, svo að þær væru siðsamlega útlítandi. önnur frönsk kona lét eftir sig tals- verða fjárupphæð, sem sá skyldi fá, er fyrstur kæmist í samband við lifandi veru á einhverju himintungli — öðru en Mars. Enginn hefur þó enn sannað rétt sinn til peninganna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.